Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Birgðum stolið frá björgunarsveit Stálu flugeldum fyrir 150 þúsund Andlát ROSA BENE- DIKTS- SON SIGURLAUG Rósa Stephansdótt- ir Benediktsson lést á elliheimili í bænum. Cochraine, nærri Calg- ary í Kanada, um jólin á nítug- asta og sjötta aldursári. Rósa var dóttir Stephans G. Stephanssonar skálds og Helgu Sigríðar Jóns- dóttur. Minningarathöfn um hana verður haldin í Markerville í Kanada í dag. Rósa fæddist 24. júlí árið 1900 og ólst upp með foreldrum sínum í grennd við Markerville í Alberta- fylki, lauk prófi úr 9. bekk mið- skóla og var tvo vetur á búnaðar- skóla í Olds í Alberta. Hún átti heima í Markervillebyggð og stundaði landbúnað uns hún flutt- ist til Red Deer árið 1955 og vann þar við sjúkrahús bæjarins, Red Deer Municipal Hospital, um ára- bil. Rósa giftist Sigurði Vilberg Benediktssyni 17. júní 1928. Hann var fæddur í Geysisbyggð í Mani- toba en ættaður úr Húnavatns- sýslu. Rósa missti hann árið 1942, en þau eignuðust fjögur böm. Af þeim eru tvö á lífí, Helga Iris, bóndakona og Stephan Vilberg, verkfræðingur sem unnið hefur við olíulindir og olíuvinnslu víða um heim. Rósa heimsótti ísland tvisvar; í fyrra skiptið árið 1953 og var þá gestur ríkisstjórnarinnar, sem fékk hana til að afhjúpa minnis- varða um föður sinn við Arnstapa í Vatnsskarði 19. júlí það ár, en Stefán hefði orðið 100 ára 3. októ- ber 1953. Lundinn í víðlesnu tímariti í NÝJASTA hefti bandaríska tímaritsins National Geograph- ic er tuttugu síðna umfjöllun um lunda á norðurslóðum. Blaðamaður og ljósmyndari tímaritsins heimsóttu m.a. lundabyggðirnar í Vestmanna- eyjum i fyrrasumar. Myndin til haegri er úr grein þeirra. I National Geographic var birt opnumynd af Sigurgeiri Jónassyni, Ijósmyndara Morg- unblaðsins í Vestmannaeyjum, við lundaveiðar. í myndatexta kemur fram að hann hafi eitt sinn veitt 1.204 fugla á átta klukkustundum, eða að meðal- tali tvo og hálfan lunda á mín- útu! „Þetta er trúlega heims- met, en ég þakka það góðum veiðiskilyrðum," sagði Sigur- geir í samtali við Morgunblaðið. „Hérna í Vestmannaeyjum starfa sjö til átta stór veiðifélög með aðsetur í Ystakletti, Stór- höfða og úteyjum. Á veiðitíma- bilinu, sem er fimm til sex vikur á sumrin, veiðast yfirleitt í ÓVENJULEG kvikmyndasýn- ing var haldin í gær þegar Kvikmyndasafn íslands minnt- ist þess að 100 ár voru liðin frá fyrstu opinberu kvikmyndasýn- ingunni í heiminum. Sýningar- tjaldi hafði verið komið fyrir á svölum Alþingishússins við FRÉTTIR kringum hundrað þúsund lund- ar, en fjöldinn ræðst mikið af veðurskilyrðum hveiju sinni.“ íslenska lundastofninum, sem er yfir sex milljónir fugla, staf- ar ekki hætta af veiðunum, enda er það óskráð regla meðal lundaveiðimanna að veiða ekki fugla sem eru að fæða unga sína. Greinarhöfundi National Geographic finnst athyglisverð- ur sá siður Vestmanneyinga að bjarga villtum lundapysjum á haustin og hjálpa þeim að kom- ast á haf út, enda má oft sjá duglegustu veiðimennina við þá Sýning á svölunum Austurvöll og gátu vegfarend- ur horft á gamlar kvikmyndir. BROTIST var inn í hús Björgunar- sveitarinnar Eldeyjar í Höfnum á Reykjanesi í fyrrinótt og flugeldum að söluverðmæti 140 til 150 þúsund- ir króna stolið. Málið hefur ekki verið leyst, en innbrotið er alvarlegt fyrir björgunarsveitina. „Þetta er rúmur helmingur þess, sem við ætluðum að selja,“ sagði Ásgeir Svan Vagnsson, formaður Eldeyjar, í gær. „Flugeldasalan er stærsti hluti fjáröflunar okkar.“ Tvö 30 þúsund skota kínverjabelti Ásgeir Svan sagði að þjófarnir hefðu greinilega aðeins verið á hött- unum eftir flugeldum því að ekki hefði verið hreyft við talstöðvum, símum og bifreið í bílskúr áföstum húsinu. Tekið var mikið magn af fjölskyldupökkum og stórum biys- um, sem á að stinga í jörð. Einnig voru tekin tvö þrjátíu þúsund skota kínveijabelti, sem fest eru á spýtu og springa með miklum hvelli. Sagði Ásgeir Svan að þessi belti hefði ekki Þessi nýbreytni mæltist vel fyr- ir og margir gestanna skund- uðu i Ráðhúsið að sýningu lok- inni, til að sitja stofnfund fé- lags, sem hefur það að mark- miði að efla kvikmyndafræði- rannsóknir og umfjöllun um kvikmyndalist. átt að selja heldur nota til sýningar og sagði stórhættulegt að taka þau í sundur vegna þess hve stuttur kveikiþráður væri milli púðurkerl- inganna. Að sögn Ásgeirs Svans reyndu mennimir að fara inn í bílskýlið, en snem sér því næst að framdyrunum, sem þeir spenntu upp. Flugeldum stolið í fyrra Að sögn Ásgeirs Svans er hús björgunarsveitarinnar vel upplýst og íbúðarhús stendur við hliðina á því. Hann sagði að hér eftir yrði allt vaktað og sett upp þjófavarnakerfí. Flugeldum hefði einnig verið stolið fyrir síðustu áramót. Þá var brotist inn hjá Björgunarsveitinni Suður- nesjum og höfðu þjófarnir burt með sér margfalt meira magn, bæði sölu- og sýningarvöru. Lögreglan í Keflavík sagði í gær- kvöldi að málið væri enn óupplýst. Ekki hefur orðið vart við óvenjulegar flugeldasýningar í grennd við vett- vang þjófnaðarins. Áritanir að- eins í neyð- artilfellum SENDIRÁÐ Bandaríkjanna í Reykjavík mun aðeins geta veitt vegabréfsáritanir í neyðartilfellum á meðan ríkisstofnanir í Bandaríkj- unum eru að hluta til lokaðar vegna fjárlagadeilu þings og for- seta. í tilkynningu frá sendiráðinu segir að veitt sé vegabréfsáritun, sé um líf eða dauða að tefla, eða í læknisfræðilegum neyðartilvik- um. Aftur á móti sé ekki þörf á vegabréfsáritunum fyrir megin- þorra þeirra íslendinga, sem fara til Bandaríkjanna sem ferðamenn eða í viðskiptaerindum, ætli þeir sér annars vegar að dvelja skemur en 90 daga í landinu og hafi hins vegar farseðil báðar leiðir. Auk þess sé áfram hægt að nota vega- bréfsáritanir, sem nú séu í gildi. Sendiráðið ráðleggur öðrum að kaupa ekki farseðil til Bandaríkj- anna, sem ekki fæst endurgreidd- ur, fyrr en lokuninni hafi verið aflétt. iðju! Morgunblaðið/Ásdís Sjávarútvegsráðherra um ákvörðun Norðmanna um að auka síldarkvóta sinn Kvóti íslendinga verður að aukast „VIÐ verðum að taka mið af þess- ari ákvörðun Norðmanna. Okkar kvóti getur ekki ekki verið óbreytt- ur frá þessu ári þegar þeir eru að auka sinn kvóta. Það er augljóst," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra um þá ákvörðun nor- skra stjómvalda að gefa út 725.000 tonna síldarkvóta til handa norsk- um skipum á næsta ári. Norðmenn ákváðu einhliða í síð- asta mánuði að leyft yrði að veiða eina milljón tonna úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. í fyrra- dag ákváðu þeir síðan að úthluta sér 725.000 tonnum af kvótanum. Þetta er 32% aukning frá kvóta þeirra á þessu ári, en hann er 550.000 tonn. í ár gáfu íslendingar og Færeyingar sameiginlega út 250.000 tonna síldarkvóta fyrir þjóðimar tvær. Veitt meira úr stofninum en æskilegt er „Þessi ákvörðun leiðir til þess að það verður veitt meira úr stofninum en æskilegt væri. Mér sýnist að þetta sýni það sem maður óttaðist, að Norðmenn hefðu í raun ekki mikinn áhuga á því að semja um skiptingu á stofninum á næsta ári. Við þurfum nú að ákveða með hvaða hætti við tryggjum íslenskum skipum eðlilega hlutdeild í stofnin- um. Við þurfum að ræða við aðrar strandþjóðir áður en slíkar ákvarð- anir eru teknar. Við höfum átt mjög gott samstarf við Færeyinga á þessu ári um útgáfu á sameiginleg- um kvóta og við höfum þegar sett okkur í samband við þá. Eg mun hitta færeyska sjávarútvegsráð- herrann í næstu viku. Við höfum ennfremur kallað til samráðsfundar fulltrúa hagsmunaaðila í sjávarút- vegi og einnig sjávarútvegsnefnd og utanríkismálanefnd Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði ljóst að Norð- menn hefðu orðið að gefa út kvóta til að geta hafið síldveiðar á nýju ári. Um það væri ekki ágreiningur. „Við hefðum hins vegar kosið að þeir hefðu gert það á grundvelli rússnesku tillögunnar frá Færeyja- fundinum um að þjóðirnar samein- uðust um að gefa út bráðabirgða- kvóta, sem yrði ákveðið hlutfall af kvóta þessa árs, meðan verið væri að Ijúka samningaviðræðum. Við og Færeyingar höfðum lýst stuðn- ingi við hugmyndina, en Norðmenn einir höfnuðu henni. Það veldur þess vegna vonbrigðum að Norð- menn skuli gefa út kvóta með þess- um hætti og gefa tillögu Rússa þannig Iangt nef,“ sagði Þorsteinn. 32% aukning þýðir 244 þúsund tonna kvóti „Það kemur okkur mjög á óvart að Norðmenn skuli bregðast öllum sínum viðmælendum, bæði okkur, Færeyingum, Rússum og ESB með því að taka sér kvóta upp á 725 þúsund tonn. Við verðum að huga að því hvað við getum gert og þá kemur fyrst í hugann að við tókum okkur sameiginlegan kvóta með Færeyingum í ár og opnuðum lög- sögu hvor annars fyrir lögsögu hins. Þegar spurt er hver kvótinn eigi að vera ber að líta á að Norðmenn hafa nú hækkað sinn hlut úr 550 þúsund tonnum upp í 725 þúsund tonn. Það er 32% hækkun. Ef við hækkum kvóta okkar og Færeyinga með sama hætti, sem ég tel algjört lágmark af okkar hálfu, myndum við fara upp í 330 þúsund tonn. í okkar hlut kæmi þá 244 þúsund tonn í staðinn fyrir 185 þúsund tonn í ár,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ. Kristján sagði að á það hefði einnig verið bent að heildarkvótinn hefði verið hækkaður úr 650 þúsund tonnum í milljón tonn. Það væri 54% hækkun og til greina kæmi að hækka okkar hlut í hlutfalli við það. „Eg mæli með hógværari leið- inni meðan stofninn er að stækka." Kristján sagði að Norðmenn væru búnir að sýna mikla óbilgirni í þessu máli. í viðræðum við íslend- inga hefðu þeir boðið íslendingum og Færeyingum 6-7% hludeild í stofninum. Islendingar hefðu hins vegar leyft Norðmönnum að veiða 11% úr loðnustofninum, en loðnan hefði til margra ára ekki gengið út úr íslensku lögsögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.