Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Hvarf Tupolev-vélar í Síberíu
Deilt um hvort
flakið sé fundið
Moskvu. Reuter.
TVENNUM sögum fer af því hvort
að flak rússnesku Tuplev-farþega-
vélarinnar sem hvarf af ratsjá í síð-
ustu viku sé fundið. í gærmorgun
hafði Itar-Tass fréttastofan það eft-
ir talsmanni rússneska hersins að
flak vélarinnar hefði fundist á kafí
í snjó og að allir hefðu farist sem
um borð voru. Um klukkustund síðar
neituðu talsmenn í ráðuneyti al-
mannavama í austurhluta landsins
að vélin hefði fundist og sögðu að
hennar væri enn leitað.
Vélin hvarf af ratsjám sl. fimmtu-
dag er hún var á leið frá Shakalín-
eyju til Khabarovsk og voru 97
manns um borð. Leitin að vélinni
hefur gengið illa þar sem veður hef-
ur verið vont á leitarsvæðinu.
Að sögn talsmanns hersins hefur
vélin verið hálfnuð á leið sinni er
hún fórst. Segir hann flak vélarinnar
illa brunnið, það hafi brotnað í tvennt
og að um 120 m séu á milli vélar-
hlutanna. Allir sem um borð voru
hafi farist og að flakið sé á kafi í
snjó.
/nferfax-fréttastofan hafði eftir
starfsmönnum ráðuneytis almanna-
varna að leitinni væri haldið áfram.
Flogið hefði verið yfir staðinn þar
sem mönnum hefði sýnt flak vélar-
innar vera og að líklega væri um
kletta eða hæðadrög að ræða.
Tékknesku fjárlögin
Hallalaus í fjórða sinn
Prag. Reuter.
TÉKKNESKA þingið afgreiddi fjár-
lög ríkisins í fyrradag og eru þau
hallalaus eins og í fyrri þijú skiptin
eftir að Tékkóslóvakía klofnaði í
Tékkland og Slóvakíu 1993.
Fjárlagaafgreiðslan er mikill sigur
fyrir Vaclav Klaus, forsætisráðherra
Tékklands, en hann segir, að halla-
laus fjárlög séu kjarninn í stjómar-
stefnunni. Raunar er búist við, að
tekjuafgangur ríkisins verði um 22
milljarðar ísl. kr. á þessu ári.
Samstaða á þingi
Fjárlögin voru samþykkt með 114
atkvæðum gegn 57 en þingmenn eru
alls 200. Voru flestar breytingartil-
lögur felldar en vegna þeirra fáu,
sem vom samþykktar, voru gerðar
nauðsynlegar breytingar á tekju- eða
útgjaldahlið fjárlaganna til að niður-
staðan yrði sú sama. Varð góð sam-
staða um þessa afgreiðslu á þingi
strax við fyrstu umræðu um fjárlög-
in í nóvember.
Niðurstaða fjárlaganna svarar til
43% af vergri þjóðarframleiðslu en
gert er ráð fyrir, að hagvöxtur verði
4,8%.
Almennar þingkosningar verða í
Tékklandi í júní en að stjórninni
standa nú fjórir flokkar.
Vinskapur
í hættu
vegna
smástirnis
London. The Daily Telegraph.
MAÐURINN sem fann nýtt smá-
stirni fyrir skömmu, hefur viður-
kennt að hann hafi ekki uppgötvað
það fyrstur. Smástirnið hlaut nafn
sitt eftir George Sallit og honum
hefur verið boðið til Bandaríkjanna
til að koma fram í spjallþáttum í
kjölfarið. Góður kunningi Sallits,
Adrian Catterall, er dálítið sár
vegna þessa, enda rak hann fyrstur
augun í smástirnið.
Sallit og Catterell hafa verið |
áhugamenn um stjörnuskoðun í tvo j
áratugi og skiptast iðulega á upp_-
lýsingum og góðum ráðum. A
þriðjudag setti Sallit mynd af
stjörnuþokunni NGC 772 í Hrúts-
merkinu inn á alnetið og er Catte-
rell fór að skoða hana, rak hann
augun í stjörnu sem ekki var á
öðrum myndum af stjörnuþokunni.
Hann hafði samband við Sallit,
sagði honum að þetta kynni að vera '
smástirni og sú var raunin. „Mér I
er svo sem sama þó að George sé j
einum hampað en ég var dálítið sár
að mín skyldi hvergi vera getið,“
segir- Catterell. „Með réttu ætti
stjarnan að heita Sallit-Catterell."
Sallit kvaðst hafa sagt sumum
fréttamannanna sem ræddu við
hann, að Catterell, sem er eðlis-
fræðingur, hefði aðstoðað sig en
hefur nú beðist afsökunar á því að ,
hafa ekki gert nóg úr hlut vinar
síns. Báðir eru þeir sammála um I
málið muni ekki eyðileggja vinskap |
þeirra en móðir Catterells mun hins
vegar vera æf vegna málsins.
Hermenn kjósa
ATKVÆÐAGREIÐSLA utan
kjörstaða er hafin í Rússlandi
vegna þingkosninganna næstkom-
andi sunnudag. Hermenn, sem
verða við öryggisgæslu á kjördag,
fengu að kjósa í gær. Myndin var
tekin er rússneskir hermenn í
borginni Khankala, sem er
skammt frá Grozní í Tsjetsjníju,
neyttu atkvæðaréttar síns.
Krínglunni, s. 568 9980
Laugavegi, s. 552 6860.
Pelsarnir
komnir
aftur
Litur: Svartur
Verð
kr. 8.900
Pantanir
óskast
sóttar
Gæðavín með
geislavirkni
Osaka. Reuter.
JAPANSKIR vísindamenn telja
sig hafa þróað aðferð til að
breyta illa bragðandi víni í gæða-
drykk. Með því að nota sterka
geislávirkni breytist bragð víns-
ins.
„Þetta er mjög sniðugt," segir
Hiroshi Watanabe, yfirmaður
rannsóknadeildar Japanska
kjarnorkufyrirtækisins (JAPC) í
Takasaki norður af Tókýó. „Ef
gott vín eða viský verður fyrir
geislun bragðast það hræðilega
á eftir. Ef gammageislum er hins
vegar beint á lélegt vín eða ódýrt
viský bragðast þau mun betur.“
Ástæðuna telur Watanabe
vera að lélegt vín sé illa gert og
ódýrt viský illa blandað. „Hvað
viský varðar ýtir geislunin undir
blöndunarferlið og tekur út eftir-
bragðið. Vínið aftur á móti upp-
Iitast örlítið en með því að ýta
undir gerjun er hægt að losa sig
við hið bitra eftirbragð sem ein-
kennir léleg vín og það verður
mun mýkra.“
Vísindamennirnir hafa notað
2.000 joule af gammageislum en
einungis þarf átta joule til að
drepa mann.
Watanabe hefur rannsakað
geislun matvæla í tuttugu ár og
segir niðurstöðuna vera að hún
sé fullkomlega hættulaus. Telur
hann Hklegt að notkun geislunar
í matvælaframleiðslu muni auk-
ast verulega upp úr aldamótum.
Frakkar gramir grönnum
\
París. Reuter
FRAKKAR sendu bandamönnum
sínum í Evrópusambandinu (ESB)
tóninn í gær fyrir að greiða
ályktunartillögu um tafarlaust
bann við kjarnorkutilraunum at-
kvæði.
í atkvæðagreiðslunni í allsheijar-
þingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra-
kvöld gengu Bretar í lið með Frökk-
um og greiddu atkvæði gegn tillög-
unni. Þjóðveijar, Grikkir og Spán-
veijar sátu hjá. Önnur ESB ríki
studdu hins vegar tillöguna. Hvorki
Frakkar né Kínveijar voru nefndir
á nafn í tillögunni en engum hefur
dulist að henni var beint gegn þeim.