Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 21 'fPÉ»STUTT Málefnum N-Irlands þokað TALSMAÐUR Johns Majors forsætisráðherra Bretlands sagði í gær, að tilraunir til að koma á varanlegum friði á Norður-írlandi hefðu þokast í rétta átt í gær á hálfrar stund- ar símafundi Majors og írska starfsbróðurs hans, Johns Brutons. Varð það fjórði síma- fundur þeirra um N-írland í vikunni. Klofningur í FIS vaxandi VAXANDI klofningur er í röð- um íslömsku frelsishreyfingar- innar í Alsír (FIS) varðandi hugsanlegar viðræður við for- seta landsins, Liamine Zerou- al. Anouar Haddam, leiðtogi þingmannasamtaka FIS sak- aði í gær annan FlS-leiðtoga, Rabah Kebir, um svik við als- irsku þjóðina með því að viður- kenna kjör Zerouals. „Þessi misgjörð verður aldrei fyrir- gefin,“ sagði í jrfirlýsingu Haddams. Veisla hjá Pinochet AUGUSTO Pinochet fyrrver- andi leiðtogi herstjórnarinnar í Chile verður áttræður í dag, laugardag, og hefur hann boð- ið 1.800 vinum sínum til mik- illar hátíðarveisiu. Vinstri sinnar hyggjast minna á blóð- uga 17 ára valdatíð með mót- mælum á götum úti í höfuð- borginni Santiago. Leeson birt ákæra BRESKI bankamaðurinn Nick Leeson var leiddur fyrir dóm- ara í Singapore í gær og birt ákæra í 11 liðum vegna gjald- þrots Barings-banka. Var hann sakaður um skjalafals og villandi upplýsingar vegna viðskipta með svokallaðar af- leiður en 1,4 milljarða dollara tap, jafnvirði 92 milljarða króna, á þeim varð til þess að bankinn varð gjaldþrota. Gonzalez bíð- ur hnekki STJÓRN Felipe Gonzalez beið hnekki í gær er Alfredo Pastor ráðuneytisstjóri í efnahags- málaráðuneytinu í Madríd sagði af sér vegna ágreinings við Pedro Solbes efnahagsráð- herra um stefnuna í ríkisfjár- málum. Pastor er 51 árs virtur hagfræðingur og tók við emb- ætti eftir kosningasigur sósíal- ista í júní 1993. Taka Baska í Frakklandi FRANSKA lögreglan handtók sex menn, þar af fimm spænska Baska, í áhlaupi í norðvesturhluta Frakklands, í gær. Aðgerðin var liður í til- raunum frönsku Iögreglunnar til að rjúfa samband Baska í Bretaníu við skæruliða að- skilnaðarsamtaka Baska á Spáni. ERLENT Sænskum læknum tekst að græða saman slitnar taugar Vænlegur árangnr gegn lömun af völdum slitinna tauga Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKIR læknar hafa náð góð- um árangri í að tengja taugar sem slitnað hafa frá mænunni. Hingað til hefur ekki verið hægt að ráða bót á slíkum slitum, sem leiða þá til lömunar þeirra líkamshluta, sem taugarnar stjóma. í breska læknatímaritinu The Lancet birt- ist nýlega grein eftir sænska lækna um aðgerð á ungum manni, þar sem slitnar taugar voru límd- ar á sinn stað. Þremur árum eftir slysið getur hann hreyft hendina, sem ella hefði lamast. Það em læknar á Karólínsku stofnuninni og Karólínska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi, sem hafa náð árangri í að tengja slitnar taugar að sögn Svenska Dagblad- et. Áverkinn hlýst oft í mótor- hjólaslysum, þar sem ökumaður kastast til og það tognar illilega á höfði og öxlum. Við átakið geta taugarnar slitnað frá mænunni og taugafrumumar drepist. Þegar vöðvunum berast ekki lengur hreyfiboð lamast þeir og visna síðan smátt og smátt. Hingað til hefur verið álitið að ekki væri hægt að grípa inn í þetta ferli. Afleiðingarnar eru oftast lömun pg fómarlömbin oftast ungt fólk. í Svíþjóð verða 40-60 mótorhjóla- menn fyrir áverkum af þessu tagi árlega. Sænsku læknarnir hafa hins vegar sýnt fram á að sumar hreyfifrumurnar í mænunni lifa af, geta vaxið inn á skaðaða svæð- ið og tengst slitnum taugaendum utan mænunnar vegna áður óþekktra endurnýjunarhæfileika. Aðgerð þarf að gera innan mánaðar frá slysinu og batinn fer eftir hve margar taugar hafa slitnað. Bestur árangur hefur náðst með hreyfitaugar, en aðrar taugar taka síður við sér enn sem komið er. Hingað til hafa verið gerðar aðgerðir-á sex mönnum vegna slitinna tauga, þar sem taugarnar hafa verið límdar á sinn stað með því að sérstöku lími er sprautað inn í mænuna. Batinn er hægur. Greinin í The Lancet fjallar um bata ungs manns, sem varð fyrir mótorhjólaslysi fyrir þremur árum og getur nú hreyft höndina, sem væri ella lömuð. Enn sem komið er hefur aðferð- inni aðeins verið beitt á taugaslit eftir mótorhjólaslys. Algengasta ástæða lömunar eftir hrygg- áverka er hins vegar að mænan fari í sundur. Þá slitna taugarnar fyrir neðan brotið úr sambandi við heilann og sá hluti líkamans, sem stjórnast af þeim lamast. Á Karólínska sjúkrahúsinu er einnig unnið að rannsóknum á að tengja mænuna saman aftur og koma þannig í veg fyrir lömunina, sem verður við mænubrotið. Reynt hefur verið að lækna brotið með því að tengja taugar úr heilbrigðu mænunni niður í mænuna fyrir neðan brotið. Á háskólasjúkra- húsinu í Lundi hefur verið reynt að sprauta taugafrumum úr fóst- urlátsfóstrum í mænuna fyrir neð- an brotið til að fá brotnu endana til að vaxa saman. En ferlið er flókið og læknarnir álíta sig ekki enn skilja það nægilega vel, en báðar aðferðirnar þykja vísa í rétta átt. Ljosastjarna lómabúnt Jólabjalla m/ártölum Jólahús m/kerti Jólalengjur (margir litir) **■ Jólasnjókúla verð frá Qi Jólaveinn, hæð10 cm laugardag og sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.