Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ i • Hótel Borg Veitinga- reksturinn leigður út Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafði milligöngu um kaup Nóa-Síríusar á rekstri'Opals Tuttugu störf verða flutt til Akureyrar TÓMAS Tómasson, eigandi Hótels Borgar, hefur leigt veitingarekstur- inn á hótelinu til Arnar Garðarsson- ar, veitingamanns í Keflavík. Örn lauk sínu námi í matreiðslu árið 1984 en hélt þá til Frakklands þar sem hann starfaði á nokkrum veitingastöðum og hótelum. Hann var einnig yfírkokkur á Lækjar- brekku um árabil en hefur rekið veit- ingahúsið Glóðina undanfarin fjögur ár. Þá hefur Öm einnig verið í lands- liði matreiðslurhanna. Veitingareksturinn hefur hingað til verið hluti af rekstri Hótels Borg- ar. Tómas sagði í samtali við Morg- unblaðið að það fyrirkomulag hefði tíðkast víða hjá hótelum erlendis að fá utanaðkomandi aðila inn í veit- ingareksturinn. Það væri farsæl lausn í vaxandi samkeppni þar sem hann sjálfur væri með rekstur víðar. Fleiri hótel hafa tekið upp svipað fyrirkomulag og er þess skemmst að minnast að Flugleiðir leigðu út veitingareksturinn á Hótel Loftleið- um fyrir nokkrum árum. --------»♦ ♦--------- SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna keypti skömmu fyrir áramótin sæl- gætisverksmiðjuna Opal hf. og end- urseldi reksturinn síðan til Nóa-Sír- íusar hf. Samningurinn kveður á um að Nói-Síríus helji starfsemi í gamla Linduhúsinu á Akureyri og skapi þannig störf fyrir allt að 20 manns. Óllum 30 starfsmönnum Opals verð- ur sagt upp störfum frá og með 1. febrúar, en reiknað er með að ein- hveijir þeirra verði endurráðnir hjá Nóa-Síríusi. SH gaf Akureyrarbæ fyrirheit um að skapa 80 ný störf í bænum og var búið að skapa yfír helming þeirra. „Frá því samningurinn við Akur- eyrarbæ var gerður höfum við verið að skoða okkar gang,“ sagði Friðrik Pálsson, forstjóri SH, í samtali við Morgunblaðið. „Upphaflega gerðum við ráð fyrir að verulegur hluti af Umbúðamiðstöðinni færi norður. Síð- an myndum við flytja norður 15 störf í samsvarandi pappaframleiðslu og Umbúðamiðstöðin er í. Þá gerðum við ráð fyrir að stofna til plastfram- leiðsiu með um 13 störfum og hefja nýframleiðslu með 10 störfum. Þegar þetta mál kom upp með Opal sýndi það sig að við þyrftum að breyta okkar áætlunum varðandi Umbúðamiðstöðina. í staðinn fyrir störf sem talað var um að yrðu á þeirra vegum verður hluti á vegum Akoplasts, hluti verður í sælgætis- gerð en hluta er óráðstafað. Við ger- um ráð fyrir á þessu stigi að óráðstöf- uð störf verði á vegum Umbúðamið- stöðvarinnar í einhvers konar um- búðaframleiðslu eða skyldri fram- leiðslu. Ef þetta gengur allt eftir með Nóa-Síríus verðum við komnir með um 70 störf af þeim 80 störfum sem lofað var og reiknum með ljúka afgangnum á árinu.“ „Tilboð barst sem ekki var hægt að hafna“ Ragnar Birgisson, fráfarandi framkvæmdastjóri Opais og einn af þremur eigendum fyrirtækisins, sagði að borist hefði tilboð frá SH sem ekki hefði verið hægt að hafna. Ekki væri verið að selja vegna ein- hverra erfiðleika heldur hefði rekst- urinn þvert á móti lagast mikið und- anfarin ár. Metframleiðsla hefði orð- ið hjá fyrirtækinu á síðasta ári og veltan numið um 200 milljónum króna. Hann kvaðst hins vegar ekki getað skýrt frá kaupverði fyrirtæk- isins. Meðeigendur Ragnars í fyrirtæk- inu voru Gunnar Snorrason og Sig- urður Gunnarsson. Gunnar og Sig- urður munu væntanlega halda eftir húsnæðinu á Fosshálsi 27. Að sögn Finns Geirssonar, fram- kvæmdastjóra Nóa-Síríusar, er kveð- ið á um í samkomulagi fyrirtækisins við SH að flytja einhvern hluta fram- leiðslunnar til Akureyrar með störf- um fyrir allt að 20 manns. „Við munum síðan vega og meta hvaða rekstur sé heppilegt að flytja norður. Það ræðst ekki fyrr en eftir nokkrar vikur en við stefnum að því að flutn- ingarnir fari fram í vor,“ sagði Finn- ur. Hann sagði aðspurður að vörulína Opals félli vel að framleiðslu Nóa-Sír- íusar. Velta Nóa-Síríusar á nýliðnu ári var liðlega 600 milljónir króna. I i » i ( 6 l ( i i Vextir víðast lægrí en hér Olíudreif- ing tekur til starfa OLÍUDREIFING hf„ dreifingarfyr- irtæki Olís og Olíufélagsins hf„ tók formlega til starfa í gær og þar með hafa dreifingarkerfi félaganna tveggja verið sameinuð. Fyrirtækið tekur yfir allan tækjabúnað og hús- næði sem móðurfélögin tvö hafa hingað til notað til dreifingar. Þar á meðal eru 150 tankbílar og 74 birgðastöðvar víðs vegar um landið auk tankskipsins Stapafells. Því til viðbótar mun fyrirtækið eiga tank- skipið Kyndil á móti Skeljungi hf. Gert er ráð fyrir því að birgða- stöðvum muni fækka um 10-15 strax á þessu ári og einnig er gert ráð fyrir einhverri fækkun á tankbílum. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins í upphafi verður 100 en enn eiga ein- hveijir af starfsmönnum olíufélag- anna tveggja eftir að bætast þar við. Framkvæmdastjóri Olíudreifingar er Knútur G. Hauksson. VAXTAMUNUR á milli Islands og helstu nágrannaríkja hefur aukist talsvert að undanförnu, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Samkvæmt henni eru vextir á óverðtryggðum skuldabréfum rík- issjóðs til fimm ára á bilinu 2,4-6,3% hærri hér á landi en í þeim löndum sem hér er miðað við. Tafla þessi er byggð á tölum frá Seðlabanka íslands, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum. Mestur er munurinn á milli vaxta hér á landi og í Japan, eða um 6,3%. í Noregi og Bandaríkjun- um eru vextir á 5 ára ríkisskulda- bréfum rúmum 5% lægri en hér á landi og í Þýskalandi eru þessir vextir rétt tæpum 5% lægri. Þar á eftir koma Danmörk, Frakk- land og Bretland, öll með um 4% lægri vexti en hér á landi. Hvergi er að finna hærri vexti en hér á landi í þessum samanburði og alls staðar hefur munurinn auk- ist verulega frá því í september. Ovirkur fjármagnsmarkaður í síðasta fréttabréfi Vinnuveit- endasambands íslands, Af vett- vangi, er þessi vaxtamunur gerður að umtalsefni og því m.a. haldið fram að íjármagnsmarkaðurinn sé orðinn ónæmur fyrir vaxtabreyt- ingum hvað varðar fjárstreymi til og frá landinu. Þar segir meðal annars: „Markaðurinn hér á landi er nefnilega svo ófullkominn og óþekktur að ekkert erlent fé streymir til landsins þótt vextir hækki. íslenskt fé streymir heldur ekki úr landi þótt vextir lækki vegna þess að hér bjóðast mun hærri vextir en erlendis.“ RANNÍS Upplýsingatækni - Hugbúnaðariðnaður Vextir hérlendis og erlendis Nafnávöxtun • Peningamarkaður Seðiabankavextir 3 mán. Rikis- vtxlar kaup kr. 12 mán. Ríkis- vfxlar kaup kr. Endurhverf I rikisvixlakaup kr. For- I vextir I ísland 7,28 7,89 6,5 5,6 Danmörk 4,7 4,9 4,9 4,8 Finnland 4,3 4,5 4,3 4,8 Noregur 6,2 5,0 6,8 6,3 Svíþjóð 8,5 8,2 8,9 7,5 Bandaríkin 5,1 5,3 5,5 5,2 Þýskaland 3,9 3,7 3,0 3,0 Japan 0,5 0,6 0,4 0,5 Bretland 6,7 6,4 6,4 - Frakkland 5,0 5,0 6,6 5,0 Spánn 8,9 8,7 9,3 Portúgal 8,7 8,7 “ 11,0 Meðaltal 5,7 5,7 5,7 5,4 Raunávöxtun - Raunvaxtamunur5 ára ríkisskuldabréfa. Ertendir vextir að frádregnum íslenskum. Fagráð um iðnaðar- og tæknirannsóknir boðar til fundar 4. janúar kl. 10.00-12.00 í Borgartúni 6. Ovissa um vaxtaþróunina að mati fjármálaráðuneytis Aukin áhersla á rannsóknir og nýsköpun á sviði hugbúnaðar. Umsóknir um rannsókna- og þróunarstyrki 1996. Viðhorf atvinnulífsins, stutt innlegg (5—10 mín): * Heiðar Jón Hannesson, SKÝRR Friðrik Sigurðsson, Tölvumyndir Gunnar Ingimundarson, Hugur hf. Upplýsingatækniáætlun ESB Ebba Þóra Hvannberg, Verkfræðistofnun HÍ Umsóknir og umsóknarferli RANNÍS: Snæbjörn Kristjánsson Umræður . . ^ Fundarstjóri: Þorsteinn I. Sigfússon, formaður fagráðsins Fyrirtæki og stofnanir í hugbúnaðariðnaðí eru hvött til að taka þátt í fundinum sem er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. RANNSÓKNARRÁÐ ÍSLANDS Ovístað dragi úrlánsfjár- eftirspurn innanlands EKKI þykir einsýnt um að draga muni úr Íánsfjáreftirspurn á innlend- um markaði á þessu ári, þrátt fyrir að lántökur opinberra aðila muni dragast saman, að því að haft er eftir Magnúsi Péturssyni, ráðuneyt- isstjóra í fjármálaráðuneytinu í nýút- komnu fréttabréfi Landsbréfa. Hann segir að lántökur annarra aðila kunni að aukast jafnframt því sem óvíst sé hvernig lántökur ríkissjóðs muni skiptast á milli innlendra og erlendra fjármagnsmarkaða. Þetta valdi nokkurri óvissu um vaxtaþróun á næsta ári. Magnús segir að reiknað sé með því að nettólántökur opinberra aðila muni lækka um 5 milljarða á árinu. A móti komi hins vegar að ríkissjóð- ur hafi beint lántökum sínum að stórum hluta á erlendan markað á sl. ári. Þannig stefni erlendar Iántök- ur ríkissjóðs og byggingarsjóða í um 14,4 milljarða króna á árinu á sama tíma og nettólántökur á innlendum lánsfjármarkaði stefni í að verða neikvæðar um 3,3 milljarða króna. „Að mínu mati er æskilegt að stærra hlutfall af lántökum ríkis- sjóðs fari fram á innlendum markaði og tel að að því beri að stefna á næstu árum, m.a. með tilliti til hlut- falls erlendra skulda af þjóðarfram- leiðslu," segir Magnús. Hann bendir ennfremur á fleiri þætti sem valdi óvissu í vaxtaþróun á næstunni. Þannig komi spariskír- teinaflokkar að andvirði um 9 millj- arða króna til innlausnar á fyrri hluta þessa árs og það muni því hafa veruleg áhrif á vaxtaþróunina hvernig ríkissjóður muni taka á end- urfjármögnun þeirra. Þá verði end- urgreiðslur af erlendum lánum ríkis- sjóðs verulega hærri á þessu ári en því síðasta. Ennfremur nefnir Magnús mögu- leikann á því að fleiri aðilar kynnu að hugsa sér til hreyfings varðandi lántökur hér á landi á þessu ári og nefnir hann sem dæmi Landsvirkjun. Þar kynnu menn að reyna fyrir sér á innlendum markaði við lántökur vegna fyrirhugaðra fjárfestinga í orkumannvirkjum. Að öllu þessu samanlögðu sé því ekki einhlítt að draga muni úr lánsfjáreftirspurn á innlendum markaði á þessu ári, jafn- vel þó að nettólántökur opinberra aðila minnki þegar á heildina er litið. 1 1 < I ( « í ( ( ll I j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.