Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 24

Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sagan af Kvani Pocahontas á frummálinu BOKMENNTIR Sfcáldsaga KONAN SEM MAN eftir Lindu Lay Shuler í íslenskri þýðingu Alfheiðar Kjartansdóttur. Vaka-Helgafell 1995 - 429 síðiu'. 2.990 kr. KONAN sem man er viðburða- rík og spennandi indíánasaga sem gerist í Norður-Ameríku á síðari hluta 13. aldar, nokkru fyrir daga Kólumbusar og spænsku land- vinninganna og löngu fyrir daga kúrekanna. Frásögnin er fast- bundin tíma og rúmi og er þess vegna ekki ævintýrasaga ■þótt þráður hennar geti oft og tíðum talist ævintýralegur. Frá hendi höfundarins er sagan endursköp- un horfins tíma og horfinna að- stæðna, nokkurskonar tilbúning- ur sem þó er ætlast til að les- andinn leggi nokkurn trúnað á. Atburðarásin er dregin nákvæm- um dráttum þar sem hvert atvikið rekur annað og umhverfi sögunn- ar á sér raunverulegar hliðstæður í hellaþorpum og öðrum bústöðum indíána sem enn „eru uppistand- andi í allri sinni hrörlegu dýrð“. Konan sem man sver sig mjög í ætt við örlaga-ættbálkasögur Jean M. Auel um Bjarnarþjóðina og Mammútaþjóðina en sögur af þessum toga eru skrifaðar undir miklum áhrifum nútíma kvik- myndagerðar þar sem meginá- hersla er lögð á hlutlægni í stíl og hraða og spennandi sviðsetn- ingu atburða. Konan sem man fjallar í megin- dráttum um unga og bláeyga indí- ánastúlku að nafni Kvani. Strax í upphafi sögunnar er lesandinn dreginn inn í miðju atburðanna þegar móðir stúlkunnar er að hjálpa henni að flýja ættbálk sinn og eiginmann. Ástæðan er sú að upp hefur komið mannskæð sótt sem talin er vera hennar sök. Kvani er dæmd til útskúfunar enda sanna blá augu hennar að hún sé norn. Ástæðuna fyrir lit augnanna má rekja til þess að fyrir langa löngu birtust indíán- unum bláeygir guðir, ljósir á hör- und sem nauðguðu kvenfólkinu. Móðir Kvani segir henni að langt í suðaustri búi bláeygur höfðingi sem hún eigi að leita verndar hjá. Með þessa vitneskju í farteskinu heldur Kvani út í heim að leita uppruna síns og þar bíða hennar hundrað hættur. Fljótlega hittir hún örlagavald sinn, Kokopelli, sem er töframaður, kaupmaður og læknir. Hann ferðast um í verslunarerindum og útdeilir heil- ögu sæði sínu sem tryggir ætt- bálkunum fijósemi og velgengni. Kokopelli skilur Kvani eftir hjá Arnarættbálkinum og heldur ferð sinni áfram. Dvöl Kvani þar nær yfir hálfa söguna og lýsir því hvernig líf hennar fléttast saman við líf annarra í ættbálknum. Kokopelli birtist henni aftur á örlagastundu ásamt bláeygum og risavöxnum víkingi, hvítum á hör- und með hár eins og haustlaufið. Víkingurinn er gráðugur nauðg- ari og kátleg útgáfa af norrænum durti sem á sínar veiku hliðar eins og aðrar persónur þessarar sögu. Síðari hluti bókarinnar segir frá viðburðaríkri ferð þeirra þriggja á vit örlaganna. Mikið af efni sögunnar fjallar um samruna manns og náttúru, helgisiði og athafnir indíánanna, margræðar sýnir þeirra, óbeislað kynlíf, tákn og drauma, ættarbönd og heim hinna látnu í bland við húmor og óhugnað. Tortryggni og afbrýðisemi krauma undir niðri í mannlegum samskiptum og þrátt fyrir yfimáttúrulega hæfileika Kvani er hold hennar veikt og hefur það afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Konan sem man er sú „persóna“ sögunnar sem varð- veitir vitneskju um uppruna fólks- ins og hina sérstöku visku kvenn- anna. Þekking þeirra gerir ætt- bálknum kleift að komast af í stríðshijáðum heimi karlmanna sem svífast einskis til að uppfýlla eigin græðgi. íslensk þýðing Álfheiðar Kjart- ansdóttur er afar vel af hendi leyst, frásögnin líður vel áfram og fullkomins samræmis gætir í þýð- ingunni frá upphafi til enda. Jón ÖzurSnorrason KVIKMYNPIR Bíóborgin/ Bíóhöllin/Sagabíó POCAHONTAS ★ ★ Vi Leiksljórar: Mike Gabriel og Eric Goldberg. Tónlist: Alan Menken og Stephen Schwartz. Raddir: Mel Gib- son, Irene Bedard, Russell Means, Linda Hunt og Billy Connolly. Enskt tal - íslenskur texti. Walt Disney. 1995. STÓRSTJARNAN Mel Gibson leikur landnemann John Smith í nýj- ustu Disney-teiknimyndinni, Poca- hontas, og það er ekki nóg með að hann sé að leika teiknimyndapersónu í fyrsta skipti á ferli sínum heldur syngur hann einnig í fyrsta skipti og gerir það bara vel. Helstu kvik- myndastjömur í Hollywood hafa leik- ið inn á Disney-teiknimyndir hin síð- ari ár og Gibson er enginn eftirbátur þeirra. Leikur hans er auðvitað bund- inn lögmálum teiknimyndanna; Smith er sönn ævintýrapersóna, fjall- myndarlegur og djarfhuga og umfað- maður af fallegri stúlku. Þannig er Gibson sannarlega á heimavelli og þarf ekki mikið að hafa fyrir hlutun- um nema vera mjúkur og elskulegur. Irene Bedard leikur indjánastúlk- una Pocahontas, sem í trássi við skipanir indjánahöfðingjans föður síns verður ástfangin af Smith. Poca- hontas er ein af svipsterku kvenhetj- um Disney-teiknimyndanna sem orð- ið hafa til eftir að kvennahreyfingar komu til sögunnar og tættu í sig hina húsmóðurlegu og undirgefnu Mjallhvíti. Pocahontas er svona náttúrubarn sem steypir sér niður í vatn af ótrúlega háum klettum og fer syngjandi niður skelfilegar flúðir. Öll áherslan er á sjálfstæði hennar og frelsisþrá (pabbinn vill gifta hana þegjandalegum og svipljótum stríðs- manni) og Bedard fellur vel inn í hlutverkið. Pocahontas er ólík þeim Disney- teiknimyndum sem við höfum séð á undanfömum ámm að því leyti að hún fjallar um raunverulegar persón- ur í raunverulegu umhverfi og byggir á sögulegum atburðum svo höfund- amir leggja áhersluna á n.k. raunsæi þótt ekki sé það algilt. Flest í henni hefði mátt kvikmynda á hefðbundinn hátt. Hún er heldur ekki um baráttu góðs og ills, sem hefur verið drifkraft- urinn í Disney-myndunum hingað til. í henni er ekkert yfimáttúmlegt ill- menni eins og Jafar eða undirfömlt kvikindi eins og Skari og maður sakn- ar þess. Hér er áherslan frekar á spennandi ástarsögu I ætt við Rómeó og Júlíu. Teikningamar eftir meistar- ana hjá Disney em oft frábærlega gerðar og Pocahontas er ágæt skemmtun þótt hún sé bragðdaufari en meistaraverk eins og Aladdín og Konungur ljónanna. Arnaldur Indriðason Misheppn- að stríð MYNDLIST Mokka HLJÓÐVERK - INNSETN- ING Magnús Pálsson. Opið alla daga. Aðgangur ókeypis. MYNDLISTIN tekur á sig ýmsar myndir, og meðal íslenskra lista- manna hefur Magnús Pálsson verið dijúgur við að teygja á hinum hefð- bundnu mörkum. Undanfarin ár hefur hann unnið mikið að gerð hljóðverka og innsetninga, sem hann hefur gjama kallað „rjóður“ eða „raddskúlptúra". Þannig hefur listamaðurinn vísað til þess að með verkunum er stefnt að einni heild, sem ýmist hverfist um sýningar- gesti, eða verður jafnlifandi fyrir hugskotssjónum þeirra og hefð- bundin höggmynd. Oftar en ekki hefur þessi ásetn- ingur tekist með ágætum, og hafa listunnendur fengið notið margra framkvæmda Magnúsar á þessu sviði; er skemmst að minnast „Tjöp- örnipinnipi“ sem sett var upp í Ráðhúsi Reykjavíkur í febrúar sl. í tilefni þings Norðurlandaráðs, sem hér sat á þeim tíma. Að þessu sinni hefur Magnús leit- að fanga í sögunni, en sýninguna á Mokka nefnir hann „Hundraðára- stríðið" eftir þessu sögufræga stríði enskra og franskra konunga á 14. og 15. öld, sem átti öðrum stríðum meiri þátt í að skerpa þjóðaheildir Evrópu á síð-miðöldum. Þetta stríð var William Shakespeare ótæmandi akur í fjölmörgum leikritum sem enn bjóða upp á listræn tilþrif, og er skemmst að minnast kvikmynda- gerð Kenneths Branagh af leikrit- inu Hinriki V, sem hér var sýnd fyrir nokkrum árum. Sterkir per- sónuleikar, sögufrægar orrustur og slungin örlög einkenna þessa tíma, sem eru enn mjög svo lifandi í hug- um áhugafólks um sögu. Magnús hefur unnið fátæklega úr þessum ríkulega efnivið; helst má nefna þetta skyndimyndir úr stríði skv. opinberum skjölum, sem eru uppistaða efnisins. Fáeinir text- ar eru prentaðir í mismunandi letur- stærðum á blöð, sem síðan eru fest á veggi kaffihússins, frá stærsta letrinu í neðstu röðinni til hins smæsta efst; með besta vilja er aðeins hægt að fylgja textabrotum á stangli, en aldrei hægt að fá heild- armynd af ákveðinni framrás. Fijálsleg sögumeðferð veikir efnið enn frekar; hér hefst frásögnin á bréfí frá 1322, en stríðið er al- mennt talið heijast 1337 og standa (með hléum) til 1453. Hinn lesni hluti heildarinnar er heldur ekki eins ríkulegur og menn eiga að venjast frá frá Magnúsi. Hér er um að ræða einradda lest- ur, tvíradda, ósamstæðan samlest- ur, eða hvísl, sem tæpast greinist yfír hljóðlátri viftu staðarins; flutn- ingur er þurr og fréttalegur, en fjarri öll þau tilþrif í raddbeitingu, sem hafa einkennt svo mörg slík verk listamannsins undanfarin ár. Að öllu athuguðu verður að segj- ast að hér er á ferðinni eitt mishepp- að stríð; sá sögulegi vettvangur sem hefur verið akur heimsbókmennt- anna er hér aðeins tilefni að tilþrifa- lítilli flatneskju, sem hefði mátt missa sín. Eiríkur Þorláksson ♦ ♦ ♦------- Sýningu Evu að ljúka SÝNINGU Evu Benjamínsdóttur í Listhúsinu í Laugardal lýkur 6. jan- úar. Inntak sýningarinar er „Eykta- mörk, björg og flæði“. Verkin eru öll unnin 1995 í akrýl og olíu á striga. Þetta er fjórða einkasýning Evu á 12 árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.