Morgunblaðið - 12.11.1995, Side 31

Morgunblaðið - 12.11.1995, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 81 samferðamenn Magnúsar. Um leið og við þökkum það vottum við fjöl- skyldu hans og afkomendum dýpstu samúð okkar. Karl Arthursson, Guðmundur Sighvatsson, Birgir Karlsson. „Formaður minn og fóstri." Þann- ig vitnaði ég oft til Magnúsar D. Olafssonar verkstjóra hjá Hval hf., sem er látinn eftir stutt veikindi. Þetta orðatiltæki varð fyrst til í glettni en með árunum hvarf glettn- in úr því og eftir stendur bara það sem það segir. Ég starfaði undir stjórn Magnúsar í Hvalstöðinni frá árinu 1980 til ársins 1989 er hval- veiðum lauk. Þessi ár voru bráð- skemmtileg enda staðurinn og starf- semin engu öðru lík og í Hvalnum var Magnús fremstur meðal jafn- ingja. Starfsferill Magnúsar hjá Hval hf. var þó heldur lengri eða frá 1948 til 1994. Auk þess vann Magnús við byggingu hermanna- braggahverfisins sem síðar varð vistarvera hvalmanna. Þessi langa viðvera á staðnum segir heilmikið um manninn, tryggð hans við Hval- ipn og hversu hann unni staðnum. Án þess að vita það segir mér svo hugur að Magnúsi hafí hvergi liðið betur og þá sérstaklega þegar ver- tíð stóð yfir, þá var líf og fjör, fullt af mannskap og í mörg horn að líta. Mér eru minnisstæð vorin þegar við vorum að undirbúa komandi vertíð, þá var Vírabragginn miðstöð for- mannsins og þar var sko tekið á. Við strákamir stóðum nú mest til hliðar-og horfðum á Magnús splæsa víra frá morgni til kvölds og hlust- uðum á sögurnar af sjónum og gamlar hvalmannasögur sém enginn sagði betur en hann. Verkstjórastarfið átti vél við Magnús og hann naut virðingar manna sinna þótt mörgum þætti hann oft og tíðum strangur en eitt er víst að í návist hans sátu menn ekki auðum höndum. Magnús var hreystimenni enda gamall togara- jaxl. Mér fannst alltaf eins og hann væri á ferðinni allt sumarið og það fór fátt fram hjá honum. Hann var stálminnugur og talnaglöggur með afbrigðum svo menn rak í roga- stans, hann mundi jafnvel símanúm- er hjá mönnum sem höfðu unnið hjá honum fyrir mörgum árum. Magnús hafði gaman af- ljóðum og átti létt með að selja saman hvort heldur var stökur eða heilu ljóðabálkana. Magnús starfaði hjá Hval hf. fram til loka síðasta árs þar sem hann ásamt starfsfélögum sínum til margra ára vann við viðhald og eft- irlit á staðnum. Við strákamir, „Magnúsarmenn" eins og vaktin var kölluð, höfum haldið hópinn og hist í gegnum árin og það er einmitt á svona stundum sem manni finnst að það hefði mátt vera oftar. Alltaf mætti Magnús og tók þátt í gleð- inni. Síðast hittist vaktin í tilefni af sjötugsafmæli hans í janúar 1994 og var það gott kvöld og eftirminni- legt. Ég hitti Magnús í ágúst sl. í brúð- kaupi Bjarna frænda hans upp á Kjalarnesi. Formaður minn og fóstri var hress og sjálfum sér líkur og að vanda áttum við gott spjall þar sem við ræddum mest um Hvalinn og hvalmenn og hafði hann miklu meiri fréttir af mönnum en ég sem endranær, sem sýndi að hann fýlgd- ist með okkur úr fjarlægð og er gott til þess að vita. Ég vil að lokum taka mér það bessaleyfi að þakka Magnúsi fyrir hönd „Magnúsarmanna" fyrir okkur og votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Hans verður sárt saknað en minningin um góðan dreng lifir. Halldór R. Lárusson. Nú er skarð fyrir skildi. Magnús verkstjóri vinur okkar er látinn. Við systkinin viljum minnast hans fáein- um orðum. Hann tengist bernsku annars okkar og æsku hins með óijúfanlegum hætti. í okkar augum var líf hans giftusamt og hvarf hans héðan gerir líf okkar fátækara. Ein fyrsta minning lítillar stúlku frá Hvalstöðinni er frá því hún var á fjórða ári. Hún fékk að fara með MINNINGAR pabba sínum niður á plan að fylgj- ast með þegar gríðarstór finnhvalur var flensaður. Hávaði, ískur í vírum, festing sem gaf sig er risaskepnan var dregin upp úr dreyrrauðum sjón- um, sérkennileg lykt og hlýjan úr lófa pabba greyptu þessa minningu í vitund stúlkunnar. Hún horfði á eftir pabba sínum, þar sem hann stiklaði á blankskóm milli slepjunnar og víranná á planinu, í brúnum jakka með brúnan hatt á höfði. Skepnan var miklu hærri en pabbi og tæp áttatíu fet á lengd. Hann og Per, norskur læknastúdent, tóku sýni. Hvalinn bar við himin og uppi á honum var maður, nakinn að ofan, kaffibrúnn og stæltur. Það gneistaði á svitastorkinn líkama hans í sól- inni. Groddalegar bússur virtust ná upp að mitti og stóðu broddar neðan úr þeim. Maðurinn glotti við tönn, gekk fumlaust til verks, líkt og hann væri á stofugólfinu heima hjá sér, festi víra og tók til við að flensa. „Þetta er hann Magnús flensari,“ sagði pabbinn við dóttur sína. Líklega hefur þetta verið árið 1951, en þá hafði Magnús þegar starfað fyrir Hval hf. í þijú ár. Eft- ir þetta varð Magnús óijúfanlegur hluti af björtum sumrum bemskunn- ar. Hann vann starf sitt fumlaust, staldraði sjaldan við til að þerra af sér svitann, ekki einu sinni þegar hópur ferðalanga gerði sig líklegan til að festa hvert handtak hans á filmu. Mynd hann skreytti bækur um ísland og póstkort sem fóru víða um heim. Hann stóð sína átta tíma vakt en notaði sjaldan hina átta tímana til svefns. Fyrst þurfti að skvera sig upp, þrífa sig og gallann og stöku sinnum spá örlítið í glas með hinum hvalkörlunum eins og þá var lenska á stöðinni. Hvar sem Magnús fór á frívöktum var hlegið og sögur sagðar. Hann hafði frá-. bæra frásagnargáfu og einstakt lag á því að draga fram hið spaugilega í tilverunni og fylgdi kjamyrtum sögunum smitandi hlátur. Hann var natinn og hlýr við okk- ur börnin í Hvalnum og talaði alltaf við okkur sem jafningja. Eitt sinn gekk hann fram á systur okkar, sem þá var á öðru ári, þar sem hún sat í dmllupolli, sló taktinn og söng hástöfum „Monní dó“ sem var henn- ar útgáfa af laginu vinsæla Dómínó, milli þess sem hún fékk sér sopa úr pollinum. Magnús bókstaflega veltist um af niðurbældum hlátri svo axlir hans kipptust til. Ekki hló hann samt upphátt en þegar hann mátti mæla tók hann blíðlega í hönd barns- ins, reisti það við og sagði: „Þetta er fallegt lag en nú skaltu fara upp í bragga og biðja mömmu þína að gefa þér mjólk að drekka. Svona sull fer illa með magann á litlum stúlkum." Magnús var fljótt gerður að verk- stjóra og vann það starf þar til hval- veiðar lögðust af. Eftir að faðir okk- ar varð fyrir slysi 1955 fækkaði sumrum okkar í Hvalstöðinni. Seinna kom stúlkan stundum við í Hvalfirðinum til að rifja upp glaða daga og hitti þá Magnús, sem heils- aði alltaf með sömu glaðværu hlýj- unni, sagði tíðindi af vertíðinni og bað fyrir kveðjur til móður okkar. Árin liðu og faðir stúlkunnar var löngu látinn, en litli bróðir hennar óx úr grasi og gerðist messi á hval- bát en vann svo í kjöthúsinu undir stjórn Magnúsar í þrjú sumur. Þetta var þrælavinna, lítíll svefn á stund- um og ekki auðvelt fyrir óharðnaðan menntaskólastrák að laga sig að samfélagi hvalkarlanna. Magnús lét strák njóta föður síns, en þó þannig að hvorki hann né aðrir áttuðu sig á því. Þegar mikið var að gera í þessu samfélagi gekk vinnan á Magnúsarvakt eftir snúru enda van- ir menn og vel vándir. Meira mæddi á verkstjóranum í brælutíð. Hann þoldi ekki hangs og var naskur á að finna verk, sem þurfti að vinna, þrífa vélar, mála eða dytta að svo engum þyrfti að leiðast á vaktinni. Eitt sinn sofnaði strákur á vaktinni, hafði fundið sér afdrep og taldi sér óhætt að fá sér kríu. Magnús var fljótur á vettvang. Hann kom pilti aftur til starfa með nokkrum vel völdum orðum, en minntist svo ekki á verksvikin framar enda lærði strákur sína lexíu. í annað sinn voru þeir að færa vaming út í einn hval- bátinn og varð drengnum þá fóta- skortur, steyptist fram af en kom niður á rör sem fest voru við bryggjusporðinn utanverðan. Hann lenti á hökunni og sprakk fyrir svo það þurfti að færa hann til læknis á Akranesi. Þama hefði getað orðið stórslys. Magnús greip pilt og gerði viðeigandi ráðstafanir en seinna sagði hann glettnislega: „Það varð Inga til happs að hann kom fýrir sig hökunni.“ Onnur orð vom ekki höfð um þetta. Þegar áfengisbann var loks sett á stöðina 1978 varð Magnús að framfylgja því og gerði hann það dyggilega. Hann vissi sem var að ekki vom allir jafn grandvarir og hann sjálfur og varð sem verkstjóri að framfylgja þessari reglu. Hann gerði það með sóma, gekk ákveðnum skrefum að svefnstofum strákanna, ræskti sig hátt og snjallt og hóstaði nokkrum sinnum, gekk svo inn og tékkaði. Þið vitið að hér er áfengis- bann. Þá var flaskan reyndar oftast horfin á bak við skítugan kodda og sakleysisleg andlit hvalstrákanna litu til hans yfir bækur og blöð. Það sá ekki á þeim. Enn liðu mörg ár. Nú kom Magn- ús enn inn í líf okkar. Stelpan litla var orðin sjálfstæð móðir í eigin íbúð og með bam sem þurfti mikils við. Það var henni ókleift að mála loft, þrífa veggi og dytta að því sem þurfti viðhalds við með vinnu og uppeldisstörfunum. Pyngjan var líka stundum heldur í léttara lagi. Haug- ar söfnuðu'st fyrir, málning tók að flagna úr glugga. Nú var úr vöndu að ráða. Þá frétti hún af tilviljun að Magnús verkstjóri tæki stundum að sér svona verk og hafði samband við hann. Frá þeim degi hefur hann unnið margt viðvikið á heimili henn- ar og hjálpað til að halda því þokka- lega f horfinu. Greiðslumar komu svo þegar hún átti eitthvað aukreitis í bankanum. Þegar hann hjálpaði henni vann hann verk sín oftast um helgar, því virka daga sá hann um að halda öllu vel við í Hvalstöðinni. „Allt er í besta lagi," sagði hann mér eitt sinn. „Við getum hafið ver- tíð með þriggja vikna fyrirvara hve- nær sem er.“ Hann var dapur yfir örlögum hvalveiða á íslandi og hafði sterkar skoðanir á þeim málum. Að öðm leyti var hann ótrúlega rögg- samur, léttur á sér og léttur í lund. Það vom hátíðisdagar þegar Magnús kom til að mála eða dytta að. Oft unnu þau lengi hlið við hlið, hann kenndi henni að mála og skrapa og í kaffihléum röbbuðu þau um alla heima og geima. Þá nutu frásagnar- hæfni hans og frábært minni sín vel. Hann talaði sjaldan um sjálfan sig, en þó bar við að hann nefndi konu sína, böm og bamaböm og þá ljómaði hann af væntumþykju og stolti. Hann sagði henni hins vegar frá því hvemig hann lenti í rysking- um við ungan ólukkumann sem reyndi að bijótast inn í húsið hans. Honum tókst að halda kauða þar til lögreglan kom á vettvang þrátt fýr- ir meira en hálfrar aldar aldursmun. Hann var ekkert að hreykja sér held- ur gerði einfaldlega það sem þurfti og sagan varð sem endra nær sprenghlægileg í munni hans, þótt hann hefði bæði fengið áverka og brotin gleraugu fyrir vikið. Blessuð sé minning þessa valin- kunna sómamanns, sem hafði lag á því að umgangast tilveruna með reisn. Við vottum ástvinum Magn- úsar samúð okkar og þökkum fyrir að hafa fengið að eiga hann að vini. Dóra S. Bjamason, Ingp Þ. Bjarnason. í byrjun aðventu, sunnudaginn 3. desember nk., kemur út hinn árlegi jólablaðauki jólamatur, gjafir og föndur.Til að hafa blaðaukann sem glæsilegastan verður hann sérprentaður á þykkan pappír og prentaður í auknu upplagi, þar sem jólablaðaukar fyrri ára hafa selst upp. I blaðaukanum verða birtar uppskriftir að jólamat, smákökum.tertum, konfekti og fleira góðgæti sem er ómissandi um jólahátíðina. Þá verður fjallað um jólagjafir, jólaföndur og jólaskraut. Farið verður í heimsókn til fólks, bæði hér heima og erlendis, og forvitnast um jólasiði, mat og undirbúninginn fyrir jólin. Nánari upplýsingar veita Dóra Guðný Sigurðardóttir, Agnes Erlingsdóttir og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í símum 569 1171 og 569 I 11 I eða með símbréfi 569 1110. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 þriðjudaginn 21. nóvember. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.