Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 19% MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓT Nýárspredikun herra Qlafs Skúlasonar biskups: V armi himneskrar birtu Guðspjall Lúkas 2,21. Guð gefi íslenskri þjóð gleðilegt nýtt ár og heimi öllum frið. Engu að síður spyr ég sjálfan mig um leið og orð myndast, hvort ekki sé fullmikil bíræfni að tala um frið og gleði við upphaf þessa nýja árs. Vissulega eru væntingar mikl- ar og vonir bundnar við ýmislegt, sem fyrr hefur fært koldimma skugga vonbrigða og svika og þeirrar lygi, sem ekki aðeins eitrar fyrir þeim, sem verður fyrir, held- ur spillir ekki síður hinum, sem beitir. En reynslan er ólygnust til lærdóms, og það vitum við, að pappírar eru oft á tíðum ekki virði efnisins eftir undirskriftir. Og það þótt valdsmenn þjóða og þar með veraldar skrifi undir með blek- pennum fögrum. Hvað þá þegar slíkt er gert af þeim, sem minna eiga undir sér, en geta þó spillt farsæld friðar, þar sem áhrifa þeirra gætir, þegar ábyrgðarlaust er staðið að verki. Er því ekki að ófyrirsynju eða vegna eðlislægrar tortryggni einnar, að hik færist yfir við háleitar óskir í ársbyrjun. Engu að síður er eðlilegt að spurt sé, hvort annað sé við hæfi í guðs- þjónustu í sjálfri Dómkirkjunni við ársbyrjun en að láta það uppi, sem frekast er unnt að vona? Og dreg- ur ekki úr eðli jákvæðra fullyrð- inga, að orðum er ekki aðeins beint að söfnuði sam- an komnum í gömlum helgi- dómi við tvö hundruðustu áramótamess- una í Dómkirkj- unni, heldur landslýð öllum. Dettur mér þó ekki eitt andar- tak í hug, að orð mín berist fyrir kraft vísinda, sem ég gæti hvorki skýrt né skilið væri eftir leitað, inn á hvert einasta heimili landsins. Ég sé ekki heilu fjölskyldurnar safnast um útvarps- tæki sín og hlusta og móttaka, þótt innst í huga bærist sú von, að það séu fleiri sem slíkt gera en ég í svartsýni vænti. Ekki til þess eins að hlýða á prédikarann, heldur til að ljá bænum aukið vægi í ríkulegri þátttöku. Til þess að orð mín berist ekki einvörðungu út í geiminn, hvort heldur inn til dala eða fram með ströndu eða aðeins hér í næsta hús, er nauðsyn- legt að sá sem útvarpstæki á, snúi takka og opni fyrir sendinguna. Og er þó miklu meiri vandi á hönd- um núna en áður fyrr, þar sem um fleira er að velja og auðvelt að muna ekki að breyta stillingu, þótt fullur hug- ur hafi staðið til slíks degi fyrr, hafi önnur stöð haldið athygli fanginni eða svo vel í það minnsta, að sending þaðan varð órofin. Jú, til þess orð mín gagnist þarf að koma til vilji að stilla tæki og síðan að leggja við eyra. Þetta eru lögmál, sem gilda ekki aðeins á tíma fjölmiðla- fjölda og alls kyns áhrifavalda, heldur vonTeinnig við lýði, þegar minna var um að vera og færra höfðaði til landsmanna um eftirtekt og athygli. Og á vitanlega við fleira en fjölmiðla eina. Er jafnvel spegil- mynd lífsins. Skyldi þetta þá ekki vera eitthvað skylt því, sem ég í upphafi kom inn á, þetta með kveðju og ósk? Enginn vandi að mynda orð, sem varir mínar og gómur túlka sem ósk um farsæld næstu mánaða. Og ekki að heldur meiri kúnst að bæta þar við fag- urri hugsun um frið. Og reyndar varla annað mögulegt í þessari veröld okkar, þar sem myndir af drápstækjum og sundurskotnum byggingum keppa um athygli við lýsingar á fræga fólkinu, hvort heldur af ætt Windsor eða búsett í Hollywood. Og þá líka jafnfánýtt mundu ýmsir telja og jafnólíklegt að nokkru skipti. Hví er ég þá að hafa fyrir því að árna landsmönn- um og íbúum heims öðrum farsæld- ar með friði? Ekki fyrir þær sakir, að annað komist ekki að. Langt frá því. Af svo mörgu er að taka, að frekar er vandi að hafna en velja úr ótakmörkuðum íjölda. Og ekki að heldur fyrir þær sakir einar, að þessa sé vænst í fyrstu messu árs- ins. Og sýni sagan, að þannig hafi þetta verið í þau tvö hundruð ár, sem prestur eða biskup hefur stað- ið hér í stólnum og beint orðum til þjóðar eða safnaðar sem fulltrúa heildar. Sæmi því ekki annað en skipa sér í þessa fríðu fylkingu, sem hefur árnað þjóð friðar og farsæld- ar og þar með mannkyni, þótt munur hafi verið á, hve nándin var mikil eða fjarlægðir færðu áherslu- atriðin til. Og þó dugar þetta ekki að heldur. Og ég læt mér nægja að rifja UPP, þegar ég stóð í þessum spor- um af sama tilefni fyrir réttu ári. Þá var ég að flytja hina sömu frómu ósk og ég var að enda við núna. En árið var annað, þá var 1995 að hefja göngu með sínum fyrsta degi. Og ég óskaði af ríku- legu tilefni þjóð til hamingju með nýja árið og vonaði, að það mundi reynast heilladijúgt og hamingju- ríkt. Mér finnst ég enn heyra óminn af sálminum, sem þá var sunginn og reyndar núna líka, en höfðar þó enn sterkar til mín, þegar miðað er við upphaf fyrir tólf mánuðum en nú að þeim liðnum og við byijun ársins 1996: „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ sungum við þá sem nú. Spurning var færð til tóna og við tókum mörg undir með þjálfuð- um röddum kórsins og sungurh eða muldruðum i barmi missterkra hughrifa: „Hvað boðar nýárs bless- uð sól?“ Og ekki einu sinni víst, að spurningin hafi verið ýkja áleit- in. Vera má, að það hafi aðeins verið fylgt hefð af vana án þess höfðað hafi til ríkari athygli um- hugsunar. Og má ég viðurkenna af fullri einurð, að feginn er ég, að ég fékk ekki skyggnst undir tjalddúk tímans og séð viðburði þess árs, sem þá hófst og ég von- aði að færði farsæld, frið og heill. Ég vissi það ekki þá og mig grun- aði ekki einu sinni, hvað væri í Ólafur Skúlason Arámótaræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra: Góðærið gengur í garð GÓÐIR íslendingar, gleðilega hátíð. Ég vil gera annars manns orð að upphafi minnar ræðu. Þau hljóða svo: „- Svo langri ferð höfum vér nú í kvöld enn þá einu sinni aflokið. Árið er umliðið - eilíflega er það oss horfið og ekkert nema vor verk fylgja oss. Dagar og vikur, mánuð- ir og ár á ár ofan hverfa á bak oss eins og straumur inn í umliðna tímans takmarkalausa haf og smátt og smátt flyst með þeim burt af jörðu það sem heimurinn á hvuiju tímabili kallar skrautlegt og mikilsvert - auður og metorð og völd, allt þetta sést ekki fram- ar; árin hafa jafnóðum flutt það burt með sér - allt þetta sést ekki framar - en vor verk fylgja oss.“ Þessi töluðu orð komu fyrst úr munni ungs manns. Hann var að- eins 22 ára, þegar hann flutti þessa áramótaræðu í Reykjavík 31. des- ember 1829. Flest er í lífinu hverf- ult, en verkin okkar munu fylgja okkur, var inntak orða hans. Hvað er þá orðið okkar starf, spurði hann síðar, þá þroskað góðskáld. Og þetta er vísast mergur máls. Við getum harmað óhöpp og grát- ið óblíð örlög liðins árs um ára- mót. Ellegar þykjumst við geta hrósað happi, allt eftir því, hvernig á stendur hjá hveijum og einum. En spurningin, sem hlýtur að vakna hjá okkur flestum, er sú sama og spurning Jónasar Hall- grímssonar. Hvaða verk munu fylgja okkur á veginum, sem liggur um nýja árið, inn í lengri framtíð? Við þurfum ekki endilega að hafa náð öllu því fram, sem við settum okkur og það er ekki held- ur neitt við því að segja, þótt margt hafi mistekist. Við fáum seint við allt ráðið. En okkur líður snöggtum betur, ef svarið við spurningu okkar og Jónasar Hall- grímssonar verð- ur það, að við höfum að minnsta kosti gert okkar besta. „Hver er sinnar gæfu smiður", segir orðtakið. Ég held að þetta sé rangt. Smiðir gæfunnar eru margir og mis- laghentir. En hitt er örugglega rétt, að það getur hver maður greitt gæfunni leið og stuðlað að heill og hamingju með verkum sín- um, orðum og athöfnum. Arið, sem við kveðjum í kvöld, átti sínar góðu hliðar og margt gekk býsna vel og sumt mjög vel. En samt bregður svo við, að okkur verður flestum örðugt í fyrstu að koma auga á þessar björtu hliðar ársins. Það ber stóra skugga á árið sem er að líða, stórslys og mannfómir á altari óblíðrar nátt- úru. Slíkir atburðir eru ekki eins- dæmi á íslandi, en koma okkur þó ætíð eins og í opna skjöldu, skekja okkur og skelfa. Atburðina fyrir vestan munum við lengi harma. En ólánið mun þó ekki standa eitt í minningunni. Hetju- lund hjálparliðsins, sem dreif að, menn og konur, sem lögðu alla sína orku í björgunarstarfið, bættu nótt við dag og degi við nótt, gleymast seint. Og þjóðin var öll þar. Hún var með í verki og er meiri eftir. íslendingar eru betur í stakk búnir nú en nokkru sinni fyrr að bjóða harð- indum náttúr- unnar birginn. Sá máttur, sem fólginn er í menntun og há- tækni, flugvél- um og skipakosti og búnaði vel- þjálfaðra björg- unarsveita og fullkomnu heil- brigðiskerfi er ómetanlegur. Þjóðinni hefur fleygt fram efnalega á síðustu áratugum. Það er í raun undrastutt síðan að minnstu munað[ að búsetubrestur yrði í landinu. Óður skáldanna til ættlandsins efldi henni kjark um margan dimman dag, en æði oft voru þær heitstrengingar og há- stemmdur lofsöngur um ágæti fóstuijarðarinnar á skjön við þann veruleika, sem þjóðin bjó við. Jafn- vel einn okkar stærsti ljóðsnillingur og trúarhetja, sem uppi var um síðustu aldamót, lét næstum bug- ast undan oki þeirrar eymdar sem harðneskjulegt náttúrufar og eilíf örbirgð lagði yfir sveitunga hans og samlanda. Hann, sem sungið hafði kjark í aðra, stælt trú þeirra og baráttuþrek, sá eitt andartak ekki út úr augunum. Hann sá ekk- ert úrræði annað en flytja þjóðina til Vesturheims, í aðra og miskunn- samari veröld. Hugsanlega hefur ljóðið, sem hann orti þá, leyst hann undan örvinglun. En ljóðið, þessi höfuðlausn örvæntingarinnar, varð honum dýrkeypt. Matthías Joch- umsson mátti lengi sitja undir brigslum um svik við land og þjóð fyrir ljóðið. Margir fyrirgáfu hon- um seint og sumir aldrei. Þetta atvik er rifjað upp í ágætri bók, sem út kom um jólin. Þar er áhrifa- mikill kafli um skáldið, sem gaf okkur þjóðsönginn fagra, annars vegar og níðsönginn harða hins vegar. Þjóðskáldið virtist tapa um stund trúnni á landið, sem hann þó unni hugástum og við lá að þjóðin týndi trúnni á skáldið. Allt er nú breytt, og flest til góðs. Skáldin mega nú yrkja eins og þeim sýnist og segja kost og löst á landi og þjóð í öfgafullum myndum án þess^ að nokkur kippi sér upp við það. Ábyrgir fjölmiðlar geta gagnrýnislaust ýtt undir áskoranir um að nú sé rétti tíminn til að yfirgefa ísland - það búi mönnum ekki boðleg kjör, allt sé betra annárs staðar. Ég á þó bágt með að trúa því að nú sé sá íslendingur uppi, sem telji að hið fræga kvæði þjóð- skáldsins eigi við á okkar tímum. Ég vona að minnsta kosti að sá sé vandfundinn, sem telji að nú sé rétt að tala í þeim tón til íslands sem þar var gert og segja: „Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Hrafnfundna land, munt þú ei hentugast hröfnum? Héðan er bent vorum stöfnum, hrafnfundna land!“ Engum dettur í hug að séra Matt- hías Jochumsson myndi yrkja svo nú. Hitt er miklu sennilegra, að jafnvel hið fijóa ímyndunarafl skáldsins, sem átti sér fá takmörk, hefði verið ófært um að sjá fyrir þá velmegun, sem íslensk þjóð býr við í dag. Hitt er annað mál, að íslensk stjórnvöld hafa unnið að því að auðvelda íslendingum þátttöku í atvinnulífi á meginlandi Evrópu. Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið gerir okkur jafnrétta öðrum íbúum Evrópu, hvað at- vinnuþátttöku varðar, í öllum lönd- um svséðisins, en þar búa nú um 350 milljónir manna. Þessir nýju kostir munu auðvitað gera ríkari kröfur til okkar um að standast samanburð í lífskjörum, bæði laun- um og þjónustu sem og umhverfis- legu atlæti. Alþjóðleg samkeppni á ströngustu mörkuðum byggir á því, að vinnuafl hafi meira svigrúm til að sækja á ný mið, en áður var, og sé ekki bundið við landa- mæri ríkja. Hvar sem borið er nið- ur virðumst við standast saman- burð við það sem best gerist í efna- hagsmálum þjóða. Verðbólga er lág. Hagvöxtur er verulegur. Fjár- lagahalli er skaplegur og atvinnu- leysi minna en víðast þekkist. Þrátt fyrir allt, sem á undan var sagt, höfum við því ríka ástæðu til að sjá einnig hið góða í gamla árinu. Við hljótum að fagna því, að árið varð vendi- punktur til góðs í efnahagsmálum þjóðarinnar. Við megum minnast þess sem ársins, þegar góðærið gekk í garð. Það þýðir ekki að hagur allra hafi batnað mjög í einni sviphendingu. Nei, vissulega ekki. En það þýðir á hinn bóginn, Davíð Oddsson forsætisráðherra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.