Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 37
JOHN Major hefur kosningabaráttuna árið 1992. Þá vann hann óvæntan sigur; skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að
Verkamannaflokkur Neils Kinnocks myndi fá stjórnartaumana í sínar hendur.
Reynir Major
að hjara án
meirihluta?
Brottför Emmu Nicholson úr þingflokki
-->---------------------------————-
Ihaldsflokksins breska fyrir áramót veldur
því að æ fleiri telja líklegt að stjórn Johns
Majors missi meirihlutann og verði að boða
til kosninga á árinu, I grein Kidstjáns Jóns-
sonar er eina von Johns Majors forsætis-
ráðherra um kosningasigur sögð byggjast
á því að bætt efnahagsástand geti snúið
kjósendum á síðustu stundu
um áramót
ekju-
nar
uppfylltar hér á landi muni koma upp
á yfirborðið ágreiningur milli þeirra
og íslenskra stjórnvaida vegna þess
að skilyrði ESB taki ekki nægjanlega
mið af þvi hve mismunandi áhættu-
þættir í framleiðslu t.d. rækju og
saltfisks séu. „Ég hef tilefni til að
óttast að það geti komið upp ágrein-
ingur,“ segir Þórður.
Hann segir að Fiskistofu, sem ber
ábyrgð á eftirlitinu gagnvart aðildar-
ríkjum EES, sé óneitanlega töluverð-
ur vandi á höndum. „ESB-reglurnar
sem við þurfum að fullnægja hafa
ekki að geyma almennilega útlistun
á því hvernig hlutirnir skuli metnir.
„Okkur finnst að þar vanti t.d.
heimildir til að meta gallana eftir því
hversu stórvægilegir þeir eru. Þarna
þarf að_ koma á samræmingu milli
landa. ísland og Noregur verða að
sitja við sama borð og öll ríki ESB
hvað eftirlit varðar. Við viljum vera
fullvissir um að ESA túlki þessar
reglur eins gagnvart okkur eins og
þær eru túlkaðar gagnvart einstök-
um ríkjum ESB,“ segir Þórður. „Ég
á von á að fljótlega fari í gang á
þessum vettvangi umræða um vinnu-
brögð og samræmingu og túlkun á
þessum reglum.“
Hvorki Þórður Ásgeirsson né
starfsmenn þeirra skoðunarstofa sem
leitað var til vildu ræða málefni ein-
stakra fyrirtækja og hugsanlega
stöðu þeirra nú við lok aðlögunar-
tímans, vegna þess trúnaðar sem rík-
ir í samskiptum þessara aðila.
Morgunblaðið ræddi við þijá um-
fangsmikla saltfiskverkendur, sem
allir kváðust þegar hafa uppfyllt hin
hertu skilyrði.
„Við værum löngu dottnir út af
markaðnum ef við hefðum ekki upp-
fyllt þessar kröfur,“ sagði Halldór
Árnason, framkvæmdastjóri Borg-
eyjar hf. á Höfn, sem sagði að kröf-
ur um húsakynni og búnað væru að
flestu leyti í samræmi við það sem
erlendir viðskiptavinir hefðu gert
kröfur um. Hann sagði að Borgey
hefði ekki þurft að kosta til endur-
bóta á húsnæði og búnaði á aðlögun-
artímanum. Hins vegar hefði innra
eftirlitskerfi fyrirtækisins á sínum
tíma verið aðlagað reglum ESB.
Karl Njálsson, fiskverkandi í
Garði, sagði sitt fyrirtæki hafa feng-
ið varanlegt vinnsluleyfi og þar teldu
menn sig uppfylla ESB kröfur í einu
og öllu. Þær kröfur lytu ekki aðeins
að innra eftirliti og endurbótum held-
ur þyrftu menn einnig að verá vak-
andi fyrir því að sinna viðhaldi með
fullnægjandi hætti og bregðast t.d.
við ef nýrrar sprungu yrði vart í
gólfi eða vegg vinnslusalar. Hann
sagði að sumar krafnanna kæmu þó
framandlega fyrir sjónir, t.d. það að
krefjast þess að verkafólk í söltun
gangi með húfur og sé í sloppum.
Hinrik Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Kambs á Flateyri, sem
auk frystingar er með umfangsmikla
flakasöltun, sagði að fyrirtækið hefði
á nýliðnu ári lagt í 15-20 milljóna
króna fjárfestingu við endurbætur,
að mestu leyti vegna frystingar, en
allur fiskur sem kemur inn i fyrirtæk-
ið er flakaður og snyrtur á sama
gólfi, hvort sem hann fer síðan í
------- frystingu eða söltun. „Við
Iki regl- lögðum í öll gólf í haust.
r eins Þetta voru verulega miklar
art okk- framkvæmdir,“ sagði Hin-
_ ggg rik. Hann sagði að sett
hefði verið sérvalið efni á
gólf og veggi í vinnslusal.
Hann sagði að erlendir kaupendur
hefðu heimsótt fyrirtækið í haust og
lýst yfir ánægju sinni með aðstæður
í fyrirtækinu, sem einnig væri með
á döfinni áform um frekari fram-
kvæmdir til að skapa betri vinnuað-
stöðu í söltuninni.
FYRIR skömmu sátu ráðherr-
ar í ríkisstjórn Majors á
fundi og ræddu skýrslu sem
tryggingafræðingur hafði
gert fyrir íhaldsflokkinn. Þar kom
fram að miklar líkur væru á því að
fjórir íhaldsþingmenn myndu látast
næstu 12 mánuðina. Þetta merkti að
naumur meirihluti flokksins, fimm
þingsæti, myndi verða að engu. Rétt
fyrir áramótin lýsti síðan Emma Nic-
holson, fyrrverandi varaformaður
flokksins, því yfir að hún hefði ákveð-
ið að ganga til liðs við fijálslynda
demókrata Paddys Ashdowns. Meiri-
hlutinn er því kominn í þijá og talið
fullvíst að hann minnki í eitt sæti á
næstu vikum í aukakosningum sem
allt bendir til að íhaldsflokkurinn
tapi._
„Ég vona að þeir íhaldsþingmenn
sem lýst hafa megnri óánægju sinni
með stefnu ríkisstjórnarinnar muni
fylgja í fótspor mín,“ sagði Nicholson.
Hún sagðist ósátt við meintar
hægriáherslur stjórnarinnar í félags-
málum og viðhorfin til Evrópusam-
bandsins. Major hefur verið sakaður
um að reyna að friða íhaldsandstæð-
inga Evrópusamrunans með sérstöðu
Breta í mörgum málum í Evrópusam-
bandinu. Nicholson sagði að íhalds-
flokkurinn væri ekki lengur sá flokk-
ur þjóðarsáttar sem hann hefði verið
fyrir nokkrum áratugum, er Harold
Macmillan var forystumaður íhalds-
manna. Fléiri væru á sinni skoðun í
þingflokknum.
„Við þolum einfaldlega ekki lengur
árásirnar á fólk annarra kynþátta eða
trúarbragða, minnihlutahópa og ein-
stæða foreldra, þá sem fyrir tilviljun
eru ekki hvítir, engilsaxneskir, karl-
kyns, mótmælendatrúar og á þingi,“
sagði hún.
Michael Heseltine aðstoðarforsæt-
isráðherra reyndi að gera lítið úr
Nicholson með því að segja að hún
hefði verið óánægð með að hljóta
ekki ráðherraembætti.
Major forsætisráðherra notaði ný-
ársávarp sitt til flokksfélaga til að
andmæla með óbeinum hætti þeim
ásökunum að flokkurinn hefði færst
til hægri. Hann lagði áherslu á þá
fyrirætlun stjórnvalda að lækka
skatta og draga úr ríkisútgjöldum
eins fljótt og hægt væri en bætti við:
„Við megum ekki unna okkur hvíldar
fyrr en öll börnin okkar ganga í skóla
þar sem jöfnum höndum er lögð
áhersla á góða kennslu og heilbrigð
gildi. Við verðum að hrekja alla
glæpamenn úr skúmaskotum þeirra.
Við verðum að treysta og bæta opin-
bera þjónustu."
Evrópumálin erfið
Evrópudeilurnar eru enn óleystar
í íhaldsflokknum. Ummæli Michaels
Portillos, varnarmálaráðherra og eins
helsta talsmanns þeirra íhaldsmanna
sem andvígir eru auknum Evrópu-
samruna, á nýársdag hafa valdið
fjaðrafoki. Hann sagði það firru að
Ihaldsflokkurinn væri á leið til hægri
og gagnrýndi þá ákvörðun Nicholson
að ganga í flokk Ashdowns. „Frjáls-
lyndir demókratar eru flokkur þeirra
sem vilja samruna Evrópu í eitt sam-
bandsríki og ef það er það sem Emma
trúir á er rétt hjá henni að yfirgefa
okkur,“ sagði Portillo.
Ýmsir íhaldsmenn fordæmdu að
ráðherrann skyldi með óbeinum hætti
lýsa sig ánægðan með brotthvarf
Nicholson. „Ef Portillo vill kljúfa
flokkinn þá er hann á réttri leið,“
sagði þingmaðurinn Peter Temple-
Morris sem talinn er líklegur til að
fara að dæmi Nicholson.
íhaldsmenn reyndu þó flestir að
bera sig vel eftir atburðina fyrir ára-
mót. Þeir sögðu sinnaskipti Nicholson
engu breyta, nú myndu þingmenn
fylkja liði á sama hátt og í október
þegar Alan Howarth, fyrrverandi
ráðherra Ihaldsflokksins; gekk í
Verkamannaflokkinn. Ihaldsþing-
menn úr öllum fylkingum innan
flokksins fordæmdu ákvörðun Nic-
holson, sumir með orðalagi sem ekki
mun vera prenthæft.
Stjórnarflokkurinn hefur ekki litið
á ftjálslynda demókrata sem neina
ógn við sig enda gerir kosningafyrir-
komulag í Bretlandi það að verkum
að Ashdown er aðeins með um tvo
tugi þingmanna, tveir stærstu flokk-
arnir skipta þingsætunum að mestu
á milli sín. „Við reynum að tala ekki
meira um Paddy [Ashdown] en nauð-
syn krefur," sagði háttsettur íhalds-
maður.
Einn af ráðherrunum viðurkenndi
þó að málið gerði flokknum enn erf-
iðara um vik við að sýna myndug-
leika en eftir 17 ára valdasetu eru
þreytumerkin mörg. Öflug forysta
og miðjustefna Tony Blairs hjá
Verkamannaflokknum eykur enn á
vandann, spillingarmál og kynlífs-
hneyksli hafa einnig hijáð Ihalds-
flokkinn síðustu árin. Kjósendur vilja
margir breyta til og sjá ný andlit í
ríkisstjórninni.
Kjörtímabilið er fimm ár og kosn-
ingar verða því í síðasta lagi haustið
1997. Forsætisráðherra í Bretlandi
getur boðað til kosninga hvenær sem
hann vill á tímabilinu en staðan í
könnunum er svo slæm að Major
vill fresta kosningum í lengstu lög.
Hagtölur eru flestar mjög vænlegar
en almenningur hefur ekki á tilfinn-
ingunni að kjörin séu að batna. Þetta
gæti þó breyst.
Nokkrir nafngreindir íhaldsþing-
menn eru sagðir líklegir til að greiða
atkvæði gegn stefnu stjórnarinnar í
nokkrum málum á næstunni, er eink-
um rætt um afstöðuna til sameigin-
legrar fiskveiðistjórnunar í Evrópu-
sambandinu í því sambandi. Breskir
sjómenn eru fokreiðir yfir því sem
þeir telja mismunun þegar veiðikvót-
um sambandsríkjanna er úthlutað,
telja gengið á rétt sinn og hefur
stjórnin því sýnt mikla hörku í samn-
ingaviðrææðum í Brussel. Þetta
segja Evrópusinnar í þingflokknum
að sé merki um aukna uppivöðslu-
semi í ríkisstjórninni af hálfu and-
stæðinga Evrópusamstarfsins. „Það
er svo sannarlega kominn tími til
að stjórnin sýni meiri dirfsku og út-
skýri stefnuna í Evrópumálum af
meiri hlutlægni fyrir almenningi,"
sagði Evrópusinninn Hugh Dykes
fyrir skömmu. Hann vildi ekkert tjá
sig um það hvort hann væri að gef-
ast upp á flokknum.
Heseltine enn vongóður
Fullyrt er að efnahagssérfræðing-
urinn Heseltine sé engan veginn
búinn að gefa upp vonina, hann
treysti á áhrif efnahagsbatans.
íhaldsmenn geti snúið taflinu við og
fengið allt að 40 sæta meirihluta ef
ekki verði kosið fyrr en 1997.
Meirihlutinn er þegar mjög naum-
ur en minnt er á að stjórn Verka-
mannaflokksins árið 1974, er James
Callaghan var forsætisráðhérra, hafi
aðeins haft þriggja sæta meirihluta
í upphafi. Hún hafi að vísu stundum
tapað í mikilvægum atkvæðagreiðsl-
um en tekist að hjara lengi.
Þessi naumi meirihluti dvínaði enn
vegna brotthlaups en Callaghan
bjargaði sér á síðustu stundu 1977
með því að semja um stuðning 13
þingmanna Fijálslyndra. Einnig var
komið til móts við óskir nokkurra
annarra þingmanna, einkum skoskra
og velskra þjóðernissinna, til að
tryggja aðstoð þeirra í mikilvægum
atkvæðagreiðslum.
Þessi lausn reyndist ekki haldgóð.
í kosningunum er haldnar voru 1979
eftir að Verkamannaflokkurinn hafði
lent upp á kant við skoska þjóðernis-
sinna og tapað naumlega í atkvæða-
greiðslu um vantraust beið flokkur
Callaghans ósigur. Síðan hefur
íhaldsflokkurinn haft húsbóndavöld-
in í Downingstræti 10.
Getur Major reynt að beijast
áfram þótt flokkurinn missi meiri-
hlutann í neðri deild þingsins? Ráða-
menn hafa rætt þann möguleika,
benda á að íhaldsflokkurinn verði
eftir sem áður með stærsta þing-
flokkinn og hann hafi verið kjörinn
til að stjórna í fimm ár. Major hefur
áður samið við öflugasta flokk sam-
bandssinna, þ.e. mótmælenda, á,
Norður-írlandi. Það gerðist þegar
forsætisráðherrann þurfti stuðning
til að koma Maastricht-samkomulag-
inu í gegn og hluti þingflokks íhalds-
manna sveik lit.
Sambandsflokkurinn undir for-
ystu Davids Trimble hefur níu sæti
og flokkur öfgaklerksins Ians Pais-
leys þijú. Trimble sagði er hann tók
við leiðtogastöðunni í september að
sambandssinnar myndu ekki styðja
stjórn Majors ef borið yrði upp van-
traust en stjórnmálarefir í Ihalds-
flokknum álíta líklegt að Norður-
írarnir myndu sitja hjá - og það
dygði til að veija Major falli.
Tíminn fram til haustsins 1997
yrði samt enginn dans á rósum fyrii
Major, hann yrði í pólitískri gíslingu
sambandssinna. Stjórn Callaghans
varð undir í 42 atkvæðagreiðslun'
1974 til 1979. ítrekuð auðmýking
af slíku tagi yrði varla heilnæm fyr-
ir Ihaldsflokkinn eða gott veganest
fyrir kosningar.