Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 41
Árið 1939 réðst Bjarni ti! Páls
Guðjónssonar og ók Stokkseyrarrút-
unni öll stríðsárin. Það var oft erfið
vinna og lítið um svefn. Tók oft
mjög langan tíma að bijótast yfir
Fjallið, ýmist um Hellisheiði eða
Mosfellsheiði, og stundum legið þar
úti næturlangt, þegar vegir urðu
kolófærir. Og á Stokkseyri þurfti að
miða brottför við komu Vestmanna-
eyjabátsins, sem sæta þurfti sjávar-
föllum til þess að komast að bryggju.
Sumurin 1949-51 ók Bjarni Þing-
vallarútunni en vann á vetrum við
vélgæslu í Frystihúsinu.
Vorið 1952 réðst hann til Mjólk-
urbús Flóamanna sem bílstjóri og
reisti sér fljótlega íbúðarhús að
Lyngheiði 9. Fyrstu sjö árin var
hann í Reykjavíkurflutningum en
sótti eftir það mjólk úr Hrunamanna-
hreppi, sem hann kallaði oft „sveit-
ina sína.“ Hann lét af störfum 1980,
sjötugur að aldri, eftir 28 ára starf
við mjólkurflutninga hjá Flóabúinu.
Þó að ævistarf Bjarna hafi lengst
af verið tengt akstri bifreiða, var
honum ýmislegt annað til listar lagt.
Hann var smiður góður, hagyrðingur
ágætur, unnandi góðra ljóða, söng-
maður ágætur og naut sín vel í hópi
góðra vina, vel skyggn á mannlífið
og tilveruna.
Ég vil nú að leiðarlokum þakka
Bjarna langa vináttu og margar
skemmtilegar samverustundir. Ég
óska honum blessunar í nýjum heim-
kynnum og sendi Sesselju, börnum
þeirra og fjölskyldum alúðarkveðjur.
Guðm. Kristinsson.
Bjarna Nikulássyni, tengdaföður
mínum, kynntist ég fyrst fyrir rúm-
um fjórtán árum. Þrátt fyrir mikinn
aldursmun varð okkur strax vel til
vina, einkum vegna sameiginlegs
áhuga á sígildri tónlist. Bjarni hafði
yndi af fallegum einsöng og kór-
söng, hafði sjálfur góða tenórrödd
og söng árum saman í kórum á
Stokkseyri og Selfossi. Hann hélt
mikið upp á góða tenóra, líklega
vegna þess að hann var tenór sjálf-
ur, og mest dálæti hafði hann á
Jussi Björling - en mynd af þeim
ágæta söngvara prýddi bílskúrinn
hans. Oft ræddum við um og hlust-
uðum á Björling og aðra erlenda
stórsöngvara, en einnig innlenda
söngvara, bæði þá sem lokið höfðu
Fyrstu árin voru ijölskyldurnar fjórar
sem bjuggu í þessu tvílyfta steinhúsi
sem langafi hóf að byggja á fyrsta
áratug þessarar aldar. Húsið var
ekki stórt og ég furðaði mig alltaf á
því þegar ég skoðaði það í seinni tíð
hvemig hægt var að rúma.í þessu
húsi svo margt fólk. Húsið var held-
ur ekki nægilega merkilegt til að fá
að standa áfram. í ár var það jafnað
við jörðu á níræðisaldri.
Saga manna og húsa er um margt
lík. Hvoru tveggja eiga sinn glæsi-
tíma og hrörnunarferil. Hjalti frændi
átti sinn glæsitíma en hrömunarfer-
ill í lífi hans byijaði allt of fljótt. Það
mun hafa kveðið að þeim Stokk-
hólmabræðmm á yngri árum hvort
sem var í íþróttum, söng eða
skemmtan. Enn í dag sé ég koma
glampa í augun á fullorðnum konum
er þær minnast þeirra tíma er þeir
settu svip á dansleikina og skemmt-
anir í Skagafirði og víðar um sveitir.
Hef ég heyrt því fleygt að Hjalti
hafi ekki þótt sístur þeirra að gjörvu-
leik.
Fljótlega eftir að hann og Ingi-
björg kona hans flytjast norður í
Hjaltastaði til að hefja þar búskap á
jörðipni á móti afa og bræðmnum
Pétri og Þorsteini fór að syrta í ál-
inn. Sjúkdómurinn gerði vart við sig
hjá þessum þrítuga bónda. í fyrstu
vissu menn ekki hvað hér var á ferð
og orsaka og'Iækninga var leitað án
árangurs. Eftir mörg ár var það síð-
an ljóst að hér var um hrörnunarsjúk-
dóm (MS) að ræða og lítil von um
bata.
Óvissan í fyrstu og síðan hinn
endanlegi dómur vom áreiðanlega
þung raun fyrir þennan skapmikla
og um margt nákvæma mann. Rúm-
lega þrítugur finnur hann að þessi
stælti líkami er að bregðast honum,
| það sem hann þurfti mest á að halda
. við búskap og smíðar, hlýddi ekki
skipunum hans.
Börnin voru mörg og lífsbaráttan
dagsverki sínu, svo og hina sem
vom að hefja það. Bjarni sótti tón-
leika hjá einsöngvurum og kórum
fram á síðustu ár. Af yngri stórten-
órum var hann hrifnastur af hinni
fögm rödd José Carreras.
Þótt eiginlegum starfsdegi Bjarna
lyki um sjötugt, eins og lög gera ráð
fyrir, féll honum sjaldan verk úr
hendi þar til nú allra síðustu árin
að heilsan fór að bresta. Hann fékkst
talsvert við smíðar og hafði til þess
ágæta aðstöðu í bílskúrnum sínum.
Þá var hann boðinn og búinn að
gera við hluti sem biluðu, og var
einkar laginn og hjálpsamur varð-
andi bifreiðar. Bjarni hugsaði mjög
vel um sinn eigin bíl, en einnig, og
ekki síður, um þá bíla sem aðrir
áttu en voru hans atvinnutæki á
árum áður. Hjá Bjarna eltust bifreið-
ar vel, eins og hann sjálfur.
Bjarni hélt góðri heilsu fram yfir
áttrætt. Hann varð fyrst fyrir alvar-
legu áfalli haustið 1991, en náði
góðri heilsu aftur. Hann varð fyrir
fleiri áföllum, en náði jafnan heilsu
á ný og bjó ásamt Sesselju konu
sinni á hlýlegu heimili þeirra að
Lyngheiði 9 þar til heilsan bilaði
verulega í ágúst 1994. Eftir það var
Bjarni á Sjúkrahúsi Suðurlands þar
til hann lést. Hann var mjög ánægð-
ur með þá góðu umönnun sem hann
fékk hjá starfsfólki sjúkrahússins,
og reyndist Brynleifur Steingríms-
son læknir honum sérstaklega vel.
Ekki var hann þó rúmliggjandi all-
an þennan tíma, heldur náði sér
allvel á strik annað slagið. Var
hann t.a.m. mjög hress í hófi sem
haldið var í tilefni af 85 ára af-
mæli hans í ágúst síðastliðinn. Það
var eins og hann yngdist um áratug
í þessu afmæli; söng af krafti og
klifraði upp á hæstu tóna tenór-
raddarinnar.
Bjarni Nikulásson eltist mjög vel. •
Hann hafði fallegt hvítt hár, hreinan
svip og var sérlega myndarlegur
eldri maður. Hann var stór maður
af sinni kynslóð, gekk ávallt beinn
í baki og bar sig vel. Hann fylgdist
vel með fréttum, bæði erlendum og
innlendum, og hafði lengst af tals-
verðan áhuga á stjórnmálum. And-
legri heilsu hélt hann til hins síð-
asta. Bjarni lifði langa ævi, en í sjón
og raun varð hann aldrei gamall
maður.
Ég er þakkiátur fyrir að hafa átt
hörð. Það er erfítt að setja sig í þessi
spor.
Hjalti brást við með því að beita
sjálfan sig hörðu. Sjálfsagt kom þessi
harka stundum niður á þeim sem
næstir honum stóðu. Hjá slíku verður
vart komist við aðstæður sem þess-
ar. Ég held hinsvegar að öðrum
þræði hafí þessi harka ekki verið
honum eðlislæg. Það hlýtur að vera
erfið og jafnvel fyrirfram töpuð glíma
að láta góðu hliðamar koma fram
þegar eins margt blæs á móti og í lífs-
baráttu Hjalta. Fjörutíu ára barátta
sem hann háði, þar af bundinn hjóla-
stól rúm tuttugu ár, setti mark sitt á
hann. Ég veit samt að þeir sem næst-
ir honum stóðu fengu að fínna fyrir
góðu hliðunum og kunnu að meta það
og þakka fyrir að leiðarlokum.
Hjalti var eitt sinn til rannsókna
syðra og dvaldist þá hjá foreldrum
mínum. Trúði hann mér þá fyrir því
að þáð skelfdi hann þegar hann fyndi
það að læknarnir væru að prófa hann
og spyija spjörunum úr, að því hon-
um virtist, til að ganga úr skugga
um hvort hann væri með öllum
mjalla, þ.e. hvort lömunin næði einn-
ig til starfsemi heilans. En þetta
reyndist ástæðulaus ótti. Hugsun
sinni held ég að Hjalti hafí haldið
skýrri allt fram undir það síðasta.
Hins vegar háði það honum mikið
síðustu misserin að eftir mörg áföll
átti hann erfítt með að tjá hug sinn
í máli og varð það enn einn steinninn
í götu hans.
Síðustu tíu árin dvaldist Hjalti á
Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og naut
þar góðrar umönnunar starfsfólks
sem hann kunni að meta að verðleik-
um. Á engan tel ég þó hallað þó
getið sé fádæma umhyggju tengda-
sonar hans, Ásgríms í Tumabrekku,
og Arnbjargar konu hans.
Er ég heyrði lát Hjalta, kom mér
ósjálfrátt hending úr sálmi í hug:
„Þegar ég leystur er þrautunum
frá ... “ Nú er hann leystur frá sín-
Bjarna Nikulásson sem tengdaföður.
Hann reyndist mér og minni fjöl-
skyldu ákaflega vel og hans verður
sárt saknað. Þegar ég kynntist hon-
um fyrir fjórtán árum, var einstak-
lega traust og hlýtt handtak hans
það fyrsta sem ég tók eftir. Og þann-
ig var Bjarni sjálfur: hann var
traustur maður og hlýr. Blessuð sé
minning Bjarna Nikulássonar.
Ágúst Guðmundsson.
Mér er það ljúft að minnast Bjarna
Nikulássonar, sem ég kynntist þegar
ég starfaði með eldri borgurum hér
á Selfossi, þá tók ég sérstaklega
eftir hvíthærðum háum myndarleg-
um manni, sem naut þess að syngja
þegar safnast var saman við píanó-
ið, það geislaði af honum gleði, hann
hafði hljómmikla rödd sem bar af.
Samviskusemi, hreysti, glæsileiki
var það sem prýddi Bjarna alla tíð,
hann er af þeirri kynslóð sem er nú
að kveðja, sem fæddist í torfbæjum
og lifir fram á tölvuöld.
Hann vann mikið, var bílstjóri
af lífi og sál og kynntist vegunum
holóttum, rykugum og hlykkjótt-
um. Hjá sérleyfi Páls Guðjónssonar
keyrði hann alla daga, ekkert frí
hvorki helgar né sumarfrí, því þá
þekktist ekki að fólk færi í sum-
arfrí.
Seinna keyrði hann mjólkurbíl í
hreppana, ég efa ekki að það hafi
verið erfítt að lyfta hveijum brúsa
af brúsapalli upp á bílinn, en Bjarni
fór létt með það og fékk aldrei í
bakið eins og aðrir gerðu, né vöðva-
bólgu.
Ymis viðvik var hann beðinn um,
t.d. að kaupa jólaskó á barn, fara
með skó í viðgerð o.fl. persónulegt,
það voru erfíðari samgöngur í þá
daga, það voru aðeins þessir menn
á mjólkubílunum sem gátu útvegað
fólki ýmislegt sem það vantaði.
Ég keyrði Bjarna og Sesselju smá
hring um Stokkseyri í sumar, það
var hans síðasta ferð þangað. Það
verður mér ógleymanlegt, þar byrj-
uðu þau að búa, með 1-2 kýr og
kindur.
Svo sannarlega skilaði Bjarni
miklu dagsverki, og lagði hönd á
plóg þar sem með þurfti.
Kæra Setta min, börn og tengda-
börn, hér kveðjum við kæran vin.
Sigurbjörg Eyjólfsdóttir.
um jarðneska líkama. Hann hefur
verið falinn Drottni í skírninni og
bænum þeirra sem báru kærleik til
hans.
Hvíli hann í Guðs friði.
Bömum hans og öðmm ástvinum
flytja foreldrar mínir og fjölskyldur
okkar bræðra bestu kveðjur.
Guðmundur Ingi Leifsson.
Þegar ég sat hjá þér síðustu stundirn-
ar, pabbi minn, flaug mér í hug vísa
sem þú kenndir mér sem bami.
Nálgast nú sólin náttstaðinn
nú ertu horfinn vinur minn.
Þegar við hittumst um morgunmund
mild verður gleðin við endurfund.
(Sigurður Ágústsson.)
Svala.
Elsku Hjalti afí. Hjartans þakkir fyr-
ir allt sem þú gafst okkur í lífinu.
Minning þín mun ætíð geymast í
hjörtum okkar.
Stundin líður tíminn tekur
toll af öllu hér
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætið mig
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi
viti á minni leið
þú varst skin á dökkum degi
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi
tárin straukst af kinn
þér ég mínar þakkir sendi
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
+ Hólmfríður Jón-
asdóttir fæddist
12. september 1903.
Hún lést á Dvalar-
heimili aldraðra
áSauðárkróki 18.
nóvember síðastlið-
inn. Föreldrar
Hólmfríðar voru
Jónas Jónasson og
Anna Ingibjörg
Jónsdóttir. Þau
bjuggu á Hofsstöð-
um en eru bæði lát-
in.
Eiginmaður
Hólmfríðar var
Guðmundur Jósafatsson, d.
1974. Þau áttu fjögur börn. Þau
eru: Hörður, f. 23.3. 1928, d.
1967, kvæntur Sólborgu Valdi-
marsdóttur, f. 5.1.1931, og áttu
þau tvær dætur; Hjalti, f. 13.6.
NÚ er komið að kveðjustund. Þótt
andlát þitt hefði ekki átt að koma
á óvart vorum við samt ekki undir
það búnar. Um hugann streymdu
minningar og svipmyndir frá langri
samveru. Þú hefur verið hluti af
tilveru okkar systranna frá fæðingu
okkar. Heimili ykkar afa á Ægis-
stíg 10 var líka heimili okkar og
foreldra' okkar og fyrstu æviárin
áttum við þar.
Þú varst um margt sérstök
amma. Stjórnmálin skipuðu stóran
sess, hvort heldur var í hita kosn-
ingabaráttunnar eða sem formaður
verkakvennafélagsins Öldunnar í
ijölda ára. Það var forvitnilegt fyrir
litla stelpur að kíkja inn um stofu-
dyrnar og sjá ömmu á tali við ýmsa
menns, s.s. Hannibal Valdimarsson
eða Ragnar Arnalds.
Á sjötta áratugnum var mjög
1929, kvæntur
Kristínu Svavars-
dóttur, f. 1.7. 1933,
þau eiga fimm
börn; Anna Jóna, f.
5.10. 1931, maki
Sigurður Ólafsson;
og Margrét, f. 14.7.
1945, maki Stefán
Guðmundsson og
eiga þau þrjú börn.
Hóimfríður starf-
aði mikið að félags-
málum, var m.a. for-
maður Verka-
kvennafélagsins
Öldunnar á Sauðár-
króki. Þá fékkst hún við ritstörf
og hefur gefið út eina ljóðabók.
Útför Hólmfríðar verður
gerð frá Sauðárkrókskirkju i
dag og hefst athöfnin klukkan
14.00.
fátítt að verkafólk fengi tækifæri
til ferðalaga utanlands, en þú fékkst
tækifærið og fórst til Tekkóslóvak-
íu. Minningarnar um munina sem
þú komst með eru ljóslifandi; stein-
runnin rós, marglitar gler-perlu-
festar, litríkir treflar og margt
fleira. Skáldagáfu fékkstu í vögg-
ugjöf og hafa vísurnar sem þú hef-
ur ort til okkar um hver jól og á
tyllidögum fært okkur gleði og yl.
Þú gafst okkur fleira en ljóðin,
því kjólarnir sem þú saúmaðir á
okkur fyrir hver jól sæmdu prins-
essum og okkur leið sem slíkum.
Þú varst líka kennari og þess feng-
um við að njóta við eldhúsborðið.
Já, svo sannarlega varstu sérstök
amma!
Minningin um þig mun fylgja
okkur. Hafðu þökk fyrir allt.
Brynja og Inga Harðardætur.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
DANÍELS NÍELSSONAR,
Grensásvegi 60.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Danfelsdóttir, Jón Sigurðsson,
Elsabet Daníelsdóttir,
Guðrún R. Daníelsdóttir, Björn Jóhannsson,
Níels E. Danfelsson, Auður J. Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð, hlý-
hug og margvíslega aðstoð við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, stjúpföður og afa,
EINARS JÓHANNESSONAR,
Brekkubyggð 23,
Blönduósi.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Siguröardóttir,
Árni Einarsson, Guðbjörg Kristinsdóttir,
Ásta Einarsdóttir,
Jóhannes H. Einarsson,
Ingimar Á. Einarsson,
Elfn B. Einarsdóttir,
Steinar Guðmundsson,
Jónfna Færseth,
Baldur Eðvarðsson,
Gunnar Þór og barnabörn.
Takk fyrir allt.
Hugrún, Inga Sigríður
og Pétur.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur hlýhug og samúð vegna
fráfalls ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SVANFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Hellissandi.
Friðjón Jónsson,
Þyri Jónsdóttir,
Sigurður Jónsson,
Kristján Jónsson,
Baldur Jónsson,
Bylgja Halldórsdóttir,
Haukur Sigurðsson,
Metta Guðmundsdóttir,
Arnheiður Matthíasdóttir,
Albína Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
HÓLMFRÍÐUR
JÓNASDÓTTIR