Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Hugleiðing um
slysatölur
Endurskoðunar er þörf á
stjórnskipulagi flugmála
Meðaltalstölur um
slys villa mönnum
gjarnan sýn. Því miður.
Sá raunveruleiki sem
við okkur íslendmgum
blasir er sá að síðustu
hundrað árin hafa á að
giska um 3.000 íslend-
ingar farist af slysför-
um á íslandi og á milli
30 og 40.000 hafa slas-
ast alvarlega. Það get-
ur enginn neitað því að
þetta eru býsna háar
tölur. Samt er það svo
að almenningur verður
þess oft ekki var hvað
slys eru tíð. Hvers
vegna? Það er vegna
þess að þau eru ákaflega margskon-
ar og dreifast á mörg svið. MeðaJ-
talstölur á hveiju sviði verða þá
ekki áberandi háar.
Við skulum nefna dæmi: Inn í
tölunni um 3.000 dauðaslys eru hugs-
antega um 200 manns sem hafa far-
ist í sundlaugum. Af þessu leiðir að
banaslys í hverri sundlaug hafa að
Alvarlegt slys er ham-
ingjutjón, segir Ingi
Hans Jónsson. Það
veldur hópi ættingja og
vina miklum harmi.
meðaltali orði^ á u.þ.b. 50 ára fresti.
Eftir hvert slys eru vamir gegn slík-
um slysum efldar í viðkomandi laug,
en þegar næsta slys á sér stað eru
þær gleymdar eða jafnvel úreltar.
Nefnum annað dæmi: Inni í
tölunni „30 til 40.000 alvarlega slas-
aðir“ eru kannski um 3.000 alvarleg-
ir slysaáverkar á gömlu fólki þar sem
slysin eiga sér stað á og við heimili
þess. Dreifing þessara slysa er með
þeim hætti að erfitt er að koma
auga á að um sérstakt vandamál sé
að ræða. Engu að síður er það stað-
reynd að slík slys eru með stærri
heilbrigðisvandamálum hérlendis.
Á sama hátt má taka hvem slysa-
flokk á fætur öðrum og komast að
þeirri niðurstöðu að meðaltalið sé
ekki tiltakanlega slæmt. Látum því
ekki meðaltalstölur
glepja okkur sýn.
Markmiðin gerð
skýrari
Það voru skelfilega
tíð sjóslys sem í upphafi
vom meginhvatinn að
stofnun Slysavamafé-
lags íslands. Með nýju
lífsmunstri hafa ýmsar
hættur aukist og þrátt
fyrir að félagar í Slysa-
vamafélaginu hafi á
starfstíma félagsins
bjargað þúsundum
manna úr háska hefur
þörfin fyrir starfsemi
félagsins í rauninni
aldrei verið meiri en í hinum tækni-
vædda heimi samtímans. Því þarf
þjóðin nú sem fyrr að þjappa sér um
félagið og taka þátt í baráttu þess.
Slysavamafélagið hefur að und-
anfömu endurskoðað starfsemi síng
og skipulag. Þessi endurskoðun hef-
ur miðað að því að stækka hópinn,
virkja fleiri til starfa og gefa nýjum
hugmyndum og baráttuaðferðum
svigrúm.
Hamingjutjón
Hvert einstakt slys er harmleikur.
Slys þýðir ekki aðeins orkumissi eða
jafnvel dauða þess einstaklings sem
í því Iendir. Alvarlegt slys er ham-
ingjutjón sem veldur hópi ættingja
og vina miklum harmi. Ef við nú
höldum okkur við þær tölur sem
nefndar vom hér í byijun, og gerum
ráð fyrir því að slys snerti a.m.k. tí-
faldan þann hóp sem þar er talinn,
er víst að hvert okkar mun verða
fyrir slíku hamingjutjóni með einum
eða öðrum hætti einhvem tíma á
ævinni.
Lokaorð
Baráttan er fyrst og fremst þjóð-
arinnar allrar og þar má enginn láta
sig vanta. Aðeins með víðtækri sam-
stöðu landsmanna næst árangur í
þeirri baráttu sem dugar til að fækka
slysum.
Höfundur býr i Grundarfirði og
er stjómarmaður í Slysavarnafé-
Iagi íslands.
Á UNDANFÖRN-
UM ámm hafa ijöl-
margar ríkisstjómir í
Evrópu gert sér ljóst
að kostnaður vegna
framkvæmda á flug-
völlum og við flugum-
ferðarstjórn myndu
kosta skattborgarana
ótölulegar fjárhæðir í
náinni framtíð - nema
að þessi rekstur verði
skilinn frá ríkissjóðum
viðkomandi landa.
Raunin hefur nefni-
lega verið sú að tekju-
öflun flugvalla hefur
að jafnaði verið lægri
en efni standa til og
geta þeirra til að afla hagstæðra
kjara á fjármagnsmörkuðum van-
metin. Þetta hefur komið berlega
í ljós þegar flugvellirnir hafa þurft
að standa á eigin fótum, öflug
markaðssetning, breyttur hugsun-
arháttur og markvissari gjaldskrár
hafa þá skotið upp kollinum. Flug-
vellirnir hafa skilgreint sig breiðar
en áður var með því að leggja
meiri áherslu á þjónustu við al-
menning áður en farið er í gegnum
vegabréfseftirlit (landmegin) með
verslunum og veitingastöðum, gert
hagstæðari samninga við leigjend-
ur, nýtt verslunaraðstöðu betur og
uppgötvað ýmsar aðrar tekjuleiðir.
Fyrir marga sjálfstæða flugvelli
er sífellt stærri hluti teknanna á
sviði verslunar og þjónustu við
flugrekendur. Þetta hefur gert það
að verkum að hlutdeild lendingar-
gjalda minnkar sífellt sem hlutfall
af heildartekjum. Flugvellir hafa
margir hveijir sett upp sín eigin
fyrirtæki sem sjá um afgreiðslu
flugvéla og þá oft í samkeppni við
önnur samskonar fyrirtæki. Veru-
legar tekjur renna til flugvalla með
slíku fyrirkomulagi, tekjur sem eru
í mörgum tilvikum hærri en téð
lendingargjöld. Þetta má auðveld-
lega útfæra á íslenskum flugvöll-
um, sérstaklega ef flutningar auk-
ast með aukinni samkeppni og
fjöldi flugrekenda eykst.
Vegna smæðar landsins má
reikna með að ekki
borgi sig að einka-
væða einstaka flug-
velli hér á landi. Flug-
málastjórn má hins-
vegar einkavæða svo
framarlega sem slíkt
fyrirtæki tæki alfarið
yfir rekstur flug-
stöðvanna á Keflavík-
urflugvelli og á
Reykj avíkurflugvelli.
Tekjumyndun á þess-
um flugstöðvum getur
orðið mun meiri en nú
er og þær því nauð-
synlegar ásamt öðr-
um tekjuleiðum til að
fjármagna taprekstur
flugvalla úti á landi. í ljósi breytts
skipulags heimsmála ætti ekkert
að vera því til fyrirstöðu að einka-
rekið fyrirtæki starfræki Flugstöð
Leifs Eiríkssonar og Keflavíkur-
flugvöll í heild þegar þar að kem-
ur.
Til að styrkja stöðu Fiugmála-
stjómar sem einkafyrirtækis enn
frekar væri brýnt að byggja nýja
flugstöð á Reykjavíkuflugvelli, ef
flugvöllurinn á að vera þar áfram,
flugstöð sem gæti boðið upp á
margháttaða tekjumöguleika sem
ekki hafa áður þekkst hér á landi.
í því sambandi þyrfti að skoða
samtengingu BSÍ og slíkrar stöðv-
ar enda nægt landsvæði fyrir hendi
á því svæði.
Heppilegasta leiðin til að einka-
væða Flugmálastjórn væri sam-
bland af þeim leiðum sem farnar
voru hjá Vínarflugvelli og hjá
sænsku flugmálastjórninni. I
síðarnefnda tilfellinu var stofnað
fyrirtæki í kringum flugmála-
stjórnina sem er að vísu að fullu
í eigu sænska ríkisins, en þarf
engu að síður að standa sig eins
og um hvert annað fyrirtæki væri
að ræða. Vínarflugvöllur var hins-
vegar einkavæddur á þann hátt
að töluverð eignarhlutdeild var
seld einkaaðilum til þess að fá
fjármagn til framkvæmda. í Ijósi
þess að Flugstöð Leifs Eiríkssonar
hefur verið töluvert til umræðu
vegna hárra lána sem eru baggi
á rekstrinum og vegna þeirrar
ákvörðunar fjármálaráðuneytisins
að nota hluta þeirra tekjustofna
sem markaðir voru til fram-
kvæmda samkvæmt flugmála-
áætlun til rekstrar Flugmála-
stjórnar. Má ætla að fjármagn af
sölu hlutabréfa á almennum
markaði í slíku fyrirtæki væri
kærkomin leið til að rétta rekstur-
inn við um leið og viðkomandi
sveitarfélög og ríkið tryggja sína
hagsmuni með hlutabréfaeign.
Eðlilegt væri að tryggja sjálfstæð-
an rekstur slíks fyrirtækis og
hagsmuni flugfarþega til hins ýtr-
asta með því að útiloka flugfélög
frá eignaraðild. Sú leið hefur með-
al annars verið farin í Bretlandi.
Skjótra breytinga er
þörf á fyrirkomulagi
flugmála á íslandi, seg-
ir, Sveinn Yiðar Guð-
mundsson, ef við eigum
ekki að verða eftirbátar
annarra ríkja í Evrópu.
Ljóst má vera að þörf er á gagn-
gerri endurskoðun á stjórnskipu-
lagi flugmála á Islandi. Einkavæð-
ing Flugmálastjórnar er vissulega
einn vænlegasti kosturinn í þessari
stöðu ekki bara til þess að auka
arðsemi flugvalla og flugumferðar-
þjónustu, heldur einnig til að auka
þjónustu við flugfarþega og koma
í veg fyrir að skattborgarar beri
kostnaðinn af þeim miklu endur-
bótum sem nauðsynlegar eru á
Reykjavíkurflugvelli eða flutningi
hans, rekstri Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar og hugsanlegri yfir-
töku íslendinga á rekstri Keflavík-
urflugvallar í heild.
Höfundur er flugrekstrar-
fræðingur.
Ingi Hans
Jónsson
Sveinn Viðar
Guðmundsson
Opið bréf til ráðherra og
þingmanna stjórnarflokkanna
FYRIR tæplega þremur árum,
þegar dóttir mín var nýlega orðin
16 ára, varð hún fyrir þeirri bitru
reynslu, sem allir foreldrar biðja
góðan guð að forða bömunum sín-
um frá, að verða fórnarlamb hrotta-
fengins nauðgara.
Eg er viss um að flest venjulegt
fólk áttar sig illá á afleiðingum
slíkrar reynslu. Hræðsla við að
fara úr húsi þó um hábjartan dag
sé, brotin sjálfsmynd, ofsahræðslu-
köst, sektarkennd og martraðir á
hverri einustu nóttu - mánuðum
saman. Þurfa að sofa í rúminu hjá
mömmu sinni til að geta haldið í
höndina á einhveijum sem þú
treystir, meðan maður sér ekki
með eigin augum hvað er að ger-
ast í kringum mann. Detta út úr
skóla og tónlistarnámi og treysta
sér varla til eins eða neins. Þetta
er í fáum orðum sagt mín reynsla
af því sem gerðist.
Lítum nú á framhaldið. Atburð-
urinn var kærður, skýrslur teknar
og ekkert nema gott eitt um það
stig málsins að segja.
Að fímm eða sex mánuðum liðn-
um var hringt frá embætti saksókn-
ara ríkisins og okkur mæðgunum
tilkynnt að við ættum að mæta í
Héraðsdómi Reykja-
víkur sem vitni í málinu
og jafnframt tilkynnt,
án tilefnis, að viðurlög
lægju við því að mæta
ekki.
Saksóknari, eða ein-
hver fulltrúi hans, rak
málið, ég veit ekki
hvort var - því við
vorum aldrei kynntár
fyrir honum né reyndi
hann að hafa tal af
okkúr. Hann hefur að
líkindum orðið sér úti
um rannsóknarskýrsl-
ur og sótt málið útfrá
þeim, sem hann gerði
í sjalfu sér vel.
Ég hafði talað við lögfræðing
sem ráðlagði dóttur minní að fara
fram á miskabætur og tók síðan
að sér að framfylgja því máli. Þeg-
ar komið var í réttinn var ekki auð-
sótt mál fyrir lögfræðinginn að fá
að fylgja henni inn í réttarsalinn,
en tókst þó. Lögfræðingurinn hafði
þó eingöngu áheyrnarrétt og mátti
ekki taka til máls, þó að bótakrafan
væri frá honum komin.
Þetta gekk víst allt fyrir sig eins-
og lögin gera ráð fyrir. Telpan fór
inn á undan mér og bar
vitni. Þegar því var lok-
ið spurði hún hvenær
dóms væri að vænta,
og dómarinn svaraði
góðlátlega orðrétt: „Þú
sérð hann í dagblöðun-
um þegar þar að kem-
ur.“ Þetta sagði hún
mér um leið og hún
kom fram. Næst var
ég kölluð inn, en fékk
engar upplýsingar um
hvor af tveimur mönn-
um sem þar sátu var
sækjandi og hvor veij-
andi. Þó reiknaði ég
með að sá geðprúði sem
sat mér á vinstri hönd
væri frá ríkissaksóknara, en sá ógeð-
felldi á hægri hönd væri lögmaður
eða veijandi sakbomings (það
reyndist rétt vera).
Til að gera langt mál stutt sagði
dómarinn satt. Fórnarlambið las
fréttina í DV þar sem dómsorð og
málavextir voru raktir ítarlega, og
var ekkert dregið undan. Tilkynn-
ing um dómsorð barst í pósti rúmum
mánuði seinna. Dómurinn hljóðaði
upp á 4 ára fangelsi og 500.000
krónur í miskabætur.
Sextán ára bamið átti
að sjá um að innheimta
sektina sjálft hjá stór-
hættulegum síbrota-
manni, segir Bergljót
Gunnarsdóttir, og spyr
hvers konar réttarkerfi
við búum við.
Eftir þessa birtingu hafði ég
samband við lögfræðing okkar og
þá kom hinn bitri sannleikur í ljós.
16 ára barnið átti að sjá um að
innheimta sektina sjálft og það hjá
stórhættulegum síbrotamanni.
Hverskonar réttarkerfi er þetta
eiginlega? Spyr sá sem ekki veit.
Það veit guð, virðulegu þingmenn
- þó þið virðist ekki vita það, að
þetta mál er ekkert einsdæmi og
örugglega ekki það versta, þó
slæmt sé. Saklaust fólk sem verður
fyrir hrottafengnum árásum glæpa-
manna - í þessu landi, sem hefur
Bergljót
Gunnarsdóttir
dómskerfí sem kemur fórnarlömb-
unum ekkert við og dæmir þeim
bætur sem vitað er fyrirfram að
þau fá aldrei greiddar, er algerlega
réttlaust.
Því kom það eins og ljós í myrkri
óréttlætisins þegar Alþingi setti lög
um greiðslu skaðabóta til fórnar-
lamba glæpamanna, o'g skyldu þau
taka gildi um áramótin 1995-96.
Ljós í myrkri, segi ég, því það
að sjá réttlætinu fullnægt, með
augum þess sem hefur þolað órétt,
er ótrúlega hvetjandi. Svo hvetjandi
að ég hefði aldrei trúað því, hefði
ég ekki séð það með eigin augum.
Það er farið að skipuleggja nýja
framtíð, nám o.fl., vitandi um að
verða borgunarmaður fyrir því - i
þessu tilviki eftir langt atvinnu-
leysi. Og síðast en ekki síst að fá
viðurkenningu yfirvalda á sjálf-
sögðum mannréttindum.
Nú ætlar þessi ríkisstjórn, sem
komst á þing vegna fallegra lof-
orða um bætt kjör þeirra sem
minna mega sín og fegurra mann-
líf í landinu, að sýna það snautlega
atferli að fresta bótagreiðslum og
ýmist að afnema þær eða lækka
um helming. Þó sat rúmlega helm-
ingur ykkar í þeirri stjórn sem
samþykkti lögin, rétt fyrir síðustu
kosningar.
Ég spyr ykkur, virðulegu alþing-
ismenn: Getið þið virkilega horfst
I augu við sjálfa ykkur og samfélag-
ið? Ef svo er, hvar erum við hin
þá stödd?
Spyr sá sem ekki veit.
Höfundur er glerlistarmaður.