Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 19
MEÐALALDUR Evrópubúa hækkar
sífellt, karlmenn verða að meðaltali
sjötíu og þriggja ára og konur átt-
ræðar. Þeim fækkar sem fá falskar
tennur og í löndum ESB deyja æ
færri böm vegna smitsjúkdóma.
Þetta eru góðu fréttimar í skýrslu
sem framkvæmdastjóm ESB lét gera
um heilsufar í aðildarlöndum og fjall-
að var um í The European fyrir
nokkm. Slæmu fréttimar eru t.d.
þær að sjúkdómar vegna loftmeng-
unar era í örum vexti og um 50
milljónir Evrópubúa búa án við-
unandi hreinlætisaðstöðu.
Á meðan meðalmaður í Bretlandi
neytir um 80 kílóa af grænmeti á
ári hesthúsa Grikkir um 280 kíló og
Danir borða tvisvar sinnum meira
kjöt en Spánvetjar. Með'almaðurinn
í Þýskalandi borðar fjóram sinnum
meira smjör en sá ítalski.
Hjartasjúkdómar eru algengari í
N-Evrópu en S-Evrópu og svo virðist
sem þar sé m.a. mataræði um að
kenna. Lágt hlutfall hjartasjúkdóma
í Suður-Evrópu kann þó að vera að
breytast því þó íbúar þar borði mikið
af ávöxtum og grænmeti borða þeir
æ meira af fituríku kjöti og minna
af grófu mjöli.
Samkvæmt The European hafa
þýskar rannsóknir sýnt fram á að
grænmetisætur fá í 30% færri tilvik-
um hjartasjúkdóma en kjötætur og
minna er um krabbamein hjá þeim
í meltingarfærum. Þeir sem oft borða
kjöt era líka þéttvaxnari en þeir sem
NEYTENDUR
Mataræði
og heilsa í
Evrópu
EVRÓPUBÚAR eru hvattir til
að borða meira af ávöxtum
og grænmeti
hafa það sjaldan á borðum. Forsvars-
menn heilsugæslu víða í Evrópu
mælast til að fólk minnki kjöt- og
sykurát og auki neyslu ávaxta, græn-
metis og grófs mjöis.
Spánverjar auka sykurát
N-Evrópubúar hafa lengi haft
vinninginn þegar kemur að sykuráti.
Þeir hafa hinsvegar minnkað sykurát
á meðan Spánveijar auka neysluna.
Mikið sykurát, sérstaklega hjá þungu
fólki hefur verið tengt sykursýki en
aukning hefur orðið á þeim sjúkdómi
í Evrópu. Þrátt fyrir að íbúar N-Evr-
ópu hafi minnkað sykurát eru þeir
enn margir hverjir alltof feitir og er
fimmtungur Þjóðveija álitinn 30%
yfir kjörþyngd.
Frjósemi hefur minnkað í Evrópu
sl. 25 ár. Á Spáni og Ítalíu er fæðing-
artíðnin 1,2 böm á hveija konu og
ekki búist við að aukning verði á
barneignum þar í náinni framtíð.
Reykingar og of mikil áfengis-
drykkja orsaka dauða milljóna Evr-
ópubúa árlega. Karlmenn halda
áfram að drepa í sígarettunum en
konurnar ekki. Engu að síður er það
aðeins í Danmörku sem fleiri konur
reykja en karlar. Mikil aukning hefur
einnig orðið á reykingum 13-15 ára
unglinga. Sérfræðingarnir sem skrif-
uðu umrædda skýrslu segja að ef
unglingamir halda áfram að reykja
séu meira en 50% líkur á að þeir
láti lífið af sjúkdómum sem rekja
má til reykinga eins og lungnasjúk-
dómum og hjartasjúkdómum. Þegar
kemur að áfengisdrykkju eru Dan-
mörk og Bretland sérstaklega tekin
út í skýrslunni til að benda á að lifrar-
sjúkdómar séu að aukast.
AíG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG
PIUI
DtfEf
Uppþvottavél
775 i-w
7 þvottakerfi. Tekur 12 manna
matarstell. 4 falt öryggi meS
hljóSmerki vegna leka.
Mjög hlióðlát.
Hæo stillanleg: 82-87 cm
breidd: 60 cm dýpt: 57 cm
Orkunotkun aðeins 0,9 kwst
á hraðkerfi.Vélin er til inn-
byggingar, og gert róð fyrir
ao Kiæoa þurfi vélina ad framan.
gt er aö fá vélina afgreidda
) hvítlakkaSri viSarhurS.
Verö ábur 94.350Verb nú með afborgun 68.421,-
BRÆÐURNIR
D1QEMSSQN HF
Lágmúla 8, Sími 553 8820
AEG AEG A6G AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AiG
EIGENDUR Arma Supra, Ól-
afur Ólafsson og Kristín
Ivarsdóttir í nýju húsnæði.
Arma
Supra flutt
ARMA Supra, verslunin sem selur
hermannafatnað og fylgihluti, hefur
verið flutt í nýtt og stærra húsnæði
að Hverfísgötu 46. Verslunin er einn-
ig með leigu á einkennisbúningum
frá ýmsum löndum og tímabilum
fyrir leikhópa eða aðrar uppákomur.
Jólasveinamerki
JÓLASVEINANA íslensku er nú
hægt að fá á barmmerkjum sem heild-
verslunin Markvisst hefur látið fram-
leiða. Hjónin Leppalúða og Giýlu er
líka hægt að nálgast á barmmerkjum.
Erla Sigurðardóttir teiknar Grýlu,
Leppalúða og jólasveinana sam-
kvæmt fyrirmynd Þjóðminjasafnsins.
Á hveiju merki koma fram sérkenni
viðkomandi jólasveins ásamt nafni.
X
ATOMIC SKIÐI
sem standa sig
Við bjóðum dökkgrænan og
fallegan normannsþin sem
heldur barrinu alla
jólahátíðina.
Einnig rauðgreni og
stafafura.
Sendum gjarnan jólatré
hvert á land sem er.
Opið til kl. 22.00 öll kvöld til jóla
Jólatré um landið
Ath. Enn lengrí opnunartími
/' ■ j
! Bp* * VM ' , |f» ‘ii^ »•Jl IP^llll
'"f II* ’■ l . *, 'Jhk SjBf1
h\1 ilkf1 ^Al