Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talið er að lausn sé að finnast í deilu röntgentækna á Landspítalanum Stefnt að upp- töku vaktakerfis VIGDÍS Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landspítalans, segist vonast eftir að lausn sé að finnast í deilu spítalans og röntgentækna. Röntgentæknar ætla að svara í dag nýjustu hugmyndum stjómenda spítalans um lausn, en hún felst í að tekið verði upp vaktakerfi á rönt- gendeild. Röntgentæknar hættu störfum 1. desember sl. eftir að stjómendur Landspítalans felldu niður 15 fasta yfirvinnutíma sem röntgentæknar höfðu. Röntgentæknar litu svo á að verið væri að segja þeim upp störfum þar sem yfirvinnutímamir væm hluti af ráðningarréttindum þeirra. Fjórir röntgentæknar og fjórir röntgen- hjúkrunarfræðingar hafa haldið starfsemi röntgendeildar Landspítal- ans gangandi allan desembermánuð. Ekki hefur þó verið tekið við sjúkl- ingum utan spítalans eins og gert er við venjulegar kringumstæður. Halda yfír- vinnutímunum Daníel Hálfdanarson, talsmaður röntgentækna, sagði að stjómendur Landspítalans hefðu fallist á að draga til baka fyrri ákvörðun um að afnema 15 fasta yfirvinnutíma gegn því að komið yrði á fót vakta- kerfí á deildinni. Eins og kerfið hefði verið sett fram leiddi það til skerð- ingar á launum sumra röntgen- tækna. Þess vegna hefðu röntgen- tæknar gert athugasemdir við vaktakerfið. Hann sagði að deiluaðil- ar hefðu verið að togast á um þetta kerfi að-undanförnu. Röntgentækn- ar myndu svara síðustu athuga- semdum yfirstjórnar spítalans á fundi í dag. Hann sagðist ekki geta svarað því fyrirfram hvort gengið yrði frá samkomulagi á fundinum. Daníel sagði að röntgentæknar hefðu boðið spítalanum að koma til starfa strax gegn því að sérstakri nefnd yrði falið að búa til vakta- kerfi. Stjórnendur spítalans hefðu hins vegar hafnað því og krafist þess að gengið yrði frá öllum þáttum samkomulagsins áður en röntgen- tæknar kæmu aftur til starfa. Fram að þessu hafa röntgentækn- ar' á Landspítalanum ekki unnið á vöktum. Þeir hafa hins vegar verið á bakvöktum og verið kallaðir út utan dagvinnutíma þegar þörf hefur verið á. Morgunblaðið/Ásdís Þorsteinn til Færeyja ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra fer í dag til Færeyja til við- ræðna við Ivan Johannessen sjávar- útvegsráðherra Færeyja um skipt- ingu kvóta úr norsk-íslenska síldar- stofninum. Líklegt er talið að í við- ræðunum, sem hefjast á morgun, verði tekin ákvörðun um að þjóðimar gefi sameiginlega út kvóta líkt og þær gerðu á síðasta ári. Sjávarútvegsráðherra og utanrík- isráðherra áttu í gær fund með sjáv- arútvegsnefnd og utanríkismála- nefnd Alþingis. Á fundinum var rætt um þá ákvörðun Norðmanna að út- hluta norskum skipum 725 þúsund tonna kvóta úr síldarstofninum og hugsanleg viðbrögð við henni. MEÐ blaðinu í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá Happdrætti SÍBS „Lífíð á erindi við þig“. GAT KOM á stefni línubátsins Styrmis ÍS-207 eftir árekstur við ísjaka að kvöldi 28. desember og er skipið nú í slippnum í Reykja- vík til viðgerðar. Að sögn Guð- mundar Helga Kristjánssonar, út- gerðarstjóra Fiskvinnslustöðvar- innar Kambsins á Flateyri, sem gerir út Styrmi, Ienti skipið á ísjakanum rétt eftir að lagðar höfðu verið út línur og var höggið mikið. Skipið var að veiðum út af Víkurál, um 50 mílur vestur af Látrabjargi, þegar áreksturinn varð. „Þetta var talsvert högg, en ég held ekki að menn hafi verið í lífs- hættu,“ sagði Brynjólfur Garðars- son, skipsljóri Styrmis, í gær og bætti við að engin hætta hefði verið á að skipið sykki. Að sögn Brypjólfs hafði verið töluverður ís þar sem skipið var að veiðum, en það hefði verið að komast út I slipp eftir árekstur viðísjaka úr ísnum þegar áreksturinn varð. Brynjólfur var sofandi þegar Styrmi var siglt á ísjakann, en hann leiddi að því getum að stærð jakans hefði verið misreiknuð og hraði bátsins einnig. Hann sagði að þurft hefði að sljaka við jökum áður en áreksturinn varð og skip- ið hefði verið töluvert í ís eftir áreksturinn. Siglt til Flateyrar Skipinu var siglt til Flateyrar og þegar landað hafði verið úr þvf var það mat útgerðarinnar, skipsljórans og fulltrúa frá Sigl- ingamálastofnun að í lagi væri að sigla skipinu suður til Reykjavíkur vegna þess að lekinn hefði í raun verið sáralítill þótt gatið væri stórt. Aflokað hólf er þar fyrir innan og þilið þar fyrir aftan reyndist það sterkt að það gaf sig ekki. Að sögn Guðmundar Helga er tjónið töluvert og heilmikið tap vegna þess að veiði sé nú góð og Styrmir hafi fiskað vel undanfar- ið. Utgerðarsljórinn átti hins veg- ar ekki von á því að þetta slys hefði áhrif á fiskvinnslu hjá Kambi. Styrmir ÍS-207 kom til Reykja- vikur á gamlársdag og var þá þegar dreginn upp í slipp Slipp- stöðvarinnar í Reykjavík. Á mynd- inni, sem tekin var í gærdag, sést starfsmaður Slippstöðvarinnar með logsuðutækið á lofti í gatinu, sem ísjakinn skildi eftir sig. Bandarískt tilboð samþykkt í Þörungaverksmiðjuna AKVEÐIÐ hefur verið að taka tilboði fyrirtækis- ins Nutrasweet- Kelco í Bandaríkjunum í 66% hlut íslenska ríkisins í Þörungavinnslunnar hf. á Reyk- hólum. Bjami Óskar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Þörungaverksmiðjunnar, vildi ekki greina frá upphæð tilboðsins, en andvirði hlutafjár í fyrir- tækinu er um 23 milljónir króna og nemur hlutur ríkisins samkvæmt því um 15 milljónum króna. Bjami Óskar sagði að í kjölfar þess að fjármála- ráðuneytið hefði ákveðið að taka tilboðinu myndu fara fram viðræður hluthafa, í þessu tilfelli ríkis- ins og Nutrasweet Kelco, um það hvernig að söl- unni yrði staðið. Ánægðir með gæði og stöðugleika Bob Durgin, yfirmaður almannatengsla hjá Kelco, sagði í gær að fyrirtækinu hefði enn ekki borist svar frá fjármálaráðuneytinu við viljayfirlýs- ingu um að kaupa meirihluta í fyrirtækinu, sem Kelco hefði sent því í seinni hluta desember. „Við höfum keypt þang af þeim um nokkurt skeið og verið ánægðir bæði með gæði vörunnar og stöðugleika viðskiptanna," sagði Durgin. „Við höfum hug á að tryggja grundvöllinn fyrir því að fá gæðaþang til framtíðar. Ef verður af þessum viðskiptum opnast möguleikinn til frekari stækk- unar og fjárfestingar [í verksmiðjunni].“ Durgin kvaðst viss um að báðir aðiljar myndu reyna að ganga eins fljótt frá samningum og unnt væri þegar svar bærist frá íslandi. Varðandi stækkunarmöguleika sagði hann að til dæmis virt- ist ljóst að hægt væri að nýta meiri þörunga, en nú væri gert. Akvarðanir um stækkun yrðu hins vegar teknar með tilliti til langtímaþróunar mark- aða og vinnslu. Bjami Óskar sagði að enn hefði ekki verið ákveðinn staður og stund fyrir þær viðræður, en hann kvaðst búast við að það tæki nokkrar vikur eða lengri tíma að ganga frá viðskiptunum. Full- trúi fjármálaráðuneytisins er Skarphéðinn Stein- arsson, sem jafnframt situr í stjórn Þörungavinnsl- unnat. Að sögn Bjarna Óskars er ekki ljóst hveijar fyrirætlanir Kelco eru, en búast megi við endur- skipulagningu starfseminnar. „Ákveðin forsenda þeirra fyrir kaupunum eru þankagangar varðandi framtíð fyrirtækisins," sagði Bjami Óskar. „En ég get ekki sagt hvað þeir hafa í huga. Það er líklegt að þeir horfi fyrst og fremst til þess [að laga vinnslu Þörungaverk- smiðjunnar að sinni framleiðslu], en þeim er jafn- ljóst og okkur að við höfum viskiptavini fyrir, sem þarf að þjóna.“ Bjami Óskar sagði að Nutrasweet Kelco hefði verið stór viðskiptavinur Þörungaverksmiðjunnar. Viðskiptin hefðu verið mismikil milli ára, en fyrir- tækið hefði keypt allt frá þriðjungi til helmings framleiðslu verksmiðjunnar. Nutrasweet Kelco notar þangmjöl frá Þörunga- verksmiðjunni í svokallað algenat, sem notað er í matvæla-, lyfja-, pappírs- og textíliðnaði. Nut- rasweet Kelco hefur höfuðstöðvar í San Diego í Kaliforniu á vesturströnd Bandaríkjanna, en Þör- ungavinnslan skiptir við verksmiðju fyrirtækisins í Girwan á Skotlandi. Nutrasweet Kelco framleið- ir einnig svokallað Biogums, en vörur þess em seldar um allan heim. Þekktast er það þó fyrir að framleiða sætuefni úr aspartíni. Fyrirtækið framleiðir Nutrasweet, sem meðal annars er notað í Diet Coce og Equal, sem ætlað er út I kaffi og aðra drykki. Nafnið Nutrasweet bættist við nafn fyrirtækis- ins nú um áramótin, en áður hét það aðeins Kelco. Nutrasweet Kelco er dótturfyrirtæki fjölþjóðafyrir- tækisins Monsanto Chemicals. Þömngaverksmiðjan hefur verið rekin með tapi undanfarin ár, en er að rétta úr kútnum. Á síð- asta ári voru gerðir samningar við lánardrottna um niðurfellingu skulda og breytingu skulda í hlutafé. Skuldir upp á 29 milljónir króna voru felldar niður og 23 milljónum breytt í hlutafé. Lagði með hnífi til sofandi manns ÞRÍTUGUR maður hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 2. febrúar vegna lík- amsárásar. Maðurinn kom óboðinn inn í hús í Hafnarfirði að morgni nýársdags. Þar lagði hann með hnífi til húsráðanda, þrí- tugs manns, sem lá sofandi í rúmi sínu, og veitti honum alvarlegan áverka á hálsi. Við svo búið flúði hann af vett- vangi. Ekki í lífshættu Lögregla kom á staðinn og leitaði að manninum með að- stoð sporhunds. Hann fannst fljótlega og var handtekinn. Hann kom fyrir dómara og var úrskurðaður í gæsluvarð- hald í einn mánuð. Þar kom fram að hann þekkti ekki húsráðendur og rak lítt minni til þess er gerst hafði sökum ölvunar. Húsráðandi var fluttur á Borgarspítalann þar sem gert var að meiðslunum sem reyndust ekki lífshættuleg og fékk hann að fara heim í gær. Haraldur Henrýsson forseti Hæstaréttar HARALDUR Henrýsson hæstaréttardómari hefur ver- ið kosinn forseti Hæstaréttar frá 1. jan- úar síðast- liðnum til tveggja ára. Hann tekur við af Hrafni Bragasyni hæstarétt- ardómara. Pétur Kr. Hafstein hæsta- réttardómari var kosinn vara- forseti Hæstaréttar til sama tíma. Forseti og varaforseti Hæstaréttar gegna stöðunni til tveggja ára. Fundur með Atlantsáls- hópnum í næstu viku ÍSLENSKA álviðræðunefndin mun eiga fund með forráða- mönnum álfyrirtækjanna þriggja sem mynda Atlantsál- hópinn, þ.e. Alumax, Hoogo- vens og Gránges, í London næstkomandi þriðjudag. Atlantsálsfyrirtækin hafa lýst yfir að þau hafi enn áhuga á að reisa álver á ís- landi þótt engar ákvarðanir hafa verið teknar. Jóhannes Nordal, formaður íslensku ál- viðræðunefndarinnar, segist ekki eiga von neinni ákveðinni niðurstöðu um það á þessum fundi. „Það er langt síðan við höfum hist og við ætlum að fara yfir stöðuna. Þetta er lið- ur í því að við hittumst reglu- lega, fylgjumst sameiginlega með þróuninni og metum hana,“ sagði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.