Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hvað nefnist fjallið Olver öðru nafni? ^ Hvaö veist L E I G A N ÚTIVISTARBÚÐÍN við Umferðarmiðstöðina, símar 551 9800 og 551 3072. PHILIPS Verðhrun á samstæðum sem þú verður að skoðal PHILIPS FW25 2x25W3diska NÚ 24.900 Stgr. Verð áður % 49.900 PHILIPS FW262X25W Nú 29.900 Stgr. ft Verð áður JB3.100 r J PHILIPS FW46 2x60W Nú 39.900 Stgr. rc«p Heimilistæki hf SÆTÚN S SÍMI S681500 til S4 man/\o/\ ; ____AÐSEIMPAR GREINAR_ Bindindisdagur fj ölskyldunnar EKKI fer milli mála hversu samfélagið allt líður á ýmsan veg fyr- ir áfengisneyzlu, að ekki sé um önnur vímuefni talað. Það er oft talað um áfengis- gróðann, sem birtist svo ljóslega í tölum fjárlaganna. Sérhver hugsandi maður ætti þó að vita betur, ætti að vita að í sömu ijár- lögum finnast duldar upphæðir undir ýims- um útgjaldaliðum sem á einn eða annan veg eru beintengdar áfengisneyzlunni og er þó hvergi að finna þar aðrar upphæðir engu lægri, sem einstaklingar sjálfir bera í herkostnað Bakkusar. Enn síður er unnt í upphæðum slíkum að finna það böl sem áfengisneyzlan ber með sér í heim- ilisógæfu, ofbeldisverkum og af- brotum öðrum allt yfir í mannslíf- ið sjálft, því engu er eirt þegar alvaran grimm gín við svo alltof mörgum. Það er einnig afar vinsælt nú um stundir að misnota hið fagra orð frelsi og fá það tengt við alls kyns eft- irgjöf allt yfir í upp- gjöf í áfengismálum, en forðast um leið að minna á þá áþján sem af getur leitt og alls staðar má finna glögg merki um allt í kring- um okkur. Og í þessu gíruga gæsalappafrelsi felst í raun frelsi fárra til að græða á fjöldanum, hvað sem það kostar þann sama fjölda. Áfengisauðvald heimsins er óhemju voldugt og angar þess teygja sig um samfélög þjóðanna þar sem aldrei er skeytt um skömm né heiður. Hvarvetna fylgir í kjölfarið verðmætasóun bæði í fjármunum sem ekki síður í mannauði, en „frelsis“postular sem fagurt gala en flátt hyggja láta sig litlu varða velferð og hamingju, ef auðtekinn gróði er annars vegar. Hérlendis fara þessir „frelsis" postular mikinn og mæla fagur- lega um frelsi einstaklingsins, frjálsa farvegi áfengisins sem allra Bindindi er leið til betra lífs. Helgi Seljan segir þá óteljandi sem iðrist þess að hafa átt Bakkus að ferðafélaga á lífsleiðinni. víðast, eng- inn skal ós- nortinn af „frelsis“ást þeirra og aldrei er um fylgifiskana rætt, afleið- ingarnar al- /£>•* \^^^ varlegu sem alls staðar f blasa við okkur. Gróðafíknin býr að baki fjálg- legu „frelsis“tali. Það er frelsi gróðans sem gildir, annað skiptir ekki máli. I einkavæðingaráherzl- um dagsins ber áfengið eðlilega ofurhátt, einkavæðing þess ofur- gróða til örfárra þar sem aldrei Helgi Seljan Misskilningur apótekara AÐ GEFNU tilefni vill heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið koma á framfæri leiðréttingu vegna greinar Benedikts Sig- urðssonar apótekara í Keflavík fimmtudaginn 16. nóvember sl. í greininni er látið að því liggja að ráðuneytið beiti sér fyrir því að sjúkrahús og stofnanir á landsbyggðinni beini viðskiptum sínum til sjúkrahúsapóteka. í greininni er einnig látið í veðri vaka að stofnun sjúkrahúsapóteka hafi fylgt í kjölfar nýrra lyfjalaga. Sj úkrahúsapótek Hér skal bent á það að í 13. gr. í lyfsölulögum nr. 30/1963 var heimild fyrir ráðherra að veita leyfi „sjúkrahúsi, heilsuhæli og geðveikrahæli að starfrækja lyfja- gerð og afgreiðslu lyfja fyrir sjúkl- inga, starfsfólk og aðrar hliðstæð- ar stofnanir“. Þessi heimild var ekki nýtt. í lögum um lyfjadreif- ingu 1982 var þessi heimild þrengd og sjúkrahúsin máttu, að fengnu leyfi ráðherra, annast dreifingu lyfja til sjúklinga, sem ekki voru inniliggjandi, þau lyf þar sem skráning var bundin við notk- un á sjúkrahúsi („S“ merkt lyf í lyfjaskrá) eða sérfræðing („Z“ merkt lyf í lyfjaskrá) og óskráð lyf. Þessi heimild var nýtt frá júní 1991 en reyndist mjög erfið í fram- kvæmd og var til óhagræðis fyrir sjúklinga þar sem sjúklingur þurfti stundum að leita bæði til almenns apóteks og sjúkrahúsapóteks vegna sama lyfseðils. I lyfjalögum nr. 93/1994 var heimildin útvíkkuð þannig að sjúkrahúsapótekin fengu heimild til þess að afgreiða öll lyf til göngu- deildarsjúklinga og sjúklinga sem útskrifast. Leggja ber áherslu á að þetta ákvæði í lögunum byggist á því að veita sjúklingum _ sem besta þjónustu. í dag eru sjúklingar út- skrifaðir fyrr en áður, oft og tíðum veikari og þurfa á göngudeildarþjón- ustu að halda í tengslum við sjúkra- húsin. Það er því tví- mælalaust töluverð hagræðing fyrir þá að njóta slíkrar þjón- ustu við útskrift og við komu á göngu- deildir. Slík þjónusta þykir sjálf- sögð í nágrannalöndum okkar. Þess má einnig geta að stjómir sjúkra- húsa hafa heimild til þess að bjóða út rekstur sjúkrahúsapóteka. Lyfjakostnaður sjúkrahúsa á landsbyggðinni Benedikt Sigurðsson gagnrýnir i grein sinni bréf sem ráðuneytið sendi sjúkrahúsum og sjúkrastofn- unum á landsbyggðinni. Tilefni þess var það að héraðslæknir á landsbyggðinni leitaði lausna hás lyfjakostnaðar landsbyggðar- sjúkrahúss vegna meðferðar krabbameinssjúklinga. Sjúklingar eru útskrifaðir af sérhæfðu sjúkra- húsunum í Reykjavik og fá áfram- haldandi meðferð á sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð í heimahéraði. Lyfjakostnaður vegna þessara sjúklinga er oft og tíðum mjög hár og vegur þungt fyrir minni sjúkra- hús á landsbyggðinni. Þessu erindi var svarað af hálfu ráðuneytisins á þá lund að þegar krabbameinssjúklingar væru út- skrifaðir af sjúkrahúsi í Reykjavík gætu þeir fengið afgreiddan lyf- seðil með sér frá viðkomandi sjúkrahúsapóteki. Trygginga- stofnun ríkisins tekur þátt í Rannveig Gunnarsdóttir „S“ merkt lyf á ekki að afgreiða, segir Rann- veig Gunnarsdóttir, frá öðrum apótekum en sjúkrahúsapótekum. greiðslu slíkra lyija ef sjúklingur er meðhöndlaður á göngudeild. Ef sjúklingur er hinsvegar með- höndlaður á sjúkrahúsinu stendur sjúkrahúsið straum af kostnaðin- um. Samkvæmt lögum hafa þau sjúkrahúsapótek, sem hafa fengið afgreiðsluheimild, heimild til þess að afgreiða lyf til göngudeildar- sjúklinga sinna og sjúklinga sem útskrifast. „Ákveðin lyf“ í grein Benedikts er sagt „er þeim bent á að semja við sjúkra- húsapótekin í Reykjavík um að þau (sjúkrahúsapótekin) hafi milli- göngu um útvegun ákveðinna lyfja.“ Hér er um að ræða krabba- meinslyf sem eru yfirleitt „S“ merkt eða eru óskráð lyf sem flutt eru inn á undanþágu. Bent skal á að „S“ merkt lyf í lyfjaskrám eru bundin við notkun á sjúkrahúsum eða göngudeildum þeirra. Slík lyf á ekki samkvæmt reglum að af- greiða frá öðrum apótekum en sjúkrahúsapótekum. Ráðuneytið hefur veitt undanþágur til apóteka til að afgreiða „S“ merkt lyf ef ekki eru sjúkrahúsapótek til staðar á staðnum. I bréfi ráðuneytisins er bent á þann möguleika að sjúkl- ingar geti fengið lyf sín afgreidd með sér ef um er að ræða áfram- haidandi meðferð í heimahéraði. Þá var einnig bent á það hagræði að sjúkrahús og stofnanir á lands- byggðinni geti nýtt sér milligöngu sjúkrahúsapótekanna með útveg- un þessara lyfja þar sem þessi lyf eru ekki fáanleg í almennum apó- tekum. Heilbrigðisyfirvöld hljóta á hveijum tíma að benda á lausnir sem leiða af sér betri þjónustu fyrir sjúklinga og betri nýtingu fjármuna skattgreiðenda. Höfundur er lyfjnfræöitigur, sett- ur skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamáluráðuneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.