Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 19 NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heitar umræöur á landsfundi Kvennalistans: Nenni ekki lengur að hanga í lausu lofti Ég húrra mér nú bara niður. Það nennir ekki orðið nokkur kjaftur að líta upp til að kíkja hvað þá meira . . . EDF240 kæliskápur Rúmmál: 230 lítrar Kælir: 185 lítrar Frystir: 45 lítrar 2 hurðir, frystir að ofan. Kr. 47.900 AV 837 TX þvottavél Tekur 5 kg af þvotti 18 þvottakerfi: Fyrir venjulegan þvott, viðkvæman þvott og ull. Stiglaus hitastillir Vindur 500/850 snúninga á mlnútu Kr. 45.900 I verslun BYKO og Byggt og búið bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. Eldavél G604 E 4W Fjórar rafmagnshellur Tímastillir Grill og grilteinn Færanlegt lok Kr. 49.700 <3Z9ES!B!!!9' Ariston uppþvottavél LS 603 Tekur 12 manna stell Tvö hitastig 55' og 65' c 6 þvottakerfi Hraðþvottakerfi Kr. 57.900 Skiptiborð 515 4000 Hólf og gólf, afgreiðsla 515 4030 Verslun, Oatshrauni 15, Hafnarfir 3» Almenn afgreiðsla 556 4411 Verslun, Hringhraut 120, Rcykjavi ARISTON Falleg, sterk og vönduð ítölsk heimilistækl Almenn afgreiðsla 568 9400 Hrnnmmiii mhhíwiiþ Grænt númer 800 4000 m KRINGLUNNI Umbæturnar á IMýja-Sjáland Umboð kjós- enda skorti David Thorp MARGIR fulltrúar verkalýðshreyfing- ar Nýja-Sjálands gagnrýndu frá upphafi umbótastefnuna sem m.a. fól í sér niðurskurð ríkisút- gjalda, einkavæðingu og aukna fríverslun. Thorp segir aðspurður að um „svik“ við kjósendur Verkamannaflokksins hafi verið að ræða. Hægrimenn, sem nú eru við völd, hafi heldur ekki haft umboð til að draga vígtennurnar úr verkalýðshreyfingunni með lögum frá 1990 sem stór- auka möguleika á kjara- samningum einstaklinga við vinnuveitendur. Thorp segir sumar breytingarnar hafa verið til bóta en að efnahagur landsins hafi alls ekki verið svo slæmur 1984 að þörf hafi ver- ið á róttækum uppskurði sem leitt hafi til versnandi lífskjara hjá al- menningi og neyðar hjá þeim verst stöddu. Velferðarkerfið hafi verið rústað og atvinnuleysi aukist, það sé enn mikið. Allt sé þetta gert í nafni hugmyndafræði markaðs- og ftjálshyggju sem ekki gangi upp, geri það hvergi. Þróunin allra síðustu árin á Nýja-Sjálandi sýni það vel, hagvöxtur sé minni en í mörgum þróunarlöndum, opinber- ar skuldir aukist og atvinnuleysi sé enn mikið vandamál. „Ég held að stjórn hægrimanna hefði aldrei getað komið þessu á,“ segir Thorp. „Stjóm Verkamanna- flokksins gerði þetta af því að hún treysti því að andstaðan meðal kjósenda flokksins yrði ekki vel skipuiögð. Gjaldeyriskreppa var notuð sem afsökun fyrir þessari róttæku koll- steypu, félög okkar og almenning- ur voru ekki spurð álits. Það var hörð andstaða við það hvernig breytingunum var komið á og enn eru miklar efasemdir um að þær beri þann árangur sem spáð var.“ -Opinberum starfsmönnum fækkar, hlutfall opinbers reksturs af þjóðarframleiðslu hefur minnk- að á Nýja-Sjálandi. Hvað teiurðu eðlilegt að hlutfailið sé? „Hlutfallið hefur iækkað, er nú um 30% en ríkisvaldið á enn veru- legan hlut í framleiðslufyrirtækj- um. Það er nauðsynlegt að skil- greina vel hvert hlutverk ríkis- valdsins á að vera. Raunveruleg markmið umbótastefnunnar hafa aldrei verið rædd og heldur ekki hver árangurinn hefur orðið. Sjálfur tel ég að markaðshyggja geti aldrei sýnt þann árang- ur sem stefnt er að fyr- ir samfélagið. Stjórn- völd eiga að gæta-hagsmuna alls almennings og tryggja ákveðna niðurstöðu. Þetta krefst ríkisaf- skipta, að stjórnvöld annist ákveðnar þarfir og reyni að tryggja jafnrétti í þeim efnum.“ -Landbúnaðurinn gekk fyrir ríkisstyrkjum, var ekki þörf á hreytingum í þeim efnum? „Það er rétt, styrkirnir voru sennilega ekki nauðsynlegir. Þeir voru felldir niður og landbúnaður- inn virðist hafa þolað það. Senni- lega var þetta rétt ákvörðun.“ -Sum ríkisútgjöld hljóta að hækka næstu áratugina, t.d greiðslur vegna_ eliitrygginga, fólk lifir lengur. Á hlutfall ríkisút- gjaida, sem er stöðugt að aukast á Vesturíöndum, að fara yfir helm- ing þjóðarframleiðslu, í 70%, 80%, eða verður að skera niður einhvers staðar? Hlýtur sársaukafullur en nauðsynlegur niðurskurður ekki ► Nýsjálendingurinn David Thorp hefur verið fram- kvæmdasljóri PSA, stærsta launþegasambands landsins, í fjögur ár, áður var hann for- seti sambandsins. Hann er 54 gamall, kvæntur og tveggja barna faðir. PSA er með hátt í hundrað þúsund félaga er allir starfa hjá ríki eða sveitarfélögum. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja bauð Thorp hingað til lands til að segja frá breyting- um í ríkisrekstri á Nýja-Sjá- landi en sljórnvöld þar hafa skorið harkalega niður opinber útgjöld, dregið úr ríkisumsvif- um og takmarkað áhrif verka- lýðsfélaga. Stjórn Verka- mannaflokksins hratt breyting- unum úr vör um miðjan síðasta áratug. Frá 1990 hefur stjórn hægrimanna haldið áfram á sömu braut þótt nokkuð hafi verið hægt á ferðinni nýlega. að koma hart niður á þorra fólks? „Ég vil ekki nefna ■'neina ákveðna tölu en það verður að hækka hlutfall hins opinbera hjá okkur á Nýja-Sjálandi. En að sjálf- sögðu verður að vera efnahagsleg- ur grundvöllur fyrir því að ríkis- valdið geti haldið uppi ákveðnu lágmarki í velferðarþjónustu. Sem stendur er afgangur á fjárlögum hjá okkur. Hægrimenn segja að verið sé að leggja grunn að betri tímum. Allar breytingar valda einhveiju fólki sársauka en öllu skiptir að fólk samþykki breyting- arnar, annars er lýðræð- ið aðeins yfirskin. Takist ríkisstjóm að fá fólk tii að sætta sig við tímabundna erfið- leika þá er það í lagi. Ég held að það geti verið hægt ef fólk skilur hvert markmiðið er. En þetta er vissulega vandamál í lýðræðisamfélagi, lýðræði hlýtur ávallt að vera óhagkvæmt, mark- aðshyggjumenn reyna þess vegna af öllum mætti að iosna við að láta lýðræðið hafa sinn gang. Þeir telja sig vita betur en fólkið. Það er nauðsynlegt að hugsa þessi mál upp á nýtt, alla uppbygg- ingu efnahagslífsins, breyttar for- sendur í heiminum. Stjómvöid verða að hafa hönd í baga með alþjóðlegum viðskipt- um, þetta snertir kjarna lýðræðis- ins. Lýðræðinu er ógnað vegna sóknar markaðshyggjunnar og frí- verslunar. Hver eru áhrif almenn- ings, ríkir lýðræði í reynd, mun það lifa þetta af? Hvernig á al- menningur að ná sínu fram ef rík- isvaldið hefur ekki lengur afskipti af efnahagsmálunum?" Skilgreina þarf hlutverk ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.