Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ v/Miklatorg sími 551 7171 Subaru station GL 4wd árg. '88, ek. 130.000 km, grár. Kr. 540.000 staðgreiðsluverð. MMC Colt GLXi árg. '93, ek. 56.000 km, rauður, m/öllu. Kr. 950.000 afborgunarverð. MMC Lancer GLXi árg. '91, ek. 78.000 km, grásans, 5 gira. Kr. 750.000 staðgreiðsluverð. Nissan Patrol GR diesel turbo árg. '95, óekinn, hvítur, álfelgur o.fl. Kr. 3.950.000 afborgunarverð. Óskum eftir Toyota Touring árg. '94—'96 gegn stgr. strax. Eigum von á nokkrum Mercedes Benz bílum frá Þýskalandi, bensín og diesel. Nýjar húsgagnasendingar Mikið úrval afsófasettum í leður- og tauáklæðum frá de angeli Hagstætt verð Tegund Raisa 3+1+1 leður og tau. V/SA □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN 24 mán. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 36 mán. Ábendingcir á nijólkurumbúðum, nr. 49 af 60. Eitt, tvö, þrjú og það varst þú! Það er oft gagnlegt að rifja upp merkingu orða og leita skýringa á uppruna þeirra. MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrttðsla ú mjólkurumbúðum er samslurfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrxktarsjóðs. I DAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson SUMIR voru glaðir, aðrir sárir, en allir undrandi þeg- ar þeir fengu skormiðann í hendur með úrslitum spilsins hér að neðan. Það kom upp hjá BR í siðustu viku. Þótt alslemma sé nán- ast borðleggjandi í tveimur litum í NS, gaf geimið meðalskor! Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ - ¥ D107643 ♦ 6543 ♦ Á76 Vestur ♦ D9743 ¥ 952 ♦ G ♦ 10853 Austur ♦ ÁK105 ¥ G8 ♦ 1087 + DG94 Suður ♦ G862 ¥ ÁK ♦ ÁKD92 ♦ K2 Eins og sést, standa bæði sjö tíglar og hjörtu, en þó tókst aðeins örfáum pörum að komast í hálf- slemmu. Hín spiluðu fjögur hjörtu. En hvað gerir spilið svona erfitt í meldingum? Mjög víða opnaði norður á veikum tveimur í hjarta eða samsvarandi MULTI tveimur tíglum. Við. MULTI, spurði suður um lit og styrk. Þetta var al- geng sagnröð: Vestur Norður Austur Suður Pass 2 tíglar(l) Pass 2 grönd(2) Pass 3 hjörtu(3) Pass 4 hjörtu (1) Veikur tveir í hjarta eða spaða. (2) Spurning. (3) Lágmark með hjarta. Suður getur ekki með góðu móti reynt við slemmu þegar hann fréttir af lág- marki hjá opnara. Ef suður freistast til að segja fjögur lauf, mun norður telja sig neyddan til að segja fjóra spaða með ás eða kóng í litnum. Feðgamir Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason fundu góða leið eftir opnun á tveimur hjörtum: Vestur Norður Austur Suður Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 spaðar* Pass 6 tíglar Pass Pass Pass * Splinter, þ.e. einspil eða eyða og tígulstuðningur. Hér er lykilsögnin þrír tíglár, sem gefur norðri tækifæri til að vera með í sögnum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Eiga heyrnarskertir að greiða fullt afnotagjald af RUV? MIG langar að skrifa bréf fyrir hönd heyrnar- lausra/skertra. Við heyr- um t.d. lítið eða ekkert í sjónvarpi og útvarpi en við verðum samt sem áður að greiða fullt afnotagjald. Það er dregið jafnmikið af kaupinu okkar ög hjá heyrandi fólki, þó að fólk með fulla heyrn geti hlust- að á sjónvarp og útvarp. Það er mjög rangt. Við viljum að þeir peningar sem frá okkur koma renni í efni sem kæmi okkur að einhveijum notum. Er ekki hægt að nota pening- ana sem við borgum fyrir þessa þjónustu í eitthvað sem gæti glatt okkur, sem kæmi að einhverju gagni, svo sem ýmsar Norður- landaþjóðir gera? í sjón- varpinu er oft ýmislegt áhugavert efni, svo sem fréttir, veður, fræðsla, sögur o.m.fl., en það vant- ar bara texta. Það er okk- ur brýn nauðsyn að hafa möguleika á að meðtaka um hvað er verið að fjalla í sjónvarpinu, ekki bara okkur til skemmtunar og fróðleiks, heldur einnig til þess að við föllum betur inn í samfélagið. Vitum oft ekki hvað fólk er að tala um og fylgjumst því síður með því hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Við heyrnarskert, sem borgum okkar skerf af afnotagjöldum, viljum gjama fá eitthvað fyrir peningana okkar og vilj- um að þeir renni í betri þjónustu okkur til handa. Eg bíð eftir svari. Kær kveðja. Jóna Björg Pálsdóttir Gæludýr Tómasína er týnd TÓMASÍNA, brúnbrönd- ótt fögurra ára læða, tap- aðist frá heimili sínu, Mávahlíð 6, Reykjavík, 19. október sl. Hún er eymamerkt R-3032, ólar- laus og ákaflega mann- elsk. Hennar er sárt sakn- að og er sá sem kann að vita örlög hennar, vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 551-3107 eða láta Kattholt vita. Kettlingur UNGUR kettlingur ósk- ast. Upplýsingar í síma 551-8086. Kanina HVIT, mjög gæf kanína í góðu búri, er í heimilisleit. Upplýsingar í síma 557-5716. pantaðan tíma hjá háls-, nef- og eyrnalækninum. Með morgunkaffinu KLUKKAN er 14.45 og ég handtek þig hér með fyrir að keyra sláttuvél undir áhrifum. VERTU svo væn að velja eitthvað sem ég get borg- að. NÚ hefur þú, ungi maður, greinilega gert eitthvað af þér. Víkveiji skrifar... STERK lýsing fréttaritara Morg- unblaðsins á ísafírði í blaðinu á þriðjudag af fundi um snjóflóða- hættu, varnir og skipulag situr í huga skrifara. Nagandi óvissa um framtíðina, minningin um átakan- lega harmleiki í næsta nágrenni og verstu mánuðir ársins framundan komu vel fram í lýsingum fundar- manna. Óttinn um líf sitt og sinna nán- ustu var þó ekki eingöngu til um- ræðu á þessum fundi heldur einnig óvissan um hús fólks og híbýli. Einn fundarmanna sagði ástandið á snjó- flóðahættusvæðunum óásættan- legt. „Fólk er á sífelldum flótta ef veðrabreytingar verða og sumir eru að missa allar eignir sínar, meðal annars vegna þess að húsin þeirra eru ekki lengur veðhæf. Hver tæki veð í skipi sem væri sokkið úti á Hala,“ tók þessi fundargestur sem dæmi. xxx FYRIR nokkru ræddi skrifari við mann sem búsettur er á „gráu svæði“ í einum af þessum bæjum þar sem síðastliðinn vetur var nánast viðvarandi hættu- ástand. Hann sagðist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef þessi vetur verður jafnerfiður og sá síð- asti. Slíkt væri ekki á nokkurn mann leggjandi. Þegar snjóflóðahætta er talin í bænum eru húsin fyrir ofan hús mannsins rýmd og íbúarnir flytja tímabundið í húsnæði annars stað- ar, gjaman hjá vinum og ættingj- um. Engum þeirra dettur í hug að biðja þennan granna sinn um gist- ingu, fólkið fer neðar í bæinn og maðurinn hefur marga óveðursnótt- ina legið andvaka og hugsað um hættuna úti fyrir. Þétta ástand hefði verið dag eft- ir dag, jafnvel viku eftir viku á síð- asta vetri og einn slíkur vetur væri einum vetri of mikið. xxx IFJÖLMIÐLUM er oft sagt frá nýjungum og tilraunum til að skapa Qölbreytni í atvinnulífi. Er það virðingarvert þegar menn, til dæmis á smærri stöðum, reyna að víkka sjóndeildarhringinn og nema land á sviðum, sem áður hafa verið óþekkt í héraðinu. Margra og mis- jafnra grasa gætir í þeirri flóru hugmynda sem skrifari hefur séð líta dagsins ljós. Oft eru þessir land- vinningar aðeins á borði og oft verð- ur ekkert meira úr en sem nemur nefndaráliti og nokkrum fréttum, en það er önnur saga. I Hafnarfirði eru menn stórhuga og óhræddir við að brydda upp á nýjungum. Fjarðarpósturinn sagði frá því nýlega að til stæði að halda sérstæða hátíð í Hafnarfirði næsta sumar að tilhlutan ferðamálanefnd- ar bæjarins: „Þá hefur verið ákveðið að í júní- mánuði á næsta ári verði haldin stórhátíð, ekki listahátíð eð_a vík- ingahátíð heldur skophátíð. í heila viku eiga allir að brosa, hlæja, segja brandara og vera jákvæðir út í lífið og tilveruna. Það er þjóðkunnugt að allir bestu grinarar landsins tengjast Hafnarfirði á einn eða annan hátt, enda er Hafnarfjörður bær brandaranna,“ segir í Fjarðar- póstinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.