Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 28
28 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 TTtTTf MORGUNBLAÐIÐ
.. gegn ranglæti...
ur heyrir dags daglega.
Hjálp við þá sem bágt
eiga, tombólur og allskon-
ar safnanir bama nú á
dögum fyrir bágstadda á
Súðavík og Flateyri min-
na óneitanlega á söfnun
riddaranna í myndinni
fyrir húsi Guðlaugar."
Sigmar: „Að sjálfsögðu
eiga strákamir í myndinni
margt sameiginlegt með
jafnöldrum sínum í dag.
En leikir og annað afþrey-
ingarefni fyrir böm og
unglinga hafa breyst mik-
ið frá „tíma“ myndarinnar
til dagsins í dag.“
Jóhannes: „Þegar ég
var níu ára vomm við með
svona leynifélag, ég, bróð-
ir minn og einn enn og við
notuðum prik fyrir sverð,
en það voru engir skildir.“
Hefur myndin að gey-
ma einhvem boðskap að
ykkar mati?
Sigrún Bima: „Eg held
að boðskapur myndarinn-
ar komi best fram í kjör-
orðum Reglu rauða drek-
ans: Með réttlæti, gegn
ranglæti. Undirtitillinn
gæti svo verið: Batnandi
manni er best að lifa.“
Jóhannes: „Já, það kom
vel fram í myndinni að
Helgi var ekkert vondur
inni við beinið. Hann var
svona af því hann átti ekk-
ert heimili."
Sigmar: „Eins má segja
að framkoma Andrésar í
garð Baldurs hafi mótast
af erfiðum heimilisað-
stæðum og afskiptaleysi
föður hans. En að mínu
mati er boðskapur mynd-
arinnar sá, að við eigum
að sýna hvort öðra ná-
ungakærleika og látaokk-
ur koma það við, ef á bját-
ar hjá náunganum."
Anna: „Já, bara að vera
góður og hjálpsamur."
Hvemig kvikmyndir
horfið þið helst á?
Jóhannes: „Ég hef ekki
gaman af hryllingsmynd-
um. En spennumyndir,
sem ekki era með of miklu
ofbeldi, era skemmtilegar
og eins grínmyndir. For-
est Gump er ein besta
mynd sem ég hef séð.“
Anna: „Gamanmyndir
og spennumyndir era í
mestu uppáhaldi hjá mér.“
Sigrún Bima: „Ég er
' mest fyrir klassískar
myndir, helst evrópskar.
Mér fannst til dæmis
myndimar Blár, Hvitur
og Rauður frábærar.“
Sigurrós: „Ég horfi
mest á grín- og spennu-
myndir.“
Sigmar: „Ég er alæta á
kvikmyndir, en reyni að
forðast ofbeldismyndir."
¥ W
'CÍÁ.
r *■ ■ SoTWÍ- • ■
HHHIHHH HHHHHi
Morgunblaðið/KrÍBtlnn
FRAMHLIÐIN - Sigurrós, Anna, Jóhannes, Sigrún Birna og Sigmar.
LIONS JÉJJAOAIÖLIN
Öll Lionsdagatöl eru merkt:
Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa.
Allur hagnaður rennur til líknarmála.
Morgunblaðið/Halldór
SKÁLDKONAN - Vigdís Grímsdóttir og il maestro della
cucina, Tino Nardini, bera saman bækur sínar.
fa/t ag gatt
VIÐ voram sam-
an í skóla, en
kynntumst ekk-
ert þá. Skólinn
var líka fjöl-
mennur og hún _______
ekki orðin fræg-
ur rithöfundur. Mér finnst hún
ekkert hafa breyst, ef eitthvað
er þá er hún enn glæsilegri en
forðum. Ætli frægð og velgengni
geri fólk meira spennandi en
ella?
Vigdís Grímsdóttir rithöfund-
ur er ekki mikið fyrir að tala um
sjálfa sig eða verk sín. Hún ségir
til dæmis að það besta við met-
sölubókina Eg heiti ísbjörg, ég
er Ijón hafi verið titillinn. Það er
auðvitað ekki rétt, því bókin var
góð.
„Sannleikurinn er sá að titill-
inn virðist hafa hreyft við fólki,“
segir hún. „Það var fyrst eftir að
þessi bók kom út að ókunnugt
fólk fór að ávarpa mig á hinum
ólíklegustu stöðum og þá yfir-
leitt með einhverjum orðum
sem tengdust titli bókarinnar.
Það var til dæmis bensínaf-
greiðslumaður sem sagði við
mig upp úr þurru: „Ég heiti Jón
og ég er hestur". Titill bókar
getur auðvitað skipt miklu máli,
en ég hugsaði ekkert út í það í
þessu tilfelli. Bókin
gat ekki heitið neitt
annað. Mér fannst
aldrei neitt óvenju-
legt við þennan titil.“
Síðustu árin hefur
Vigdís lifað af
ritstörfum eingöngu.
„Ég hætti að kenna
1991 og hef það bara
gott á Njálsgötunni",
segir hún, en að
loknu kennaraprófi
hóf hún kennslu við
Landakotsskóla og
fór síðan í nám við
Háskóla íslands í
íslensku og bóka-
safnsfræði. Eftir það
kenndi hún lengst af
við Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði.
Og fór jafnframt að
skrifa bækur.
Skáldsagan Grandavegur 7
kom út í fyrra, en fyrir þá bók
hlaut Vigdís íslensku bókmen-
ntaverðlaunin. í ár situr hún
hins vegar í dómnefnd vegna
sömu verðlauna, en er þögul sem
gröfin um þær bækur sem þar
era til umfjöllunar. „Það kemur
bara í ljós,“ segir hún þegar
gengið er á hana um líklegustu
verðlaunabækurnar.
Það er þægilegt andrúmsloft
á Ítalíu og meira að segja dálítið
„ítalskt", eins og vera ber. Hins
vegar pöntuðum við okkur fyrst
íslenskan fisk, sem ekki var jafn
Kokkurinn stal
senunni þegar Sveinn
Guðjónsson fór í
kvöldverðarspjall
með metsöluhöfund-
inum á Ítalíu.
„ítalskt“. Með
honum drukk-
um við þurrt
hvítvín, frá
Toscana héraði,
_______ árgangur 1994.
Vigdís kvaðst
aldrei hafa til Ítalíu komið, en
hins vegar nokkram sinnum á
veitingahúsið Ítalíu og líkað vel.
„Ég er hins vegar ákveðin í að
fara til Ítalíu einhvern tíma,
kannski næsta sumar.“ Ungur
piltur söng ástríðuþrungna ítal-
ska söngva og lék undir á gítar
og var okkur sagt að hann væri
jafnframt pizzugerðarmaður á
staðnum. Vigdís vildi fá að vita
nafn hans. Hann heitir Leone.
Kakkurinn mætir
til iniks
Fiskurinn bragðaðist vel, þótt
það sé auðvitað fullkomið hneyk-
sli að panta ekki ítalskan mat á
ítölsku veitingahúsi. Þetta hefur
líklega spurst út meðal starfs-
fólksins því skyndilega var eld-
húsdyrunum hrundið upp og í
salinn gekk sjálfur matreiðslu-
meistarinn, il maestro della cuci-
na, Tino Nardini, syngjandi ítal-
ska aríu með tilþrifiim.
„Þetta gengur ekki, - non va
bene“ sagði hann og
baðaði út hönd-
imum, eins og ítala
er siöur. „Qui si
mangia all’italiana.
Hér bara borða
ítalskt. ítalskt er
einfalt og gott.“ Og
hann lét ekki sitja
við orðin tóm heldur
bar á borð fyrir
okkur Tortellini
Barilla og voram
við Vigdís sammála
um að þama væri
hinn sanni ítalski
blær kominn á
kvöldið.
Og Nardini gerði
það ekki endasleppt
því hann kom líka
með flösku af nafna
sínum Grappa
Nardini, rótsterku
ítölsku ákavíti, sem hann sagði
að væri ómissandi á ítölsku
kvöldi sem þessu. Hann settist
síðan við borðið og skrafaði á
honum hver tuska enda mað-
urinn bráðskemmtilegur og
þegar hann fór til að sinna sínu
starfi skildi hann Nardini nafna
sinn eftir á borðinu. Það var
auðvitað hið besta mál og þegar
staðið var upp frá borðum vor-
umvið Vigdís orðin sannfærð
um að þetta væri staður, sem
væri þess virði að heimsækja
aftur við fyrsta tækifæri.
TartBÍiin
i Baritia
FYRIR TVO
250 GRÖMM AF
TORTELLINI BARILLA
MED KJÖTI. EITT
HVÍTLAUKSRIF. 100
GRÖMM AF SKINKU I
STRIMLUM. 100
GRÖMM AF SVEPPUM.
125 CL. AF RJÓMA.
SALT OG PIPAR EFTIR
SMEKK. FERSK STEIN-
SELJA SÖXUÐ. FÍNT-
RIFINN PARMESAN-
OSTUR.