Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Fjölmenni á áramótabrennum Morgunblaðið/Kristján Grímseyingar sáu ljós frá fimm stöðum í landi Þýskur ferðalang- urtók þátt í ára- mótagleði Grímsey - Þýskur ferðamaður, Lars Heitmiiller, kom til Grímseyj- ar rétt fyrir áramót, eða 30. desem- ber til að dvelja hér um ármótin, en bandarískur félagi hans hafði bent honum á að áhugavert væri að fara til Grímseyjar, þessum stað mætti hann ekki sleppa. Erlendir ferðamenn eru ekki tíðir gestir í Grímsey um áramót. Lars Heitmuller var mjög ánægður með áramótadvöl sína í Grímsey og þótti gaman að taka þátt í hátíðahöldum eyjarskeggja. Óll börn undir fermingu höfðu hlífðargleraugu, sem Kiwanis- klúbburinn Grímur hafði gefið þeim, þegar kveikt var í áramóta- brennunni. Kl. 20 á gamlárskvöld var kveikt í brennunni í einstakri veðurblíðu, stjömubjartur himinn og kyrrt veður, en 1,4 stiga hiti var þegar veðrið var tekið kl. 18. Sáust ljós frá allt að fimm stöðum í landi, Siglufirði, Ólafsfirði, Dal- vík, Húsavík og einnig telja menn sig hafa séð ljós úr Flatey. Gríms- eyingar eru ekki alltaf svo heppnir að sjá slíka ljósadýrð úr landi. Þá fór hinn þýski ferðalangur á áramótaball í félagsheimilinu og þótti mikið til koma. -----» ♦ ♦---- Fyrsti Akur- eyringur ársins Komí heiminn í fyrrinótt FYRSTA barn ársins á Akureyri kom í heiminn skömmu eftir mið- nætti í fyrrinótt. Það var drengur, sem vó tæpar 14 merkur. Foreldrar hans eru Magnea Guðrún Berg- þórsdóttir og Jón Magnússon og heilsast móður og syni vel. í gærmorgun kom svo stúlka í heiminn á fæðingadeild FSA og vó hún rúmar 14 merkur. Að öðru leyti hefur verið rólegt á fæðinga- deildinni síðustu daga. Allt árið í fyrra fæddust 388 börn á fæðinga- deild FSA og þar af voru 11 tví- burafæðingar. ÁRAMÓTIN voru með rólegasta móti á Akureyri og sagði Árni Magnússon varðstjóri að lögregl- an hafi haft svipað að gera og um venjulega helgi. Þrír menn gistu fangageymsl- ur á nýársnótt og einn ökumaður var tekinn á nýársdagsmorgun, grunaður um ölvun við akstur. Þá var maður fluttur á FS A eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í miðbænum þann sama morgun. Tvær áramótabrennur voru á Akureyri og voru þær báðar vel Hraðbátur leysti Hrís- eyjarferj- una af hólmi VÉLARBILUN varð í Hríseyj- arfeijunni Sævari sl. fimmtu- dag og var því gripið til þess að ráðs að flytja fólk og frakt á milli lands og eyjar með hraðbáti. Skipta þarf um knastás í aðalvélinni en strax var unnið að bráðabirgðaviðgerð, svo hægt yrði að sigla skipinu í einhveija daga. Smári Thorar- ensen, skipstjóri á Sævari, seg- ir að stefnt sé að fullnaðarvið- gerð nú í byijun árs. Feijan Sævar er orðin 16 ára og er upphafleg vél enn í skipinu. Vélin var tekin upp fyrir tæpu ári en Smári segir að vélin sé farin að slá feilpúst helst til of oft. Áramótin með róleg- asta móti sóttar af fólki og sérstaklega var fjölmennt við brennuna við Réttarhvamm. Þessi mynd var hins vegar tekin við brennuna á Bárufellsklöppum. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út 60 sinnum á nýliðnu ári en það eru nokkru færri útköll en á árinu á undan þegar útköllin urðu 73. „Við þurfum að fara mörg ár aftur í tímann til að finna svo fá útköll á ári,“ sagði Tómas Búi Böð- varsson slökkviliðsstjóri. „Við höf- um unnið markvisst að bættum eld- vörnum í bænum og það starf er eflaust að skila sér.“ Stærstu brunatjónin á síðasta ári voru þegar leikskólinn í Glerár- kirkju skemmdist í eldi í lok maí og þegar útihús á bænum Gijót- garði á Þelamörk eyðilögðust 12. desember síðastliðinn. Ekki varð manntjón í bruna á liðnu ári á svæði Slökkviliðs Akureyrar. Réttindalaus ökumaður velti bíl á Norðurlandsvegi, við Þela- merkurskóla, sl. laugardags- kvöld. Eftir atvikið hljóp öku- maðurinn til fjalla en lögreglan fann hann fljótlega og var hann grunaður um ölvun við akstur. Nokkur hálka hefur verið á götum Akureyrar síðustu daga og sagði Árni nokkuð um að ökumenn keyrðu niður umferð- armerki vítt og breitt um bæinn, Síðast í gærmorgun hafnaði bíll á götuvita. Oftast var um að ræða útköll vegna elds í íbúðarhúsum eða að kveikt hafði verið í rusli, sinu eða mosa. Upptök eldsins voru í flestum tilfellum íkveikja eða í rafmagns- tækjum. Áhersla á forvarnarstarf Sjúkraútköll voru 1.137 talsins árið 1995, þar af 196 bráðatilfelli. Af þessum sjúkraútköllum voru 176 utanbæjar, 53 þeirra voru yfir 40 kílómetra leið. Lögð var áhersla á forvarnar- starf sem fyrr og voru haldnir 30 fræðslufundir með starfsfólki fyrir- tækja og stofnana auk 77 fyrir- lestra í grunnskólum bæjarins. Slökkvilið Akureyrar Óvenju fá útköll á liðnu ári Gunnar Karlsson hefur verið ráðinn skattstjóri í Norðurlandsumdæmi eystra Tímabært að skipta um starfsvettvang GUNNAR Karlsson hefur verið ráðinn skattstjóri í Norður- Iandsumdæmi eystra. Hann tek- ur við stöðunni af Sveinbirni Sveinbjörnssyni, sem lét af störfum um nýliðin áramót. Gunnar er viðskiptafræðingur og menntaður í hótelstjórn og -rekstri, hann hefur síðustu ár verið hótelstjóri á Hótel KEA. „Ég hef lengi verið viðloðandi hótelrekstur og ferðaþjónustu og þótti tímabært að prófa eitt- hvað annað. Ég hef Iengi haft í huga að breyta til og þe'gar starfið var auglýst ákvað ég að sækja um og ég er ánægður með að fá tækifæri til að spreyta mig á nýjum vinnustað. Það leggst ve! í mig að breyta um starfsvettvang og ég hlakka til að takast á við þetta nýja starf,“ sagði Gunnar. „Ég hef verið að fást við eitt og annað í atvinnulífinu síðustu ár og það er orðið tímabært að prófa eitt- hvað nýtt.“ Gunnar er Eyfirðingur, fædd- ur 29. mars árið 1952. Hann lærði framreiðslu á Hótel KEA 1970-’73 og starfaði þar til ársins 1974 er hann hóf nám við Norsk hotel hög- skole í Stavanger í Noregi en því lauk hanní lokárs 1975. Þá starfaði hann sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel KEA þar til hann hóf nám í við- skiptafræði við Há- skóla íslands sem hann lauk haustið 1981. Hann starfaði sem hótelsljóri á Hótel KEA árin 1980 til 1983, kenndi við verslunarbraut Gagnfræðaskóla Akureyrar einn vetur, en tók við starfi framkvæmdastjóra Kaffi- brennslu Akureyrar í maí 1984. Því starfi gegndi hann þartil í júni 1986 er hann tók aftur við starfi hótel- stjóra Hótels KEA. Með hótelsljóra- starfinu hefur Gunnar kennt við Háskólann á Akur- eyri, rekstrardeild, frá stofnun hans 1987, fyrst sem stundakennari en síðar sem lektor í hlutastarfi. Aðrir umsækj- endur um starf skattstjóra voru Sigríður Stef- ánsdóttir, lögfræðingur og Ey- þór Þorbergsson, lögfræðingur. Gunnar Karlsson Unglings- piltur höf- uðkúpu- brotnaði UNGLINGSPILTUR höfuð- kúpubrotnaði og var fluttur til Reykjavíkur, eftir umferðaró- happ við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð seint á föstudags- kvöld. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Akureyri er líðan hans mun betri en fyrst var talið og er hann á batavegi. Að sögn Daníels Snorrason- ar, lögreglufulltrúa, eru mála- vextir þeir eftir því sem næst verður komist, að hópur ungl- inga var með ærsl við verslun- armiðstöðina og ætlaði eldri maður sem átti leið hjá að skakka leikinn. Hann keyrði inn á bílaplanið og beindi ljós- um bílsins að unglingunum. Þegar unglingarnir sóttu að bílnum kom fát á ökumanninn og ætlaði hann að drífa sig burt. Svo virðist sem jeppabif- reið hans hafi slegist í einn unglinginn með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaður kveðst, að sögn Daníels, hafa orðið var við einn piltanna elta bílinn og annan liggja á bílaplaninu. Hélt hann að sá hefði dottið í götuna og gerði sér ekki grein fyrir því að pilturinn væri slasaður. Upphaf hf. vill kaupa Da g HLUTAFÉLAGIÐ Upphaf á Akureyri hefur gert tilboð í hlutabréf KEA og Kaffi- brennslu Akureyrar í Dags- prenti hf., sem gefur út dag- blaðið Dag. KEA og Kaffi- brennslan eiga rúm 52% í Dagsprenti. Eyþór Jósepsson einn eigenda Upphafs sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekkert launungarmál að eigendur Upphafs hefðu lengi haft áhuga á að koma að rekstri Dagsprents. Þetta er í annað sinn sem Upphaf gerir tilboð í þessi hlutabréf. Eyþór sagðist von- ast til þess að fá svar sem fyrst en síðast þegar þeir gerðu tilboð þurftu þeir að bíða í tvo mánuði eftir svari sem var neikvætt, að sögn Eyþórs. Magnús Gauti Gautason kaup- félagsstjóri KEA vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fíkniefna- mál upplýst Rannsóknarlögreglan á Ak- ureyri handtók þijá menn vegna fíkniefnamáls sl. föstu- dag. Við yfirheyrslu viðurkenndi einn mannanna að hafa fengið amfetamínsendingu frá Reykjavík milli jóla og nýárs og eins að hafa komið með amfetamín til bæjarins lyrir jól. Við húsleit fundust 4 gr. af amfetamíni og einnig blóð- ugar sprautur og önnur tól til fíkniefnaneyslu. Málið telst upplýst. Þá upplýsti lögreglan alvar- legt líkamsárásarmál. Maður var sleginn í andlitið á að- fangadag með þeim afleiðing- um að hann þrí kinnbeins- brotnaði. Eftir að hann kom af sjúkrahúsi kærði hann verknaðinn og maður sem var handtekinn vegna málsins, viðurkenndi verknaðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.