Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 .......... I DAG MORGUNBLAÐIÐ Aflaðu þér bandarískxar háskólagráðu í London Nám í viðskiptafræði, auglýsingateiknun, tiskuhönnun, markaðssetningu tískuvarnings, innanhússhönnun og myndbandaframleiðslu. Þér mun líða eins og heima í félagsskap annarra íslenskra námsmanna, sem hafa valiðThe American CollegeíLondon. The American College býður upp á „master’s-", „bachelor's-” og sambærilegar háskólagráður. Einnig heimavistir í Atlanta, Los Angeles og Dubai. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða kynningarbækling, hafðu þá samband við: 110 Marylebone High Street, LondonWfM 3DB Englandi. Sími (0171)486-1772. Fax (0171)935-8144. Námsannir hefast í október, janúar, mars, júní og júlí. BORGARKRINGLAN' 103 Reykjavík Sími 568 9525 Frábært úrval af stelpukjólum og strákabuxum Gæðafatnaður sem endist Abendingar á mjólkurumbúðum, nr. 2S af'60. Teygt og togad! í slangri er merking þekktra orða stundum teygð og toguð á gamansaman hátt. Hér eru fáein dæmi: kjaftakvörn sjónauki hippastappa „málglaður maður“ „glóðarauga“ „grænmetisstappa“ afmyndari gúmmíkjaftur afsökunarhús „ljósmyndari" „tungulipur maður" „salemi" MJÓLKU RS AMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, Islenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ást er... fjögurra manna fjölskylda. TM Reg U.S. PttOfl.-ll rtghts reserved (c) 1996 Los Angetes Times Syndicale LEGGÐU nú þessa nið- urdrepandi réjkninga frá þér. Komdu frekar út og sjáðu nýja bílinn sem ég keypti til að gleoja þig. Ósmekkleg skrif MÉR finnst að Guðrún Jónsdóttir ætti að setjast niður og biðjast afsökunar á grein sinni sem birtist í Velvakanda sl. miðviku- dag þar sem hún ræðst ósmekklega að forsætis- ráðherra út af bílakaupum hans og einkabílstjóra. Svona skrif eru ömurleg og ég veit ekki hvað hún hefur verið að hugsa, blessuð konan, að setja þetta á blað. Svo endar hún greinina, „Burt með alla sjálfselskupúka úr ríkisstjórninni". Þú ættir að biðjast afsökunar, Guð- rún, þér hlýtur að líða illa. Þá vil ég að gefnu til- efni segja að mér finnst sjónvarpsþátturinn Dags- ljós góður þáttur og ómak- lega að honum vegið og ég veit um marga sem lík- ar hann alveg prýðilega. Það sama vil ég segja um skemmtiþáttinn Þeyting, hann er skemmtilegur og lofar góðu. Sveina Hermanns. Varðandi fréttaflutning NÝLEGA var frétt um sjáifsmorðsárás hryðju- verkamanna á framsíðu Morgunblaðsins. Rúta hafði verið sprengd upp í loft og margir fórust. Þar var birt mynd, þar sem m.a. fótur lá einhvers staðar á götunni. Þetta vakti óhug hjá mér. Ég hef áður gert athug- semd við fréttaflutning (ekki hjá Morgunblaðinu), þar sem líkami fórnar- lambs slyss var notaður á ósmekklegan hátt til að selja frétt. Ég vil ítreka að mér fmnst nauðsynlegt að fréttamenn geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem þeir bera gagnvart lesendum, áhorfendum eða áheyrendum frétta og líka gagnvart þolendum ofbeldis eða slysa. Þeir sem verða fyrir árás eða slysi geta ekki varið sig fyrir ljósmyndurum. Svo sjá t.d. lítil börn þessar hryllingsmyndir og læra ýmislegt um mannlega hegðun og hvað er „eðli- legt“. Ég vil hér með biðja alla, sem hafa með frétta- flutning að gera, að spyija sjálfa sig: Hvað vil ég að börnin mín sjái í fjölmiðl- um? og: Mundi ég vilja sjá mína nánustu á þannig myndum ef þeir yrðu fyrir slysi, nauðgun eða morði? Takk fyrir. Norbert Muller-Opp. Texti óskast VILL einhver segja mér hyar ég get fengið textann „I okkar fagra landi“ úr laginu sem Þuríður Sig- urðardóttir syngur. Þeir sem þekkja textann eru beðnir að hringja í síma 437-1445. Ella. Yíkverji skrifar... ijAIS6>LAiS/cóOLTUAIÍ.r Farsi t, TzjOtþa, esum uii komnirút- Ht/&b nó?* SKAK llmsjón Margeir Pétursson Svartur á leik Staðan kom upp í 3. deildar- keppninni í haust. Gunnar Björnsson (2.045), Helli, B-sveit, var með hvítt, en Haukur Bergmann (1.945), Skákfélagi Kefla- víkur, A-sveit, var með svart og átti leik. 21. - Bxb5! 22. Bxb5 - Dc5+ 23. Rd4 - Rf5 24. Dd3 - Hh3 25. Ddl - Hxh2 26. Be2 - Re3 27. Bf3 - Rxdl 28. Hxdl - De3 29. Re2 - Dh4 30. Hf 1 — Hxe2 og hvítur gafst upp Metro-mótið — Skák- þing íslands, 5. umferð fer fram í dag kl. 17 í fundar- • b C d . | g h sal Þýsk-íslenska, Lyng- hálsi 10, og 6. umferðin á morgun á sama stað og sama tíma. Atskákmót öðlinga 1995 hefst mánudaginn 20. nóvember kl. 20.00 í félags- heimili TR, Faxafeni 12. Tefldar verða 9. umferðir eftir Monrad-kerfi, 3 um- ferðir á kvöldi. Mótið stendur yfir 3 næstu laugardaga og er opið skákmönnum 40 ára og eldri. * IDAG er 19. nóvember, 22. sunnu- dagur eftir Þrenningarhátíð. 47. vika ársins er hafin. Eftir lifa fímm vikur til jóla. Ef Víkvetji væri prest- ur ætti hann að leggja út af Matt- eusi, 22. kapítula, versunum 15 til 22. Kjarninn í þeim versum er þessi: „Gjaldið keisaranum það, sem keis- arans er, og Guði það, sem Guðs er.“ Keisari okkar í dag, í skilningi tilvitnaðra orða, er hið opinbera, ríkið og sveitarfélögin. Okkur ber að gjalda þessum keisara dagsins í dag það, sem samfélagsins er. Höfum við gert það? Velflest trú- lega. En fjarri því öll. I skýrslu Ríkisendurskoðunar um innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins 1995 kemur í ljós, að við höfum á þessum tíma greitt í eyðslu- og tekjusköttum til ríkissjóðs (greiðslur til sveitarfélaga ekki meðtaldar) 74,4 milljarða króna. Drýgstan hluta höfum við greitt (trúlega oft ómeðvitað) í verði vöru og þjónustu, eða 58,2 milljarða króna. Eftirstöðvamar, eða 16,2 milljarða króna, í tekju- og eigna- sköttum. Að raungildi eru þessar skattgreiðslur 2,3 milljörðum króna verðmætari en á sama tíma í fyrra. Við bætum dijúgum við þessar keisaralegu greiðslur í október-, nóvember- og desembermánuðum, ekki sízt í vöruverðstengdum skött- um, virðisauka og vörugjöldum. Þegar við kaupum jólagjafir erum við nefnilega að „gefa“ hina opin- bera að minnsta kosti fjórðung kaupverðsins. Stundum dijúgum meira, t.d. ef gjöfín er keypt í ónefndum ríkisreknum verzlunum. Hér verður ekki farið ofan í saumana á því hvemig við höfum staðið skil á því, sem okkur ber að greiða Guði, enda engin plögg að styðjast við þar að lútandi, hvorki frá Ríkisendurskoðun né Biskups- stofu. En minnt skal á að flestar kirkjur standa okkur opnar í dag. Og þangað sækjum við sálubót. xxx FLOKKAKERFIÐ íslenzka er fólki tamt umræðuefni á góð- um stundum, þótt pólitík dagsins í dag sé fremur litlaus og logn- molluleg. Þá setja menn gjarnan upp spekisvip og tala annars vegar um fjórflokkinn, aldinn og lúinn, og hins vegar um einnota smá- flokka af ýmissi gerð, það er dæg- urflokka. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræðum, telur í blaða- grein „að staða fjórflokksins sé bæði sterk og veik. Hún er sterk,“ segir hann, „ef tekið er mið af nið- urstöðum kosninga, en þá sérstak- lega Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Þeir eru með 40 þingmenn, nær tvo þriðju þing- heims, og yfir 60% atkvæða þjóðar- innar á bak við sig ...“ Prófessorinn lætur samt að því liggja að varasamt sé að meta styrk af stærðinni einni saman. Klokk- arnir séu ekki lengur „skipulags- heildir fólks sem leggur fram stefnu fyrir kjósendur" heldur „framboðsbandalög umfram ann- að“. Þá veit maður það. xxx SLAPPARI „helmingur" fjór- flokksins, A-flokkarnir, „eiga I erfiðri tilvistarkreppu“, segir pró- fessorinn. „Alþýðubandalagið hef- ur í rauninni stöðugt verið að minnka frá 1978 þegar það hlaut 22,9%, og síðan 1979 19,7%, 1983 17,3%, 1987 13,4% 1991 14,4% og 1995 14,3% ...“ Ef Víkverji man rétt hlaut Al- þýðuflokkurinn næstum sama fylgi og Alþýðubandalagið á því mikla vinstri-sigra ári 1978, eða 22%. Saman hlutu A-flokkar langleiðina í 45% atkvæða það árið og 28 þing- menn af 60 - og stóðu nánast á þröskuldi þingmeirihluta! Síðan hefur leiðin legið þráðbeint norður og niður. Nú hafa þessir flokkar aðeins 16 þingmenn af 63. Það er hressileg megrun atarna. Kvennalistinn og Þjóðvaki hríð: leggja einnig af og eru nánast smásjármatur. Það er greinilegt að fjórflokkurinn, tiltölulega ern eftir aldri, hefur engan einkarétt á slappleikanum. Slappleikinn sýn- ist Víkveija nánast klæðskerasnið- inn á dægurflokkana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.