Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 14
YDDA F45.14/SIA 14 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Heslihneíur 'r Yákosmjöl j möndhf mc» möndlur afhýddar rVjCV/ „ * -*+■ ‘ \ r möndlur i ^ á 'hakkaðar /" < mmmk . • \ < f *./ KHBSHrr*'* . vr mí. fpgw olhíieHi/yar/iör Bráðum koma blessuð jólin... VELJUM (SLENSKTI Orri kominn > til Isafjarðar ísafjörður - Stefnir ÍS kom með togarann Orra í togi til ísafjarðar á fimmtudagskvöld eftir nær tveggja sólarhringa siglingu af miðunum út af Látrabjargi. Það var á miðvikudag sem | stimpill í aðalvél Orra gaf sig og f kom Stefnir Orra þegar til aðstoð- . ar. Vegna slæms veðurs út af P Vestfjörðum þurftu togaranir að leita vars á Dýrafirði, eða allt þar til síðdegis á fimmtudag er þeir héldu áleiðis til ísafjárðar. í gærdag komu fulltrúar trygg- ingafélags skipsins til ísafjarðar og hófu þegar vinnu við að kanna skemmdimar. Að sögn Eggerts Jónssonar, hjá Hraðfrystihúsinu Norðurtanga, sem gerir út Orra, | er ekki enn ljóst um hversu miklar fc skemmdir er að ræða og mun það ekki koma í ljós fyrr en eftir helgi- Þegar það liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvað gert verður við aðalvél skipsins. Þá mun einnig liggja fyrir hversu lengi skipið verður frá veiðum. k, ------». » «--- l Kynningar- fundur vegna 1 sameiningar ALMENNUR kynningarfundur um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn á næstunni þar sem tillög- ur um sameiningu verða kynntar og fyrirspurnum svarað. Kosið | verður um sameininguna laugar- ^ daginn 2. desember næstkomandi. ™ Það eru sveitarstjórnir á svæð- inu í samráði við samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum sem boða til fundanna. Fundur verður í stjórnsýsluhúsinu á ísafirði sunnudaginn 26. nóvember kl. 16, í matsal Kambs á Flateyri, mánu- daginn kl. 20.30, í félagsheimilinu á Þingeyri þriðjudaginn kl. 20.30 og í félagsheimilinu á Suðureyri g fimmtudaginn kl. 20.30. Einig verða fundir í sveitarhreppunum, í Mosvallahreppi á sunnudag og Mýrarhreppi á þriðjudaginn. — mm * May -i* - 5T O ^TYlD 1995 kross íslands rktaraðilar: I.O.G.T. Ábyrgðhf. Reykjavíkur Slysavarnafélag íslands Vífilfell hf. Heilbrigðisráðuneytið Umdæmisstúkan Bílaleiga Akureyrar Petersen - foreldrar í fararbroddi? Er þaö virkilega svo? Á Bindindisdegi fjölskyldunnar vekjum viö athygli á ábyrgð foreldra og annarra uppalenda. Á flaskan að vera fordæmið sem þeir gefa? • Enginn veit hvert fyrsta glasið leiðir • Áfengisneytendur verða sífellt yngri • Afbrotum vegna áfengisneyslu fjölgar • Áfengissjúkir og aðstandendur þeirra þjást • Ofbeldi og agaleysi vex óðfluga, þar er áfengið með í för • Áfengisneysla vex, landabrugg og landaneysla herja á samfélagið og aukin fíkniefnaneysla siglir í kjölfarið 1 Á Bindindisdaginn fjölmennum við á fjölskylduhátíðina í Vinabæ klukkan 15:30 til 17:30. Þar mæta þeir Kasper, Jesper og Jónatan og Lína langsokkur. Þar syngja Lögreglukórinn og barnakórar úr Hveragerði og Furðuleikhúsið mun birtast á sviðinu. Margt fleira verður til gamans gert. Aðgangur ókeypis. Þar verður gott að vera. Þú þangað með fjölskylduna, auðvitað! Nema hvað? Gerum Bindindisdaginn 1995 að áfengislausum degi. Kvenfélag- ið Neisti Þverárstofa flutt KÓR kvenfélagsins Neista á Barðaströnd. 55 ára Barðaströnd - Kvenfélagið Neisti á Barðaströnd varð fimmtíu og fimm ára á þessu ári. Það var stofnað í mars 1940. Á stofn- fundinum voru fjörutíu konur úr Barðastrandarsýslu. Náði verksvið þess yfír hreppinn all- an. Gekk það í samband breiðfir- skra kvenna. Árið 1958 gekk það í Samband vestfírskra kvenna sem þótti hentugra. Félagið hef- ur verið mjög virkt, m.a. keypti það spunavél, pijónavél og starf- aði til ýmissa mála innan sveitar sem utan. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Guðrún Kristófers- dóttir húsfreyja á Krossi. Hún var fyrsti formaður og var það í 17 ár. Með henni í fyrstu stjórn voru Björg í Haga og Steinunn á Innri-Múla. Núverandi formað- ur er Ólöf Samúelsdóttir í Hvammi. Kvenfélagið bauð öllum Barð- strendingum í kaffíveislu í Birki- mel. Nutu allir góðra veitinga og söngs meðan Rósa ívarsdóttir rakti sögu félagsins. Gat hún þess að það sem mest mundi koma á óvart væri kvenfélag- skórinn, sem söng við undirleik Bjarna í Haga. til Húsavíkur Laxamýri - Gestastofan á Þverá í Reykjahverfí var flutt að Safnhúsi Þingey- inga á Húsavík um helgina þar sem búið var að steypa undir hana nýjan grunn. Miklar endurbætur hafa vérið gerðar á stofunni sem var byggð rétt eftir 1870 af Jónasi Jóhannessyni þá- verandi bónda á Þverá. Fékk hann rekavið til bygg- ingarinnar í Mánarfjöru og flutti að vetrarlagi með hestasleðum. í áratugi var Þverárstofa með fínni stofum sveitar- innar og fóru þar fram margar ungmennafélags- fundir sem og aðrir fundir hreppsbúa. Síðasta hlut- verk stofunnar var að þjóna sem símstöð, en Hrólfur og Jón Árnaynir á Þverá gáfu stofuna til Safnhússins 1985 sem þá var tekin nið- ur og allir viðir númeraðii'. Það var ekki fyrr í byijun þessa árs sem hafíst var handa við end- urnýjun hennar og annaðist Stefán Óskarsson trésmíðameistari vinn- una, en yfirumsjón hafði Guðmund- Morgunblaðið/Silli GUÐNI Halldórsson forstöðumaður Safnhúss Þingeyinga við Þverárstofu. ur L. Hafsteinsson arkitekt á Þjóð- minjasafni íslands. í framtíðinni verður Þverárstofa til sýnis fyrir gesti Safnhúss Þing- eyinga ’á Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.