Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
MORGUNBLA.ÐIÐ
5521150-952 1378
LARUS t>. VALDIMARSSON, framkvæmDASIJORi
KRISTJÁN KRISIJÁNSSON, loggiliur fasie'ignasali
Upplýsingar um viðskiptin á árinu 1995:
Meðaltöl seldra eigna
Raunvirði var 99% af kaupverði.
Af raunvirði var: Útborgun 41,4%, verðtryggðar áhvílandi skuldir 29%
og verðtryggðar eftirstöðvar 29,6% („húsbréf").
Á fyrstu 29 dögum samningstímans greiddu kaupendur 73,7% af raun-
virði útborgunar eða 30,5% af raunvirði kaupverðs.
Afhending var 12 dögum eftir undirritun kaupsamnings.
Útborgun var greidd á 91 degi.
Hlutfall raunvirðís var 128,8% af fasteignamati.
Hlutfall raunvirðis var 79,1% af brunabótamati.
Miðað er við hækkun á lánskjaravísitölu á milli ára sem var 1,02%.
Bestu nýársóskir
til viðskiptamanna okkar og annarra landsmanna með þakklæti fyrir
liðið ár, traust og góð viðskipti.
• • •
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf óg traustar
upplýsingar.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LftUGAVEG118 S. 552 1150-5527370
552 1150-552 1370
LARUS t>. VALDIMARSS0N, framkvamdasijori
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, loggiliur fasieignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Mosfeilsbær - Reykjavík - eignaskipti
Vel býggt og vel með farið tilburhús, ein hæð, 160 fm, á úrvalsstað
í Mosfellsbæ. Góður bílskúr um 40 fm. Stór ræktuð eignarlóð. Margs-
konar eignaskipti möguleg.
Lyftuhús - suðuríbúð - frábært útsýni
Mjög góð 3ja-4ra herb. íbúð á 6. hæð við Æsufell. Sólsvalir. Sameign
eins og ný. Verð aðeins kr. 5-5,5 millj.
Álfheimar - hagkvæm skipti
5 herb. neðri hæð um 125 fm. Allt sér. Góð lán. Skipti æskileg á 3ja-
4ra herb. íb. í nágrenninu sem má þarfnast egdurbóta.
Séríbúð - Garðabær - langtímalán
„Stúdíó“-íbúð á 3. hæð og í risi rúmir 100 fm. Næstum fullgerð. Allt
sér. 40 ára húsnæðislán kr. 5,1 millj. Vinsæll staður. Lækkað verð.
2ja herb. - traustir kaupendur
Leitum að 2ja herb. íbúðum m.a. í Hlíðum, vesturborginni og við Grens-
ásveg. Mega þarnfast endurbóta. Rétt íbúð verður gr. við kaupsamning.
• •
Góðar eignir óskast í vestur-
borginni, Hiíðum og gamla
bænum.
Mega þarfnast endurbóta.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
UUG»VE6I18S. 552 1158 552 1371
éél
Fasteignamiðlun
Sigurður Óskarsson, lögg. fasteignasaU,
Kristján Kristjánsson lögg. fasteignasali,
Sigurjón Skálason sölum., Hveragerði.
Suburlandsbraut 16,
sími 588 0150
fax 588 0140 félag ff fasteignasala
Opið
LAUGARDAG 13-15
Vantar allar stærðlr elgna í Kópa-
vogi norðan Nýbýlavegar, allar stærðir
eigna I miðborg og vesturbæ Rvíkur,
3ja herb. íb. á svæði 105 mifli Miklu-
brautar og Skipholts, 4ra herb. einbýli
í Vogum eða Sundum.
Nýbýlavegur - Kóp. - sér-
hæð. Glæsileg, parketlögð 83 fm efri
sérhæð með 40 fm bílskúr. Frábært út-
sýni. V. 8,3 millj.
Leirubakki. Glæsileg 97 fm íbúð með
sérþvottahúsi. Áhv. 3,8 millj. V. 7,3 millj.
Dunhagi. Glæsileg 85 fm ibúð á 2.
hæð. Hús og íbúð allt endurnýjað. Suð-
ursvalir. Bílskúr. Áhv. 5 millj. V. 7,9 millj.
Álftamýri. Frábær 68 fm íbúð á 4.
hæð í vönduðu fjölbýli. Malbikuð bíla-
stæði og hiti I tröppum. Áhv. byggsj. 700
þús. V. 6,2 millj.
Vindás - frábær lán. Giæsiieg
parketlögð 85 fm íbúð á 1. hæð með bíl-
geymslu. Áhv. byggsj. 3,5 millj. V. 7,5
millj.
Skaftahlíð. Glæsileg 46 fm Ibúð á I
jarðhæð. Skipti á stærri íbúð f nálægu
hverfi norðan Miklubrautar. Áhv. byggsj.
2,7 millj. V. 4,8 millj.
Furugrund - hagstæð kjör.
Frábær 36 fm Ibúð á 2. hæð. Laus strax.
Eignina má greiða með húsbréfaláni allt
að 70% kaupverðs eða 25 ára láni frá
verðbréfafyrirtæki eða sparisjóði allt að
55% af kaupverði og láni frá seljanda. V.
3,9 millj.
Seltjarnarnes - góð lán. stór-
glæsileg 66,5 fm parketlögð útsýnislbúð
á 4. hæð við Austurströnd. Áhv. 3,4 millj.
V. 6,3 millj. Laus fljótlega.
Starengi. Fokhelt 176 fm einbýli
meó innb. bílskúr. V. 8,6 millj.
Klukkurimi. Frábærlega vel teiknað
170 fm einbýlishús með innbyggðum bíl-
skúr. Nánast fokhelt. V. 7,7 millj.
j
Eitt blab fyrir alla!
-kjarni málsins!
FRÉTTIR
Hitaveita Reykhóla áfram til sölu
Orkubúið kaupir ekki í
andstöðu við heimamenn
ODDVITI Reykhólahrepps segir að
hreppsnefndin muni halda áfram
viðræðum um sölu hitaveitunnar á
Reykhólum þrátt fyrir að mikill
meirihluti fundarmanna hafi hafn-
að þeim hugmyndum á borgara-
fundi á dögunum. Framkvæmda-
stjóri Orkubús Vestfjarða segir að
Orkubúið hafi ekki áhuga á að
kaupa veituna í andstöðu við
heimamenn.
„Við höldum okkar striki," segir
Stefán Magnússon oddviti Reyk-
hólahrepps um það hvaða áhrif nið-
urstaða borgarafundarins hefði á
þau áform hreppsnefndarinnar að
selja Orkubúi Vestljarða hitaveit-
una. Á fundinum var kosin undir-
búningsnefnd til að kanna mögu-
leika á kaupum heimamanna. Stef-
án segir að allt sé inni í myndinni
þegar hann er spurður um mögu-
leika þeirra að kaupa en vekur at-
hygli á því að ekki sé búið að stofna
félag um kaupin. Viðræðum yrði
haldið áfram við Orkubúið.
Kristján Haraldsson Orkubús-
stjóri segist hafa staðið í þeirri trú
að þeir væru komnir langleiðina
að því að ná samkomulagi við
hreppsnefnd Reykhólahrepps um
kaup á hitaveitunni. Segist hann
ekki hafa heyrt í heimamönnum
eftir borgarafundinn. „Orkubúið
mun ekki kaupa hitaveituna í and-
stöðu við hreppsbúa. Við töldum
okkur vera að leysa mál fyrir sveit-
arfélagið og vorum tilbúnir að
kaupa hitaveituna gegn því að það
íþyngdi ekki rekstri okkar,“ segir
Kristján.
Ekki fæst uppgefið hvað Orku-
búið vill gi’eiða mikið fyrir hitaveit-
una en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er líklegt kaupverð
nálægt 50 milljónum kr. Þar er
innifalin borhola á Kletti sem ekki
gefur neinar tekjur og vegna henn-
ar hefur ríkið boðist til að veita
Orkubúinu lán sem ekki þarf að
greiða af fyrr en holan fer að gefa
arð. Koma þá á bilinu 30-40
milljónir kr. í kassa sveitarsjóðs.
Er við það miðað að íjárfestingin
borgi sig upp á 20 árum og orku-
verðið verði meira en tvöfaldað,
hækkað úr 40 í 90 kr. tonnið af
heitu vatni, svo það verði það sama
og annars staðar hjá Orkubússvæð-
inu.
Vantar upplýsingar
Undirbúningsnefnd heima-
manna kom saman á fund í gær
til að kanna möguleikana á kaupum
hitaveitunnar. Jón Sveinsson í Mið-
húsum segir að enn vanti upplýs-
ingar til að leggja mat á málið en
hann segist ekki vera allt of bjart-
sýnn á að það takist. Segir Jón að
menn geri sér grein fyrir því að
úr þessu verði ekki hægt að halda
orkuverðinu jafn lágu og verið
hefði. Hins vegar hefði verið mjög
sterk andstaða við það á borgara-
fundinum að Orkubú Vestfjarða
hefði með höndum bæði rafmagns-
og hitasölu á þessu svæði, þar
gætu verið andstæðir hagsmunir á
ferðinni.
Þjóðminjaráð um silfursjóðinn
Umfjöllun Vilhjálms
Arnar mjög óheppileg
ÞJÓÐMINJARÁÐ segir að umfjöll-
un Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar
fomleifafræðings um silfursjóðinn
frá Miðhúsum hafi verið mjög
óheppileg að því er fram kemur í
bréfi til hans. Órökstuddar aðdrótt-
anir hans í garð aðila, sem tengist
því, séu ekki sæmandi starfsmanni
Þjóðminjasafns íslands. Líti Þjóð-
minjaráð það háttarlag mjög alvar-
legum augum og sé það í raun víta-
vert. Þjóðminjavörður hefur áminnt
Vilhjálm Örn vegna -framkomu í
starfi.
Þjóðminjaráð tekur m.a. fram að
rannsókn á sjóðnum í Kaupmanna-
höfn hafi verið gerð í framhaldi af
ósk menntamálaráðuneytisins í því
skyni að kanna aldur silfursins svo
sem unnt væri en ekki til þess að
staðfesta eða hrekja það sem gert
hafi verið fram að þeim tíma. Mat
ráðsins sé að í greinargerð Helga
Þorlákssonar og Lilju Ámadóttur
komi skýrt fram niðurstöður dönsku
rannsóknarinnar enda birtist niður-
lag hennar og meginniðurstöður í
orðréttri þýðingu.
Hvað varðar kynningu á niður-
stöðum rannsóknarinnar vill ráðið
taka fram að ákveðið hafi verið að
leggja fram öll gögn málsins þegar
rannsókn lyki. Þau hafi legið
frammi á blaðamannafundi í Boga-
sal 30. júní og þar hafi skýrsla
Vilhjálms, merkt tvö, ekki verið
undantekning.
Þjóðminjaráð hafi ályktað á fundi
Fékk flug-
eld 1 augað
TVEIR hlutu skaða á augum um
áramótin. Sjö ára gamall drengur
fékk flugeld í augað við áramóta-
brennu í borginni.
Drengurinn slasaðist alvarlega á
auga og hlaut miklar blæðingar.
Að sögn lækna leiðir tíminn það í
ljós hvort drengurinn heldur sjón-
inni.
Þá fékk ung kona blys í annað
augað og var gerð aðgerð á henni.
LJtlit er fyrir að hún hafi ekki orðið
fyrir varanlegum skaða.
sínum 30. júní 1995 að lokið væri
þeirri rannsókn sem menntamála-
ráðuneytið fól því að láta gera.
Ráðið hafi ekki á þessu stigi tekið
afstöðu til frekari rannsókna á silf-
ursjóðnum. Fræðimenn geti hins
vegar rannsakað sjóðinn eða ein-
staka hluta hans eins og aðra gripi
Þjóðminjasafnsins.
Alvarlegar ásakanir í garð
Þjóðminjasafns
Þjóðminjaráð segir að af tillits-
semi við Vilhjálm Orn sem málsað-
ila hafi honum verið afhent á undan
öðrum eintak af skýrslu National
museet ásamt greinargerð Helga
Þorlákssonar og Lilju Árnadóttur
frá því í júní 1995. Honum hafi
verið gefinn kostur á að koma á
framfæri athugasemdum eða skýr-
ingum. Ráðið er ósammála því að
misræmi sé í niðurstöðu í skýrslu
Þjóðminjasafns Dana og greinar-
gerð Helga Þorlákssonar og Lilju
Árnadóttur.
Að lokum er tekið fram að ásak-
anir í garð þjóðminjaráðs og starfs-
manna Þjóðminjasafnsins í bréfi frá
8. nóvember séu mjög alvarlegar
og harmar þjóðminjaráð að starfs-
maður safnins skuli hafa haft í
frammi slíkan málflutning gagnvart
stofnun sinni og samstarfsfólki.
Andlát
ÞORVALDUR
JÓNSSON
ÞORVALDUR Jónsson
frá Fáskrúðsfirði,
Rauðalæk 20, Reykja-
vík, lést 31. desember.
Þorvaldur var lengi
umboðsmaður skipafé-
laga. Hann hóf ungur
verslunarstörf hjá föð-
ur sínum, var um tíma
til sjós og verkstjóri
hjá Kaupfélagi Fá-
skrúðsfirðinga í átta
ár. Hann sá um af-
greiðslu Skipaútgerðar
ríkisins frá 1930 til
1981, tók við af-
greiðslu Eimskips af
föður sínum, var um-
boðsmaður Flugfélags íslands frá
stofnun til 1964 og var símstöðvar-
stjóri á Fáskrúðsfirði frá 1943-
1959, auk þess að sinna ýmsum
trúnaðarstörfum. Þorvaldur var
einn af stofnendum Lionsklúbbs
Fáskrúðsfjarðar og heiðursfélagi
frá árinu 1978. Þorvaldur flutti til
Reykjavíkur 1981 og starfaði á
skrifstofu Ríkisskips til 1986.
Síðastliðið ár dvaldi hann á Hrafn-
istu í Reykjavík þar sem hann lést
á hjúkrunardeild.
Þorvaldur fæddist
á Tanga í kauptúninu
Búðum á Fáskrúðs-
firði þann 18. ágúst
1908. Foreldrar hans
voru Jón Davíðsson
verslunarstjóri og
kona hans Jóhanna
Hólmfríður Kristjáns-
dóttir.
Þorvaldur lætur
eftir sig eiginkonu,
Oddnýju A. Jónsdótt-
ur frá Þorvaldsstöð-
um í Breiðdal, og
fjögur uppkomin
börn, Jóhönnu Ásdísi,
maki Vilmundur Víðir Sigurðsson,
Guðnýju Björgu, maki Sigurður
Þorgeirsson, Jónu Kristínu, maki
Ómar Ásgeirsson, og Kristján, maki
Helga Jóna Óðinsdóttir. Bamabörn-
in eru níu og barnabamabörnin
þrjú.
Minningarathöfn verður í Laug-
ameskirkju fimmtudaginn 4. janúar
klukkan 15. Útför fer fram frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardag-
inn 6. janúar klukkan 14.