Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 TTtTTf MORGUNBLAÐIÐ .. gegn ranglæti... ur heyrir dags daglega. Hjálp við þá sem bágt eiga, tombólur og allskon- ar safnanir bama nú á dögum fyrir bágstadda á Súðavík og Flateyri min- na óneitanlega á söfnun riddaranna í myndinni fyrir húsi Guðlaugar." Sigmar: „Að sjálfsögðu eiga strákamir í myndinni margt sameiginlegt með jafnöldrum sínum í dag. En leikir og annað afþrey- ingarefni fyrir böm og unglinga hafa breyst mik- ið frá „tíma“ myndarinnar til dagsins í dag.“ Jóhannes: „Þegar ég var níu ára vomm við með svona leynifélag, ég, bróð- ir minn og einn enn og við notuðum prik fyrir sverð, en það voru engir skildir.“ Hefur myndin að gey- ma einhvem boðskap að ykkar mati? Sigrún Bima: „Eg held að boðskapur myndarinn- ar komi best fram í kjör- orðum Reglu rauða drek- ans: Með réttlæti, gegn ranglæti. Undirtitillinn gæti svo verið: Batnandi manni er best að lifa.“ Jóhannes: „Já, það kom vel fram í myndinni að Helgi var ekkert vondur inni við beinið. Hann var svona af því hann átti ekk- ert heimili." Sigmar: „Eins má segja að framkoma Andrésar í garð Baldurs hafi mótast af erfiðum heimilisað- stæðum og afskiptaleysi föður hans. En að mínu mati er boðskapur mynd- arinnar sá, að við eigum að sýna hvort öðra ná- ungakærleika og látaokk- ur koma það við, ef á bját- ar hjá náunganum." Anna: „Já, bara að vera góður og hjálpsamur." Hvemig kvikmyndir horfið þið helst á? Jóhannes: „Ég hef ekki gaman af hryllingsmynd- um. En spennumyndir, sem ekki era með of miklu ofbeldi, era skemmtilegar og eins grínmyndir. For- est Gump er ein besta mynd sem ég hef séð.“ Anna: „Gamanmyndir og spennumyndir era í mestu uppáhaldi hjá mér.“ Sigrún Bima: „Ég er ' mest fyrir klassískar myndir, helst evrópskar. Mér fannst til dæmis myndimar Blár, Hvitur og Rauður frábærar.“ Sigurrós: „Ég horfi mest á grín- og spennu- myndir.“ Sigmar: „Ég er alæta á kvikmyndir, en reyni að forðast ofbeldismyndir." ¥ W 'CÍÁ. r *■ ■ SoTWÍ- • ■ HHHIHHH HHHHHi Morgunblaðið/KrÍBtlnn FRAMHLIÐIN - Sigurrós, Anna, Jóhannes, Sigrún Birna og Sigmar. LIONS JÉJJAOAIÖLIN Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. Morgunblaðið/Halldór SKÁLDKONAN - Vigdís Grímsdóttir og il maestro della cucina, Tino Nardini, bera saman bækur sínar. fa/t ag gatt VIÐ voram sam- an í skóla, en kynntumst ekk- ert þá. Skólinn var líka fjöl- mennur og hún _______ ekki orðin fræg- ur rithöfundur. Mér finnst hún ekkert hafa breyst, ef eitthvað er þá er hún enn glæsilegri en forðum. Ætli frægð og velgengni geri fólk meira spennandi en ella? Vigdís Grímsdóttir rithöfund- ur er ekki mikið fyrir að tala um sjálfa sig eða verk sín. Hún ségir til dæmis að það besta við met- sölubókina Eg heiti ísbjörg, ég er Ijón hafi verið titillinn. Það er auðvitað ekki rétt, því bókin var góð. „Sannleikurinn er sá að titill- inn virðist hafa hreyft við fólki,“ segir hún. „Það var fyrst eftir að þessi bók kom út að ókunnugt fólk fór að ávarpa mig á hinum ólíklegustu stöðum og þá yfir- leitt með einhverjum orðum sem tengdust titli bókarinnar. Það var til dæmis bensínaf- greiðslumaður sem sagði við mig upp úr þurru: „Ég heiti Jón og ég er hestur". Titill bókar getur auðvitað skipt miklu máli, en ég hugsaði ekkert út í það í þessu tilfelli. Bókin gat ekki heitið neitt annað. Mér fannst aldrei neitt óvenju- legt við þennan titil.“ Síðustu árin hefur Vigdís lifað af ritstörfum eingöngu. „Ég hætti að kenna 1991 og hef það bara gott á Njálsgötunni", segir hún, en að loknu kennaraprófi hóf hún kennslu við Landakotsskóla og fór síðan í nám við Háskóla íslands í íslensku og bóka- safnsfræði. Eftir það kenndi hún lengst af við Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Og fór jafnframt að skrifa bækur. Skáldsagan Grandavegur 7 kom út í fyrra, en fyrir þá bók hlaut Vigdís íslensku bókmen- ntaverðlaunin. í ár situr hún hins vegar í dómnefnd vegna sömu verðlauna, en er þögul sem gröfin um þær bækur sem þar era til umfjöllunar. „Það kemur bara í ljós,“ segir hún þegar gengið er á hana um líklegustu verðlaunabækurnar. Það er þægilegt andrúmsloft á Ítalíu og meira að segja dálítið „ítalskt", eins og vera ber. Hins vegar pöntuðum við okkur fyrst íslenskan fisk, sem ekki var jafn Kokkurinn stal senunni þegar Sveinn Guðjónsson fór í kvöldverðarspjall með metsöluhöfund- inum á Ítalíu. „ítalskt“. Með honum drukk- um við þurrt hvítvín, frá Toscana héraði, _______ árgangur 1994. Vigdís kvaðst aldrei hafa til Ítalíu komið, en hins vegar nokkram sinnum á veitingahúsið Ítalíu og líkað vel. „Ég er hins vegar ákveðin í að fara til Ítalíu einhvern tíma, kannski næsta sumar.“ Ungur piltur söng ástríðuþrungna ítal- ska söngva og lék undir á gítar og var okkur sagt að hann væri jafnframt pizzugerðarmaður á staðnum. Vigdís vildi fá að vita nafn hans. Hann heitir Leone. Kakkurinn mætir til iniks Fiskurinn bragðaðist vel, þótt það sé auðvitað fullkomið hneyk- sli að panta ekki ítalskan mat á ítölsku veitingahúsi. Þetta hefur líklega spurst út meðal starfs- fólksins því skyndilega var eld- húsdyrunum hrundið upp og í salinn gekk sjálfur matreiðslu- meistarinn, il maestro della cuci- na, Tino Nardini, syngjandi ítal- ska aríu með tilþrifiim. „Þetta gengur ekki, - non va bene“ sagði hann og baðaði út hönd- imum, eins og ítala er siöur. „Qui si mangia all’italiana. Hér bara borða ítalskt. ítalskt er einfalt og gott.“ Og hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur bar á borð fyrir okkur Tortellini Barilla og voram við Vigdís sammála um að þama væri hinn sanni ítalski blær kominn á kvöldið. Og Nardini gerði það ekki endasleppt því hann kom líka með flösku af nafna sínum Grappa Nardini, rótsterku ítölsku ákavíti, sem hann sagði að væri ómissandi á ítölsku kvöldi sem þessu. Hann settist síðan við borðið og skrafaði á honum hver tuska enda mað- urinn bráðskemmtilegur og þegar hann fór til að sinna sínu starfi skildi hann Nardini nafna sinn eftir á borðinu. Það var auðvitað hið besta mál og þegar staðið var upp frá borðum vor- umvið Vigdís orðin sannfærð um að þetta væri staður, sem væri þess virði að heimsækja aftur við fyrsta tækifæri. TartBÍiin i Baritia FYRIR TVO 250 GRÖMM AF TORTELLINI BARILLA MED KJÖTI. EITT HVÍTLAUKSRIF. 100 GRÖMM AF SKINKU I STRIMLUM. 100 GRÖMM AF SVEPPUM. 125 CL. AF RJÓMA. SALT OG PIPAR EFTIR SMEKK. FERSK STEIN- SELJA SÖXUÐ. FÍNT- RIFINN PARMESAN- OSTUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.