Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 31 STOFNFUNDUR Richard Wagner félagsins á íslandi var haldinn að viðstöddu fjölmenni á Hótel Holti í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Kjörin var stjórn, lög samþykkt og drög að starfsáætlun lögð fram. Stofnfélagar eru þegar orðnir á annað hundrað talsins en stofnfél- agaskránni verður lokað 1. mars 1996. Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess að kynna íslending- um tónlist Richards Wagners og önnur verk hans, að kynna íslend- ingum sérstaklega þá þætti ævi- starfs hans sem varða íslenska menningu og stuðla að rarvnsókn- um á þeim, að auka íslenskum tón- listarmönnum áhuga og þekkingu á verkum hans og stuðla að flutn- ingi þeirra á íslandi, að koma af stað umræðu á alþjóðavettvangi um tengsl Wagners við íslenska meftningu og að taka þátt í alþjóð- legu starfi til kynningar, flutnings og rannsókna á verkum Richards Wagners, ekki síst því er tengist hátíðinni í Bayreuth. Sérstaða Richard Wagner fé- lagsins á Íslandi, meðal sambæri- legra félaga, felst án efa í áhuga þess á rannsóknum á tengslum tónskáldsins við íslenska menn- ingu. „Ég leyfi mér að fullyrða að Niflungahringurinn er dýrasti toll- ur sem Evrópa hefur goldið íslensk- um menningararfi," sagði Jóhann- es Jónasson, sem kjörinn var í stjórn, á fundinum og bætti við að Richard Wagner væri eðlilegt við- fangsefni í íslenskum fræðum. Hann hefði til að mynda- komist nær íslenskum bókmenntum en flestir aðrir, sem þó hefðu farið fræðilegu leiðina. Hefði hrist höfuðið Undirbúningsfundur að stofnun Richard Wagner félags á íslandi var haldinn í Bayreuth í Þýska- landi í ágúst síðastliðnum, þar sem Loðvík 2. Bæjarakonungur lét reisa Wagner-leikhús. Eru verk hans færð þar upp á áriegri tónlist- arhátíð. Hópur íslendinga sótti hátíðina að þessu sinni og sam- þykkti hann að unnið skyldi að stofnun félagsins á þessu ári. Var fimm manna undirbúningsnefnd, undir forystu Selmu Guðmunds- dóttur, skipuð í því skyni. Selma ávarpaði stofnfundinn og sagði meðal annars að ef einhver hefði sagt henni fyrir fimmtán árum að hún ætti eftir að hafa Richard Wagner félagið á Islandi sett á laggirnar Eðlilegt viðfangsefni í íslenskum fræðum Morgunblaðið/Kristinn UNDIRBÚNINGSNEFNDIN sem lagði drög að stofnun Richard Wagner félagsins á Islandi: Árni Björnsson, Jóhann J. Ólafsson, Grétar ívarsson, Selma Guðmundsdóttir og Jóhannes Jónasson. Selma var kjörin formaður félagsins á fundinum og þeir Jóhann og Jóhannes í stjórn ásamt Barða Árnasyni og Sólrúnu Jensdóttur. Árni og Grétar voru kjörnir í varastjórn ásamt Árna Tómasi Ragnarssyni. STEINGRÍMUR Hermannsson seðlabankastjóri er meðal stofn- félaga Richard Wagner félagsins á íslandi. forgöngu um stofnun Richard Wagner félags á íslandi, hefði hún hrist höfuðið. „Wagner kom tiltölu- lega seint til sögunnar hvað mig varðar." Kvaðst hún hafa kynnst verkum tónskáldsins á námsárum sínum í Svíþjóð og Þýskalandi og fljótlega heillast af þeim. Selma átti drúgan þátt í því að Niflungahringurinn í styttri út- gáfu, var færður upp, fyrst ópera Wagners, hér á landi í Þjóðleikhús- inu á liðnu ári. Kvaðst hún sann- færð um að íslenskum aðdáendum Wagners hefði fjölgað til muna í kjölfar þeirrar uppfærslu og kynn- ingarinnar á tónskáldinu sem henni fylgdi. Sagðist Selma vona að framhald yrði á sýningum á óper- um Wagners hér á landi, þótt smæð leikhúsanna, einkum hljómsveitar- gryfjanna, setti þeim skorður. Var fundurinn henni sammála um að brýnt væri að gera ráð fyrir góðri aðstöðu fyrir tónlistarmenn þegar næsta leikhús verður reist á Is- landi. Þegar röðin kom að formanns- kjöri stakk Árni Björnsson fundar- stjóri, fyrir hönd undirbúnings- nefndar, upp á Selmu Guðmunds- dóttur og var hún kjörin með dynj- andi lófataki. Sólrún Jensdóttir, Barði Árnason, Jóhannes Jónasson og Jóhann J. Ólafsson voru jafn- framt kjörin í stjórn. Sótt um aðild Nokkur umræða spannst um nafn félagsins á fundinum en undir- búningsnefndin hafði stungið upp á nafninu Wagnerfélagið á íslandi. Þessu andmælti einn fundarmanna, Þorsteinn Hannesson, og lagði til að félagið yrði kennt sérstaklega við Richard Wagner, til að fyrir- byggja misskilning. Árni Björnsson upplýsti þá að undirbúningsnefndin hefði upphaflega verið einhuga um nafnið Richard Wagner félagið á íslandi en íslensk málstöð hefði á hinn bóginn hreyft mótmælum, þar sem það félli illa að íslensku máli að skilja orðin Wagner og félag í sundur. Var tillaga Þorsteins engu að síður borin undir atkvæði og samþykkt — nær samhljóða. Af öðrum málum sem samþykkt voru á fundinum má nefna að stjórn félagsins var falið að sækja um aðild að alþjóðlegu Wagnersamtök- unum sem innihalda um eitt hundað félög og 23.000 félaga um heim allan. Þá samþykkti fundurinn að skora á Ríkisútvarpið-sjónvarp að taka sem fyrst til sýninga myndbands- upptöku sem það gerði á sýningum á Niflungahringnum í Þjóðleikhús- inu. Bayreuth-hátíðin var, sem von er, ofarlega á baugi á fundinum og sagði Jóhannes Jónasson að stjórn félagsins myndi kosta kapps um að útvega meðlimum þess miða á há- tíðina en eftirspurn eftir þeim er gríðarleg. Sagði Jóhannes að menn geti ekki verið öruggir um að fá miða fyrr en í áttunda skipti sem þeir sækja um. „Vonandi tekst okk- ur að fá einhveija fyrirgreiðslu í nafni félagsins." Hinu nýja félagi bárust heilla- óskaskeyti frá Wolfgang Wagner, sonarsyni Richards, og eiginkonu hans og forseta alþjóðlegu Wagner- samtakanna. Lýstu þau yfir ánægju sinni og fögnuðu þessum liðsauka. Jólasýning í Gallerí Fold NÚ stendur yfir í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg árleg jólasýn- ing. Þar eru til sýnis og sölu verk nokkurra þeirra lista- manna sem Gallerí Fold sel- ur fyrir. Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru Hringur Jó- hannesson, Kjartan Guðjónsson, Bragi Ásgeirs- son, Sossa, Jóhannes Geir og Karó- lína Lárusdóttir. í kynningarhorni Foldar sýnir nú kínverskur listmálari olíumyndir. Hann heitir Shen Jo og er útskrifað- ur úr myndlistarháskólanum í Pek- SHEN Ji við eitt verka sinna ing. Hann hefur dvalist hérlendis undanfarið og málað íslenskt lands- lag og myndir úr Reykjavík. Þá stendur yfir sölusýning á gler- og keramikverkum eftir þekkt lista- fólk. Sýningunum lýkur 7. janúar. Nýjar hljómplötur • ÚT er kominn hljómdiskur með leik Sigurðar Halldórssonar selló- leikara og Daníels Þorsteinssonar píanóleikara. Diskurinn hefur að geyma úrval verka frá þessari öld sem þeir félag- ar hafa flutt á tónleikum víðsvegar á undanförnum árum. Á efnis- skránni eru verk eftir Claude ,De- bussy, Paul Hindemith, Svein Lúð- vík Björnsson, Dmitri Shostakovich og Alfred Schnittke. Hljómdiskurinn er hljóðrtaður í Fella- ogHóIakirkju síðastliðið sumar. Hann prýða myndireftir Grétar Reynisson unnar úr píanó- og sellóstrengjum. hann ergefinn út á vegum Skrefs, íslenskra tónlist- armanna ogkostarkr. 890. Japis dreifír. JÓIATILB hefst í ckffj* 30-60% afslátft|ij! Dæmi um verð AðuF Bómullarpeysa 3.790 Bómullarpeysa 4.890 Silkipeysa 4.790 Hvít dömuskyrta 2.490 Silkiskyrta 3.990 Pils + jakkapeysa 6.490 Kjóll 3.690 Buxur 3.990 Leggings 990 Herrabuxur 3.990 Pils 3.990 Eróbikksokkar 290 Bómullarbolur 1.890 Nú 2.650 1.990 3.350 1.690 2.790 3.890 2.650 2.790 690 2.790 1.990 190 1990 Síðumúla 13,108 Reykjavík, sími 568-2870. Opið kl. 10.00-18.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.