Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 11 í FRÆÐASETRINU er skólum boðið upp á aðgengilega fræðslu tengda sjó og Ijörnum, fuglum og fjöru. Kennarar að kynna sér aðstæður og skoða í víðsjám sýni frá botndýrarannsóknastöðinni. Skeldýr og fiska, sem koma lifandi úr bátunum, má sjá í búri í sýningarsalnum. um má sjá hvernig fuglarnir raða sér í bjarginu, hvar þeir eru í fjör- unni og þar liggur selur á steini. Sem við stöndum við kvist- gluggann í salnum og horfum út á hafnargarðinn og yfir fjöruna, segir Kristín mér að á skeijunum þarna fyrir utan megi oft sjá seli. Og að karlarnir segi að jafnvel megi greina þar fyrir utan hvala- stróka. Og þess má geta að gert er ráð fyrir að hægt verði að bjóða upp á fimm tíma siglingu eftir því sem veður leyfir, þar sem megi skoða bjargfugla, seli og hvali undir leiðsögn. í einu glerbúrinu eru til sýnis gömul björgunartæki. En björgun- arsveitin Sigurvon í Sandgerði er elsta sjóbjörgunarsveit landsins, stofnuð 1928, og fékk árið eftir björgunarbátinn Þorstein, hinn fyrsta sem Slysavarnafélagið eignaðist. Þarna má sjá gömlu tækin, sem flest eru þau elstu af sinni gerð. Aðstaða fyrir fræðimenn í safninu er fyrirlestrasalur með sýningartjaldi og myndvarpa og gert ráð fyrir skyggnusýningum. Reiknað er með að fræðimenn muni dvelja á staðnum við störf og er húsið innréttað þannig að þar eru herbergi til að gista í. Þau hafa þegar komið í góðar þarfir, því 12 erlendir sérfræðingar frá 8 löndum gistu þar eina viku í þess- um mánuði, er þeir voru á vinnu- fundi í Botndýrarannsóknastöð- inni. En stórum nemendahópum er boðið pokapláss í samkomuhúsi bæjarins. Sagt var ítarlega frá því merka rannsóknaverkefni um Botndýr á íslandsmiðum í sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins 8. nóvember sl. og verður því ekki farið ítarlega út í það hér. Þetta eru viðamiklar fjölþjóðlegar rannsóknir á lífríki sjávarbotns við ísland á vegum umhverfisráðuneytisins í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, LíffræðÞ stofnun, Sjávarútvegsstofnun HÍ og Sandgerðisbæ. En Fræðasetrið nýtur nálægðarinnar við þær og aðstoðar forstöðumannsins Guð- mundar Víðis Helgasonar sjávar- líffræðings, sem fyrr er sagt, sem leggur til alls konar sýni til skoð- unar. Hann sagði að stöðin þarna niðri hefði verið í gangi síðan 1992 og nú færi að koma meira af efni til baka frá sérfræðingunum, sem vinna að greiningunni. En haft hefur verið samband við um 80 sérfræðinga, innlenda og erlenda. Þegar allt er komið, standa vonir til að í Sandgerði geti verið til sýnis eintök af öllum dýrum sem fundist hafa á landgrunninu. Við ætlum að reyna að stefna að því að hafa hér til sýnis allt frá fjörunni og niður á 2.400 metra dýpi, bætir Kristín við. Við litum við hjá stúlkunum sem sitja þarna niðri fullar af áhuga og grófsortera gegnum víðsjá sýn- in, sem síðan eru send viðkomandi sérfræðingum. Fræðsluferðamennska Um leið litum við inn í fiskmark- að Sandgerðis í norðurenda húss- ins niðri, þar sem í kerjum mátti sjá 60 tonna afla, sem borist hafði á land og var verið að bjóða upp. Búið að flokka hann í tölvu og hópur kaupenda að bjóða í. Þama mátti í körunum sjá ýmsar tegund- ir af sjávarafla. Er fengur að þvi fyrir gesti Fræðasetursins að fá að líta þar inn. Og ef svo stendur á að menn eru að beita línuna fyrir næstu róðra í hinum enda byggingarinnar, verður varla am- ast við því að landkrabbar fái að sjá hvernig það fer fram. Nágrennið býður líka upp á fleira. Þar er t.d. Hvalsneskirkja, rústir verslunarbæjarins Bása og garðurinn yfir Rosmhvalanesið, sá eini sinnar tegundar. í Fræðasetr- inu í Sandgerði er unnið að því að safna saman merkri sögu út- gerðarhverfanna í Miðneshreppi eða Rosmhvalanesi hinu forna. Og verður boðið upp á 2-5 tíma gönguferðir undir leiðsögn um útgerðar- og verslunarbæina. Ætl- ar Pétur Brynjólfsson, sagnfræð- ingur í Sandgerði, að leiða fólk milli útgerðarhverfanna á strönd- inni, ef óskað er. Islandsvinur, sem búsettur er erlendis, lét nýlega hafa eftir sér að vissulega sé fallegt á íslandi, en það sé líka svo víða annars staðar í heiminum. Það sem honum fannst vanta hér fyrir erlenda ferðamenn er fræðsla um sögu okkar og líf. Það sé sérstætt. Eins og sjá má er Ferða- og fræðasetr- ið í Sandgerðisbæ frumkvöðull að því að þróa hérlendis þá tegund ferðamennsku sem kölluð er fræðsluferðamennska og það á sviði sjávar og fiskveiða, sem er uppistaðan í lífi okkar hér. Er setr- ið hannað með þarfir almennra ferðamanna í huga, erlendra sem innlendra. Kristín sagði möguleika fyrir farþega, er hafa stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli, á að koma þarna í náttúruskoðun. Eða er- lenda áhugamenn að koma við á leiðinni inn eða úr landinu. Hefði verið spurt um þennan möguleika ofan af flugvellinum. En á staðn- um eru tvö veitingahús, sem geta tekið á móti gestum. I Vitanum handan torgsins frá Fræðasetrinu er t.d. framreitt hlaðborð fyrir hópa, ef pantað er fyrirfram, auk þess sem þar er hægt að fá gamal- dags rammíslenskar máltíðir. Og á þessu torgi á milli geta bæjarbú- ar verið með markað í tjöldum í sumar. Sandgerði hefur alla venju- lega aðstöðu fyrir ferðafólk, tjald- stæði, heimagistingu, sundlaug, níu holu gofvöll o.fl., auk þess sem nú bætist við í sambandi við Fræðasetrið. Fræðasetrið var formlega opnað á föstudag og er því opið almenn- ingi nú um helgina. Standa vonir til þess að það verði í framtíðinni mikilvægur hlekkur í umhverfis- tengslum landsmanna. HVERGI er fuglalíf auðugra á tjörnum og sjó en við Sandgerði. Þar hafa sést 33 tegundir fugla. Pantið tíma strax! p- clean and easy nútima háreyðingar- meðferð með vaxi " .---- clearv 11 aí • Langtíma háreyðing (4-6 vikna). • Vax sérstaklega fyrir viðkvœma húð. • Náttúruleg vaxhlanda. ijgjþ Vökvi sem hœgir á hárvexti. 15% kynningarafsláttur af vaxmeðferð í nóvember á eftirtöldum snyrtistofum: íA ' Snyrtistofa Ágústu 552-9070 Snyrtistofa Díu 551 -8030 Snyrtistofa Halldóru 588-1990 Snyrtistofan Ársól 553-1262 Snyrtistofan Ásýnd 588-7550 Snyrtistofan Fegrun 553-3205 Snyrtistofan Guerlain 562-3220 . Snyrtistofan Gyðjan 553-5044 Snyrtistofan Helena fagra 551-6160 Snyrtistofan Líf 557-9525 Snyrtistofan Maja 551-7762 Snyrtistofan Mandy 552-1511 Snyrtistofan Okkar 568-2266 Snyrtistofan Paradís 553-1330 • . l/(y/ö atýjör Snyrtistofan Lipurtá 565-3331 Snyrtistofan Þema 555-1938 • f/as'(fa/)œs' Snyrtistofan Rósa 565-9120 • ' f'///a/'f/a('ac>s Snyrtistofa Sigríðar Guðjónsdóttur 561- • ^A/uiS^S/SH' Snyrtistofa Nönnu 462-6080 • Œo/a/a/'/ie/i Snyrtistofa Jennýar Lind 437-1076 •c//’c//aof/i Snyrtistofan Dana 421-3617 .cÁa//ar'(fr(r Snyrtistofan Sóley 456-4022 /SatreÁs^örrfas' Snyrtistofa Sigríðar 456-1380 • fasu/</csaff Snyrtistofa Rósu 423-7930 . laaffór/iró/u/r Fótaaðgerða- og snyrtistofan Táin 453-5969 < f'c//!>s,<i. Snyrtistofa Ólafar 482-1616 (l f’s/s// a/ut a c///ar Snyrtistofan Anita 481-1214 Snyrtistofan Farðinn 481-1993 1161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.