Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 14

Morgunblaðið - 25.11.1995, Page 14
YDDA F45.14/SIA 14 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Heslihneíur 'r Yákosmjöl j möndhf mc» möndlur afhýddar rVjCV/ „ * -*+■ ‘ \ r möndlur i ^ á 'hakkaðar /" < mmmk . • \ < f *./ KHBSHrr*'* . vr mí. fpgw olhíieHi/yar/iör Bráðum koma blessuð jólin... VELJUM (SLENSKTI Orri kominn > til Isafjarðar ísafjörður - Stefnir ÍS kom með togarann Orra í togi til ísafjarðar á fimmtudagskvöld eftir nær tveggja sólarhringa siglingu af miðunum út af Látrabjargi. Það var á miðvikudag sem | stimpill í aðalvél Orra gaf sig og f kom Stefnir Orra þegar til aðstoð- . ar. Vegna slæms veðurs út af P Vestfjörðum þurftu togaranir að leita vars á Dýrafirði, eða allt þar til síðdegis á fimmtudag er þeir héldu áleiðis til ísafjárðar. í gærdag komu fulltrúar trygg- ingafélags skipsins til ísafjarðar og hófu þegar vinnu við að kanna skemmdimar. Að sögn Eggerts Jónssonar, hjá Hraðfrystihúsinu Norðurtanga, sem gerir út Orra, | er ekki enn ljóst um hversu miklar fc skemmdir er að ræða og mun það ekki koma í ljós fyrr en eftir helgi- Þegar það liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvað gert verður við aðalvél skipsins. Þá mun einnig liggja fyrir hversu lengi skipið verður frá veiðum. k, ------». » «--- l Kynningar- fundur vegna 1 sameiningar ALMENNUR kynningarfundur um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn á næstunni þar sem tillög- ur um sameiningu verða kynntar og fyrirspurnum svarað. Kosið | verður um sameininguna laugar- ^ daginn 2. desember næstkomandi. ™ Það eru sveitarstjórnir á svæð- inu í samráði við samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum sem boða til fundanna. Fundur verður í stjórnsýsluhúsinu á ísafirði sunnudaginn 26. nóvember kl. 16, í matsal Kambs á Flateyri, mánu- daginn kl. 20.30, í félagsheimilinu á Þingeyri þriðjudaginn kl. 20.30 og í félagsheimilinu á Suðureyri g fimmtudaginn kl. 20.30. Einig verða fundir í sveitarhreppunum, í Mosvallahreppi á sunnudag og Mýrarhreppi á þriðjudaginn. — mm * May -i* - 5T O ^TYlD 1995 kross íslands rktaraðilar: I.O.G.T. Ábyrgðhf. Reykjavíkur Slysavarnafélag íslands Vífilfell hf. Heilbrigðisráðuneytið Umdæmisstúkan Bílaleiga Akureyrar Petersen - foreldrar í fararbroddi? Er þaö virkilega svo? Á Bindindisdegi fjölskyldunnar vekjum viö athygli á ábyrgð foreldra og annarra uppalenda. Á flaskan að vera fordæmið sem þeir gefa? • Enginn veit hvert fyrsta glasið leiðir • Áfengisneytendur verða sífellt yngri • Afbrotum vegna áfengisneyslu fjölgar • Áfengissjúkir og aðstandendur þeirra þjást • Ofbeldi og agaleysi vex óðfluga, þar er áfengið með í för • Áfengisneysla vex, landabrugg og landaneysla herja á samfélagið og aukin fíkniefnaneysla siglir í kjölfarið 1 Á Bindindisdaginn fjölmennum við á fjölskylduhátíðina í Vinabæ klukkan 15:30 til 17:30. Þar mæta þeir Kasper, Jesper og Jónatan og Lína langsokkur. Þar syngja Lögreglukórinn og barnakórar úr Hveragerði og Furðuleikhúsið mun birtast á sviðinu. Margt fleira verður til gamans gert. Aðgangur ókeypis. Þar verður gott að vera. Þú þangað með fjölskylduna, auðvitað! Nema hvað? Gerum Bindindisdaginn 1995 að áfengislausum degi. Kvenfélag- ið Neisti Þverárstofa flutt KÓR kvenfélagsins Neista á Barðaströnd. 55 ára Barðaströnd - Kvenfélagið Neisti á Barðaströnd varð fimmtíu og fimm ára á þessu ári. Það var stofnað í mars 1940. Á stofn- fundinum voru fjörutíu konur úr Barðastrandarsýslu. Náði verksvið þess yfír hreppinn all- an. Gekk það í samband breiðfir- skra kvenna. Árið 1958 gekk það í Samband vestfírskra kvenna sem þótti hentugra. Félagið hef- ur verið mjög virkt, m.a. keypti það spunavél, pijónavél og starf- aði til ýmissa mála innan sveitar sem utan. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Guðrún Kristófers- dóttir húsfreyja á Krossi. Hún var fyrsti formaður og var það í 17 ár. Með henni í fyrstu stjórn voru Björg í Haga og Steinunn á Innri-Múla. Núverandi formað- ur er Ólöf Samúelsdóttir í Hvammi. Kvenfélagið bauð öllum Barð- strendingum í kaffíveislu í Birki- mel. Nutu allir góðra veitinga og söngs meðan Rósa ívarsdóttir rakti sögu félagsins. Gat hún þess að það sem mest mundi koma á óvart væri kvenfélag- skórinn, sem söng við undirleik Bjarna í Haga. til Húsavíkur Laxamýri - Gestastofan á Þverá í Reykjahverfí var flutt að Safnhúsi Þingey- inga á Húsavík um helgina þar sem búið var að steypa undir hana nýjan grunn. Miklar endurbætur hafa vérið gerðar á stofunni sem var byggð rétt eftir 1870 af Jónasi Jóhannessyni þá- verandi bónda á Þverá. Fékk hann rekavið til bygg- ingarinnar í Mánarfjöru og flutti að vetrarlagi með hestasleðum. í áratugi var Þverárstofa með fínni stofum sveitar- innar og fóru þar fram margar ungmennafélags- fundir sem og aðrir fundir hreppsbúa. Síðasta hlut- verk stofunnar var að þjóna sem símstöð, en Hrólfur og Jón Árnaynir á Þverá gáfu stofuna til Safnhússins 1985 sem þá var tekin nið- ur og allir viðir númeraðii'. Það var ekki fyrr í byijun þessa árs sem hafíst var handa við end- urnýjun hennar og annaðist Stefán Óskarsson trésmíðameistari vinn- una, en yfirumsjón hafði Guðmund- Morgunblaðið/Silli GUÐNI Halldórsson forstöðumaður Safnhúss Þingeyinga við Þverárstofu. ur L. Hafsteinsson arkitekt á Þjóð- minjasafni íslands. í framtíðinni verður Þverárstofa til sýnis fyrir gesti Safnhúss Þing- eyinga ’á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.