Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg HRÍM á girðingxi í Bárðardal. Heimamenn segja þar hálfgert meginlandsloftslag, en innsti bærinn er í 400 metra hæð yfir sjó. Óvenjulega langur frostakafli norðanlands með allt að 33 stiga frosti Fólk heldur sig- mest inni við \ . Norðlendingar eru orðnir þreyttir á langvarandi frosthörkum. Fólk lét þó vel af sér þegar Helgi Bjarnason og Árni Sæ- berg fóru um vetrarríkið í Bárðardal og Aðaldal í gær enda segist það verða að búa sig undir töluvert frost. BÓNDINN á Sunnuhvoli, Jón Gunnlaugsson, opnar hrímaðan glugga á fjósinu. í AÐALDAL hefur verið 20 til 25 stiga frost í viku og fremst í Bárðardal hefur frostið verið 25 til 33 stig. Þingeyingar eru ekki óvanir miklu frosti dag og dag en það hefur staðið í óvenju- lega langan tíma að þessu sinni. Ekki eru þó mikil vandræði, húsin eru hlý og fólkið heldur sig sem mest inni við. Hins vegar er erfitt að koma bílum og dráttarvélum í gang og þau útiverk sem ekki verða umflúin eru kaldsöm. Meginlandsloftslag í Bárðardal „Þetta er orðið óvenju langt. Hér hefur oft verið mikið frost en varla svona lengi. Algeng- ast er að það geri þíðu eftir svona mikið frost en það ber ekki á henni nú,“ segir Jón Gunn- laugsson, bóndi á Sunnuhvoli í Bárðardal. Þar fór frostið í 23 stig einn morguninn og hefur verið samfejlt um og yfír 20 stig og hærra á morgnana. í fyrrakvöld sýndi hitamælirinn 14 stiga frost og hefur Jón ekki séð svo lága tölu í rúma viku. „Það er fljótt að minnka þegar eitthvað dregur á ioft,“ segir Jón. Bárðardalurinn er hátt yfír sjávarmáli og gengur langt inn í iandið. Innsti bærinn í sveit- inni, Svartárkot, sem er uppi á Fljótsheiði, er yfír 80 kílómetra frá botni Skjálfandaflóa og í 400 metra hæð yfír sjávarmáli. Þar er því hálfgert meginlandsloftslag, segir Tryggvi Harðarson bóndi. Þegar hann leit á mælinn á jóladagskvöld sýndi hann 33 gráðu frost og á annan í jólum var frostið litlu minna. Telur Tryggvi raunar að frostið hafi verið meira, því betri mælir sem settur var upp við húsið á annan í jólum sýndi 1-2 gráðum meira frost en mælirinn sem er á húsinu. Hitasveiflan er gríðarleg í Bárðardal því á sumrin kemst hitinn upp í 28 gráður. Munar því meira en 60 gráðum á mesta frosti og mesta hita. Elín Baldvinsdóttir, húsfreyja í Svartárkoti, segir að lífíð gangi sinn vanagang. Að vísu hafí orðið að fella niður jólamessu og jóla- skemmtun barnanna vegna frostanna þvi érf- itt sé að koma bílunum í gang. Segir hún að það bjargi miklu hvað kyrrt sé í veðri eins og alltaf þegar verulega frysti í Svartárkoti. Fros- ið sé í hveijum krana ef einhver vindur hafi verið. Tryggvi segir að snjófölin einangri svo frostið hlaupi ekki eins í jörðu. „Annars höfum við ekki yfir neinu að kvarta. Okkur er hlýtt og fólkið frískt. Auðvitað getur þetta valdið einhveijum vandræðum en það hefur ekkert gerst hjá okkur. Það er miklu betra að hafa frostið en stórhríð, við fengum nóg af þeim í fyrravetur,“ segir Elín. Heimaraf- stöð er í Svartárkoti og kemur fyrir að hún stöðvast þegar mikið snjóar. Tryggvi segir að verst sé að eiga við bílana. Brennsluolían renni ekki á dísilbílunum og verði að hita þá með rafmagnshitaofni í marga klukkutíma áður en hægt er að koma þeim í gang. Þá eru hjól bílanna og bremsubúnaður frosinn fastur og verði að hita þau með gasi. Gengið í fjóra sólarhringa Einn mjólkurbíll frá Mjólkursamlagi KÞ á I Húsavík er staðsettur á Lundarbrekku í Bárðardal. Jónas Sigurðsson bílstjóri átti í erf- iðleikum með að koma honum í gang eftir jól- in. Það tókst þó að lokum og síðan hefur hann gengið dag og nótt, eða stanslaust í fjóra sólar- hringa. Jónas segist frekar vilja láta bílinn ganga en lenda í vandræðum með að komast af stað á morgnana. Hann segir að bíllinn sé ágætlega útbúinn, er með olíuhitara og svo j rennur brennsluolían ágætlega þegar bruna- hvata hefur verið blandað saman við hana. Jón á Sunnuhvoli segir að fólk láti frostið j ekki trufla sig. „Þetta er bara það sem menn þurfa að reikna með og búa sig undir," segir hann. Helstu vandræðin eru með að koma dráttarvélum og bílum í gang. Þegar keyptur var pallbíl að Sunnuhvoli valdi Jón bensínvél í stað dísil með tilliti til frosthörkunnar. Það hefur komið sé vel nú, en Jón segir þó að fólk • hreyfí sig ekki af bæ að nauðsynjalausu. Vatnið fraus j Frostið byijaði að harðna verulega 20. des- i ember á Staðarhóli í Aðaldal og síðan hefur J verið stöðugur gaddur. Samkvæmt upplýsing- um Hermanns Hólmgeirssonar veðurathugun- armanns fór frostið upp í 26,2 gráður á annan í jólum. Hermann hefur annast veðurathugun- anir á Staðarhóli í rúmlega 30 ár og á þeim tíma hefur gert meiri frost en hann segist þó ekki muna eftir svona löngum kafla með stöð- ugu 20-25 gráða frosti. „Þetta hefur ekki truflað daglega lífið. Menn hafa farið allra sinna ferða yfír hátíðina, og f komist í kirkju. Það er nú aðalmálið," segir ) Hermann. Lítill snjór er á jörðu og hefur að- j eins borið á því að neysluvatn hefur frosið og veit Hermann um fjóra bæi þar sem það hefur komið fyrir. í öllum tilvikum tókst að hita leiðslumar og koma rennsli á að nýju. Hermann sagði að hestum væri gefíð úti á nokkrum bæjum. Sagðist hann vera gagnrýn- inn á það. Ekki geti verið að skepnunum líði vel í svona miklum kulda. 0 ÁTJÁN gráða frost var á Staðarhóli um miðjan dag í gær. Hermann Hólmgeirsson skoðar mæiinn. TRYGGVI Harðarson í Svartárkoti hitar pallbílinn með rafmagnshitablásara. MJÓLKURBÍLLINN hefur gengið dag og nótt. Jónas Sigurðsson þarf að þíða móttökubúnaðinn á morgnana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.