Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.11.1995, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sýning! Bjami Jónsson og Astrid Ellingsen sýna verk sín í gistiheimilinu Bergi við Bæjarhraun 4 í Hafnarfirði. Sýningin verður opin til jóla á sama tíma og gistiheimilið. Skór ó alla fjölskylduna Stærðir 36-41 • Svart og brúnt leður Stærðir 36-41 • Svart/brúnt leður Verð 5.680 Verð 5.980 SKO GLUGGINN Reykjavíkurvegi 50, s. 565 4275 SKÆÐI Kringlunni 8-12 s. 568 9345 MÍLANO Laugavegi 61-63 s. 551 0655 Ábendingar á mjólkurumbiíiium, nr. 33 aJ'fiO. Gettu nú! Gátur hafa verið til frá alda öðli, bæði til gamans og ekki síður til að skerpa skilning manna og næmi. Hér er ein gömul að glíma við: Ég er ei nema skaft og skott, skrautlega búin stundum, engri skepnu geri gott, en geng í lið með hundum. vdias MJÓLKURSAMSALAN Islenskufrteðsla á mjótkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar múlnefndar og Málrœktarsjóðs. I DAG ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega á Sel- tjarnarnesi og létu ágóðann sem varð kr. 3.500 renna í landssöfnunina „Samhugur í verki“. Þær heita Sigrún Þormóðsdóttir og Sunna Sigmarsdóttir. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur þær Ellisif 9 ára, Harpa 10 ára og Gunnvör 5 ára, héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Flateyringum og varð ágóðinn 9.887 krónur. Með morgunkaffinu FINNST þér hormóna- kúrinn hafa borið árangur? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hvar fást veiðileyfi? HAFLIÐI hringdi og vildi taka undir með Jóni Haf- steini Jónssyni, fyrrver- andi menntaskólakenn- ara, um að tímabært sé að gefa út veiðileyfí á ýmsar málfarslegar „nýj- ungar“. Verðlagning veiðileyfa gæti farið eftir því hversu óþolandi „nýj- ungamar" em. Þannig gætu veiðileyfi á „opnun- artíma" kostað þúsund krónur og „að koma að einhveiju" tvö þúsund krónur, en Hafliði myndi með glöðu geði borga tíu þúsund krónur fyrir að útrýma málfarsskrípinu „koma til með“ sem veð- ur alls staðar uppi. Tapað/fundið Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR tapaðist í Hafnarfirði í Arnarhrauni laugardag- inn 18. nóvember sl. Inni í hringnum er áletrun „Þín Anna Bára“. Skilvís fínnandi vinsamlegast hringi í síma 555-3721 eða 568-1835. Leðurveski tapaðist SVART leðurkvenveski, sem er eins og langt umslag í laginu, tapaðist sl. fimmtudagsmorgun á leið úr Fossvogi og vestur í bæ. Vinsamlega skilist til lögreglu. Fundarlaun. SKAK llmsjón Margeir Pctursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Metro-mótinu, Skákþingi Islands, sem lýkur á morg- un. Benedikt Jónasson (2.300) var með hvítt og átti leik, en Magnús Pálmi Örnólfsson (2.180) var með svart. Magnús var að enda við að gleypa baneitr- að peð á a2, lék 31. — Df7xa2?? Drottningin mátti alls ekki fara úr vörninni. 32. Rxfð! - gxf5 33. Hgl + — Kf8 34. Dh6+ og svartur gafst upp því hann er óveij- andi mát. Tíunda umferðin á Skák- þinginu fer fram í dag í fundarsal Þýsk- íslenska, Lynghálsi 10, og hefst taflið klukkan 17. Mesta spennan er yfirleitt á milli kl. 20 og 21, þá ráðast úrslit flestra skákanna. Síð- asta umferðin fer síðan fram á morgun á sanja tíma. Hraðmót^ í félags- heimilinu Úlfaldanum, Ármúla 17A, í dag kl. 14. DISNEY-mótið fer fram í dag kl. 13 í Skákmið- stöðinni, Faxafeni 12. Mótið er opið öllum 14 ára og yngri og verðlaunin eru sér- lega glæsileg. Tvær stúlkur og tveir drengir fara til Disneylands í París með Flugleiðum og tefla þar á skákmóti. Auk þess eru Disney aukaverðlaun og all- ir þátttakendur eru með í happdrætti. Þeir sem ekki hafa skráð sig fyrirfram ættu að mæta tímanlega. Víkveiji skrifar... FÁAR þjóðir, ef nokkrar, flytja út jafn stóran hluta fram- leiðslu sinnar og við íslendingar. Við flytjum og inn óvenju hátt hlut- fall af raunverulegum og meintum lífsnáuðsynjum okkar. Við erum með öðrum orðum háðari milliríkja- verzlun en flestar aðrar þjóðir. Lífs- kjör okkar ráðast að stórum hluta af því verði sem við fáum fyrir út- flutningsvörur, sem og af því verði sem við þurfum að greiða fyrir inn- flutt aðföng. Verzlunin gegnir því mikilvægu hlutverki í íslenzkum þjóðarbúskap; mun mikilvægara hlutverki en við gerum okkur almennt grein fyrir. Sama máli gegnir um verziunar- menntun, ekki sízt á sviði fjölþjóð- legra viðskipta. Við erum smám saman að vakna til vitundar um mikilvægi helztu erlendra markaðssvæða fyrir lífs- kjör okkar, velferð og framtíð. Betra er seint en aldrei. xxx HVAR eru mikilvægustu mark- aðir okkar? Hvert fer útflutn- ingur okkar? Ekki fer á milli mála að Evrópu- markaðurinn skiptir okkur mestu máli. Hann vegur þyngst í milli- ríkjaviðskiptum okkar, bæði út- fiutningi og innfiutningi. Samkvæmt heimildum í Vísbend- ingu, vikuriti um viðskipti og efna- hagsmál, fór tæpur helmingur út- flutnings okkar fyrstu átta mánuði þessa árs, eða 48,9%, til Evrópu- landa innan EES og 2,5% til Evr- ópulanda utan EES. - 10,9% af útflutningi okkar þessa mánuði fóru til Japan og 9% til Bandaríkjanna. Önnur svæði vega minna. Á sama tíma komu 51,4% inn- flutnings okkar frá EES-löndum og 4% frá Evrópulöndum utan EES. 6,2% innflutnings komu frá Banda- ríkjunum og 3,4% frá Japan. XXX IÐ HÖFUM státað af hagstæð- um viðskiptajöfnuði síðustu misserin, eftir mjög langt árabil óhagstæðs viðskiptajöfnuðar og þar af leiðandi erlendrar skuldasöfnun- ar. Vísbending kemst svo að orði í því sambandi: „Það er athyglisvert að vöru- skiptajöfnuður er íslendingum óhagstæður á flestum svæðum. Ástæðan fyrir hinni hagfelldu nið- urstöðu [síðustu misserin] er fyrst og fremst sú að innflutningur frá Japan er innan við 30% af útflutn- ingi þangað. Island er nefnilega eitt af fáum löndum í heiminum sem hefur já- kvæðan vöruskiptajöfnuð við Japan, þrátt fyrir að japanskir bílar og ýmis önnur tæki séu vinsæl hér á Íandi sem annars staðar. Á sama tíma og Bandaríkin og önnur vestræn ríki beijast fyrir því að Japanir hætti viðskiptahindrun- um geta íslendingar vel við unað.“ Japan vegur sum sé þyngra á íslenzkri vogarskál en önnur fjar- lægari viðskiptasvæði. Þó hefur lengi engin hvalkjötssala verið til Japans, en hún var allnokkur á árum áður. xxx FRJÁLS verzlun segir að fleiri íjármálaráðherrar séu frekir á lánsfjármörkuðum en Friðrik Soph- usson. Skuldabréfamarkaður iðn- ríkjanna hefur vaxið að meðaltali um 14% á ári síðustu 25 árin. Orð- rétt segir blaðið: „Heildarverðmæti útgefinna skuldabréfa er um 18.500 milljarðar dollara, sem samsvarar um 100% af þjóðartekjum iðnríkjanna. Um helmingur af þessari upphæð eru ríkisskuldabréf." Hér eru engar smálántökur á ferð! Og slík fjármögnun eyðslu, umfram skatttekjur ríkja, er i raun skattlagning fram í tímann; fram- tíðin er gerð að skattstofni! Ríkissjóðir sýnast þurfa æ meira fé til ráðstöfunar, umfram skatt- tekjur, til að mæta halla á fjárlög- um. Frjáls verzlun nefnir sem dæmi að brezka stjórnin áætli þörf nýrra skuldabréfa á þessu ári yfir 20 milljarða sterlingspunda. Mál er að linni ósköpunum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.