Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 33
sem er raunverulega stórt en ekki
misfella ein á tiltölulega sléttum
ferli, þegar nærsýnin markar
áhugasvið.
Og þó sjáum við merki liðins árs
á fleiri sviðum en þeim, sem ryðj-
ast fram vegna ógna sinna á forsíð-
ur fyrstu frétta. Skyldi nokkur
finnast meðal þjóðar, sem finnur
ekki þrýsting sérstakrar við-
kvæmni, þegar horft er til baka,
vegna þess að einhver sá er horf-
inn, sem fyrr lagði sitt af mörkum
til að gera daga góða eða í það
minnsta betri? Einstaklingar hafa
horfið, skarð þeirra er ófyllt og
verður ekki fyllt, þótt ekki hafi
margir verið kallaðir á brott í einu,
hvort heldur vegna hörmulegra
slysa, sem fleiri hafa verið í fyrra
en áður eða þeirra sjúkdóma, sem
án afláts krefjast fórna.
Eg tala nú ekki um, þegar deil-
ur, eijur, metingur og togstreita
eru borin upp að því, sem er raun-
verulega stórt og þess eðlis, að
ekki er annars að vænta en það
hafi miklar afleiðingar. Þá hljóta
flestir að viðurkenna, að oft er
deilt um það, sem betur væri leyst
án hávaða og það látið spilla, sem
unnt ætti að vera að útkljá í skiln-
ingi tillitsseminnar. Og ekki aðeins
þá þjóðir takast á eða þjóðabrot
minna á sig. Líka í hópi einstakl-
inga og ekki alltaf fjölmennra, sem
í atgangi sínum ausa því yfír aðra,
sem betur væri án að vera fyrir alla.
Eða gætir of mikillar svartsýni
við upphaf nýs árs? Betur að mán-
uðir eigi eftir að sanna að svo hafi
verið. Engu að síður vænti ég
trauðla slíks. Og minni í því sam-
bandi á bitran lærdóm reynslunnar
í meginsögu mannkyns, þeirrar
sögu, sem einstaklingar hafa skráð
með lífi sínu og framlagi eða skorti
á þeirri höfuðkröfu kristinnar trúar
að hagur íslensku þjóðarinnar
muni frá því ári fara batnandi í
öruggum skrefum, ef hún heldur
vel á sínum málum. Það er með
öðrum orðum fullkomlega raun-
sætt að telja, að við höfum ríka
ástæðu til að horfa með hýrri há
og bjartsýni á framtíð lýðs og
lands.
Vissulega sanna dæmin, ný og
gömul, að seint verður af öryggi
skyggnst inn í framtíðina. En að
svo miklu leyti sem séð verður og
komi ekkert óvænt áfall, þá mun
íslensku þjóðinni vegna vel á árun-
um til aldamóta. Hún getur á þeim
tíma komið sér upp almennum
kaupmætti, sem verður sá besti,
sem við höfum nokkru sinni notið.
En þó mun mikið velta á verkum
okkar sjálfra. Við megum ekki
rasa um ráð fram og við verðum
eftir sem áður að sýna gætni og
fyrirhyggju.
Við skulum á göngu okkar um
ókunna stigu nýja ársins fara
þannig um, að við getum um næstu
áramót litið ánægð um öxl. Þá
þurfum við að standa sjálfum okk-
ur og öðrum reikningsskil ársins
1996. Þá verður spurt, hvort að
tímanum hafi verið vel varið. Hvort
við getum stolt haldið vegferðinni
áfram með verk okkar á árinu
1996 í farteskinu. Við skulum öli
leitast við að vinna þannig að við
getum óhrædd staðið frammi fyrir
þeirri spurningu.
Ég óska ykkur, áheyrendur og
löndum mínum, nær og fjær, gleði-
legs nýs árs.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
- kjarni málsins!
vændum. Hefði eitthvað af því, sem
átti eftir að berja harkalega að
dyrum mínum og þjóðarinnar, opin-
berast fyrir óvanalega innsýn, svo
ég hefði getað greint, hvað mánuð-
um fylgdi, þegar ég stóð hér fyrir
ári og skyldi túlka hefðbundnar
kveðjur, þá hefði von mín breyst í
vonbrigði, ósk mín í martröð og
bjartsýnin kafnað undir ótrúlegu
fargi.
En ég vissi ekki þá, hvað átti
eftir að gerast. Og hinn fyrsti
þeirra viðburða, sem vá hefur
merkt sér, jafnvel áður en upphafs
mánuður ársins var liðinn. Og ann-
að áfall af líkum toga, áður en
vetur hafði raunverulega barið að
dyrum nú í haust. Hugur hverfur
þess vegna vestur á firði, þar sem
bær hjúfrar sig að hlíðum og heitir
Súðavík og annar ekki langt frá
úti við annan fjörð á malarrifi og
nefnist Flateyri. Svo hátt risu heiti
bæja og íbúa á árinu 1995 að gleym-
ist hvorki né fyrnist, en verður að
sífelldri áminningu og ekki síst við
komu nýs árs, þegar enginn veit
hvað það kann að færa.
Hörmungarnar snertu þjóðina
alla og sýndu enn á ný og sönn-
uðu, að hún getur átt eina sál, einn
hug og einn vilja. Aðeins sorglegt,
eins og kaldhæðinn kunningi lét
mig heyra, að slíkt geti því aðeins
gerst, að náttúruöflin bijóti af sér
fjötra í líkingu við tilraunir Loka
Laufeyjarsonar, sem þó drap sig
seint úr dróma og flytji slíka ógn,
að hver og einn er knúinn til að
gleyma, þótt ekki sé nema andartak
eitt eigin vanda, sem títt hefur
aðeins verið lítil hæð en þó gerð
að fjalli, svo að skyggði á annað
og stærra. Eigin mál og hlutskipti
falla þá snögglega úr hásæti
drottnandi athygli hvers og eins
og eru séð í réttu hlutfalli við það,
ÁRAMÓT
að leitast við að setja sig í annarra
spor og láta ekki sjálfsblindni hrok-
ans villa sér sýn.
Fæddist barn í Betlehem og höf-
um við ekki fá sungið um það og
sungið því lof svo sem verðskuldað
er. En hrakið var það af mönnum
frá fyrstu stundu lífs. Atti þó fyrir-
hyggju foreldra það að þakka, að
reifar voru til taks að hjúpa lítinn
líkama. Hellir veitti skjól á víða-
vangi langt frá hlýju heimili í Naz-
aret. Sjálfselska mannanna eða
skilningsleysi nema hvoru tveggja
sé og verður seint aðskilið, olli því,
að þessar vistarverur voru fyrsti
viðkomustaður í jarðheimi. Breytti
því engu, þegar þáttur manna er
skoðaður, að englar færðu dýrð
himins til jarðar og framandlegir
gestir opnuðu pinkla sína og færðu
gjafir. Barnið fæddist í helli og lét
líf sitt á krossi vegna öfundar
manna yfír frumkvæði Guðs sam-
fara skilningsleysi á fúsleika hans
til að fórna öllu. Og er varla von,
að menn skilji mátt slíks kærleika,
svo er hann ólíkur sjálfselskunni,
sem við umvefjum okkur yfirleitt
með og fellur þá fyrst af, þegar
við erum harkalega minnt á það,
að örlög eins snerta okkur og harka
okkar færir öðrum meiðsl.
Þetta kallar kirkjan og hefur
gert frá öndverðu synd og felst í
því, að við látum okkur sjálf og
kröfur okkar og hlutskipti skyggja
á Guð. Og gerir það hlut okkar
ekkert betri, þótt við á stundum
hjúpum sjálfselskuna í værðarvoð
mikilla orða, sem eiga að túlka
háleitan skilning og himintengdan,
þegar afleiðingar eru þær einar,
að við skyggjum sjálf á Guð. Eða
hver er fyrirmyndin, sem Jesús
gefur að því lífi, sem honum og
þar með Guði er þóknanlegt? Það
var ekki presturinn, sem flýtti sér
framhjá þurfandi manni, sjálfsagt
til að flytja guðsþjónustu í næsta
bæ. Það var ekki heldur aðstoðar-
maðurinn, sem ef til vill vildi ekki
koma of seint í helgihaldið og sinnti
því hinum særða engu við vegar-
brúnina. Nei, fyrirmyndin var sá,
sem heimurinn í kring fyrirleít og
kunni vafalaust fátt þeirra skýr-
inga á eigin ágæti, sem margan
mann blindar eða leitað er til sjálf-
um sér til afsökunar. Það var Sam-
veiji, sem Jesús benti hinum skrift-
lærða höfðingja á að taka sér til
fyrirmyndar. Hann lét hvorki orð
á bókfelli né túlkun prestanna
marka sér áhugasvið, heldur leit
þörfína eina. Hann er fyrirmyndin,
sem Jesús bendir heimi á, og höfð-
ar sérstaklega til okkar um eftir-
fyigd.
Við þörfnumst fleiri slíkra, heim-
urinn þarfnast fleiri slíkra. Þeirra
sem nema staðar, þótt séu á líkri
hraðferð og flestir aðrir og upp-
teknir vegna eigin viðfangsefna,
en víkja eigin kröfum til hliðar
vegna þarfa annarra. Gerist slíkt í
ár í Bosníu, Króatíu eða hvar sem
barist kann að vera? Gerist slíkt á
íslandi? Og þá ekki síst þar, sem
brandi hefur verið brugðið, svo aum
er und, í stað þess að rétt væri
fram hönd til stuðnings í sjálfs-
gleymsku vegna hollustu þjón-
ustunnar, vegna Guðs, vegna fyrir-
myndar í Kristi og þeim öðrum, sem
hann bendir á og við eigum að
læra af.
Synd manna slær heiminn
blindu. Synd mín særir og ekki
aðeins sjálfan mig, heldur og alla
þá aðra, sem ég hefði annars getað
stutt og fært nær varma himn-
eskrar birtu.
Barnið úr hellinum var látið
heita Jesús og foreldrar beygðu
sig undir hefð aldanna í umskurn
sveinsins. Hann reis þó sjálfur ofar
erfikenningu og fylgdarmenn
hans, sem bestri innsýn bjuggu
yfir, og áhersla var lögð á það,
að fortíðin á ekki að hneppa í
fjötra, heldur styðja til farsældar
á leiðum, sem einar gagna á hveij-
um tíma og kunna að vera aðrar
en fyrr þóttu bestar. Menn skildu
þetta ekki og negldu frelsara sinn
á kross. Þá missti sól birtu sinnar.
En skuggum bregður enn yfir,
þegar menn láta eigin hvatir, synd
sjálfselskunnar drottna, en gleyma
þörfum annarra og þar með heill
sjálfs sín.
Nýtt ár er hafið, árið 1996. Og
enn syngjum við og nú með Súða-
vík og Flateyri auk margra slysa
og brottkvaðningar ástvina og
vina á síðasta ári í huga: „Hvað
boðar nýárs blessuð sól?“ Og þó
kjósa fæstir að vita fyrirfram.
Hitt ber okkur að hafa hugfast,
hvað felst í nafni barnsins úr helli
hjarðmanna. Jesús þýðir Drottinn
frelsar. í hollustu við Drottin er
heill heims fólgin og þar með hvers
einstaklings. Bæn mín í fyrstu
messu ársins í tveggja alda helgi-
dómi er því sú, að hver og einn
þiggi svo frelsun Drottins og náð,
að hann miði val á leiðum við það.
Þá getum við án kvíða horft mót
framtíð, þótt vel vitum við, að
hættur geta hvarvetna leynst.
Aðeins ef við treystum Guði og
beygjum vilja okkar undir kær-
leika hans, þá hindrar ekkert, að
sól upphafsins skíni jafnbjart að
leiðarlokum. í því felst bænarákall
kirkjunnar og ekki aðeins við ára-
mót heldur sífellt.
Gleðilegt nýtt ár í Jesú nafni, nafni
hans, sem minnir á, að Drottinn
frelsar.
'\Ráðumst á aukakílóin á nýja árinu! 3ja mánaða kort á kr. 6.500,1 mánuður á kr. 2.90C
Pallatími - Vaxtamótun - Topp trimm - Karate - Judo - Box - Leikfimi fyrir ófrískar - Kvennatími - Gönguhópur - Brennslu-
tími - Þolfimi - Gönguskíði - Magi, rass, læri - Funk - Leikjanámskeið - Samkvæmisdansar og skemmtun fyrir 5-7 ára.