Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 39 GUÐRÚN JÓNS- DÓTTIR BERGMANN + Guðrún Jó- hanna Jónsdótt- ir Bergmann fædd- ist í Keflavík 17. september 1904. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli 22. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sigfússon Berg- mann, skáld frá Króksstöðum í Mið- firði (1874-1927) og kona hans Helga Málfríður Magnús- dóttir (1880-1955). Foreldrar Jóns voru Sigfús Guðmundsson Bergmann bóndi á Króksstöðum (1844-1923) Skúlasonar og fyrri kona hans Jóhanna Jónsdóttir Guðmunds- sonar bónda á Sveðjustöðum. Foreldrar Helgu voru hjónin Magnús Þórarinsson, útvegs- bóndi í Miðhúsum í Garði (1838- 1903) Arnbjarnarsonar bónda í Þorleifskoti í Flóa (kona Þórar- ins var Sigríður Magnúsdóttir frá Birtingaholti) og Guðrún Einarsdóttir (1841-1929) Ólafs- sonar bónda í Norðurgarði í Mýrdal. Eina systkini Guðrún- ar, Magnús, f. 1901, dó þriggja ára gamall 1904. Árið 1927 giftist Guðrún Yngva Jóhannessyni (1896- 1984), fulltrúa og þýðanda frá Kvennabrekku í Dölum, syni séra Jóhannesar L.L. Jóhanns- sonar (1859-1929), sem lengi var prestur á Kvennabrekku Tómassonar (1793-1865) prests á Hesti og fyrri konu sr. Jó- hannesar, Steinunnar Jakobs- dóttur (1861-1919) Guðmunds- sonar (Ingjaldssonar) (1817- 1890) prests á Sauðafelli Jóns- sonar (1786-1818) prests á Reynistaðaklaustri. Börn þeirra eru: 1) Örn, fulltrúi, nam stærðfræði og ensku, f. 24. mars 1929, d. 28. september 1995. 2) Steinunn Helga, f. 9. ÞEGAR ég tengdist Qölskyldu tengdaforeldra minna, þeirra Guð- rúnar Jónsdóttur og Yngva Jóhann- essonar, hafði fjölskyldan komið sér vel fyrir. Þau Yngvi og Guðrún höfðu fyrir alllöngu komið sér upp myndarlegu menningarheimili, alið upp þijú mannvænleg börn og kom- ið sér að öðru leyti þannig fyrir í lífinu, að þau voru ánægð með hlut- skipti sitt. Hið eina, sem verulega skyggði á í tilverunni, var heilsu- brestur elzta sonar þeirra, Arnar, sem af þeim sökum fékk aldrei að fullu notið sinna góðu gáfna. Þessi brestur var þó bættur upp með því, að aðrir, og ekki síðri, mann- kostir hans, skiluðu sér í ríkum mæli til gagns og gleði fyrir nán- ustu íjölskyldu hans og aðra sam- ferðamenn. Þó að tengdamóðir mín gerði sér fuila grein fyrir því, að ekkert okkar lifir lífinu án áfalla, svo sem hún hafði vissulega reynt svo um munaði á sínum yngri árum, er mér til efs, að hún hafi nokkurn tíma fyllilega sætt sig við, að þær vonir, sem við Öm voru bundnar sem ungan mann, gátu ekki rætzt. Trúartraust og heimspekileg við- horf Yngva tengdaföður míns var þeim báðum þó mikill styrkur í þess- ari raun sem öðrum efnum, og þeim var báðum ljóst, að þau höfðu yfir svo mörgu öðru að gleðjast. Bæði höfðu þau Guðrún og Yngvi alizt upp í mikilli fátækt, eins og var svo sem títt meðal alþýðufólks á þeim tíma, er þau voru að alast upp. Að því leyti sem unnt er að tala um einhvem mun á fátæktinni hygg ég, að aðstæður Guðrúnar í æsku hafi verið enn erfiðari en aðstæður Yngva. Eftir skilnað foreldra sinna ólst Guðrún upp með Helgu móður sinni, sem auk bágra kjara átti lengst af maí 1934, gift Herði Einarssyni, fram- kvæmdastjóra og hrl. Börn þeirra eru: I. Yngvi, f. 1960, MA í hag- fræði. Kona hans er Vilborg Hjartar- dóttir, fóstra. Synir þeirra eru Hörður Freyr, f. 1988, og Baldur, f. 1992. H. Magnús f. 1966, hagfræðingur. III. Páll, f. 1966, hag- fræðingur. Sambýl- iskona hans er De- borah Hughes, MA í sögu og bókmenntum. IV. Guðrún Dóra, f. 1970, BA í ensku og nemi í talmeinafræði. Sambýlismaður hennar er Gísli Magnússon, raf- magnsverkfræðingur og tölv- unarfræðingur. V. Vilborg Helga, f. 1977, verslunarskóla- nemi. 3) Óttar Magnús Geir, framkvæmdastjóri og hrl., f. 5. mars 1939, kvæntur Elínu Birnu Daníelsdóttur, þjúkrun- arfræðingi. Börn þeirra eru: I. Unnur Guðrún, f. 1962, kennari og MA í listþjálfun (art therapy). Sonur hennar og Sig- urðar H. Jónssonar er Jón Karl, f. 1983. II. Helga Melkorka, f. 1966, lögfræðingur og LLM í Evrópurétti. Maður hennar er Karl Þráinsson, byggingaverk- fræðingur og dipl.-ing. í fram- kvæmdafræði. Dóttir þeirra er María, f. 1991. III. Yngvi Daní- el, f. 1968, vélaverkfræðingur. IV. Rakel, f. 1973, nemi í tölv- unarfræði. I æsku hlaut Guðrún venju- lega barna- og unglingafræðslu í Reykjavik. Hún stundaði verslunarstörf þjá versluninni Edinborg í Reykjavík 1919- 1928. Útför Guðrúnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. ) við mikið heilsuleysi að stríða, svo mikið, að um nokkurn tíma þurfti Helga að koma Guðrúnu fyrir hjá móðurbróður sínum, Einari Magn- ússyni skólastjóra að Gerðum í Garði, og konu hans Matthildi Finnsdóttur. Að öðru leyti bjuggu þær mæðgurnar saman meðan báð- ar lifðu. Helga vann í fyrstu fyrir þeim með saumaskap og sem ráðs- kona. Þegar Guðrún var 15 ára hóf hún afgreiðslustörf í verzluninni Edinborg hér í Reykjavík, en þá þurfti móðir hennar á aðstoð henn- ar að halda við framfærslu heimilis þeirra vegna heilsuleysis síns. í Edinborg starfaði Guðrún síðan í níu ár, eða allt þar til hún gekk í þjónaband árið 1927. Mörg fyrstu búskaparár þeirra Guðrúnar og Yngva voru erfíð. Smám saman vænkaðist þó hagur þeirra fyrir ráðdeild og atorku þeirra beggja, en ekki var það Yngva tengdaföður mínum neitt launungarmál, að hann taldi Guð- rúnu vera driffjöðrina í ijármálum heimilisins, enda var framtakssemi hennar, framkvæmdagleði og út- sjónarsemi við brugðið. Sjálfsagt hefur Yngvi af alkunnri hæversku sinni dregið úr sínum hlut í þessu efni, því að þótt það væru málefni andans, svo sem heimspeki, trú- mál, sálkönnun og bókmenntir, sem voru hans helztu hugðarefni, svo að hann var í raun hálærður á þess- um sviðum sem ýmsum öðrum, var honum fyllilega ljós nauðsyn verald- arvafstursins og sinnti því af skyldurækni. Þó að Guðrún ætti lengi framan af ævi við erfiðar aðstæður og fá- tækt að búa varð henni ekki tíð- rætt um það, þegar hún minntist gamalla daga. Avallt var samt auð- fundið, að hún hafði óbeit á fátækt og ójöfnuði. Þröngur kostur náði hins vegar ekki að drepa niður hina ríku eðliskosti hennar, sem voru létt lund, glaðværð og bjartsýni. Þegar hún rifjaði upp gamla tíma, voru það góðu stundirnar og gott fólk, sem hæzt bar í minningunni. Henni var tíðrætt um starfsárin í Edinborg, yfirmann sinn Ásgeir Sigurðsson konsúl og hans fólk, sem henni var alla tíð mjög hlýtt til, og samstarfsfólk sitt þar, en í hópi þess voru margir beztu vinir hennar. Hún minntist oft dvalar sinnar hjá frændfólki sínu í Birting- arholti í Hrunamannahreppi, en hún og móðir hennar dvöldust þar sum- arið, sem Guðrún varð 14 ára. Henni fannst mikið til um þetta glaðvsera og mannmarga menning- arheimili, þar sem tónlist var í há- vegum höfð. Dvölin þar á erfiðleika- tímum var sólargeisli, sem Guðrún minntist ætíð með gleði og þakk- læti. Hið sama má segja um dvölina hjá Einari móðurbróður hennar og Matthildi konu hans. Þá höfðu margir þeir, sem móðir hennar starfaði fyrir, reynzt þeim mæðgum vel, og velgerðum þess fólks gleymdi Guðrún ekki og sagði gjarnan frá síðar á ævinni. Það var eitt af mörgum kapps- málum Guðrúnar fyrir hönd bama sinna og annars yngra fólks í fjöl- skyldunni, að þau öfluðu sér svo góðrar menntunar sem unnt var. Það var henni því ætíð mikið gleði- efni, þegar einhver í fjölskyldunni hafði lagt að baki hvem þann námsáfanga, sem næstur var á menntabrautinni. Sjálf hafði hún gagnstætt því, sem hugur hennar stóð til, farið á mis við aðra skóla- göngu en barnaskólanám, sem hún lauk frá Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Hún gerði sér ljósa grein fyrir gildi menntunarinnar, sem aldrei yrði tekin frá þeim, sem henn- ar öfluðu sér, þó að ýmislegt annað af lífsins gæðum kynni að tapast í fallvaltleik lífsins. Af eigin ramm- leik aflaði hún sér góðrar menntun- ar á ýmsum sviðum, enda sat hún tíðum við bóklestur, þegar aðrir höfðu gengið til náða. Um langt árabil kynnti hún sér ættfræði af miklum áhuga og varð mjög fróð. um þau efni, sérstaklega um eigin ættir og ættir þeirra, er nærri henni stóðu. Guðrún var mikil fjölskyldu- manneskja. Fjölskyldan og ástvin- imir voru henni allt. Hagur og vel- ferð fjölskyldunnar sátu ávallt í fyrirrúmi hjá henni. Allt hennar starf miðaði að því að treysta hag fjölskyldu sinnar. Við Steinunn og litlu síðar Óttar mágur minn og Birna kona hans áttum því láni að fagna að heíja búskap okkar í skjóli tengdaforeldra minna. Þó að heimil- in í Blönduhlíð 1 væru að formi til þijú, var þetta athvarf stóríjöl- skyldunnar. Þeir, sem mest veittu og treyst var á, voru tengdaforeldr- ar mínir, Guðrún og Yngvi, sem ávallt voru boðin og búin til aðstoð- ar í hvetju sem var. Það, sem við af næstu kynslóðinni, gátum helzt gert þeim til yndis var að færa þeim barnabörnin, þó að það skuli játað, að það var ekki sérstaklega fyrir þau gert. En staðreynd er, að unga fólkið varð þeim mikill gleði- gjafí, sem þau elskuðu ekki minna en sín eigin börn, enda áttu börnin ætíð öruggt athvarf hjá afa og ömmu, bæði á meðan sambýlið í Blönduhlíð 1 hélzt og eins eftir að hreiðrin í Blönduhlíðinni voru yfir- gefín. Ekki má gleyma hlut Arnar mágs míns í því að sinna börnunum, sem hann oftsinnis gerði af mikilli elsku, bæði tilkvaddur og ótilkvadd- ur. Fyrir þetta allt er á þessari kveðjustund rennt þakklátum huga til þeirra allra í fjölskyldunni í Blönduhlíð 1, sem nú hafa yfirgefið þetta jarðlíf, þeirra Guðrúnar, Yngva og Arnar. Eftir andlát Yngva manns síns árið 1984 hrakaði heilsu Guðrúnar illa og skýndilega. Frá árinu 1988 hefur hún átt dvalarstað á hjúkrun- arheimilinu Skjóli, þar sem hún hefur búið við gott atlæti hjúkrun- arfólks og lækna, sem fjölskylda hennar er þakklát fyrir. Hörður Einarsson. Fyrstu ár ævi okkar bjuggum við í sama húsi og amma og afí í Blönduhlíð og fengum oft notið samvista við þau. Þau voru sem klettur í hafinu og ósjaldan hittist fjölskyldan hjá þeim, jafnt á stórhá- tíðum sem dags daglega. Sem börn tókum við því sem gefnu að þeirra myndi alltaf njóta við. Jólin sem stórfjölskyldan hélt í þeirra hýbýlum eru ógleymanleg. Þá komu allir saman hjá afa og ömmu þar sem glatt var á hjalla enda bamabörnin níu. Mikið var talað, leikið og hlegíð. Þetta eru þau jól sem bamið geymir í minn- ingu sinni enda allt eftir sömu for- -skriftinni sem engan sveik. Amma var sannarlega jafnréttis- kona í verki. Við munum eftir henni að byggja hús í Kópavoginum, þar réð hún menn til að vinna verkin, sá um að þau væru unnin og stjóm- aði öllu af miklum krafti. Við höfum oft furðað okkur á því hvernig hún og afí fóra að því að byggja svo mikið upp úr litlum efnum. Þar hefur kraftur hennar og óþijótandi dugnaður sennilega vegið þungt. Amma var nútímajafnréttiskona í verki, hún framkvæmdi en sat ekki við orðin tóm. Við þökkum henni fyrir þessa fyrirmynd sem hefur nýst svo vel í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir löng og ströng veik- indi hin síðari ár hélt hún góða skapinu til hins síðasta. Nú er hún komin yfír móðuna miklu, og eflaust hvíldinni fegin eins og tólf ára bamabarnabam hennar komst að orði þegar fréttist að hún hefði yfirgefið þennan heim. En við tekur nýtt ferðalag, ferðalag þar sem hún hittir vafalaust sína nánustu sem farið hafa sömu leið - þá einu leið sem öraggt er að við öll munum fara. Góða ferð og hvíl í friði elsku amma. Unnur, Helga, Yngvi og Rakel Óttarsbörn. í dag kveðjum við móðurömmu okkar, Guðrúnu Jóhönnu Jónsdótt- ur Bergmann. Amma var umhyggjusöm, glað- vær og með ólíkindum dugleg kona sem lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Minningin um hana og afa okkar, Yngva Jóhannesson (f. 16.8 1896, d. 27.5 1984), er nátengd mörgum bestu minningum æsku okkar. Þar til ársins 1977 bjuggum við í sama húsi og amma og afí. Sam- gangur var því mikiil, nánast eins og um eitt stórt heimili væri að ræða. Amma og afí voru gjöful á tíma sinn. Þau possuðu okkur þegar mamma og pabbi urðu að bregða sér frá en oftast þurfti engin tilefni til heimsókna. Okkur var sýnd mik- il hlýja og þolinmæði. Ef við voram heldur ærslafull þá var ekki mikið um skammir heldur var athygli okkar dregin hæglátlega að ein- hveiju áhugaverðu. Samskiptin við unga fólkið veittu þeim ósvikna gleði. Við áttúm oft notalegar stundir með ömmu og afa. Afí átti sögur á snældu og dót I kassa. Amma sagði okkur sögur frá liðinni tíð. Þegar við eltumst fylgdust þau af áhuga með námsframvindu okk- ar og hveiju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Amma og afi reyndu margt og unnu sig upp úr litlum eftium. Raunar vann amma frá unga aldri og gafst ekki tækifæri til langskóla- náms þótt hæfileikana vantaði ekki. Þótt lífsbaráttan hafí verið hörð þá var þakklæti áberandi í máli hennar og hlýja til margra lífsförunauta sinna. Samverustundirnar í eldhúsinu hjá ömmu og afa voru ófáar. Þar sátu amma og mamma oft og skröf- uðu yfír kaffibolla. Sérstaklega er minnisstætt hvað þær hlógu mikið og innilega. Ef við krakkarnir mátt- um ekki heyra það sem um var rætt þá gripu þær til dönskunnar. Hæglátra skemmtana leituðum við hjá afa sem átti ýmsa forvitnilega smáhluti og átti það til að taka söng okkar upp á segulband auk þess að vera sérstaklega skilnings- ríkur þegar eitthvað bjátaði á. Amma og afí ferðuðust allnokkuð með fjölskyldu okkar, aðallega inn- anlands. Eftirminnileg era ferðalög á æskuslóðir afa í Dalasýslu og dvöl í sumarbústöðum í Munaðar- nesi, á Snæfellsnesi og í Dan- mörku. Upp úr 1980 tók þó ferða- lögum ömmu og afa að fækka af heilsufarsástæðum og söknuðum við nærvera þeirra mikið. Dugnaður ömmu var einstakur og henni í blóð borinn. Enn á átt- ræðisaldri var framtakssemin mikil. Þá stóð hún m.a. fyrir húsbyggingu með öllu því vafstri sem því fylgir. Þó virtist stundum, heilsunnar vegna, skynsamlegra að hægja á ferðinni eins og flest fólk gerir á þessum aldri. En það er erfitt að ímynda sér ömmu á hálfri ferð að dunda sér við eitthvert áhugamál, þótt þau ætti hún nokkur, ekki síst ættfræði. Hún hafði sterka þörf til að gera gagn og búa í haginn fyrir fjölskylduna. Auðvitað höfum við öll notið framtakssemi hennar og áræði. Þó að við flyttum í annað hús- næði síðla árs 1977 þá hittum við ömmu og afa oft. Mamma var dag- legur gestur hjá þeim og við voram ósjaldan með í för. Einnig komu þau oft í heimsókn. Sem fyrr héld- um við upp á alla hátíðisdaga sam- an. Svo lengi sem heilsa ömmu og afa leyfði var aðfangadagskvöldi varið á heimili þeirra. Eftir andlát afa árið 1984 tók heilsu ömmu mjög að hraka. Síð- ustu árin dvaldi hún á hjúkrunar- + heimilinu Skjóli. Þótt fráfall ömmu hryggi okkur þá lítum við svo á að einnig sé um vissa lausn fyrir hana að ræða því hrörnunarsjúkdómur sá sem hijáði hana hafði svipt hana mörgu. Náin samskipti okkar við ömmu og afa höfðu mjög mótandi áhrif á okkur og viðhorf okkar til margra hluta. Þau voru um margt fyrir- myndir okkar og betri fyrirmyndir er vart hægt að hugsa sér. Yngvi, Magnús, Páll, Guðrún Dóra og Vilborg Helga. Guðrún Jónsdóttir og móðir mín, Ólöf Kristjánsdóttir, vora systra- dætur. Guðrún var dóttir Helgu Magnúsdóttur, en Ólöf var dóttir Ingveldar Magnúsdóttur. Þær Helga og Ingveldur voru tvö af 15 börnum Magnúsar Þórarinssonar (kom úr Árnessýslu) og Guðrúnar Einarsdóttur (kom úr Vestur- Skaftafellssýslu) sem bjuggu í Mið- húsum í Garði. Lýsing á Guðrúnu Jónsdóttur verður hér ekki löng. Tvennt kemur strax í hugann þegar hennar er minnst: hlátur og hjartahlýja. Það lifnaði yfír öllu þegar Gauja frænka var nálæg. Hún hafði næmt skyn á það spaugilega og frásagnargleði hennar var viðbragðið. Guðrún og móðir mín héldu lengi sambandi sín á milli og mikið var hlegið þegar þær skiptust á sögum. Allur líkam- inn hló og tístandi hláturinn hoss- aði búknum (þetta einkennir marga í ættinni). Grínið var ávallt góðlát- legt. Guðrún bar mikinn hlýhug til skyldfólks síns, einkum barna. Allt- af brosti hún til manns og lét góð orð falla. Þess vegna var það mikil uppörvun að hitta hana. Hún var sannur sálarlegur sólargeisli fyrir pasturslítinn strák. Guðrún var metnaðarfull og góð kona. Móðir hennar naut góðrar vistar hjá henni um árabil. Börnum sínum komu Guðrún og Yngvi Jó- hannesson maður hennar öllum til mennta. Þó var líf Guðrúnar ekki samfelld hamingjuganga frekar en annarra. Veikindi elsta sonar henn- ar, en hann lést fyrir fáeinum mán- uðum, hafa eflaust verið henni þungur kross. Hann bar hún með þolinmæði og þrautseigju. Nú, þegar kallið er komið, lætur Guðrún Jónsdóttir eftir sig glæsileg börn sem era foreldram sínum til sóma, sem og barnabörn og bama- barnaböm. Systkini mín og fjöl- skyldur okkar vottum þeim öllum innilega samúð og þökkum enn fyr- ir margar ánægjustundir og ljúft viðmót. Blessuð sé minning Gauju frænku. Arngrímur Sigurðsson. i I (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.