Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Guð- mundsdóttir fæddist 13. nóv. 1946 á Hólmavík við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hólmavík 22. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Jóhanns- son, f. 17. júní 1903, d. 26. okt. 1977, og Ingimunda Gests- dóttir, f. 23. júlí 1904, d. 13. júlí 1989. Þau Guðmundur og Ingi- munda eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Þau eru: Jóhann, f. 4. jan. 1929, maki Soffía Þorkelsdóttir, f. 5. júlí 1931, Ingimundur, f. 17. ágúst 1930, maki Ásdís Ólafs- dóttir, f. 8. des. 1932, Halldór, f. 20. maí 1935, maki Sóley Tómasdóttir, f. 6. mars 1935, og Guðrún, f. 13. nóv. 1946, d. 22. des. 1995. Hinn 31. des. 1964 giftist Guðrún eftirlifandi eiginmanni ► _________________________________ HÚN ELSTA systir mín er dáin. Ég skrifa þessar línur með trega og söknuð í huga. Það eru ekki nema rúmar þrjár vikur liðnar, síð- an ég sótti hana vestur á Landa- kotsspítala, úr einni af mörgum ferðum hennar þangað. Hún var ótrúlega hress, reisuleg og brosandi tók hún á móti mér. Hugur hennar var greinilega fyrir norðan á Hólmavík. Þegar við vorum lögð af stað, biður hún mig að koma við í IKEA, því hana vantaði nýjar gardínur í eldhúsgluggana fyrir jól-- in. Þessi kraftur í fársjúkri konu, henni systur minni, fannst mér ótrúlegur. Mig minnir að það séu sjö ár, síðan Guðrún greindist með þennan illvíga sjúkdóm. Kom sú frétt eins og reiðarslag yfir fjöl- skyldu hennar og okkur öll, ætt- ingja og vini. Hún gekkst undir brjóstaaðgerð ekki löngu seinna. Síðan liggur þessi sjúkdómur í fel- um einhvers staðar nær því í tvö ár. Þá er skyndilega blásið í herl- úðra og þá hefst stríðið fyrir alvöru á ný. Það er víst svo með allar styrj- aldir, að annar hvor aðilinn sigrar álltaf, aldrei jafntefli. Hún systir mín hafði sterkan liðsmann, sem stóð alltaf fast við hennar hlið og ævinlega í fremstu víglínu. Hann Guðmundur mágur minn hopaði hvergi, hvað sem á gekk og á slíka menn er ávallt hægt að treysta í orustu sem þessari. Hún Guðrún háði hetjulega baráttu fram á síð- asta dag og var hennar sjúkrahús- sínum Guðmurtdi Ragnari Jóhanns- syni, f. 12. júní 1943. Þau Guðrún og Guðmundur eignuðust fjórar dætur. Þær eru: Ragnheiður Harpa, f. 7. mai 1963, maki Atli Már Atlason, flugtæknifræðing- ur; Ingimunda Mar- en, f. 27. mars 1967, maki Örn Gunnars- son, bankastarfs- maður; Jóhanna Björg, f. 7. júní 1974, sambýlismaður Atli.Árna- son, laganemi; María Mjöll, f. 26. febrúar 1980. Bamabömin em fimm. Heimili Guðmundar og Guðrúnar var frá upphafi í Kópavogi, en árið 1978 fluttu þau til Hólmavíkur, fæðingar- staðar þeirra beggja. Þar hafa þau búið síðan í fögm umhverfi I glæsilegu einbýlishúsi í Aust- urtúni 14, sem þau byggðu sjálf. Útför Guðrúnar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lega aðeins um tveir sólarhringar. En núna, elsku systir, þegar kveðjustundin rennur upp koma í hugann margar minningar. Nú ætla ég í ferðalag, tek hugarflugið og eftir augnablik er ég kominn í Hér- aðsskólann á Reykjum í Hrútafirði, þar var ég í námi 16 ára gamall. Um miðjan nóvember árið 1946 hringir pabbi til mín frá Hólmavík og segir að ég sé búinn að eignast systur. Ég man ekkert annað úr þessu samtali sem máli skiptir. Ég var svo glaður og ánægður. Okkur bræðurna vantaði svo mikið að eignast systur. Það var svo leiðin- legt að þurfa alltaf að segja nei ef maður var spurður: Áttu ekki syst- ur? Tíminn leið ósköp seint þama á Reykjaskóla fram að jólafríi, sem var a þeim tíma bara rétt fyrir jól- in. Ég kom heim seinni part dags, daginn fyrir Þorláksmessu. Mér fannst hún systir mín litla vera guðdómlega falleg. Nú var ég líka fljótur að segja já ef einhver spurði um systur mína. Ég var nýlega háttaður heima í rúminu mínu, þeg- ar mamma mín blessunin kemur með hana og spyr hvort mig langi til að hafa hana hjá mér smástund. Já, ég vildi það. Ég þurfti líka að fullvissa mig um að allt væri á sín- um stað, fingur og tær, já, já, allt var þetta rétt skapað. Það fór ekk- ert á milli mála að guð hafði lagt sig allan fram og vandað sig eftir bestu getu við þetta sköpunarverk. Nú bregður mér dálítið hastarlega, þegar ég tek eftir því að þetta er sami dagur og tími og þegar ég sá hana systur mína fyrst og hún lá í handarkrika mínum sæl og ánægð, þannig sofnuðum við bæði, en svo var mamma búin að taka hana þeg- ar ég vaknaði. Nú er hún Guðrún dáin, daginn fyrir Þorláksmessu, seinni partinn. Mér finnst þetta bara varla geta verið, það er svo stutt síðan. En, sá, sem stýrir stjarnaher og stjórnar veröldinni, ræður dánardægri hvers og eins, við erum ekki einu sinni spurð. Hún Guðrún var aðeins 49 ára og átti það svo sannarlega skilið að vera lengur með okkur þótt ég viti að hún er ekki langt í burtu. Ég held að mamma og pabbi hafi séð hvað henni leið orðið illa og sótt hana bara. Þá dettur mér í hug miðilsfundur, sá fyrsti og eini sem ég hefí setið. Þar kom pabbi minn. Hann kvaðst hafa það fyrir aðal- starf að sjá um móttöku á þeim sem væru að koma yfir landamærin og leiðbeina þeim. Hvað gerir þá mamma, sem var ljósmóðir hér á jörð? Hún sér um endurhæfingar- deildina á sjúkrahúsinu, tekur við þeim sem mest eru veikir. Þetta er ósköp svipað og hjá ykkur, segir pabbi, með aðstoð miðilsins. Þess vegna held ég að þau hafi tekið á móti henni systur minni, mamma hafi átt laust rúm handa henni og nú líði henni vel. Þetta er kannski barnalegur hugsunar- háttur hjá mér, en mig langar til að trúa því að þetta sé svona. Elsku Guðrún mín. Ég veit að dýrmætasta eignin þín eru börnin ykkar Guðmundar og barnabörnin, sem þið báruð svo mikla umhyggju fyrir. Þú varst stolt af þínu heimili, alltaf hreint og fágað, allt í röð og reglu. Guðmundur minn, þú hinn sterki stólpi, sem ert búinn að standa við hlið systur minnar í blíðu og stríðu. Ég bið einlægan guð að veita þér og ykkur öllum styrk á þessari ör- lagastundu. Elsku Ragnheiður, Inda, Jóhanna og Maja. Við höldum að Ingimunda amma taki á móti þeim, sem eru mikið veikir. Þá vitið þið að mamma ykkar er í góðum höndum og henni líður vel, kannski batnað. Við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Ingimundur, Ásdís og fjölskylda. Oftast er það svo að mönnum bregður í brún þegar gestinn sem kallar eftir lífi einstaklings ber að garði jafn vel þótt sjá megi hvert stefnir með heilsu hins sjúka. Svo fór mér að minnsta kosti er ég frétti lát Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Hólmavík. Þegar vinur hverfur á braut, leit- ar saknandi hugur á vit minning- anna svo langt sem þær ná, einkum ef þær eru ljúfar og mettaðar hlýju einlægrar vináttu. Ég kom lítil stúlka inn á heimili foreldra hennar og ólst þar að miklu leyti upp með þeim og bræðrum hennar. Ég man hve gleðin var mikil og einlæg þegr Guðrún fædd- ist. Hún kom sem bjartur geisli inn á heimilið ellefu árum eftir að yngsti bróðirinn af þremur fæddist. Ég var þá að nálgast tvítugt og það kom því oft í minn hlut að gæta hennar meira og minna og með okkur tókst með árunum náin vinátta. Raunar fannst mér ég eiga hana. Hún var svo verðug að þykja vænt um. Guðrún tók lífínu jákvætt á flest- an hátt, var trúuð og tileinkaði sér nýtingu mannkosta á þroskaðan máta. Var mikil húsmóðir sem best sást eftir að hún stofnaði heimili með manni sínum, Guðmundi Ragn- ari Jóhannssyni, fyrst í Kópavogi og síðar á Hólmavík. Verk hennar sem hún vann af ýtrustu vandvirkni og jafnframt færni, báru henni ekki aðeins fagurt vitni innanhúss. Sama vitnisburð fékk hún af garðinum sínum með tijám og blómum. Fyrir hann hlaut hún verðlaun að verð- leikum. Ekki þó ein heldur í sam- vinnu við manninn sinn. Hann deildi með henni starfi og kjörum sem besti vinur og má segja að þau hafi staðið saman í öllu. Ef til vill leiddi það af sjálfu sér, hún var sjálf svo blíð og einlæg að hún höfðaði til hins góða í hveijum manni. Það var ekki síst sá eiginleiki sem náði til dætranna fjögurra og tengdi þær svo móðurinni að þar áttu samleið sannar vinkonur. Fjölskyldulíf allt einkenndist þar af. Þegar veikindin tóku að heija á líf hennar þá bar hún þá þraut af sannri háttvísi og hetjuskap og lét sem minnst á þeim bera þrátt fyrir þrautir. Nú þegar lokið er stríði og fögru og góðu lífshlaupi einnig, þá vaknar ósjálfrátt sú spuming: Hvers vegna hún sem var svo góð og svo ung? Það fæst ekkert svar en víst er sjúk- um gott að koma heim þangað sem Kristur hefur búið athvarf þeirri sem vel hefur gert. Það skal vera okkar huggun sem söknum. í bæn til Hans vil ég tileinka Guðrúnu þetta kvöldvers: Þín líknar-ásjón lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gefi í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. Um leið og ég kveð Guðrúnu í hinsta sinn þá flyt ég henni alúðar- þakkir fyrir allt það sem hún hefur verið mér, er og verður alltaf í minn- ingunni. Ég bið Guð að blessa og styrkja manninn hennar og dætur er svo mikið hafa misst og ég trúi því að sá sem jólin eru helguð leiði þau blítt út úr sorginni á næstu vikum. Steinunn Guðbrandsdóttir og börn. Hún var sem Ijós er Guð oss gefur glæsileg kona, fögur og hlý. En víst er það hann sem valdið hefur og við sitjum þögul i myrkri á ný. Ljós þetta fagra lýsti oss öilum um langan veg þá samfylgdar naut. Þakklæti til hennar þess vegna köllum þegar hún var legpr nýja á braut. Vegferð er lokið sú ganga var glæst svo geymum við minningu bjarta. Þótt sorgin oss kvelji ber þakklæti hæst það Ijós er í myrkrinu svarta. Gott er að muna gleðifund og geyma í hjarta sínu. Er klökk og hrygg á kveðjustund við kijúpum að beði þinu. (Páll Þ. Þorgeirsson) Með hjartans kveðju og þökk, Páll, Kristín og börn. Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á. (M. Joch.) Elsku Guðrún. Mig langaði bara að segja við þig örfá orð því ég verð ekki á landinu til að fylgja þér síðasta spölinn. Þú átt nú mikinn þátt í að ég kemst í þessa stóru ferð mína, með söluátaki þínu fyrir norðan. Ég hef alltaf dáðst að því hve kjarkmikil þú hefur ætíð verið. Þrátt fyrir mikil veikindi hélst þú áfram að vinna, sinna heimilinu og þinni stóru fjölskyldu. Eitt er ég viss um, amma Ingi- munda, afi Guðmundur, afi Jói og Svenni frændi hafa tekið vel á móti þér þegar Guð ákvað að binda enda á kvalir þínar og veikindi. Það er svo margt sem mig lang- ar til að segja en orð eru svo lítils megnug á stund sem þessari. Elsku Guðmundur, Ragnheiður, Inda, Jóhanna og Maja, Guð gefí kkur styrk á þessari erfiðu stundu. Það líf, sem náttúran gefur oss, er stutt, en eilíf er minningin um líf, sem vel er varið. (Cicero.) Ykkar, Dóra Björg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNIÁRNASON, Hraunbæ 103, Reykjavik, andaðist í Landspítalanum 27. desember. Hulda Guðmundsdóttir, Gígja Árnadóttir, Rúnar Sveinsson, Þórunn Árnadóttir, Þórir Lárusson, Árni Árnason, Lísbet Sveinsdóttir, Guðmundur Arnason, Margrét Jónsdóttir og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI GUÐLEIFSSON, Hafnargötu 63, Keflavík, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 26. desember. Marteinn Guðnason, Birna Fabian, tengadóttir og barnabörn. GUÐRUN GUÐMUNDSDÓTTIR Með örfáum orðum langar okkur að kveðja Guðrúnu okkar, þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, þá vin- áttu sem aldrei hefur borið skugga á í yfír 30 ár. Það kom okkur ekki á óvart þeg- ar við vorum látin vita að Guðrún væri dáin, en samt vorum við ekki tilbúin, við vildum fá að hafa hana lengur hjá okkur. Hún var búin að vera veik lengi. Við dáðumst að hugrekki hennar og dugnaði í sinni baráttu, en Guð- rún stóð ekki ein, Guðmundur og dætur þeirra stóðu sem klettur með henni til hinstu stundar. Elsku Guðmundur, Ragnheiður, Inda, Jóhanna, Maja, tengdasynir og barnaböm, megi guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í ijarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. (Kahlil Gibran.) Guðrún, Marinó og börnin. Víst er þetta löng og erfið leið og lífið stutt og margt sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og biður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr) Það urðu örlög þín, elsku Guðrún mín, að standa við þegsar luktu dyr svo alltof snemma. Við eigum öll eftir að standa við þessar sömu dyr en við höldum að það verði ein- hvern tíma í órafjarlægð. I okkar augum varst þú hetja og kjarkur þinn og æðruleysi verður okkur fagurt fordæmi um ókomna tíð. Þú stóðst svo sannarlega meðan stætt var og miklu lengur og hann Guð- mundur þinn var líka engum líkur. Guð gefi honum og dætrum þínum og barnabörnum styrk til að læra að lifa við þessa sáru staðreynd og þér frið. Sigríður og Halldór. Við stöndum á vegamótum. Við höfum ferðast um fjöll og dali, um mjóar götur og greiðfæran stíg. Og hér eru vegamótin. Leiðirnar liggja ekki lengur saman. Kveðju- stundin er runnin upp. Við vitum að á þessari leið er ýmist heilsað eða kvatt, en okkur finnst samt allt of skammt liðið á daginn til að kveðjast núna. En svona eru vegirn- ir. Leiðin lá upp langa brekku, sem varð smám saman torsóttari. Og skyndilega erum við komin upp á hjalla. Þar héldum við kannski að í Ijós kæmi enn ein brekkan upp á næsta hjalla, eins og við höfum svo oft áður séð í þessu fjalli. En hér eru þá vegamótin og þessi vegferð verður ekki stöðvuð. Þetta er kveðjustund. Við vissum ekki en vitum þó. Guðrún! Við erum gæfusöm að hafa fengið að vera þér samferða. Og þrátt fyrir allt er sorgin öllu öðru fremur „gríma gleðinnar", eins og Spámaðurinn segir. Því að sorg- in vitjar aðeins þeirra sem hafa elskað. Sá einn, sem aldrei hefur elskað, getur vænst þess að kynn- ast ekki sorginni. Og hvort er þá betra; að vera gestgjafi systranna beggja, gleði og sorgar, eða hafna báðum og búa í gleðisnauðu húsi? Við völdum fyrri kostinn; og það (sem nú er sorg okkar var áður gleði ( okkar. Þújvarst alltaf þessi sterka kona; ^tíguleg í framkomu og traust í lund. í hugk mér var myndin af þér allt- af sú' sama; mynd af glæsilegri konu sem stóð bein hvað sem á dundi, leiðtoga í leik og starfi, hjálp- arhellu heima og heiman. Fyrstu kynnin voru um það leyti sem þið Guðmundur Ragnar fluttuð norður til Hólmavíkur með dæturn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.