Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 4
4 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Markvisst unnið að því að „prjóna
trefil“ um byggðina á síðustu 15 árum
ígildi Vagla-
skógar verið
gróðursett
Á síðustu 15 ámm hefur markvisst veríð
unnið eftir stefnu sem miðar að því að prjóna
um byggðina á Akureyri eins konar trefíl,
þar sem útivist er sett í öndvegi. Ámi Stein-
ar Jóhannsson, umhverfísstjóri Akureyrar-
bæjar fór í ökuferð með Margréti Þóru
Þórsdóttur og sýndi henni svæðin sem
mynda „útivistarkragann“ umhverfís bæinn.
ARANGURINN er að
koma í ljós, en þó má
gera ráð fyrir að ára-
tugur líði enn áður en
almenningur gerir sér að fullu
grein fyrir því starfi sem unnið
hefur verið í því skyni^ að sveipa
bæinn „treflinum". Á þessum
árum er búið að gróðursetja um
eina milljón tijáplantna í bæjar-
landið, eða ígildi Vaglaskógar að
flatarmáli.
Árni Steinar Jóhannsson um-
hverfisstjóri Akureyrarbæjar sem
unnið hefur ásamt starfsfólki
Umhverfisdeildar röskan áratug
að því að framfylgja stefnunni frá
1980 segir að markmið hennar sé
að gera Akureyri að fallegum og
vistlegum bæ, allt ræktunarstarf
taki tíma en þess séu þegar farin
að sjást merki að unnið sé mark-
visst að því að ná markmiðunum.
Stefnan sem mörkuð var fyrir 15
árum nær til aldamóta og felst í
megindráttum í stefnumarkandi
yfírlýsingum um ræktun nánasta
umhverfís bæjarins, það verði gert
aðlaðandi til útivistar með skóg-
rækt, dýrahaldi; fjárbúskap og
hestamennsku og friðuðum lands-
svæðum og lögð verði áhersla á
að gera umferð almennings um
svæðin aðgengilega með því að
leggja um þau göngustíga. Á sama
tíma var einnig gerð áætlun um
uppbyggingu innan bæjarins þar
sem verulegt átak var gert í fegr-
un og hirðingu, skrúðgörðum kom-
ið upp í hverfum bæjarins og opn-
um grænum svæðum og áhersla
lögð á fegrun í tengslum við gatna-
kerfi bæjarins. Tijám og runnum
hefur verið plantað umhverfis bíla-
stæði og tré standa við stofnbraut-
ir.
Einstök náttúruperla
Friðland og útivistarsvæði í
Óshólmum Eyjafjarðarár marka
FIVIIM
Flutningamiðstöð Norðurlands ehf.
Óseyri 1a - 603 Akureyri, s. 462 2624 - Gunnarsbraut 10 - 620 Dalvik, s. 466 1444
Fram að jólum býður FMN viðskiptavinum
sínum sérstakt jólaverð á flutningi á öllum
jólapökkum til vina og vandamanna á
Suður- og Norðurlandi.
Verð pr. jólapakka upp að 20 kg.
kr. 300 m/vsk.
Afgreiðsla FMN í Reykjavík er hjá
Landflutningum hf., Skútuvogi 8, sími
568 5400. Þar mun starfsmaður FMN,
Hrafn Sigurðsson, sjá um að allir pakkarnir
komist á leiðarenda.
Ofangreint tilboð á einungis við um
jólapakka en ekki almennar sendingar
Óskar Jónsson & Co hf., Stefnir hf.,
Gunnarsbraut 10,620 Dalvík, Óseyri 1a, 603 Akureyri,
sími 466 1444. sími 462 2624-
ÓSHÓLMAR Eyjafjarðar marka upphaf hins græna trefils umhverfis Akureyrarbæ í suðri.
Morgunblaðið/Kristján
ÁRNI Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri á Akureyri, til hægri
á myndinni og Henning Pedersen umhverfisstjóri í Randers
vinabæ Akureyrar í Danmörku.
upphaf kragans umhverfís Akur-
eyri úr suðri. Nú er unnið að form-
legri friðun hólmasvæðisins í sam-
starfi við Eyjafjarðarsveit og Flug-
málastjórn. „Oshólmar Eyjafjarð-
arár eru einstök náttúruperla og
er svæðið nú þegar vinsælt útivist-
arsvæði," sagði Árni Steinar. „Þar
er fjölskrúðugt fuglalíf, spennandi
gróðurfar og veiði í Eyjafjarðará.
Næst tekur Kjarnaskógur við,
eitt vinsælasta útivistarsvæði Ak-
ureyringa en þangað hafa bæj-
arbúar sótt um tæplega hálfrar
aldar skeið. Þar eru góðar upplýst-
ar gönguleiðir, leiktæki fyrir börn
og ákjósanleg aðstaða fyrir fjöl-
skyldur og hópa sem vilja eiga
góða stund í fögru umhverfi.
Ný fjallgirðing hefur verið reist
um 1000 hektara lands sunnan
Glerár, frá Kjamaskógi, um
Nausta- og Hamraborgir og Eyr-
arlandsháls. í þetta svæði hefur
að stofni til verið plantað skógi,
en þær nálgast nú eina milljón
plöntumar sem gróðursettar hafa
verið, einkum á þessu svæði en
Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA
Landfrysting á erfitt með
að keppa við sjóvinnsluna
FYRRI HLUTI þessa árs sem nú er
að líða var Kaupfélagi Eyfirðinga
erflður. Reksturinn var lakari en
árið 1994 og sérstaklega á þetta við
um rekstur frystihúsa félagsins, seg-
ir Magnús Gauti Gautason, kaupfé-
lagsstjóri KEA.
Tap fyrstu 8 mánuði ársins
Samstæða Kaupfélags Eyfirðinga
var rekin með 9 milljóna króna tapi
fyrstu átta mánaði ársins en Magnús
Gauti treystir sér ekki til að segja
til um á þessi stigi hvernig rekstur-
inn kemur út þegar iitið er á árið í
heild. „Það er ekki hægt að segja
til um það nú hvort félagið kemur
út með hagnaði eftir árið og þegar
við erum svona nálægt núllinu þarf
ekki mikið að gerast til að hlutirnir
breytist.“
Söluaukning hefur orðið á mat-
vöru í verslunum félagsins og er
aukningin langmest hjá KEA Nettó
sem hefur verið í stöðugri sókn.
Einnig hefur orðið mjög góð sölu-
aukning á ýmsum iðnaðarvörum hjá
félaginu, að sögn Magnúsar Gauta.
Hann segir að nokkurrar bjartsýni
hafi gætt hjá forsvarsmönnum fyrir-
tækja eftir árið 1994 en árið 1995
hafi veist ýmsum erfíðara en menn
bjuggust við.
„Landfrystingin hefur verið rekin
með tapi. Við höfum aðallega verið
að selja okkar afurðir í pundum og
dollurum en gengisþróunin hefur
verið mjög óhagstæð. Minnkandi
aflaheimildir og þá sérstaklega í
þorski hafa einnig valdið erfiðleik-
um. Það er líka alveg ljóst að við
eigum erfitt með að keppa við
vinnsluna úti á sjó og auðvitað
vakna spurningar um hvers konar
framtíð landfrystingin eigi.
Samdrátturi í landbúnaði haft
mikil áhrif
Magnús Gauti segir að landfryst-
ingin hafi verið rekin með hagnaði
fyrir 10 árum. Þá var verðbólgan
30-40%, veiðiheimildir mun meiri en
í dag og miklu meira veitt t.d. af
þorski. Hann nefnir einnig samdrátt
í landbúnaði á þessu 10 ára tíma-
bili. Árið 1985 fóru 49.000 fjár í
gegnum sláturhús KEA en um
33.000 fjár í ár. Fyrir 10 árum fóru
um 22 milljónir lítra í gegnum Mjólk-
ursamlag KEA en í ár fara um 20
milljónir lítra þar í gegn.
„Samdrátturinn í landbúnaðinum
hefur haft mikil áhrif á rekstur okk-
ar og á allt samfélagið hér. Mjög
margir hafa lifibrauð sitt af landbún-
aðinum beint eða óbeint. Það stefnir
í enn frekari samdrátt í landbúnaði
og því þurfum við að mæta á ein-
hvem hátt.“
Magnús Gauti segir mikilvægt að
stöðugleikinn haldist enda skipti
hann miklu máli í rekstri fyrirtækja
og ekki síður heimila. Hann gerir
sér jafnframt vonir um betri tíð í
fiskveiðum og fiskvinnslu og telur
forsendur fyrir aukningu aflaheim-
ilda á ný nokkuð góðar.
Óttast fólksfækkun vegna
framkvæmda fyrir sunnan
„Ég óttast nokkuð að þessar
miklu framkvæmdir sem eru að fara
í gang fyrir sunnan, við álver og
fleira eigi eftir að draga fólk í burtu
af þessu svæði, nema að gripið verði
til einhverra ráðstafana. I framhaldi
af því gæti orðið hér fólksfækkun,
enn frekari samdráttur í efnahagslíf-
inu og minni hagvöxtur. Það er ekki
auðvelt að eiga við þetta en ef til