Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 1
136 SÍÐUR B/C/D/E/F
286. TBL. 83. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Styðja andófs-
manninn Wei
BARÁTTUMENN fyrir lýðræðis-
umbótum í Kína hrópuðu slagorð
til stuðnings andófsmanninum
Wei Jingsheng fyrir framan skrif-
stofu fulltrúa kínversku stjórnar-
innar í Hong Kong í gær. Skömmu
áður hafði verið tilkynnt að Wei
hefði verið dæmdur í 14 ára fang-
elsi í Peking fyrir að kynda undir
áróðri gegn kínverskum yfirvöld-
um. Stjórnvöld og þing í Banda-
ríkjunum fordæmdu niðurstöð-
una, hið sama gerðu mannrétt-
indasamtökin Amnesty Internati-
onai sem sögðu að með dóminum
væri réttlætið svívirt.
■ Wei dæmdur /24
Undirritun samninganna um frið í Bosníu í París í dag
Stj órnmálateng'sl Króa-
tíu og Serbíu í vændum
París, Sarajevo, Washington. Reuter.
Reuter
ALLT að því metraþykkur, jafnfallinn snjór var í Sarajevo í gær
og var lýst yfir neyðarástandi, flugvöllurinn var lokaður. Ófært
var víða um landið en þjóðvegir þess liggja sums staðar um þröng
fjallaskörð; liðsflutningar NATO töfðust mjög vegna þessa.
FORSETAR Bosníu, Króatíu, Serbíu,
Rússlands og Vesturveldanna munu
í dag staðfesta samningana um frið
í Bosníu sem gerðir voru í Dayton í
Bandaríkjunum 21. nóvember. Búist
var við því í gærkvöldi að öldunga-
deild Bandaríkjaþings myndi sam-
þykkja að 20.000 manna bandarískt
herlið tæki þátt í friðargæslu í Bos-
níu ásamt um 40.000 manns frá
rúmlega 20 öðrum ríkjum. Fulltrúa-
deildin lýsti sig andvíga þátttökunni.
Gestgjafinn, Jacques Chirac
Frakklandsforseti, mun stjórna at-
höfninni í forsetahöllinni í París í
dag. Auk hans og leiðtoga deiluaðila
í Bosníu verða Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti, John Major, forsætisráð-
herra Bretlands, Helmut Kohl Þýska-
landskanslari og íulltrúar tuga ann-
arra ríkja og samtaka viðstaddir.
Frakkar sögðu í gær að samning-
ur milli ríkja Júgóslavíu sem var,
þ. á m. Serbíu og Króatíu, um gagn-
kvæma viðurkenningu væri tilbúinn
en ekki væri þó w'st að hann yrði
undirritaður einnig í dag. Slíkur
samningur yrði mikil álitsauki fyrir
Frakka og talinn myndu treysta frið-
inn enn betur. Deilur um skiptingu
sameiginlegra eigna gömlu Júgó-
slavíu munu einkum hafa gert málið
torleyst.
250.000 fallnirí
Júgóslavíu sem var
Efna ber tii kosninga í Bosníu í
síðasta lagi níu mánuðum eftir und-
irritunina og mun Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu, OSE, fylgjast
með framkvæmdinni. Sameinuðu
þjóðirnar og fleiri alþjóðastofnanir
munu hafa eftirlit með afvopnun og
að mannréttindi séu ekki brotin auk
þess sem reynt verður að rétta hlut
flóttafólks.
Carl Bildt, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, mun stjórna
nefnd sem annast á uppbyggingu
landsins er kosta mun milljarða
Bandaríkjadollara. Um 250.000
manns hafa fallið í átökunum sem
hófust við upplausn Júgóslavíu 1991
og þijár milljónir manna verið
flæmdar af heimilum sínum.
Tekið er fram í friðarsamningun-
um að stríðsglæpamenn megi ekki
bjóða sig fram í kosningunum en
alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í
Haag hefur þegar ákært tvo helstu
leiðtoga Bosníu-Serba, Radovan
Karadzic og Ratko Mladic. Andrej
Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-
lands, reyndi á sunnudag að fá aðal-
saksóknara dómstólsins, Richard
Goldstone, til að láta ákærurnar niður
falla en því var umsvifalaust hafnað.
Akvörðun þings Evrópusambandsins
Verkföllin í Frakklandi
Tollabandalag við
Tyrkland samþykkt
Strassborg. Reuter.
EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær
samning Evrópusambandsins, ESB,
og Tyrklands um tollabandalag og
er ekkert lengur því til fyrirstöðu að
hann taki gildi. Þingmenn létu þó
greinilega í ljós að þeir væru ekki
sáttir við stöðu mála í Tyrklandi.
Tyrkir eru sakaðir um að bijóta
mannréttindi kúrdíska þjóðarbrotsins
og rúmlega þijú hundruð Kúrdar
komu í gær saman fyrir utan bæki-
stöðvar þingsins í Strassborg til að
mótmæla samþykktinni.
Alls greiddu 343 Evrópuþingmenn
atkvæði með samningnum, 149 á
móti og 36 sátu hjá. Fyrir atkvæða-
greiðsluna sögðu nokkrir þingmenn
að þeir hefðu einungis fallist á samn-
inginn þar sem þeir óttuðust að yrði
hann ekki samþykktur myndu tyrk-
nesk stjómvöld taka skref aftur á bak
í mannréttinda- og lýðræðismálum.
„Að Grikklandi og Ísrael undan-
skildum er Tyrkland eina lýðræðis-
ríkið fyrir botni Miðjarðarhafs. Tyrk-
ir eru bandamenn okkar í NATO,
þar er markaðshagkerfí við lýði og
hefðir eru lausar við trúarbrögð í
þessum óstöðuga heimshluta," sagði
Gijs de Vries, leiðtogi fijálslyndra á
þinginu, fyrir atkvæðagreiðsluna.
Fjölmargir treystu sér þó ekki til
að greiða atkvæði með samningnum
og sagði franski sósíalistinn, Jack
Lang, að samviska hans leyfði honum
Reuter
TANSU Ciller var á fjölmennum kosningafundi í Istanbul er
hún fékk tíðindin í gegnum farsíma og tilkynnt.i þau þegar í
stað. Hún sést hér í hópi fagnandi stuðningsmanna.
það ekki. „Ég tel að Evrópa mann-
réttinda eigi ekki að gera viðskipta-
samninga við stjórn er byggist á
kúgun og afturhaldi," sagði Lang.
I samkomulaginu felst að ESB og
Tyrkland fella niður tolla á iðnað-
arvörum. Með samningnum öðlast
Tyrkir, sem eru um 60 milljónir, ein-
hver nánustu tengsl sem nokkurt
ríki utan ESB hefur við sambandið.
Samningurinn tekur gildi 1. jan-
úar. Tansu Ciller, forsætisráðherra
Tyrklands, fagnaði í gær samþykkt
þingsins og sagði þetta vera fyrsta
skref Tyrkja í átt að fullri aðild. í
skólum i höfuðborginni Ankara var
efnt til hátíðahalda vegna samþykkt-
arinnar en margir Tyrkir telja að
með þessu hafi evrópsk arfleifð
þeirra verið viðurkennd. Heittrúaðir
múslimar eru hins vegar andvígir
tollabandalaginu.
Juppé gefur
eilítið eftir
París. Reuter.
ALAIN Juppé, forsætisráðherra
Frakklands, gaf nokkuð eftir fyrir
kröfum opinberra starfsmanna í
gær og hét að breyta engu um
eftirlaunaaldur þeirra né hvernig
eftirlaun væru reiknuð út. Verk-
fallsaðgerðir hafa nú staðið í 20
daga en ýmis smærri verkalýðsfé-
lög eru farin að hvetja fólk til að
mæta í vinnu.
I tillögum stjórnarinnar um
breytingar á velferðarkerfinu var
gert ráð fyrir, að opinberir starfs-
menn yrðu að vinna í 40 ár til að
fá full eftirlaun eða jafn lengi og
launþegar á almennum vinnu-
markaði. Nú fá opinberir starfs-
menn full eftirlaun eftir 37 og
hálft ár í starfi.
Þrátt fyrir eftirgjöfma ítrekaði
Juppé, að staðið yrði við boðaðan
niðurskurð í meginatriðum og
Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, lýsti yfir stuðningi sínum
við hann. Vísaði hann einnig á bug
gagnrýni á fyrirhugað mynt-
bandalag Evrópusambandsríkj-
anna og sagði, að mikill fjárlaga-
halli í Frakklandi væri ekki þeim
áformum að kenna.
Verkfallsaðgerðum var haldið
áfram víða um Frakkland í gær
þótt heldur hefði dregið úr þeim.
Á laugardag hafa verkalýðsfélögin
síðan boðað til útifunda og mót-
mælagangna.
■ Óendanlegur léttleiki/26
45 farast
í flugslysi
Hrapaði
í flugtaki
Verona. Reuter.
RÚMENSK fárþegavél af
gerðinni DC-9 fórst í flugtaki
á vellinum í Verona á Ítalíu í
gær og fórust allir um borð,
45 manns.
Óljóst var í gærkvöldi hvað
olli slysinu en hvasst var og
snjókoma.
Flugvélin hrapaði skyndi-
lega, hún skall á flugbrautinni
og kviknaði þegar í henni.
Vélin var í eigu félagsins Pan-
atair og á leið til Búkarest.
Farþegar voru 41, þar af 33
ítalir en hinir flestir rúmensk-
ir, að sögn yfirvalda.