Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 21 „í Teatro Lirico er staddur Napo- leone Annovazzi óperustjóri í Gran Teatro del Liceo í Barcelóna. Hann er að leita að söngfólki. Farðu nú strax og syngdu fyrir hann.“ Mig var farið að lengja eftir að syngja í óperusýningu með öllu sem því fylgir, þar sem unnt er að ná beinu sambandi við áheyrendur og sjá og finna hvernig þeim líkar. Ég vildi ekki einskorða mig við útvarpið - þó að ég kynni ágætlega við mig þar. Ég skálmaði samstundis af stað og var ennþá fasmikill. Piero reyndi að telja mér hug- hvarf. Honum þótti óráðlegt að syngja í slíkum ofstopa ham og bað mig að bíða uns mér rynni reiðin. En hann kom engu tauti við mig. „Ég fer nú samt!“ Gamalt máltæki segir að steiktir fuglar komi ekki fljúgandi. Ég varð að bera mig eftir björginni og mátti ekki láta nein tækifæri renna mér úr greipum. I Teatro Lirico söng ég úr Lo- hengrin eftir Wagner. Rödd mín hentaði æ betur í dramatísk hlutverk en ég átti engu að síður fullt erindi í léttar lýrískar óperur. Annovazzi þurfti ekki að heyra meira. Hann kallaði til mín úr salnum: „Við erum að setja upp Hollend- inginn fljúgandi. Tækjuð þér að yður að syngja aðaltenórhlutverkið, Erik?“ Ég þá boðið án umhugsunar þótt ég hefði aldrei heyrt óperuna flutta. Piero sló sér á lær. „Þú þurftir bara spark í rassinn," sagði hann - og átti kollgátuna. Oft veltur á hugarástandi söngvarans hvemig honum vegnar hveiju sinni. Mér er það gefið að geta nýtt skap mitt til að herða mig upp, hvernig sem annars ligigur á mér. Ég prófsöng á sjálfu sviðinu í Scala- óperunni. Margur væri þess albúinn að fóma hægri hendi sinni fyrir að fá að standa í sömu sporam og ég var þá. Það var ævintýri líkast. Ég komst að raun um að það var satt sem ópera- stjömumar sögðu um hljómburðinn, að hann væri óviðjafnanlegur. Röddin sveif fyrirhafnarlítið út í sal og inn í hveija smugu. Ég söng Gralsönginn og dramatíska aríu úr þriðja þætti í Valdi örlaganna og var umsvifalaust líka. Ég botnaði þess vegna ekkert í reiði hans. Svona grænn var ég. Gallinn var sá, þótt Liduino segði það ekki berum orðum, að yfirmenn Scala-óperunnar gerðu samninginn beint við mig en ekki um umboðs- skrifstofu hans. Með því var girt fyrir möguleika Liduinos á að skara eld að eigin köku. Umboðsmennska í þessum efnum fólst í svæsnum hrossakaupum. Þegar samningar við Scala vora annars vegar var Liduino vanur að búa svo um hnútana að hann fengi stærri hlut af þóknun söngvarans en þegar um ómerkilegri samninga var að ræða. Ég útskýrði fyrir honum að hið gullna tækifæri hefði ekki borið að með hefðbundnum hætti og síst hefði vakað fyrir mér að vinna honum ógagn. Ég hefði talið það óðs manns æði að ganga ekki tafarlaust að slík- um samningi þegar hann bauðst. Þess má geta að á þessum tíma var ráðningarsamningur við Scala-óper- una jafnvel stærri áfangi á frama- braut söngvara en hann er nú á dög- um. Útskýringar mínar höfðu ekkert að segja. Liduino taldi að ég hefði farið á bak við sig og var óskaplega hneykslaður. Ég skildi við hann í miklu uppnámi. Þetta var laugardaginn 24. apríl árið 1948 og í fyrsta sinn sem Ödip- us Rex var færður upp í Mflanó. Eftirvænting lá í loftinu. Stravinskí var eitthvert virtasta tónskáld þessa tíma og trúlega mestur áhrifavaldur í tónlistarsögu aidarinnar. Ég var ekki síst upp með mér af því að vera falið að kynna þetta verk hans fyrir óperagestum í Mílanó og ég lagði líf mitt og sál í túlkunina á hinum hug- djarfa ógæfumanni. Áhorfendur hrifust af sýningunni og þökkuðu að lokum fyrir með dynj- andi lófataki og bravó-köllin kváðu við úr hveiju horni. Að vísu hafði mér orðið lítilsháttar á í messunni og haft skipti á öðru og fyrsta erindi aríu minnar. En það tók enginn eftir því - nema Sanzogno í hljómsveitar- gryfjunni. Hann furðaði sig á hve auðveldlega ég bjargaði mér úr vand- anum. Ég kvaðst vera í góðu jafn- vægi og ekki láta smámuni á borð við þetta trafla mig. Allt of mikið einhvers kröfuharðasta blaðagagn- rýnanda á Ítalíu. Þetta var ekkert minna en frábærir dómar því að ef Abbiati mislíkaði eitthvað dró hann ekki fjöður yfir það. Hitt var alvana- legt að hann tæki söngvara af lífi með sínu skæða vopni. Laura Fu hjá dagblaðinu L’Um- anita var heldur ekki að leyna hrifn- ingu sinni: „Vincenzo Maria Demetz túlkaði hið erfiða hlutverk Ödipusar af lagni og næmum skilningi." Ég hafði unnið stóran persónuleg- an sigur, það var ekki um að villast. Fljótlega eftir frumsýninguna fór ég á fund Liduinos á skrifstofu hans í ALCI til þess að reyna að setja deilur okkar niður með góðu. Ég rétti honum umslag með fjárupphæð sem jafngilti hér um bil þriðjungi launa minna með þeim orðum að um væri að ræða dálítinn þakklætisvott fyrir vel unnin störf og vinsemd í minn garð. Liduino Bonardi þá mút- umar og stakk umslaginu á sig. En á bak við ísmeygilegt flírubrosið bjó hatursfullur hugur sem taldi sig ekki hafa jafnað metin við mig ennþá. Þegar Liduino seint og um síðir útvegaði mér hlutverk á ný var það að vísu í vinsælustu óperu Giordanos, Andrea Chénier, en ekki aðalten- órhlutverkið sem hefði verið skemmti- legt að fást við og spennandi heldur lítið aukahlutverk sem hann vissi að ég liti ekki við. Mútugjöf mín hafði engum tilgangi þjónað, Liduino lét sér ekki segjast. Ég hafnaði ósvífnu tilboði hans afdráttarlaust og lét hann sigla sinn sjó. Um leið rofnuðu tengsl mín við ALCI, öflugustu umboðsmið- stöð söngvara á Italíu. Að síðustu er hér kafli aftarlega úr bókinni þar sem greint er frá því þegar Sigurður Demetz uppgötvaði stórsöngvara meðal lærisveina sinna: Kristján Jóhannsson. Mér hefur áskotnast gimsteinn. Hann er hrár og hann þarf að slípa en þá trúi ég að hann glói.“ Á þessa leið fórast mér orð um Kristján Jóhannsson í bréfi heim til Suður- Tíról. Hann var þá nýbyijaður í söng- námi hjá mér, hálfþrítugur að verða, og gæddur óvenjulegri sönggáfu. Kristján söng fyrsta tenór í Karla- kómum Geysi. Afbragðsrödd hans vakti brátt eftirtekt. Eins og föður hans á undan honum var honum fal- inn einsöngur með kómum. Og að Jóhann Konráðsson væri hreykinn af syni sínum fór ekki frarh hjá neinum. Jóhann, sem var einatt kallaður Jói Konn, var þekktur söngvari sem þjóðin hafði tekið að hjarta sínu. Tókust kunnleikar með okkur fljót- lega eftir að ég kom til Akureyrar og hóf að starfa með Geysi. Hann var einn þeirra söngmanna úr karla- kóranum sem sóttu til mín tíma ann- að veifið til að auka við söngkunn- áttu sína. Sungum við þá saman óperaaríurnar og renndum okkur upp á háa c-ið eins og ekkert væri því að Jói hafði prýðisrödd og neytti hennar skynsamlega. Ég segi stundum að íslendingar séu eins og hraunmolar, harðir og kaldir að utan en brenni sem eldur að innan. Tilfínningar þeirra eru sterkar en innibyrgðar og getur ver- ið erfitt að kenna þeim söng fyrir bragðið. Oft eiga þeir bágt með að opna skel sína sem er þó hveijum söngvara nauðsynlegt að gera. Jói Konn var ólíkur flestum lönd- um sínum að þessu leyti. Hann var glaðbeittur maður í dagfari og fijáls- mannlegur í viðmóti. Örgeðja var hann og sagði umbúðalaust hvað honum bjó í bijósti. Undan orðum hans gat sviðið eins og beittri hnífs- egg en yfirleitt stóðu gosin stutt. Jói var tilfinningamaður og hann söng af innstu hjartans gleði. Þar kvað aldrei við falskan tón. Áheyrendur skynjuðu hinn viðkvæma streng hans og höfðu þess vegna sérstakt dálæti á honum. Kristjáni brá til föður s!ns. En sakir óþvingaðrar framkomu og sjálfsöryggis brigsluðu öfundarmenn honum um kokhreysti og mont, jafn- vel hroka. Víst er að sá verður aldr- ei mikill söngvari sem er geðlaus og fullur vanmetakenndar. Kristján mátti því kæra sig kollóttan. Fanney Oddgeirsdóttir, móðir hans, hafði einnig góða söngrödd, einhveija dýpstu kvenröddina á Ak- ureyri, og flest hinna barnanna tóku gjama lagið á góðri stund. Kristján hafði því ekki langt að sækja söng- náttúruna. Hann hlaut bjarta og þróttmikla tenórrödd í vöggugjöf, gott minni svo að hann var fljótur að læra, ágætt hljómskyn og sterkan vilja. Auk þess var hann hraustur og stæltur. Hann var fæddur söngv- ari og þurfti skilyrðislaust að öðlast grannmenntun. Eftir raddæfíngu hjá Geysi kallaði ég hann til mín og mæltist til að hann legði meiri rækt við sönginn. Mér þótti hlýða að slíkt söngmannsefni áetti markið hátt og bauð honum að sækja nokkra tíma til mín í Tónlistarskólann á meðan við væram að átta okkur. Þá Kristján boðið feginshendi. Um haustið hóf Kristján söngnám við Tónlistarskólann. Um svipað leyti hitti ég fyrir föður hans sem greip fyrirvaralaust báðum höndum í jakka minn og kippti mér til sín. Hann horfði beint í augun á mér um leið og hann sagði: „Ef þú eyðileggur þennan dreng, þá drep ég þig!“ Kristján var garpur til líkamlegrar vinnu og tók nám sitt sömu tökum. Helsta keppikefli hans var að ná miklum raddstyrk og komast sem hæst upp tónstigann. Honum lá lífið á og var staðráðinn í að ná árangri. Ég reyndi að miðla honum af kunn- áttu minni eins og prófessor Pintorno hafði kennt mér endur fyrir löngu, byggja hann upp frá granni eins og múrvegg, stein upp af steini, leið- beina honum um beitingu og stað- setningu raddarinnar svo að hún hljómaði frammi í andlitinu, kenna honum rétta öndun og þindarstuðn- ing en umfram allt slökun því að Kristjáni hætti til að taka of mikið á eins og mörgum öðrum óþreyjufull- um byijendum. Hann dró hvergi af sér við æfingarnar og tók góðum framföram. Reyndar var hann furðu fljótur að tileinka sér lögmál sönglist- arinnar og er slíkur eiginleiki gulls ígildi fyrir óperusöngvara. Rödd Kristjáns hafði ósvikið hetju- snið. Á fyrstu nemendatónleikum sínum söng hann tenóraríuna frægu Che gelida manina úr La Bohéme sem er þó ekkert áhlaupaverk. Söng- ur hans snerti föður hans djúpt. Eft- ir tónleikana kom hann til mín með tárvot augun, faðmaði mig að sér og kyssti. „Ég hef þá ekki eyðilagt strákinn þinn!“ sagði ég - feginn höfuðlausn minni. Við urðum vel samrýndir, ég og nemandi minn, þótt ekki værum við lyndislíkir. Ég taldi að hann mætti að ósekju fága framkomu sína og temja sér meiri hógværð og lipurð í samskiptum við aðra. Á stundum gengu alveg fram af mér margar digurbarkalegar yfirlýsingar hans þó að mér fyndist hispursleysið svo sannarlega vera hressandi líka. Um mig sagði nemandi mirm hins vegar að ég væri snöggur að reiðast og allt of gjarn á að móðgast. Þó kastað- ist aldrei alvarlega í kekki með okk- ur. Til þess vorum við of góðir vinir. Þegar á öðrum námsvetri hans lét ég hann syngja á tónleikum þætti úr tveimur Verdi-óperum, atriðið úr fyrsta þætti Aida sem gerist í hofinu og Miserere-atriðið úr II Trovatore. Til þess nutum við aðstoðar kórfé- laga úr Geysi og Gígjunni og söng- krafta Helgu Alfreðsdóttur og Sig- urðar Svanbergssonar. Tilgangurinn var að sýna hve mikið væri í hinn unga söngmann spunnið sem valdið gæti svo erfiðu viðfangsefni. Árangurinn lét ekki á sér standa. Kristján fékk hvert tilboðið á fætur öðru um að syngja einsöng með kór- um eða á samkomum félagasamtaka. Þótt vel gengi þá grunaði mig ekki að ég ætti eftir að sjá hann heilla áheyrendur upp úr skónum í sjálfri Metropolitan-óperunni í New York með túlkun sinni á þessu sama atriði úr II Trovatore sem hann æfði fyrst með Helgu Alfreðsdóttur. Kristján kom nú alloft fram á söngskemmtunum í bænum. Eftir velheppnaða tónleika kom hann blað- skellandi til mín: „Jæja maestro, í gær söng ég hvorki meira né minna en nítján lög - eins og að drekka vatn!“ Ég svaraði með þykkju: „Er það svo? Syngdu þau tuttugu og þú gengur af þér dauðum!“ • A valdi örlaganna. Æviminningar Sigurðar Demetz Franzsonar. Þór Jónsson skráði. Iðunn gefur út. Bók- in er um 260 bls. Verð 3.680. kr. EFTIR frumraun nemanda míns, Kristjáns Jóhannssonar, í Scala- óperunni þar sem hann söng aðal- hlutverkið í óperunni I due Foscari 1988. Með okkur á myndinni er móðir hans, Fanney Oddgeirsdóttir. ráðinn til að syngja aðalhlutverkið í Ödipusi Rex eftir Igor Stravinskí ! aprflmánuði 1948. Ég réð mér varla fyrir kæti. Ég var orðinn Scala-söngvari eins og það var kallað og var mesta upphefð sem ítölskum óperusöngvara gat hlotnast. Samningurinn var skjalfest við- urkenning þess að ég væri kominn í fremstu röð söngvara, hvað svo sem forleggjurum hjá Ricordi þætti. Scala- söngvurum stóðu allar dyr opnar. í gleði minni flýtti ég mér til umboðsmannsins Liduinos að segja honum fréttimar. Hann varð eins og óveðursský í framan. Mér féll allur ketill í eld því að ég átti ekki von á öðru en að hann yrði hæstánægður með að söngvari á hans snærum hreppti stóra vinninginn. „Þú? Ráðinn til Scala?“ þrumaði Liduino rétt eins og ég hefði drýgt einhvem voðalegan glæp. Að sjálfsögðu fengi hann ákveðinn hlut af launum mínum, sex hundraðs- hluta eins og gert var ráð fyrir í um- boðssamningi okkar. Þannig hafði það ávallt verið. Scala-óperan greiddi mikl- um mun hærri laun en ég hafði feng- ið annars staðar. Á því græddi Liduino hefði verið í húfi til þess. Þá rifjaðist upp fyrir mér spaugilegt atvik sem ég varð vitni að á tónleikum í Padova hjá tenórsöngvaranum heimsfræga Tito Schipa. Hann gat ómögulega munað upphafið á alþekktri aríu her- togans í Rigoletto, Questa o quella, og byijaði á röngu erindi hvað eftir annað uns hann fletti loks upp text- anum í litlu kveri. Einföldustu atriði geta vafist fyrir mönnum þegar á hólminn er komið og ég hrósaði happi yfir að slík meinloka hefði ekki hlaupið í mig. Samstarfsfólk mitt hældi mér á hvert reipi svo að mér þótti jafnvel nóg um. Hvergi vottaði fyrir þeirri öfund og grimmu samkeppni sem sögð var tröllríða þessu húsi. Hinn vægðarlausi og oft ósvffni listdómari á stórblaðinu Corriere della Sera, Franco Abbiati, var meira að segja óvenju hátt stemmdur þegar hann vék orðum sínum að frammistöðu okkar söngvaranna í dómi sínum næsta dag: „Tenórsöngvarinn Vincenzo Maria Demetz var framúrskarandi í aðalhlut- verkinu og söngur Danco í hlutverki Jóköstu var einnig hljómfagur." Siíkt hrós hrökk sjaldan úr penna Samkvæmt rannsókn sem nýlega var gerð hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands 20 Laugardagur 28 október 1995 FITA í smjöri og smjörlíki Smjör Ljóma smjörlíki Kjarna smjörlíki 9 Jurta smjörlíki Mettaðar f itusýrur (hörð fita) 65,9% 41,4% 22,7% 35,6% Einómettaðar f itusýrur , 28,0% 43,7% 64,6% 40,1% Fjöiómettaðar fitusýrur ^ 1,0% 11,8% 6,5% , 17,7% Annað 5,1% 3,1% 6,2% 6,6%^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.