Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 30

Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 TémtámáBkskólinn Tungumálanám á vorönn 1996 Enska Cheryl Hill Stefánssoir Peter Chadwick Robert S. Robertson Cheryl Peter Robert Þýska Bernd Hammerschmidt Magnús Sigurðsson ... Reiner Santuar Reiner ■íPranska Ann SigurjQnsson Ingunn Garðarsdóttir Ann Jacques Melot Spænska Elisabeth Saguar Italska Paolo Turchi Danska Magdalena Ólafsdóttir Sænska Náitts.kt»iO lyrit Itiitit 0(| iullonhm Magdalena Adolf H. Petersen Finnska Tuomas Járvelá / Islenska fyrir útlendinga Kvöldriámikeið Nam lyrír byrjendur ««i leiKlia koitina ARAMOT Inga Karlsdóttir Rússneska Íiðgnáinskyíd Áslaug Agnarsdóttir Kínverska Guan Dong Qing Tóiiistiindaskölinn * ÍykíiÍ ti<) /<>//.( <*i* sittrfi • Nýársávarp forseta Islands, fru Vigdísar Finnbogadóttur: V elferðin byggist áþekkingu GÓÐIR íslendingar, gleðilegt nýtt ár. Hvert ár sem líður leikur á marga strengi, sem hljóma hver með sínum hætti i vitund okkar. Þegar við horfum yfir það ár sem nú er liðið minnumst við þess á undan öllu öðru að það ár heyrðum við þungan tregaslag. Þetta var ár skelfilegra náttúruhamfara, ár mikilla áfalla fyrir einstaklinga, heilar byggðir, þjóðina alla. Við svo váleg tíðindi sem urðu í Súðavík og á Flateyri finnum við átakanlega til vanmátt- ar, en um leið fyllast hjörtu okkar af samúð til allra sem orðið hafa fyrir þungbærum missi, bæði þar og annars staðar í landinu. Við upphaf nýs árs sendum við öllum syrgjendum nær og fjær hlýjar hugsanir og vinarkveðjur. I sextánda og síðasta sinn ávarpa ég ykkur nú, landa mína, úr þessu sæti og frá þessum stað. Þessi ár í embætti forseta íslands hafa verið mér dýrmætur tími og oft til mikill- ar gleði - svo ríkrar vinsemdar og gestrisni hefi ég notið á ferðum mínum um landið, svo mikinn hlý- hug hefi ég fundið í minn garð, að ekki mun mér endast aldur til að þakka það allt sem skyldi. Mest fagnaðarefni hefur það jafnan verið að fínna hve mikinn stuðning þau hugðarefni, sem ég hef borið næst hjarta, hafa hlotið hjá þjóðinni, þau mál sem ég freistast stundum til að nefna „yrkjumar“ mínar og snú- ast um ræktun lýðs og lands: mál- yrkju, mannyrkju, jarðyrkju sem þjóðyrkju. Til lítils hefði verið talað ef undirtektir hefðu ekki orðið eins og raun hefur borið vitni. Ég hef einnig notið þess að vera fyrir hönd íslands aufúsugestur víða á er- lendri grund. Á ferðum mínum hef ég fundið glöggt hve mikils íslend- ingar eru virtir, hve vel okkur hefur orðið ágengt og jafnframt hve mörg tækifæri við eigum og bíða okkar í margvíslegum markaðsmálum, ekki síst í útflutningi þekkingar og reynslu. Fámennri þjóð er mikil nauðsyn á að gera sér skýra grein fyrir sjálfmsynd sinni. Það liggur í aug- um uppi að því færra fólk sem skip- ar hópinn, þeim mun auðveldar getur hann týnst í þjóðahafið. En jafnframt er líka ljóst að hinn fá- menni hópur býr við margt það sem geir líf hans og ljóð einfaldara, gegnsærra og þar með viðráðan- legra en gerst getur í hátimbruðum samfélagsbyggingum stórþjóðanna. Um leið og þetta er sagt má þess vænta að rödd heyrist sem segir, að einmitt fámenni þjóðarinn- ar sé henni ijötur um fót og kunn- ingsskapurinn, nálægðin milli manna, geti allt eins orðið til þess að hver dragi annan niður. Nokkuð er til í því líka. Sannast sagna fel- ast fyrst og fremst möguleikar í öllu sem yfir okkur kemur. Mögu- leikar sem við getum snúið okkur til hagsbóta og menningarauka, möguleikar sem við getum einnig látið snúast okkur til tjóns. Hvar sem við stingum niður fæti erum við stödd í miðju þversagnarinnar. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Um allan heim virðast menn nú samdóma um að öll velferð muni í framtíðinni byggjast á þekkingu og fæmi manna til að nýta sér hana. Á þessari öld hafa margsinnis orðið byltingar á sviði þekkingar og því höfum við, íslendingar, nú þegar mikla reynslu af því hvernig okkur þykir henta að vinna úr þeim nýj- ungum hagnýt tæki til daglegra nota. Eitt er það sem jafnan vekur athygli útlendinga öðru fremur, en það er sú árátta okkar að leggja allt kapp á að íslenska tæknina eins fljótt og auðið er. Vitanlega getur það litið út eins og hin mesta sér- viska að vilja ekki kalla símann telefón eða þyrlurnar helíkopter eins og allar grannþjóðir okkar gera. En í augum íslendingsins er það ekki sérviska heldur aðferð til þess að gera tæknina íslenska. Aðferð sem hefur reynst okkur vel og við erum staðráðin í að nota áfram um ókomna tíð. Það er gott að hafa í huga þegar við stöldrum við þau stórmerki sem nú gerast í upplýsingabyltingunni svonefndu, hverju hún hafi komið til leiðar og hvert hún stefni. Það má okkur öllum ljóst vera að þessi bylting getur miðlað ævintýralega miklum fróðleik, hún getur brýnt menn til forvitni og sköpunar og hún getur haft mikil áhrif til lýð- ræðisþróunar og þá jafnframt til eflingar mannréttinda um allan heim. Upplýsingabyltingin færir okkur um símalínur og á geisladisk- um, áður en langt um líður, stærri hluta af þekkingu heimsins í máli og kyrrmyndum, hljómum og kvik- myndum en okkur hefur áður dreymt um. Hér hjá okkur gerði hún á árinu sem leið kleift að búa til geisladisk fyrir tölvur um Jsland og náttúru þess, og undirbúningur er hafinn að öðrum diskum, þar á meðal merkilegum margmiðlunar- tölvudiskum um íslandssöguna alla. Afar brýnt er nú að bregðast skjótt við og þýða fyrir æskuna það er- lenda efni á geisladiskum sem verð- ur kennsluefni í skólum alls staðar umhverfis okkur innan tíðar. Ovíða er meiri hætta á ferðum varðandi íslenska tungu en frá alþjóðlegu efni á geisladiskum. Þversögnin er á sínum stað: Tölv- an er mesta undur, en hún getur líka orðið grimmur tímaþjófur, lævís og lipur eins og erfðasyndin og vímu- gjafarnir. Sjálft upplýsingamagnið getur orðið svo yfirþyrmandi að meann tapi áttum og eins og dragi úr þeim mátt. Fjölmargir telja það reyndar verða eitt af höfuðverkefn- um menntunar innan tíðar að kenna mönnum að velja úr upplýsingum og hafna því sem óþarft er. En við verðum að kunna að velja á fleiri sviðum. Grimmd í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum og tölvu- leikjum er meiri áhrifavaldur í sam- tíð okkar en menn kæra sig yfir- leitt um að vita. Hér kem ég aftur að því, að allt sem gerist felur í sér möguleika til góðs og ills. Of lengi höfum við látið allt yfir okkur ganga í þessum efnum, einnig það sem verst er. En við getum líka sýnt ábyrgð og frumkvæði og andóf. Við getum hafnað því að láta berast fyrir straumi í þeirri von, að allt muni einhvern veginn bjargast eða í þeirri leti sem stundum grípur hugann að allt nýtt sé gott af sjálfu sér. Mestu varðar að við höldum vöku okkar sem foreldrar og upp- alendur, að við skiptum okkur af því hvað það er sem börn okkar hafa aðgang að og hvaða áhrif það hefur á þau haft. Uppeldi til stríðs í tölvuleikjum þar sem hver Valhöll- in rís af annarri og Einherjar sparka hver annan í hel þindarlaust og rísa svo upp aftur alheilir, rétt eins og ekkert sé að marka það sem leik- stýrandinn hefur látið þá gera, - slíkt uppeldi megum við ekki þola, heldur verðum við að sýna okkur og börnum okkar'þá virðingu sem leiðir til hófsemdar, einnig á þessu sviði. Þegar við sem eldri erum vorum að vaxa úr grasi var okkur leiðbeint til að leysa verkefni okkar á þann veg, að við getum með sanni sagt að við eigum þetta samfélag að. Þá eign viljum við síst missa sem ein- staklingar og sem þjóð. Því hvar er sá sem raunverulega vildi vera þjóð- laus maður? Orðalaust var okkur líka kennt að bera virðingu fyrir sjálfum okkur sem einstaklingum og mann- eskjum. Nú, þegar við höfum öðlast reynslu áranna er hægt að gera þá Ferð ársins - til KINA Tíl KINA með Farið verður til: Beijing Xian Unni Quðjónsdóttur Quilin 7,-28. maú í fróðleiksferð/skemmtiferð Suzhou í stutterma hita í fámennum hópí ferðalanga. Shanghaí Verð 265 þús. á mann. Kínaklúbbur ^—r , Reykjahlíð 12,105 Reykjavík, sími 551-2596.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.