Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sigrún Eðvaldsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson á tónleikum í Norræna húsinu
Frumflylja
verk eftir
*
Askel Másson
Morgunblaðið/Kristinn
„ÞETTA er hádramatískt og litríkt verk og mjög erfitt í flutn-
ingi,“ segir Snorri Sigfús Birgisson sem mun ásamt Sigrúnu
Eðvaldsdóttur frumflylja Sónötu eftir Askel Másson á tónleikum
í Norræna húsinu annað kvöld.
SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari
og Snorri Sigfús Birgisson píanó-
leikari efna til tónleika í Norræna
húsinu kl. 20:30 annað kvöld,
fimmtudagskvöld. Á efnisskránni
eru eingöngu íslensk verk, þeirra
á meðal Sónata eftir Áskel Másson
sem ekki hefur verið flutt opinber-
Iega áður.
Tónleikamir hefjast á verkinu
Novelette fyrir fiðlu og píanó sem
Snorri Sigfús Birgisson skrifaði
árið 1993 og tileinkaði bróður sín-
um, Þórhalli. „Sigrún var afar fljót
að læra verkið og spilar það rosa-
lega vel,“ segir Snorri og hvikar
ekki frá þessari staðhæfingu þrátt
fyrir mótmæli Sigrúnar. „Það er
ofsalega gaman að spila þetta
verk en mér fannst mér ekki
ganga neitt sérstaklega vel að
læra það. Hins vegar hefur það
verið lúxus að hafa tónskáldið
sjálft til staðar," segir fiðluleikar-
inn.
Annað verkið á tónleikunum er
sótt í smiðju Báru Grímsdóttur,
Danssvíta fyrir Matta, sem er ein-
leiksverk fyrir fiðlu. Var það með-
al annars flutt á Nordisk Fomm
í Finnlandi árið 1994. „Ég hreifst
af þessu verki þegar ég heyrði það
flutt nýlega og ákvað að kynna
mér það,“ segir Signin.
Því næst verður frumflutt Són-
ata fyrir fiðlu og píanó eftir Áskel
Másson, sem samin var árið 1993.
„Þetta er hádramatískt og litríkt
verk og mjög erfitt í flutningi,"
segir Snorri en Áskell hefur ekki
skrifað verk fyrir þessa hljóðfæra-
skipan áður. Hefur hann á hinn
bóginn samið verk fyrir einleiks-
fíðlu, Teikn, sem Sigrún þekkir
fjarska vel því hún fiutti það á
tónleikum þegar hún brautskráðist
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
árið 1983.
Spennandi
að frumflytja
„Það er alltaf spennandi að
frumflytja verk en undir slíkum
kringumstæðum verður maður að
vinna þau frá grunni og fínna
bestu leiðina," segir 'Snorri en
bætir við: „Það er hins vegar ekki
síður mikilvægt að endurflytja
verk, því það kemur ekki í ljós
fyrr en eftir nokkur skipti hvort
eitthvað sé í þau spunnið. Því mið-
ur eru alltof mörg tónverk einung-
is flutt einu sinni.“
Snorri segir að íslensk tónskáld
geti þó almennt vel við unað.
Margir íslenskir hljóðfæraleikarar
kosti kapps um að flytja íslensk
tónverk á tónleikum. Tónskáldin
semji jafnframt oft með ákveðna
fiytjendur í huga.
Tónleikunum annað kvöld lýkur
með Spuna II, einleiksverki fyrir
fíðlu eftir Guðmund Hafsteinsson.
„Þetta er mikið verk og ná-
kvæmt,“ segir Sigrún og bætir við
að það henti eitt og sér vel til flutn-
ings eftir hlé.
„Ég hélt í fyrstu að ég myndi
aldrei geta spilað það,“ heldur
fíðluleikarinn síðan áfram, „en
þegar allt kemur til alls er alltaf
jafngaman að takast á við krefj-
andi verk, svo ekki sé minnst á
að geta bætt þeim á efnisskrána
sína.“
Sigrún lætur skammt stórra
högga á milli en föstudaginn 5.
janúar kemur hún fram á tónleik-
um í Vídalínskirkju ásamt þremur
öðrum hljóðfæraleikurum. Að
þeim loknum heldur hún til Eng-
lands, þar sem hún er búsett nú
um stundir, en hyggst snúa aftur
í vor í því skyni að flytja kammer-
tónlist á tónleikum. Þar með er
reyndar ekki öll sagan sögð en
fíðluleikarinn mun fara í tónleika-
ferðalag um Nýja Sjáland í maí
með þarlendan píanóleikara sér til
halds og trausts.
Snorri hefur jafnframt í mörg
horn að líta á vettvangi kennslu,
tónsmíða og hljóðfæraleiks en seg-
ir það óhappamerki að tjá sig um
verkefni morgundagsins. Þess má
þó geta að hann hefur nýlokið við
að skrifa flautudúó sem bíður
frumflutnings.
Tveir hlutu
Norrænu
barna-
bókaverð-
launin
NORRÆNU barnabókaverð-
laununum var skipt milli tveggja
rithöfunda að þessu sinni; norska
rithöfundarins Torun Lian og
sænsku skáldkonunnar Viveca
Lárn Sundvall.
Lian var heiðruð fyrir skáldsögu
sína Bare skyer beveger stjernene.
í umsögn dómnefndar segir að í
bókinni fjalli skáldkonan um lífið
og dauðann, sorgina, söknuðinn
og tregann. Sundvall sem fékk
verðlaunin fyrir Sögurnar um
Eddie er í greinargerð nefndarinn-
ar sögð gefa lesendum ógleyman-
lega mynd af tveimur drengjum
og föður þeirra.
Félag skólasafnskennara til-
nefndi af íslands hálfu bók Frið-
riks Erlingssonar, Benjamín dúfu,
til Norrænu barnabókaverðlaun-
anna 1995. Bókmenntakynningar-
sjóður veitti styrk til þýðingar á
bókinni.
Formaður dómnefndar var að
þessu sinni Ragnhildur Helgadótt-
ir, æfingakennari við Æfingaskól-
ann.
Verðlaunin sem norrænir skóla-
safnskennarar veita árlega eru
einu samnorrænu barnabókaverð-
launin og eru heiðurslaun til núlif-
andi norræns rithöfundar sem
skrifar fyrir börn á skólaskyldu-
aldri.
„MÉR finnst í raun alveg nóg um að hún hafi verið tilnefnd, auglýsingin sem við hljótum fyrir hana
er það mikil. Möguleikarnir í keppninni eru í mínum huga aukaatriði," segir Gísli Snær Erlings-
son, leiksljóri Benjamíns dúfu, sem hefur verið valin til þátttöku á Kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Benjamín dúfa keppir í Berlín
ÚR V ALSNEFND kvikmynda-
hátíðarinnar í Berlín, sem
ásamt kvikmyndahátíðinni í
Cannes hefur öðlast alþjóðlega
viðurkenningu, hefur valið
mynd Gísla Snæs Erlingssonar,
Beiyamín dúfu, til þátttöku í
keppni hátíðarinnar í febrúar
næstkomandi. Berlínarhátíð-
inni er skipt í tvær deildir; í
annarri eru myndir fyrir full-
orðna én hinni myndir ætlaðar
börnum og er Benjamín dúfa
flokkuð í þá deild.
„Ég er mjög ánægður með
þessa tilnefningu og spennt-
ur,“ sagði Gísli Snær í viðtali
við blaðamann. Þarna fær
myndin alveg gríðarlega aug-
lýsingu. Ég segi kannski ekki
að þetta jafnist á við Óskarstil-
nefningu en þetta er með betri
auglýsingu sem maður getur
fengið í Evrópu.
Með tilnefningunni fær mað-
ur leyfi til að setja merki
keppninnar á myndina, eða
auglýsingar um hana, og það
er ákveðinn gæðastimpill. Og
fyrir vikið mun myndin ekki
fara fram hjá þeim sem eru
að kaupa myndir; oft er það
svo að þeir velja þær myndir
sem hafa þetta merki til kaups
frekar en þær sem ekki hafa
það.“
Gísli Snær sagði ómögulegt
að segja til um hvaða mögu-
leika myndin muni eiga í
keppninni. „Ég veit ekki hvaða
myndir hafa verið tilnefndar.
Mér finnst í raun alveg nóg
að hún hafi verið tilnefnd, aug-
lýsingin sem við hljótum fyrir
hana er það mikil. Möguleik-
arnir I keppninni eru í mínum
huga aukaatriði.“
Alþjóðlega kvikmyndahátíð-
in í Berlín er nú haldin í 46.
sinn. Að sögn Baldurs Hrafn-
kels Jónssonar, framleiðanda
Benjamíns dúfu, þykir það
ekki aðeins mikill heiður að
vera tilnefndur til þessarar
keppni heldur eykur það einn-
ig dreifingarmöguleika mynd-
arinnar.
Samhliða fjölmörgum sýn-
ingum og dagskrám á Berlín-
arhátíðinni er þar rekið öflugt
markaðs- og sölustarf á sviði
kvikmynda og mun Kvik-
myndasjóður íslands taka virk-
an þátt í því í þágu Benjamíns
dúfu í samstarfi við þýska fyr-
irtækið Beta Film sem er um-
boðsaðili myndarinnar erlend-
is. Ýmsar fleiri alþjóðlegar
kvikmyndahátíðir hafa þegar
sýnt mikinn áhuga á að fá
Benjamín dúfu til sýninga.
I Reykjavík standa enn yfir
sýningar á myndinni í Sljörnu-
bíói og Bíóhöllinni en myndin
var frumsýnd í nóvember og
hefur hlotið lof gagnrýnenda.
Um það bil 10.000 áhorfendur
hafa séð myndina hér heima.
Gísli Snær sagðist hafa vonað
að fleiri myndu sjá myndina.
„Maður getur hins vegar ekki
lengur vonast eftir 30.-40.000
áhorfendum eins og hér áður
því íslenskar myndir hafa ekki
lengur svo mikla sérstöðu á
markaðnum hér heima.“
mr%.
k: f éM : .. í
Utsalan hefst
4. janúar