Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 2 7 Ljóðlist einfaldleikans BOKMENNTIR Ljóð KVAK eftir Steingerði Guðmundsdóttur. 174 bls. Útg. Skákprent. Prentun: Skákprent. Reykjavík, 1995. STEINGERÐUR Guðmunds- dóttir gefur þessa sjöttu ljóðabók sína út í minningu föður síns, Guð- muntiar Guðmundssonar skóla- skálds. Hann var einn af skáldum nýrómantísku stefnunnar, orti ljóð sem voru hugnæm og þýð, jafnt til lestrar og söngs, og heyrast mörg ljóð hans enn í dag vegna sönglaga sem við þau voru samin. Ljóðlist Steingerðar minnir á föður hennar þó tímar séu vitanlega breyttir og enginn yrki lengur eins og ort var á fyrstu áratugum aldar- innar. Steingerður er skáld einfald- leikans. Hún dáir hið fagra og góða. Þess vegna kýs hún oft að skoða umhverfið með auga barns- ins sem undrast og treystir. í fýrsta ljóðinu lýsir hún hughrifum lítillar stúlku sem stendur frammi fyrir bókaskáp föður síns. Litla stúlkan dáist að fegurð bókanna en hlakk- ar jafnframt til að verða svo viti borin að hún geti skyggnst inn í þann undraheim sem þær búa yfir. Ljóðform Steingerðar er tíðast fijálst og óbundið. Sums staðar notar hún þó rím og ljóðstafi. Lætur henni það bet- ur. Rímið verður henni í senn stuðningur og aðhald. Cresscendo nefnist eitt að stystu ljóðum bókarinnar, ljóðrænt og þýtt: Brimrót! Brimrót í hafi! Berst mér að eyrum gnýr. Vitund úr viðjum flýr. Vindur upp segl úr sólartrafi siglir á duggu úr gullnu rafi til hafs - til hafs - til hafs! Samsvörunar við ljóðlistina leit- ar Steingerður í öðrum listgrein- um. í Kvaki eru ljóð sem heita Hlustað á Bach og / myndheitni Svavars Guðnasonar. Þá yrkir hún ljóð í minningu Björns Ól- afssonar fiðluleikara. Síðasta ljóð bókarinn- ar nefndir hún De pro- fundis. Þar er kafað í hugans djúp jafnframt því sem beðið er til hins æðsta að hann lini þjáningar mannanna og láti ljós sitt skína í myrkum heimi. Steingerður Guð- mundsdóttir er hóg- vær í list sinni og boð- skapurinn í ljóðum hennar er einfaldur. Ekki hefur hún heldur notið utanaðkomandi áhrifa til að koma ljóðum sínum á framfæri. Rödd hennar er lágvær og þýð. Markmiðin í ljóðlist hennar eru eigi að síður skýr. Því munu ljóð hennar á endanum komast þangað sem þeim er ætlað. Erlendur.Jónsson Steingerður Guðmundsdóttir Hátíða- hljómar við áramót LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju efnir til tónleika á gamlárs- dag kl. 17 í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Leikin verður þekkt tónlist fyrir tvo trompeta og orgel. Meðal verk- efna er Tokkata og fúga í d-moll eftir Johann Sebastian Bach og Adagio eftir Albinoni auk tónverka eftir Frescobaldi og Pezel. Þetta er í annað skiptið, sem efnt er til tón- leika við áramót í Hallgrímskirkju. Flytjendur eru trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson ásamt organista Hall- grímskirkju, Herði Áskelssyni. Tónleikarnir taka um það bil þijá stundarfjórðunga en kl. 18 verður sunginn aftansöngur með hefðbundnum hætti. Prestur er sr. Ingólfur Guðmundsson og Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur. Aðgangur að tónleikunum er kr. 800. Miðar eru seldir við inngang- inn. ------» ♦ ♦----- Nýtt myndlist- arverk í Borg- arleikhúsi VIÐ frumsýningu leikritsins ís- lenska mafían í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi var sýnt nýtt mynd- listarverk eftir Kristin Hrafnsson. Verkið, sem leikhúsgestir munu beija augum næstu vikurnar, ber heitið „Sjö vatnsborð". Verkið er skúlptúrar sem sýna sjö stöðuvötn í íslenskri náttúru og grafíkmyndir sem fylgja verkinu. Vatnsborð stöðuvatnanna er steypt í brons sem stendur á steinsteypt- um stöplum í forsal Borgarleik- hússins. Grafíkmyndirnar sýna sömu vatnsborð. Sjö vatnsborð var fyrst sýnt í Ásmundarsafni á einka- sýningu Kristins, „Hér getur allt gerst“ árið 1994. Verkið er í eigu Listasafns Reykjavíkur, en það er til sýnis í Borgarleikhúsinu með góðfúslegu leyfí þess. Kristinn E. Hrafnsson nam í Myndlistarskólanum á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla íslands og Akademie der Bildende Kunste í Munchen. Kristinn hefur tekið þátt í ijölda samsýninga en sýning hans í forsal Borgarleikhússins er hans fimmta einkasýning. Nú stendur yfir samkeppni hjá félögum Nýlistasafnsins um verk í forsal Borgarleikhússins eftir ára- mót. Síðar verður skýrt frá því hvaða listamenn munu sýna verk á þess vegum eftir áramót. BOKMENNTIR F r á s ö g n BLOSSINN eftir John Hersey. Minning mann- kyni til viðvörunar. Hírósíma borgin sem hvarf 6. ágúst 1945. Bergþóra Sigurðardóttir þýddi. Fjölva-útgáfa 1995.157 bls. 2.280.kr. „BLOSSINN" er frásögn frá Hírósíma þar sem fylgt er eftir sex íbúum frá því er sprengjan féll og hinum hrikalegum afleiðingum sem fylgdu á eftir. Nú þegar 50 ár eru liðin frá þessum afdrifaríku atburðum er ekki úr vegi að minn- ast þeirra á einhvern hátt. „Bloss- inn“ er veikburða tilraun til þess, en höfundurinn Hersey skráði frá- sögn sína ári eftir að bomban féll. Bókin skiptist í fjóra kafla og fylgt er eftir upplifum og örvæntingu sex einstaklinga sem lifðu þennan hildarleik af. Dregin er upp hlutlæg mynd af þessum atburðum, þar sem óhugn- aðurinn og ýmsar staðreyndir eru Frásögii frá Híró- síma birtar og er það svo sem alltaf þörf áminning. Textinn er í blaða- mannastíl þó að samúðin sé að sjálfsögðu með fómarlömbunum. Einna áhrifamesti hlutinn er fyrsti og annar kaflinn „Hljóðlaus blossi" og „Eldarnir loga“ þar sem lýst er staðsetningu og viðbrögð- um hjá þessum sex einstaklingum. Jafnframt þessu eru gerð góð skil óttanum sem fylgdi því að engin vissi um hverslags sprengju var að ræða. Einnig eru ýmsar stað- reyndir um mannfall í Hírósíma- borg látnar fylgja með til glöggv- unar og er það vel. Hinu óhugnan- lega eldhafi sem bræddi þessa borg í orðsins fyllstu merkingu er lýst á nokkuð magnaðan hátt. Á köflum er þó skotið yfír markið í lýsingum á líkamlegum sárum þar sem textinn virðist á tíðum nærast á þess háttar lýsingum. Seinni tveir kaflarnir „Styijald- arlok“ og „Eftirköstin“ lýsa þessu svo nánar, en jafnframt fylgir með eftirmáli þýðanda sem getur þess að þegar þessi bók sé skrifuð, ári eftir að sprengja féll, þá hafi ekki verið komin fram sú vitneskja um áhrif geislavirkni á mannslíka- mann eins og síðar átti eftir að koma í ljós. „Blossinn" er því áminning til allra þeirra sem varðar um eyði- leggingarmátt atómsprengjunnar og veitir smá innsýn og skilning inn í heim þeirra sem lifðu af þessa ógn, sem erfitt er að skilja nú til dags. Nokkrar svart/hvítar myndir eru í bókinni og eru þær flestar vel þekktar, en þær eru heldur dökkar. Prentvillur voru nokkrar og þýðingin ber stundum merki þess að vera heldur of bókleg. Einar E.Laxness ATHAFNAMENN! Notaðar vinnuvélar og tæki á sérkjörum fram til áramóta ATHUGIÐ! Tvöföld flýtifyming ef keypt erfyrir árrnnót === Ingyar ==^1 Helgason hf. .~ Sævarhöfða 2 ■—■ vcladeild sími 525 8070 Blab allra landsmanna! - kjarnt malsms! Hljómeyki í Krists- kirkju SÖNGHÓPURINN Hljóm- eyki heldur tónleika í Krists- kirkju laugardagskvöldið 30. desember kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna verða Aldasöng- ur og Requiem eftir Jón Nor- dal ásamt Messu í g-moll eft- ir Vaughan Williams. Stjórn- andi verður Bernharður Wilk- inson. Aldasöngur var frum- fluttur af Hljómeyki 1986 og er saminn við texta úr Alda- söng Bjarna Jónssonar (um 1600), Salutatio Mariæ (ísl. kvæði frá 15. öld) og Maríu- vísum eftir Jón Helgason (1899-1986). Jón samdi Requiem á þessu ári og frum- flutti Hljómeyki verkið í Skál- holti í júlí. Fyrir dyrum standa upptökur á kórverkum Jóns sem Hljómeyki, Mótettukór Hallgrímskirkju og Islensk tónverkamiðstöð standa sam- an að. Sönghópurinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974 og starfaði þá í nokkur ár undir stjórn Rutar L. Magnússon. Hljómeyki hefur víða komið við en þungamiðja starfsem- innar síðastliðin ár hefur ver- ið að flytja ný tónverk á Sumartónleikum í Skálholti. Bernharður Wilkinson hefur verið aðalstjórnandi Hljóm- eykis frá 1994. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Gleðilega hátíð! Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. 30. des. frá kl. 10-17. Nýr jeppi: Suzuki Sidekick 1.8 Sport '96. svartur og grár, 5 g., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.230 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 ’91, grár, 5 g., ek. 86 þ. km. V. 1.030 þús. Tilboð 920 þús. Fjöldi bíta á tilboðsverði og góðum lánakjörum. Toyota Corolla GL Special Series '92, 5 dyra, 5 g., ek. aðeins 36 þ. km., rafm. i rúðum o.fl. Fallegur bíll. V. 790 þús. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 116 þ. km. (uppt. girkassi), álfelgur o.fl. Tilboðsv. 490 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græn- sans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús. Plymouth Grans Voyager LE 3.3L 4x4 '92,’sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. Subaru Legacy 1.8 GL 4x4 station '90, grásans., sjálfsk., ek. 98 þ. km., dráttar- kúla, rafm. i rúðum o.fl. V. 1.090 þús. Subaru Legacy 2.0 station (Artic útgáfa) '95, 5 g., ek. 7 þ. km., dráttarkúla o.fl., o.fl. Sem nýr. V. 2.150 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.