Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 43 | --------------------------------------- I stakar þakkir að gjalda vegna I tryggðar hans og vináttu við for- eldra okkar og okkur sjálfa, alla tíð. Allir Húsvíkingar munu sakna þessa aldna sjómanns, sem aldrei mátti vamm sitt vita, talaði aldrei styggðaryrði til samferðamann- anna, og eins og Njáluhöfundur sagði þegar hann vildi, í stuttu máli, gefa alla kosti einhvers til i kynna, þá sagði hann aðeins: „Hann var maður kurteis." Jósteinn orðaði þetta hins vegar öðruvísi og sagði: „Hann var heljarmenni." Leyfist mér að lokum í þessu litla skrifelsi, þar sem mér finnst ég sé aðeins búinn með innganginn að því sem mig langaði til þess að segja, að gefa honum sjálfum orðið, um leið og hann verður borinn út úr kirkjunni sinni, þar sem sér vestur yfir flóann til Kinnarfjallanna, þar 1 sem hann var svo oft á ferðinni. „Ég var grunnt við fjöllin og þau gnæfðu yfir mig eins og Himnaborg- ir. Og mér verður litið yfir flóann, - yfir að Tjörnesinu og þetta var ein blikandi fegurð. Og þá dettur mér í hug: Síðla kvölds er sólin blíð, að sölum fjalla hnígur. Önd mín þreytt en anprþýð til uppheimanna stígur. Góða ferð, aldni heiðursmaður. Ásmundur Bjarnason. Elsku afi. Þegar þær fréttir bárust okkur til eyrna í október að þú lægir veik- ur á sjúkrahúsinu á Húsavík, þá var eins og líf okkar hefði hrunið, því að þú varst í okkar augum klett- urinn í fjölskyldunni og það var aldr- ei neitt að hjá þér. En 17. nóv- i ember varstu svo hrifinn burtu frá okkur og nú sitjum við eftir og syrgj- um sárt. Með tár á hvörmum og sorg í hjarta skrifum við þér þessar línur og kveðjum þig í hinsta sinn með ástarþökkum fyrir allt og allt. Hvíl í friði, elsku besti afi. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku amma, við biðjum góðan Guð að veita þér styrk á þessum erfiðu tímum. Jóhanna og Kristján. ( i i ( i ( ( i ( ( ( ( Héma lágu léttu sporin, löngu horfin sama veg, sumarsblíðu sólskinsvorin, saman gengu þeir og ég, vinir mínir allir, allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkurhljóðar hallir, hallir dauðans einn og tveir, einn og tveir. (Guðm. Guðm.) í marsmánuði 1968 vildi það óhapp til að ég villtist, var í sendi- ferð, og eftir 20 klukkutíma í bar- áttu við norðanstórhríð illa klæddur sást ég frá bæ og lenti á sjúkrahús- inu á Hvammstanga og ílengdist svo þar í nokkur ár. Fljótlega kynntist ég þar manni sem átti eftir að verða einn af mínum bestu kunningjum, en það var Jón Hún- fjörð Jónasson sem nú hefur kvatt hinn jarðneska ævidag. Hann keyrði á þessu tímabili olíubíl fyrir Shell. Ég átti með honum margar góðar stundir þegar ég sat í bílnum við hans hlið. Hann var skemmti- legur viðræðumaður, gat verið grínsamur, en á bak við það bjó hreint huglíf. Yfirborðskennd og undirlægjuháttur voru ekki til í hans fari. Hann var ákveðinn og drengur góður. Það sama má einn- ig segja um eftirlifandi konu hans, Helgu Ágústsdóttur. Nú er þetta tímabil liðið, en eftir stendur saknaðarkennd og björt minning um mann sem gerði engan greinarmun hvort um einstæðing væri að ræða eða þann sem hærra er skrifaður. Ég votta öllum hans nánustu mína hluttekningu. Þorgeir Kr. Magnússon. ELLY VILHJÁLMS + Henny Eldey Vilhjálmsdóttir (Elly Vilþjálms söngkona) fæddist á Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935. Hún lést í Reykjavík 16. nóvember síð- astliðinn. Utför hennar fór fram í kyrrþey. ELSKULEGUR full- trúi íslensku Lions- hreyfingarinnar er fall- inn frá. Allt of fljótt var hún hrifin burt en líklega hefur henni ver- ið ætlað annað hlutverk á æðri stöð- um. Því verðum við hin að trúa sem sitjum hnípin eftir við brottfall Ellyj- ar Vilhjálms. Elly var um margt óvenjuleg kona, glæsileg á velli svo að af bar, með einkar fágaða framkomu og viðmót sem allir löðuðust að. Elly vann um nokkurra ára skeið á skrifstofu Lionshreyfingarinnar á íslandi. Hún vann störf sín þar af stakri prýði og gott var að leita í smiðju til hennar og sækja til henn- ar visku og fróðleik en hún og eigin- maður hennar störfuðu í mörg ár saman á skrifstofu hreyfingarinnar í Sigtúni í Reykjavík. Á þeim árum sem Svavar eigin- maður hennar sinnti starfi í Alþjóða- stjórn Lions fóru þau hjónin víða og báru hróður Islands vítt og breytt. Eitt er víst að þeir eru æði margir sem spurst hafa fyrir um Ellyju er fram liðu stundir og mjög margir minnast gamalla og góðra kynna frá þessum árum. Elly var glæsilegur fulltrúi okkar íslenskra Lionsmanna bæði hérlend- is og erlendis. Hún var víðlesin og átti einkar gott með að tala við fólk enda kom það sér vel í starfi henn- ar fyrir Lionshreyfinguna og veit ég að margir minnast hennar með þökk og virðingu fyrir vel unnin störf. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Ellyju á heimaslóðum hennar en hún var einkar gestrisin og gott var að heimsækja hana. Eigum við hjónin Ijúfar minningar frá heim- sóknum á heimili Ellyjar og Svavars og færi ég bestu þakkir fyrir þau kynni. Fyrir hönd Lionsmanna í Um- dæmi 109 A sendi ég innilegustu samúðarkveðjur til Svavars og fjöl- skyldunnar allrar. Hafi Elly Vil- hjálms hugheilar þakk- ir fyrir vel unnin störf í þágu Lions á íslandi. Megi góður Guð varð- veita hana á ókunnum vegum. Laufey Jóhannsdóttir, umdæmisstjóri Lions 109 A. Mig langar til að skrifa nokkur orð til minningar um Elly Vil- hjálms. Hún var ein- hver sú besta dægur- lagasöngkona sem Is- land hefur átt. Hún hafði allt til að bera, sem prýða má góða söngkonu, fagra söngrödd frá náttúrunnar hendi, textaframburð svo af bar og næma tilfinningu fyrir tónlistinni. Hver man ekki „Lítill fugl“, „Veg- ir liggja til allra átta“ og „Heyr mína bæn“ svo fátt eitt sé nefnt. Þó hún hefði aðeins sungið þessi þrjú lög um ævina hefði það verið nóg til að halda nafni hennar á loft. Rödd hennar var þýð og mjúk og tær sem lindin hrein. Ég votta manni hennar og böm- um mína innilegustu samúð. Ég bið henni guðs blessunar handan landamæra lífs og dauða þar sem hið eilífa ljós lýsir henni og rödd hennar mun hljóma áfram. Svala Nielsen. Andlát Ellyjar Vilhjálms kom ekki á óvart. Hún hafði átt við erfið veik- indi að stríða um lengri tíma, ógnar- sjúkdóm, sem engu eirir og flesta íslendinga leggur að velli í dag. Fundum okkar Ellyjar bar fyrst saman á skrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna árið 1952, en þangað hafði hún verið ráðin til starfa við vélritun. Vegna starfa minna urðu samskipti okkar mikil og hún varð ágætur starfsmaður. Hún var glæsileg stúlka, aðlaðandi og elskuleg. Við urðum góðir vinir og hafa okkar góðu kynni staðið æ síðan. Ég fann fljótt að Elly var mjög vel greind. Hún tók tilsögn með ljúfu geði og aldrei féll styggðaryrði okk- ar á milli. Hún var hógvær og lí- tillát en einbeitt og viljasterk. Hún var einstaklega samviskusöm og lagði sig alla fram í starfi. Eftir að ég hætti störfum hjá SH hittumst við sjaldan, en þá var hún orðin þekkt dægurlagasöngkona, sem söng sig inn í hug og hjarta þjóðarinnar. Eg held að á engan sé hallað, þegar ég segi að hún hafi verið ein af okkar allra fremstu söngkonum á þessu sviði fýrr og síðar. Kunnáttumenn í tónlist eru auð- vitað betur færir um að dæma um söng hennar en ég, en það sem mér hefur alltaf fundist sérstakt um söng Ellyjar er hinn skýii framburð- ur texta, tónvísi hennar og raddfeg- urð. Elly og Svavar Gests gengu í hjónaband í júlímánuði árið 1966. Hún hafði þá um árabil stundað dægurlagasöng, en fram til þess tíma hafði hún aðeins sungið inn á fjórar hljómplötur. Á því varð nú ánægjuleg breyting því eftir það söng hún inn á allt að 100 plötur fyrir S.G. hljómplötur, sem hlutu afar góðar móttökur. Eiginmaður Ellyjar, Svavar Gests, og ég höfum um árabil verið félagar í Lionsklúbbnum Ægi. Okk- ur hefir orðið vel til vina, enda átt samstarf og tekið þátt í Q'ölmörgum störfum innan Lionshreyfmgarinn- ar. Þetta leiddi til þess að gömul kynni endumýjuðust og margar góðar stundir höfum við konan mín átt með þeim hjónum hér heima og erlendis. Ég minnist gestrisni þeirra á fallega heimilinu í Grundarlandi sem ég naut ásamt erlendum Lions- mönnum, þar sem veitingar báru myndarskap húsfreyju vitni. Ég minnist ennfremur Álþjóðaþings í New Orleans árið 1986, dugnaðar og krafts Ellyjar í sambandi við „Hospitality Room“ og kynningu okkar íslensku Lionsmanna á land- inu, vegna þinghaldsins, en sá þátt; ur mæddi mjög á eiginkonunum. í lokahófí Norðurlandaþjóðanna lagði Elly okkur til dagskrá með því að fara upp á sviðið og syngja. Þá mun hún ekki hafa komið opinberlega fram í áratugi. Söngur hennar gerði auðvitað stormandi lukku. Þegar Svavar Gests var kosinn í Alþjóðastjórn Lions árin 1987-1989 fylgdu því margs konar skyldur og annir, fundarhöld og ferðalög um lönd og álfur. Elly fylgdi Svavari á þessum ferðalögum, studdi hann í starfínu og stóð sem klettur við hlið hans. Hún tók virkan þátt, var honum stoð og stytta og vann sér vinsæld- ir meðal erlendra Lionsmanna. Sam- an kynntust þau frammámönnum hreyfíngarinnar víða um lönd. Élly talaði mjög góða ensku. Spænsku talaði hún sem innfædd eftir dvöl á Spáni og nám í háskól- anum að loknu stúdentsprófí frá öldungadeild Hamrahlíðarskóla árið 1985. Á tímabili lagði Elly stund á rit- störf. Viðtöl birtust eftir hana í blöð- um. Þau voru mjög vel skrifuð og eflaust hefði hún náð Iangt á þeirri braut hefði hún lagt það fyrir sig. Hún vann skrifstofustörf á Lions- skrifstofunni í þrjú ár og vann störf sín af alúð og skyldurækni. Fyrir þau störf og önnur í þágu Lions eru henni færðar alúðarþakkir. Einnig eru henni færðar kveðjur og þakkir frá félögunum í Lkn. Ægi um leið og við sendum Svavari og fjölskyld- unni samúðarkveðjur. Síðustu árin var Elly fulltrúi hjá Sjónvarpinu. Elly var aðeins 59 ára er hún lést. Kvödd er látin heiðurskona, sem með lífí sínu og starfi hefir reist sér óbrotgjarnan minnisvarða og markað spor. Erfíðu sjúkdómsstríði er lokið. Sár harmur er kveðinn að börnum og eiginmanni, sem veittu stuðning og styrk í langvarandi veikindum. Megi minningin um trausta og um- hyggjusama móður og eiginkonu létta þeim byrði sorgarinnar. Við hjónin þökkum góðar stundir og vináttu og sendum Svavari, böm- unum og öðrum ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (H. Pétursson.) Blessuð sé minning Ellyjar Vil- hjálms. Þórhallur Arason. Elly Vilhjálms starfaði sem ritari hjá Sjónvarpinu frá vorinu 1990 og svo lengi sem heilsa hennar framast leyfði. Hún var framúrskarandi samviskusamur starfsmaður og gekk að hversdagslegri vinnu með einstakri alúð og metnaði fyrir vel unnu verki. Elly naut mikillar virð- ingar allra þeirra, sem með henni unnu, fyrir dugnað sinn og vönduð vinnubrögð, og þá ekki síður vandað hugarfar, sem lýsti sér meðal ann- ars í óáreitni, jafnaðargeði og ríku- legri hugsunarsemi í framkomu við aðra. Hún sinnti störfum sínum hjá Sjónvarpinu af sömu smekkvísi, kunnáttu og fágun og verið hafði aðalsmerki hennar á löngum ferli sem einn ástsælasti listamaður sinnar samíðar. Við lok vegferðar vottum við Elly Vilhjálms einlæga virðingu okkar og þökk og sendum ástvinum henn- ar samúðarkveðjur. Samstarfsmenn í Sjónvarpi. VILHELMINA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR + Vilhelmína Sig- ríður Kristjáns- dóttir fæddist á Þinghóli í Mjóafirði 22. júní 1900. Hún lést á Landspítalan- um 15. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 24. nóvember. I DAG kveðjum við Vilhelmínu Kristjáns- dóttur, eða Villu ömmu eins og við kölluðum hana alltaf, sem nú hefur lokið langri og farsælli ævi- göngu. Það er söknuður en jafnframt þakklæti í huga okkar því svo marg- ar góðar minningar eigum við um hana. Fljótlega eftir að ég kynntist Jóni Inga, sonarsyni hennar, fyrir um það bil 20 árum, fór hann með mig í heimsókn til Villu ömmu á Vesturgötu, því henni yrði að ég að kynnast. Haustið 1979 þegar við Jón Ingi hófum svo búskap á Bræðraborgarstígnum varð það fastur liður í tilverunni að ganga niður á Vesturgötu á sunnudagsmorgnum og fá kaffi og pönnu- kökur hjá Villu ömmu. Ég skildi fljótt hvers vegna Jón Ingi vildi að ég kynntist Villu ömmu. Það var ekki bara að hún byggi til einstaklega góðar pönnukökur, enda með yfir 60 ára æfingu í pönnukökubakstri, eða heldur það að hún lag- aði heimsins besta kaffi, hellti uppá á gamla mátann, nei, andrúmsloftið í eldhúsinu, frásagnir hennar og hlýjar móttökurnar lærði ég fljótt að meta. Enda á það örugglega sín- ar skýringar hversu afkomendur Villu sóttu mikið til hennar. í gesta- bókinni, sem lá jafnan á eldhús- borðinu hennar, síðustu árin mátti sjá að nánast daglega komu nokkur af barnabörnum og barnabarna- börnum og svo auðvitað börnin hennar og aðrir ættingjar og vinir í heimsókn. Sumir áttu sína föstu tíma vikulega en aðrir komu sjaldn- ar. Umhyggja hennar fyrir afkom- endum sínum var mikil. Hún fylgd- ist vel með hveijum og einum og hafði metnað fyrir þeirra hönd í hvívetna. Henni var umhugað um að þeim gengi vel í lífi og starfi og í því eins og öðru hafði hún af- dráttalausar skoðanir. En hún gat líka sagt sínar skoðanir án þess að nokkur fyrrtist við því hún hafði stórt og hlýtt hjarta, bar virðingu fyrir öðru fólki og sá hlutina í skýru ljósi. Það var gaman að heyra Villu segja frá gömlum dögum og frá- sagnir hennar af fólki og atburðum allt frá því fyrstu áratugum aldar- innar voru lifandi og skemmtilegar. Mér fannst oft ævintýri líkast að heyra hana lýsa lífinu á æsku og uppvaxtarárum sínum. Breytingar hafa orðið slíkar að mér fannst þetta vera eitthvað sem ég læsi um í bók- um en ekki lýsingar sem núlifandi manneskja gæti vitnað til úr eigin lífi. Hún hafði hispurslausar skoðan- ir á mönnum og málefnum og oft- ast var stutt í skemmtilegan húmor í frásögninni. Kannski fannst mér þetta svona sérstakt því ég um- gengst ekki marga á hennar aldri, en ef til vill ekki síður vegna þess að mér fannst Villa ekki vera neitt mjög gömul, það var ekki fyrr en að 95 ára afmælið fór að nálgast að manni fór að finnast hún verða dálítið gömul. Alveg fram að því var hún svo ótrúlega frísk og skemmti- leg i hugsun og tali. Eftir að við hjónin fluttum heim vorið 1988 eftir 5 ára dvöl í Dan- mörku vorum við þakklát fyrir að eiga Villu ömmu enn að, þennan fasta punkt í tilverunni. Synir okkar tveir, þá kornungir, fengu að njóta þess að kynnast langömmu sinni, en heimsóknirnar urðu þó ekki eins tfðar og áður. Okkur fannst stund- um ærslagangurinn í þeim vera heldur mikill fyrir svo fullorðna konu en aldrei sýndi hún nokkur merki þess að svo væri. Alltaf fórum við heim af hennar fundi endurnærð á sálinni af hlýjum móttökum henn- ar og líflegum samræðum. Villa var ákveðin í að halda heim- ili og búa ein í íbúð sinni þar til yfir lyki og sýndi hún ótrúlega þrautseigju og dugnað til að svo gæti orðið. Naut hún þar dyggs stuðnings og aðstoðar sinna nán- ustu. Aðeins síðustu 3 vikumar af ævi sinni þurfti hún að dvelja á Landspítalanum. Það kunna aðrir betur en ég að rekja 95 ára langa og starfsama ævi Vilhelmínu, en mér og fjölskyldu minni er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt slíka ömmu og langömmu að. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Helga Þorsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.