Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Hæstiréttur dæmiri máli tannlækna og tannsmiðs Svona komdu þér nú út Bryndís... Bæjarstjórn Hornafjarðar Þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun BÆJARSTJÓRN Hornaf|árðar hef- ur samþykkt rekstrar- og fram- kvæmdaáætlun til þriggja ára. Þar er gert ráð fyrir 220 milljóna króna rekstrarafgangi. Verður 60 milljón- um varið til greiðslu langtímalána, 140 milljónum til framkvæmda og fjárfestinga en 20 milljónum er óráðstafað. Bætt peningaleg staða í frétt frá bæjarstjóra kemur fram að helstu markmið áætlunar- innar eru að bæta peningalega stöðu bæjarsjóðs, halda rekstrar- gjöldum niðri þannig að rekstraraf- gangur verði að minnsta kosti 30% af tekjum og loks að tryggja að veltufjárhlutfall verði ávallt að minnsta kosti 1,5. Skatttekjur eru áætlaðar 731 millj. en rekstrargjöld ásamt vöxtum 511 millj. og rekstr- Rekstrarafgang- ur verði220 milljónir arafgangur er áætlaður 220 millj. í forsendum áætlunarinnar er reiknað með núverandi fyrirkomu- lagi í skólamálum, en gert er ráð fyrir að tekjur aukist með sama hætti og útgjöld þegar grunnskól- inn færist yfír til sveitarfélagsins. Stærstu málaflokkar eru fræðslu- mál en til þeirra er áætlað að veija 128 millj. sem er 17,5% af rekstri og til félagsþjónustu 92 millj. eða 12,6% af rekstri. Skólahúsnæði endurbætt Meðal helstu framkvæmda eru endurbætur á skólahúsnæði og stækkun en kostnaður er áætlaður 36 millj., ný slökkvistöð og er kostnaður áætlaður 16 millj., til frárennslismála er áætlað að veija 35 millj. og til gatnagerðar, gang- stétta og frágangs er gert ráð fyr- ir 57 millj. Til útivistarsvæða, frá- gangs og göngustíga er gert ráð fyrir 12 millj. Þá er stefnt að sölu húseigna og hiutabréfa á næstu árum fyrir um 80 millj. Fram kemur að auk þessara framkvæmda séu húsnæðismál stofnana bæjarins til sérstakrar skoðunar á næstunni. Sem dæmi er nefnd félagsmið- stöð unglinga og tónskóli. Auk þess hafi bæjarstjórn lýst yfir vilja til að byggt verði nýtt húsnæði fyrir Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu. 50 vaxlitf r 64 vaxlitir',|° kr. yddari fy'9'; 174 kr. 5gSSS*» ’74k' Sími m/tali og hljóði, rafhlöður fylgja, 496 kr. Baðbækur m/hljóði, 395 kr. Verkfaerasett m/bor, 550 kr. Lögreglubílf, sjálftrektur, 745 kr. Torfærubíll, sjálftrektur, 995 kr. Jeppi og kappakstursbíll, sjálftrektir, 1.130 kr. Þetta er aðeins sýnishorn af okkar glæsilega leikfangaúrvali. Komdu við hjá okkur áður en þú ferð annað. ÓTRÚLEGT ÚRVAL - ÓTRÚLEGT VERÐ. Dúkkur, ÞJÓNAR ÞÉR Með annan fótinn á Islandi, hinn á Italíu Söngvari er lítils virði án áheyrenda ELSA Waage kontraaltsöngkona er í hópi þeirra íslendinga sem reynt hafa fyrir sér í sönglist- inni á erlendri grundu. Starfar hún mikið á Ítalíu en hefúr þó verið með annan fótinn á íslandi á liðnum misserum. Elsa er sérstakur gestur á Aðventutónleikum Kvennakórs Reykjavíkur en lokatónleikarnir verða í kvöld. „Ég er búsett á íslandi enda hef ég verið að starfa heilmikið heima undanfarið. Ég dvelst hins vegár mikið á Italíu enda vil ég starfa þar og er að vinna að því að fá meira að gera. Það má eiginlega segja að ég sé með annan fótinn heima en hinn á Ítalíu,“ segir Elsa. — Hvaða verkefni hefur þú verið að fást við ytra síðasta kastið? „Ég hef starfað mikið með píanóleikara við Scala-óperuna í Mílanó en við erum að leggja drög að tónleikahaldi í nánustu framtíð. Síðan hef ég sungið svo- lítið með óperukórnum á Scala. Hann vantar alltaf góðar altradd- ir og hefur nokkrum sinnum leit- að til mín. Að líkindum mun ég fara með kórnum í tónleikaferð til Madrídar næsta vor.“ — Er ekki mikil upplifun að starfa við Scala-óperuna? „Jú, auðvitað er það stórkost- leg upplifun að vinna með Ric- ardo Muti og öllu þessu frábæra listafólki." — En hvað með einsöngstón- leika? „Ég hef heilmikið verið að færa mig inn á tónleikasviðið. Það er á hinn bóginn að mörgu leyti erfiðara og meira krefjandi en að syngja í óperu. Ljóðatónlist er sungin frá eigin bijósti, þann- ig að maður stendur alveg einn og að vissu leyti nakinn, þar sem maður hefur hvorki búning, hljómsveitarstjóra, kór né hlut- verk að fela sig á bak við. Tón- leikahald mitt hefur hins vegar gengið mjög vel og hef ég fengið góða dóma, bæði á Ítalíu og í Þýskalandi.“ — Sagt er að samkeppnin meðal söngvara sé umtalsverð á Ítalíu. Hvernig er hún íþínu fagi? „Ég hef ekki fundið mjög mik- ið fyrir samkeppninni ennþá enda er ég eiginlega að byija að ota mínum tota á Ítalíu. Kontraalt raddir eru líka fremur sjaldgæfar og slík hlutverk eru fá í óperubókmenntun- um. Þar að auki eru flestar kontraalt radd- ir léttari en mín, sem er bæði djúp og sterk. Ég hef því tölu- Elsa Waage ► Elsa Waage fæddist árið 1959 í Reykjavík. Hún lagði stund á söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og sótti einkatíma í söng í Hollandi. BM-prófi í söng lauk hún frá Catholic Univers- ity í Washington í Bandaríkjun- um og sótti að því loknu söng- tíma hjá Michael Trimble i óper- ustúdíói í New York. Elsa hefur á liðnum misserum starfað sem söngvari í Bandaríkjunum, Þýskalandi, íslandi og Ítalíu. Ljóðatónlist er sungin frá eigin brjósti ast að í Bayreuth. “ — Hvernig líst þér á tónlistar- lífið hér heima um þessar mund- ir? „Mér finnst alveg stórkostlegt hvað það er ríkt. Það er ótrúlegt hvað þessi 260 þúsund manna þjóð á mikið af góðum söngvur- um og listamönnum sem eru jafn duglegir að flytja ólíkar tegundir tónlistar. íslendingar eru, að mínu mati, mun hugrakkari við að flytja ólíkar tegundir tónlistar en ítalir. Síðan virðist áhuginn vera alveg ótrúlega mikill — það er fullt í öllum kirkjum og öllum sölum þegar tónleikar eru haldn- ir. Það er mjög mikilvægt enda er söngvari lítils virði án áheyr- enda og öfujgt." — Eiga Islendingar þá mikið af frambærilegum söngvurum á alþjóðlegan mælikvarða? „Tvímælalaust og miklu meira en það. Menntun er orðin mjög víðtæk og það er ánægjulegt að tónlist skuli vera kennd af jafn miklum krafti í barnaskólum. Þá á Sinfóníuhljómsveit íslands lof skilið fyrir sitt kynningarstarf. Það vantar bara tónleikahúsið sem íslenskir tónlistarmenn hafa margsannað að þeir eiga' skilið. Það er kannski við hæfi að nota þetta tækifæri og leggja til að íslenskir _____ tónlistarmenn efni til styrktartónleika í þessu skyni á listahátíð næsta sumar.“ verða sérstöðu og mun væntan- lega geta nýtt mér hana meira í tónleikahaldi." — Áttu þér draumahlutverk eða -viðfangsefni í tónlistinni? „Mér þykir Wagner alveg frá- bær og þar að auki er röddin mín alveg sniðin fyrir tónlistina hans. Um þessar mundir er ég að undirbúa Wagner-tónleika á Ítalíu og vonast til að geta sung- ið hann hér heima fljótlega, kánnski strax næsta sumar. En draumurinn er auðvitað að kom- — Hvað er framundan hjá þér? „Það er aðallega tónleikahald og undirbúningur fyrir „fyrir- söng“. Með vorinu verð ég með tónleika á vegum Scala-safnsins í tilefni af dánarafmæli Schu- manns. Þá stefni ég að því að fara fljótlega til Þýskalands en mér var mjög vel tekið þar síð- ast. Annars er ég óttalegur sí- gauni — finnst gaman að ferðast, takast á við ólík verkefni og kynn- ast ólíkum kröfum og listamönn- um. Þannig getur maður vaxið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.