Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 33

Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 33 LISTIR ,'WB FÍNNÍÐ ORyiKiRNAR. I LÆjl.SUM AROSRi NÚflMAU9T4H4HMA. I UNDÍRr FÖRULUMSKRlfUM HEÍMSPER.ÍNAANNA. < IjARMRVÆUIM 10NSKÁLDANNA OtKlASTR.1 ARVÍTEKTANnA. NEÐ AER-BUM Sl’NUM í*AfA VEin. UNDAvJ EÐULE6RÍ SlALFj' IMVNO OKKAR: WD VAR. HEÍMEPEKÍNtUR. DEMPANN upp LUOlEVEio. NUTÍMAUSrA- MAÐUR.SEM AFSVRfilAD! MANNELÍKAMAnM oí NirtiMAAKmEKr SEM turNAö teiNAtL MAWNíJANDSAMLttA 'StWuV.UMEALDA Ul [ VESSlR. RAUNVERULEOl.tUÍPAMEAIN ERu ULTAR ( SAUeAötRO, Wl EÍNSOL SANNl'„MANN- YÍNIR‘*WlOASl„VEÍRV6f!A AÐAOÐíA LlpiD 0£ „AKiUREINA STOBU MANNsÍNS I NthtMANUM. ■ ÍRAUN OL VEWI ERU i’tip. EiNUNOiS AD UTHROPA EtlÍÐ SAURSVAKIHOL Ot W£> SlSmR 06 qrA-RRAR MED HVERRÍ UULMNO 9v0 EAÐ BERtMAlAP-i INNANHÍMUM HAOLUNUM LeirW.I ÞORRI Hringsson: Bob Mórall (hluti). 1994. Bob Mórall MYNPLIST Gallcrí Grcip / Viö Ilamarinn — Ilafnarfiröi MYNDASÖGUR/ MÁLVERK O.FL. Samsýningar. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga til 17. des. Aðgangur ókeypis. HÉR á landi hefur öflugur hóp- ur ungra listamanna tekið ást- fóstri við myndasöguna sem list- form, og óhikað haldið því fram á vettvangi myndlistarinnar, bæði með sýningahaldi og útgáfu tíma- ritsins Gisp!, sem kemur nú út í sjöunda skipti. Þessi útgáfa er í tilefni tveggja sýninga, sem íjalla annars vegar um nýjar myndasög- ur og hins vegar um tengsl mynd- listar og myndasagna í verkum íslenskra listamanna. Nýjar myndasögur í Galleríi Greip eru á veggjum ýmsar þær myndasögur, sem prýða einnig 7. tölublað Gisp!, sem og meira efni frá hendi Ijölmargra listamanna. Er fróðlegt áð sjá á þessum vettvangi mismunandi stíl og þau ijölbreyttu viðfangsefni, sem listafólkið tekur fyrir, sem skiljanlega hljóta að höfða mis- jafnlega til gesta. Af nýju efni sem hér er að finna (og ekki er í blaðinu) má m.a. benda sérstaklega á „Nettröllin“ eftir Bjarna Hinriksson, sem er afar smellin og nútímaleg ömmu- saga, þar sem teiknistíll Bjarna nýtur sín vel. Þeir Halldór Baldursson og Ól- afur Árni takast hér á við hið þekkta form x myndasyrpunnar, eins og hún birtist í dagblöðum; væri full ástæða fyrir íslensk dag- blöð að sýna meiri metnað á þessu sviði í stað þess að endurbirta sí- fellt andlausar og kauðalegar er- lendar syrpur. Pólitísk skot Hall- dórs eru meinfyndin, en lesendur Viðskiptablaðsins hafa um skeið getað notið verka hans á þessu sviði. Ólafur Árni vinnur á enn þrengra sviði með „Sögum af prik- inu“, en þar væri eflaust einnig kjörinn vettvangur fyrir samtíma- spjall á hveijum tíma. Þessar nýju sögur sýna glögg- lega að það er gróska í þessu knappa listformi hér á landi, sem væri vert að koma betur á fram- færi. Við Hamarinn hefur verið kom- ið upp sýningu á verkum ýmissa landsþekktra listamanna, sem hafa leitað fanga í myndasögunni í list sinni. Þetta hefur lengst af verið helsta einkenni listar Errós, en hér koma einnig á óvænt verk eftir Hring Jóhannesson; kímni popp-listarinnar hefur þannig rat- að hingað á sínum tíma, þótt með takmörkuðum hætti væri. Myndasögur í myndlist Einkum er þó að fínna hér verk listamanna af yngri kynslóðum, eins og vænta mátti (en hér virð- ist myndasagan eingöngu hafa höfðað til karlmanna, sem mun einnig áberandi í ýmsum öðrum löndum). í þessum hópi má nefna listmálara eins og Helga Þorgils Friðjónsson, Daða Guðbjörnsson, Kristin G. Harðarson, Hallgrím Helgason og Þorvaid Þorsteinsson, sem ýmist eiga hér sjálfstæðar myndsögur eða verk sem greini- lega eru dregin af hetjum teikni- myndasagnanna, líkt og styttur Þórs Vigfússonar. Tengsl einstakra listamanna við myndasögurnar eru misjafnlega augljós, og væri áhugavert að kanna þau á fræðilegan hátt. Hið sama má ekki síður segja um það hráefni sem Erró vinnur úr, sem og myndstíl hans, en þessar hliðar á listsköpun hans hafa enn lítt verið athugaðar; þar er mikið verk óunnið. 7. tölublað Gisp! er fulit af myndasögum, eins og vera ber, sem að þessu sinni eiga það marg- ar sammerkt að vera eins konar samræða við söguna; Bob Mórall (eftir Þorra Hringsson) birtir þannig beinskeytt skilaboð til les- enda um hvernig taka skuli kenn- ingaflóði myndlistanna. í blaðinu er einnig að finna vandaða hug- leiðingu Þorra um menningu, myndlist og myndasögur, þar sem þessir þættir eru tengdir saman á fræðilegan og hugmyndaríkan hátt; þetta er lesning sem áhuga- fólk um listasögu ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Báðar þessar sýningar bera vott um mikla grósku á þessu sviði myndlistarinnar hér á landi, sem ekki hefur notið þeirrar athygli sem vert væri. Er rétt að hvetja fólk til að skoðar báðar sýningarn- ar vel, þar sem efni þeirra á vænt- anlega eftir að koma nokkuð við sögu í íslenskri myndlistarumræðu á komandi árum; Bob Mórall er ekki einn á báti. . . Eiríkur Þorláksson Mögnuð verðlaunasaga BOKMENNTIR Unglingabók MAGNAÐAR MINJAR Höfundun Gary Crew. Guðui Kol- beinsson sneri á íslensku. Utgefandi: Lindin, Reykjavík, 1995 EKKI er hægt annað en að hryggjast yfir því hvað þýddum verðlaunabókum fyrir unglinga hefur verið lítill gaumur gefinn fyrir jólin. Þó erlendu bækurnar skari oft fram úr íslensku bókun- um virðist minna lagt í markaðs- setningu þeirra með þeim afleið- ingum að þær fá minni umræðu og færri fá að kynnast þeim en hinum. Sú staðreynd er miður og full ástæða til að hvetja vini og ættingja yngri lesenda til að kynna sér úrvalið af þýddum verðlauna- sögum fyrir unglinga. Lindin hefur sérhæft sig í út- gáfu þýddra verðlaunabóka og gaf út þrjár verðlaunabækur 'í bóka- röðinni Erlendar verðlaunabækur fyrir jólin í fyrra. Þó aðalsöguhetj- urnar séu unglingar fer því fjarri að bækurnar höfði aðeins til ungl- inga enda eru þær fyrst og fremst frábær bókmenntaverk. Magnaðar minjar, fjórða bókin í bókaröðinni, gefur hinum fyrri ekkert eftir. Hins vegar sker hún sig úr að því leyti að varla er hægt að mæla með henni fyrir mjög viðkvæmar sálir. Þeim mun eftirsóknarverð- ari er hún hins vegar fyrir þá sem sækjast eftir spennu og magn- aðri atburðarás. Atburðarásin hefst á því að Stefán Skírn- is, 16 ára skólapiltur, finnur af tilviljun dag- bók, skorpna manns- hönd og svokallaðan mannætupott frá 17. öld á skólaferðalagi á vesturströnd Ástralíu. Stefán heldur fjórða hlutnum eftir og verður fyrir kynngimagnaðri reynslu, að því er virðist, af hans völdum. Hann skrifar dagbók með yfirskriftinni Miðleið og lætur hana tengja sam- an bréf, blaðagreinar og úrklipp- ur, sem hann safnar saman um fundinn. Þegar svo Stefán týnist eru gögnin, Stefánsskjölin, einu heimildirnar um lífsreynslu hans. Aðaleinkenni sögunnar er, að ef frá eru taldir formálí og eftir- máli eftir dr. Osk Michaels, for- stöðumann Vestur-áströlsku sjávarminjastofnunarinnar, bygg- ist hún ekki á öðru en Stefáns- skjölunum. Með því móti getur höfundurinn skammtað takmark- aðar og misábyggilegar upplýs- ingar til lesandans. Hans er svo að raða brotunum saman og komast að niðurstöðu. Höfund- urinn lætur heldur ekki hanka sig á ein- faldri lausn. Sögulok- in eru í stíl við at- burðarásina, dularfull og vekja mun fleiri spurningar en svör. Magnaðar minjar er mögnuð verðlauna- saga fyrir, spennufíkla á öllum aldri. Hjálpast þar allt að. Höfundur- inn veldur vel frum- legri frásagnaraðferð sinni. Persónurnar standa lesand- anum ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum og natni er lögð við lýsing- ar á umhverfi og aðstæðum. Ekki síst er hér átt við frásögr, skip- brotsmannsins Vilhjálms Loos af samskiptum hans við hinn illa inn- rætta Janus Pelgrom og frum- byggja Ástralíu. Sagan er gefin út með styrk úr þýðingarsjóði og er lipurlega þýdd af Guðna Kolbeinssyni. Ef frá eru taldar tvær meinlegar prentviilur er útgáfan til fyrir- myndar. Magnaðar minjar fékk Austral- ian Book of the Year-verðlaunin fyrir eldri lesendur árið 1991. Anna G. Ólafsdóttir Gary Crew LISTMÖNAUPPBOD Á HÓTEL SÖGU í KVÖLD KL. 20.30. GLÆSILEG VERK GÖMLU MEISTARANNA. EKTA PERSNESK HANDUNNIN TEPPI. VERKIN SÝND í DAG KL. 10-18. IÓLBSÝN1NG HEFST LAUGARDAGINN 16. DESEMBER. M.A. VERK EFTIR KARÓLÍNU LÁRUSDÓTTUR OG SIGURBJÖRN JÓNSSON. JÓLAGLÖGG FRÁ KL. 16.00. SÍÐASTA SÝNING í PÓSTHÚSSTRÆTINU, GALLERÍIÐ FLYTUR 1. JANÚAR 1996. ANTINVERSLDNIN í FAXAFENI 5 ER TROÐFULL AF GLÆSILEGUM HÚSGÖGNUM OG SMÁHLUTUM. STÓR SENDING VÆNTANLEG FYRIR JÓL. ÞESS VEGNA ERU MARGAR VÖRUR Á TILBOÐI. OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 10.00-18.00. HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI. BORG við Austurvöll Sími 552 4211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.