Morgunblaðið - 25.11.1995, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Sýning!
Bjami Jónsson og Astrid Ellingsen sýna verk sín í
gistiheimilinu Bergi við Bæjarhraun 4 í Hafnarfirði.
Sýningin verður opin til jóla á sama tíma
og gistiheimilið.
Skór ó alla
fjölskylduna
Stærðir 36-41 • Svart og brúnt leður Stærðir 36-41 • Svart/brúnt leður
Verð 5.680 Verð 5.980
SKO
GLUGGINN
Reykjavíkurvegi 50, s. 565 4275
SKÆÐI
Kringlunni 8-12 s. 568 9345
MÍLANO
Laugavegi 61-63 s. 551 0655
Ábendingar á mjólkurumbiíiium, nr. 33 aJ'fiO.
Gettu nú!
Gátur hafa verið til frá alda öðli, bæði til gamans og ekki síður
til að skerpa skilning manna og næmi.
Hér er ein gömul að glíma við:
Ég er ei nema skaft og skott,
skrautlega búin stundum,
engri skepnu geri gott,
en geng í lið með hundum.
vdias
MJÓLKURSAMSALAN
Islenskufrteðsla á mjótkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar,
íslenskrar múlnefndar og Málrœktarsjóðs.
I DAG
ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega á Sel-
tjarnarnesi og létu ágóðann sem varð kr. 3.500 renna
í landssöfnunina „Samhugur í verki“. Þær heita Sigrún
Þormóðsdóttir og Sunna Sigmarsdóttir.
Hlutavelta
ÞESSAR duglegu stúlkur þær Ellisif 9 ára, Harpa 10
ára og Gunnvör 5 ára, héldu hlutaveltu nýlega til
styrktar Flateyringum og varð ágóðinn 9.887 krónur.
Með morgunkaffinu
FINNST þér hormóna-
kúrinn hafa borið
árangur?
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Hvar fást
veiðileyfi?
HAFLIÐI hringdi og vildi
taka undir með Jóni Haf-
steini Jónssyni, fyrrver-
andi menntaskólakenn-
ara, um að tímabært sé
að gefa út veiðileyfí á
ýmsar málfarslegar „nýj-
ungar“. Verðlagning
veiðileyfa gæti farið eftir
því hversu óþolandi „nýj-
ungamar" em. Þannig
gætu veiðileyfi á „opnun-
artíma" kostað þúsund
krónur og „að koma að
einhveiju" tvö þúsund
krónur, en Hafliði myndi
með glöðu geði borga tíu
þúsund krónur fyrir að
útrýma málfarsskrípinu
„koma til með“ sem veð-
ur alls staðar uppi.
Tapað/fundið
Giftingarhringur
tapaðist
GIFTINGARHRINGUR
tapaðist í Hafnarfirði í
Arnarhrauni laugardag-
inn 18. nóvember sl. Inni
í hringnum er áletrun
„Þín Anna Bára“. Skilvís
fínnandi vinsamlegast
hringi í síma 555-3721
eða 568-1835.
Leðurveski
tapaðist
SVART leðurkvenveski,
sem er eins og langt
umslag í laginu, tapaðist
sl. fimmtudagsmorgun á
leið úr Fossvogi og vestur
í bæ. Vinsamlega skilist
til lögreglu. Fundarlaun.
SKAK
llmsjón Margeir
Pctursson
HVÍTUR leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp á
Metro-mótinu, Skákþingi
Islands, sem lýkur á morg-
un. Benedikt Jónasson
(2.300) var með hvítt og
átti leik, en Magnús Pálmi
Örnólfsson (2.180) var
með svart. Magnús var að
enda við að gleypa baneitr-
að peð á a2, lék 31. —
Df7xa2?? Drottningin mátti
alls ekki fara úr vörninni.
32. Rxfð! - gxf5 33. Hgl +
— Kf8 34. Dh6+ og svartur
gafst upp því hann er óveij-
andi mát.
Tíunda umferðin á Skák-
þinginu fer fram í dag í
fundarsal Þýsk-
íslenska, Lynghálsi 10,
og hefst taflið klukkan
17. Mesta spennan er
yfirleitt á milli kl. 20
og 21, þá ráðast úrslit
flestra skákanna. Síð-
asta umferðin fer síðan
fram á morgun á sanja
tíma.
Hraðmót^ í félags-
heimilinu Úlfaldanum,
Ármúla 17A, í dag kl.
14.
DISNEY-mótið fer
fram í dag kl. 13 í Skákmið-
stöðinni, Faxafeni 12. Mótið
er opið öllum 14 ára og
yngri og verðlaunin eru sér-
lega glæsileg. Tvær stúlkur
og tveir drengir fara til
Disneylands í París með
Flugleiðum og tefla þar á
skákmóti. Auk þess eru
Disney aukaverðlaun og all-
ir þátttakendur eru með í
happdrætti. Þeir sem ekki
hafa skráð sig fyrirfram
ættu að mæta tímanlega.
Víkveiji skrifar...
FÁAR þjóðir, ef nokkrar, flytja
út jafn stóran hluta fram-
leiðslu sinnar og við íslendingar.
Við flytjum og inn óvenju hátt hlut-
fall af raunverulegum og meintum
lífsnáuðsynjum okkar. Við erum
með öðrum orðum háðari milliríkja-
verzlun en flestar aðrar þjóðir. Lífs-
kjör okkar ráðast að stórum hluta
af því verði sem við fáum fyrir út-
flutningsvörur, sem og af því verði
sem við þurfum að greiða fyrir inn-
flutt aðföng.
Verzlunin gegnir því mikilvægu
hlutverki í íslenzkum þjóðarbúskap;
mun mikilvægara hlutverki en við
gerum okkur almennt grein fyrir.
Sama máli gegnir um verziunar-
menntun, ekki sízt á sviði fjölþjóð-
legra viðskipta.
Við erum smám saman að vakna
til vitundar um mikilvægi helztu
erlendra markaðssvæða fyrir lífs-
kjör okkar, velferð og framtíð.
Betra er seint en aldrei.
xxx
HVAR eru mikilvægustu mark-
aðir okkar? Hvert fer útflutn-
ingur okkar?
Ekki fer á milli mála að Evrópu-
markaðurinn skiptir okkur mestu
máli. Hann vegur þyngst í milli-
ríkjaviðskiptum okkar, bæði út-
fiutningi og innfiutningi.
Samkvæmt heimildum í Vísbend-
ingu, vikuriti um viðskipti og efna-
hagsmál, fór tæpur helmingur út-
flutnings okkar fyrstu átta mánuði
þessa árs, eða 48,9%, til Evrópu-
landa innan EES og 2,5% til Evr-
ópulanda utan EES. - 10,9% af
útflutningi okkar þessa mánuði fóru
til Japan og 9% til Bandaríkjanna.
Önnur svæði vega minna.
Á sama tíma komu 51,4% inn-
flutnings okkar frá EES-löndum og
4% frá Evrópulöndum utan EES.
6,2% innflutnings komu frá Banda-
ríkjunum og 3,4% frá Japan.
XXX
IÐ HÖFUM státað af hagstæð-
um viðskiptajöfnuði síðustu
misserin, eftir mjög langt árabil
óhagstæðs viðskiptajöfnuðar og þar
af leiðandi erlendrar skuldasöfnun-
ar. Vísbending kemst svo að orði í
því sambandi:
„Það er athyglisvert að vöru-
skiptajöfnuður er íslendingum
óhagstæður á flestum svæðum.
Ástæðan fyrir hinni hagfelldu nið-
urstöðu [síðustu misserin] er fyrst
og fremst sú að innflutningur frá
Japan er innan við 30% af útflutn-
ingi þangað.
Island er nefnilega eitt af fáum
löndum í heiminum sem hefur já-
kvæðan vöruskiptajöfnuð við Japan,
þrátt fyrir að japanskir bílar og
ýmis önnur tæki séu vinsæl hér á
Íandi sem annars staðar.
Á sama tíma og Bandaríkin og
önnur vestræn ríki beijast fyrir því
að Japanir hætti viðskiptahindrun-
um geta íslendingar vel við unað.“
Japan vegur sum sé þyngra á
íslenzkri vogarskál en önnur fjar-
lægari viðskiptasvæði. Þó hefur
lengi engin hvalkjötssala verið til
Japans, en hún var allnokkur á
árum áður.
xxx
FRJÁLS verzlun segir að fleiri
íjármálaráðherrar séu frekir á
lánsfjármörkuðum en Friðrik Soph-
usson. Skuldabréfamarkaður iðn-
ríkjanna hefur vaxið að meðaltali
um 14% á ári síðustu 25 árin. Orð-
rétt segir blaðið:
„Heildarverðmæti útgefinna
skuldabréfa er um 18.500 milljarðar
dollara, sem samsvarar um 100%
af þjóðartekjum iðnríkjanna. Um
helmingur af þessari upphæð eru
ríkisskuldabréf."
Hér eru engar smálántökur á
ferð! Og slík fjármögnun eyðslu,
umfram skatttekjur ríkja, er i raun
skattlagning fram í tímann; fram-
tíðin er gerð að skattstofni!
Ríkissjóðir sýnast þurfa æ meira
fé til ráðstöfunar, umfram skatt-
tekjur, til að mæta halla á fjárlög-
um. Frjáls verzlun nefnir sem dæmi
að brezka stjórnin áætli þörf nýrra
skuldabréfa á þessu ári yfir 20
milljarða sterlingspunda. Mál er að
linni ósköpunum!