Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Sannleíkurinn
um „Kalið hiarta“
Ásgrímur Gísli Snær
Sverrisson Erlingsson
Í NÓVEMBERMÁN-
UÐI síðastliðnum tók
Regnboginn til sýninga
kvikmyndina „Un Coe-
ur en Hiver“ eða „Kalið
hjarta" eftir franska
leikstjórann Claude
Sautet. Það var okkur
félögunum sérstakt
fagnaðarefni að sjá
þessa rúmlega þriggja
ára gömlu mynd loksins
birtast á íslensku bíó-
tjaldi, enda töldum við,
eftir að hafa séð mynd-
ina um árið, að um
væri að ræða verk unn-
ið af miklu innsæi og
djúpri tilfinningu. Okk-
ur varð þó ljóst að við
höfðum hlaupið á okkur þegar við
lásum umsögn Amaldar Indriðason-
ar gagnrýnanda Morgunblaðsins, 16.
nóvember síðastliðinn. Ekki var um
að villast, þessi mynd náði ekki nokk-
urri átt. Skýr skilaboð fólust í um-
sögninni til unnenda góðra kvik-
mynda, um að láta þessa mynd fram-
hjá sér fara því hún væri langdregin,
tíðipdalaus og fráhrindandi.
Áfallið yfir skammsýni okkar var
mikið, en lái okkur hver sem vill.
„Kalið hjarta“ hefur nefniiega farið
sigurför um heiminn á undanfömum
árum og af einhveijum óskiljanlegum
ástæðum notið almennrar hylli áhorf-
enda jafnt sem gagnrýnenda. Hún
hlaut Silfurljónið á kvikmyndahátíð-
inni í Feneyjum 1992 auk þess að
hljóta þar sérstök verðlaun alþjóðlegs
hóps gagnrýnenda. Jafnframt hlaut
leikstjórinn frönsku „César“-verð-
launin 1992 ásamt því að einn leikar-
anna, André Dussolier, hlaut „César“
fyrir besta leik í aukahlutverki. Fyr-
ir einhvern misskilning hafa virtir
gagnrýnendur sömuleiðis keppst um
að hlaða myndina lofí. Þannig talar
Derek Malcolm, gagnrýnandi breska
dagblaðsins The Guardian og for-
maður alþjóðasamtaka kvikmynda-
gagnrýnenda, um „frábærlega vel
leikna ástarsögu". Landi hans, Alex-
ander Walker hjá Evening Standard,
segir hana dæmi um „franska kvik-
myndagerð eins og hún gerist best“
og bætir við að „leikur Emmanuelle
Béart er óaðfinnanlegur“. Geoff
Brown hjá The Times hvetur fólk til
að „missa ekki af þessari stórkost-
legu mynd“. Gagnrýnandi Variety,
biblíu bandaríska kvikmyndaiðnaðar-
ins, skrifar jafnframt:„Glæsilega
kvikmynduð ástarþríhymingssaga.
Ákaflega skemmtileg. Tónlistin svo
falleg að mann verkjar, einstakur
leikur." Hjá The European kveður
enn við sama tón: „Sigur. Þetta er
sígild frönsk frásögn. Dásamleg
mynd.“ Ennfremur má nefna að
bandaríska vikuritið Time sá sér-
staka ástæðu til að fjalla^ ítarlega
um myndina á sínum tíma. I umfjöll-
un Time var því meðal annars velt
upp af hveiju bandarískir kvik-
myndagerðarmenn gerðu ekki mynd-
ir af þessu tagi. Var ekki laust við
að öfundartóns gætti í garð hinnar
frönsku kvikmyndahefðar - sem
Arnaldur sér auðveldlega í gegnum
í gagnrýni sinni.
Líkt og barnið í sögunni um nýju
fötin keisararans setur Arnaldur
fram miskunnarlausa greiningu.
Hann skrifar meðal annars: „Engir
telja sig kunna betri skil á ástinni
en Frakkar og bera kvikmyndir
þeirra mjög þess merki... Engin
tónlist er í myndinni, aðeins samræð-
ur, talandi hausar í nærmynd . ..
maður kemst ekki hjá því að hugsa
af hveiju þetta var ekki skrifað og
leikið fyrir útvarp. Hið þrönga sjón-
arhorn gerir myndina óttalega lang-
Kvikmyndin „Kalið
hjarta“ hefur faríð sig-
urför um heiminn, segja
Asgrímur Sverrisson
og Gísli Snær Erlings-
son, sem hér ij'alla um
gagnrýni á myndina í
Morgunblaðinu.
dregna og maður upplifír hana eins
og langan aðdraganda að einhveiju
sem aldrei verður.“
Eitt augnablik flökraði að okkur
að hér væri um tvær myndir að ræða.
En beiskur sannleikurinn kom í ljós
þegar gagnrýnandi Morgunblaðsins
hóf að lýsa söguþræði myndarinnar.
„Sögusvið hennar er tónlistarheimur-
inn í París. Daniel [Auteuil] leikur
fiðlusmið. Samstarfsmaður hans
[André Dussolier] er ástfanginn af
ungum fíðluleikarara sem Emmanu-
elle Béart leikur en hún dregst að
hinum hófstillta og hljóðláta smið
og kemst að því sér til hrellingar að
hann er eins ástríðufullur og trélím.“
I lok málsgreinarinnar bregður gágn-
rýnandinn fyrir sig spaugilegri
myndlíkingu. Á öðrum stað kemur
hann einnig auga á broslega stað-
reynd, hvar segir: „Hún [myndin] er
um mann sem er ekki þess umkom-
inn að elska af einhveijum ástæðum
sem auðvitað eru aldrei skýrðar enda
Frakkar ekki tilbúnir til að útskýra
ást í smáatriðum.“ Nú hafa leyndar-
dómar ástarinnar orðið mannskepn-
unni að yrkisefni um langan aldur
og margir reynt að leysa þá flóknu
jöfnu. Það er einlæg von okkar að
gagnrýnandi Morgunblaðsins sjái sér
fært að upplýsa okkur um þá sem
fáanlegir eru til að „útskýra ást í
smáatriðum". Getur verið að gagn-
rýnandinn sjálfur lumi á þeirri þekk-
ingu? I nafni skynsemishyggju og
vísinda skorum við á hann að láta
ljós visku sinnar lýsa okkur fáfróðum
götuna fram á veg.
Við sem héldum að „Kalið hjarta"
væri saga sem sögð væri í smáatrið-
unum. I villu okkar héldum við hana
vera um mann sem skyggnist inn í
hyldýpi eigin sálar og sér aðeins tóm-
ið. Okkur fannst sem framvindan
birtist í augnatillitum og ósögðum
orðum, fíngerðum þráðum sem rakna
upp einn af öðrum. Að hún kristallað-
ist í handverki fíðlusmiðsins, sam-
bandi fiðluleikarans við hljóðfæri sitt
og ekki hvað síst í tónlist Maurice
Ravel. Arnaldur bendir hins vegar
með ótvíræðum hætti á þá staðreynd
að ekki sé tónlist að fínna í mynd-
inni. Við stóðum jafnvel í þeirri trú
að þetta væri saga um djúpar tilfinn-
ingar, ást og örvæntingu, hamingju
og einmanaleika. Að frásögnin ein-
kenndist af hæglátum krafti og afar
agaðri stjórn á miðlinum, hvar áhorf-
andanum væri leyft að sköða og
skynja í stað þess að fá framan í sig
ódýrar lausnir. Allt er þetta á mis-
skilningi byggt. Itöskur kvikmynda-
gagnrýnandi á Islandi hefur séð í
gegnum þá glýju sem mynd þessi
hefur kastað í augu sakleysingja um
víða veröld. Sannleikurinn er sár en
ávallt sagna bestur.
Með skarpskyggni sinni afhjúpar
Arnaldur fáfengileik manns sem
margir hafa talið með merkari sam-
tíma kvikmyndahöfundum Frakka.
Claude Sautet er nú kominn á átt-
ræðisaldur og hóf að vinna við kvik-
myndir á sjötta áratugnum, bæði sem
handritshöfundur fyrir aðra og leik-
stjóri. Hann vakti fyrst alþjóðlega
athygli með mynd sinni „Les Choses
de la Vie“ með Michel Piccoli og
Romy Schneider. Myndin, sem er frá
1970, ijallar um mann sem lendir í
umferðarslysi og riíjar upp líf sitt
meðan bíll hans_ fer hveija veltuna á
fætur annarri. Á síðasta ári var hún
endurgerð í Hollywood undir heitinu
„Intersection" með Richard Gere og
Sharon Stone. 1978 var mynd hans
„Une Histoire simple“ tilnefnd til
óskarsverðlauna. í myndinni þykir
Romy Schneider fara á kostum í einu
besta hlutverki ferils síns, sem verka-
kona á fimmtugsaldri sem endurmet-
ur líf sitt eftir að hafa sagt skilið
við elskuga sinn og gengist undir
fóstureyðingu. Sautet, sem aðeins
hefur gert. fimmtán myndir á um fjör-
tíu ára ferli, er þekktur fyrir lág-
stemmdar og næmar persónulýsing-
ar sem einkennast af miklu innsæi.
Þrátt fyrir óumdeild tök á miðlinum
þykir stíll hans hreinn og tilgerðar-
laus. Viðfangsefni hans eru gjarnan
kortlagning á sál meðalmannsins og
umhverfis hans.
Gagnrýnandinn bendir einnig
djarflega á slælega frammistöðu
Daniel Auteuil í hlutverki fíðlusmiðs-
ins. Hjá Amaldi tíðkast breiðu spjót-
in, er hann talar um steindrumb og
þverhaus sem leiti eftir samúð áhorf-
enda en fái enga. Atlagan rís hvað
hæst í ummælum hans um að Auteu-
il túlki fiðlusmiðinn sem einstaklega
óspennandi persónu sem hvorki detti
af né dijúpi. Nú ber svo við að í
Frakklandi er Daniel Auteuil talinn
til stórstjarna á borð við Gerald Dep-
ardieu og Jean-Hugues Anglade.
Eftir að hafa byijað ferilinn sem
gamanleikari og vakið mikla athygli
í aukahlutverkum, sló hann í gegn í
„Jean De Florette" og „Manon des
Sources" eftir Claude Berri, um miðj-
an síðasta áratug. Hann treystir síð-
an stöðu sína í hinni vinsælu mynd
Colinne Serreau „Romuald et Juli-
ette“ 1989. Sömuleiðis hlaut hann
frábæra dóma fyrir frammistöðu sína
í mynd André Téchiné „Ma Saison
Préférée" þar sem hann lék aðalhlut-
verkið ásamt Catherine Denevue. Ein
nýjasta mynd hans, hið blóði drifna
16. aldar drama „La Reine Margot“
hlaut meðal annars dómnefndarverð-
laun í Cannes á síðasta ári og frábær-
ar viðtökur áhorfenda sem gagnrýn-
enda. Eiginkona hans er Emmanu-
elle Béart, sem leikur fíðluleikarann.
Eftir að hafa fengið hvatningu frá
Robert Altman um að reyna fyrir sér
í kvikmyndum, birtist hún í eftir-
minnilegu hlutverki í „Manon des
Sources", þá aðeins rúmlega tvítug.
Béart er í hópi athyglisverðustu yngri
leikkvenna Frakka, ásamt meðal
annars Juliette Binoche og Sophie
Marceau. Hún hefur að undanförnu
leikið aðalhlutverkin í myndum
Claude Chabrol (,,L’Enfer“), Jacques
Rivette (La Belle Noiseuse") og
André Téchiné („J’embrasse Pas“).
Fyrir hlutverk sitt í „Un Coeur en
Hiver“ varði hún mörgum mánuðum
í að æfa handtök fiðluleikarans.
André Dussolier, sem leikur sam-
starfsmann Auteuil, er sömuleiðis
þekktur skapgerðarleikari í heima-
landi sínu, meðal annars fyrir leik
sinn í myndum Alain Resnais.
Ekki er annað unnt en að þakka
gagnrýnandanum fyrir einstaklega
snöfurmannleg vinnubrögð. Það þarf
kjark til að benda á sannindi sem
öllum virðast hulin, en blasa auðvitað
við ef betur er að gáð. Fyrir hans
tilstilli gátu lesendur Morgunblaðsins
uppgötvað tímanlega hvers konar
fyrirbæri var á tjaldi Regnbogans
um skamman tíma á haustdögum.
Það er von okkar að gagnrýnandinn
haldi áfram að skilja hismið frá
kjarnanum með árvökulum augum,
um ókomna tíð.
Höfundar eru kvikmyndagerðar-
menn.
Umönnun
og heilbrigði
Meðal annarra orða
Heilbrigðisráðuneytið ætti að vera í fararbroddi í slíku
forvarnastarfi, segir Njörður P. Njarðvík, í samvinnu
við áhugafólk.
Á JÓLAFÖSTU þurfti ég að leggjast inn á
sjúkrahús og gangast undir uppskurð. Þetta
var á skurðdeild Borgarspítalans, og fjarri því
að vera í fyrsta sinn sem ég hef notið læknis-
hjálpar þar. Aðgerðin tókst vel, ég var fljótur
að jafna mig, og þetta er svo sem ekki í frásög-
ur færandi. Aðeins eitt sjúkdómstilfelli af ótal
mörgum. En vegna þeirra miklu umræðna, sem
orðið hafa að undanfömu um heilbrigðiskerfíð
og „sparnað" þar, þá reyndi ég að horfa í kring-
um mig og fylgjast með starfseminni á þess-
ari deild, eins og mér var unnt sem sjúklingur.
í stuttu máli má segja, að samstarfsandinn
virtist með ágætum og starfsfólk í einu orði
sagt framúrskarandi. Ef þessi deild skilar ekki
góðum árangri, þá er ég illa svikinn.
Umönnun
Segja má, að sjúkdómsferli mínum að þessu
sinni hafi mátt skipta í þrennt (svo sem al-
gengt er). Fyrst koma rannsóknir og sjúk-
dómsgreining, þá skurðaðgerð og loks umönn-
un að aðgerð lokinni og eftirmeðferð. í mínu
tilviki er skurðlæknirinn gamall vinur og
skólafélagi, og því eru samskipti mín við hann
ef til vill ögn öðru vísi en alvanalegt er. Og
eðli málsins samkvæmt eru persónuleg sam-
skipti sjúklings á sjúkahúsi mest og nánust
við hjúkrunarfólkið. Það tekur við að aðgerð
lokinni og annast daglega líðan sjúklingsins,
undir eftirliti læknis að sjálfsögðu. En það er
hjúkrunarfólkið, sem sjúklingurinn hittir oft-
ast og talar mest við. Og það verð ég að segja,
að í hvert skipti sem ég verið á Borgarspítalan-
um, þá hef ég dáðst að störfum þess. Það er
glaðlynt og vingjarnlegt, sýnir allt að því tak-
markalausa þolinmæði og vinnur störf sín af
öryggi og fumlaust. Og eru þó sumir sjúkling-
ar fjarri því að vera auðveldir viðureignar og
stundum beinlínis önuglyndir af vanlíðan sinni.
Ég er sannfærður um, að störf þessa fólks
eiga mikinn þátt í að flýta fyrir bata og spara
þannig ærinn kostnað við sjúkdómslegu.
Þetta er hvorki hávaðasamt fólk né fyrirferð-
armikið, og ekki er svo að sjá sem störf þess
séu mikils metin, - nema af sjúklingum. Laun
þess eru lág, vinnutíminn langur og starfíð
erfítt og lýjandi. Raunar get ég aldrei hætt að
undrast þau viðhorf, að störf sem lúta að
umönnun manneskjunnar skuli vera illa launuð.
Þetta á jafnt við um líkamlega sem andlega
umönnun, hjúkrunarfólk, kennara og uppalend-
ur. Það er eitthvað að því þjóðfélagi, sem telur
fræðslu og hjúkrun lítils virði. Nema það sé
beinlínis hugsað þannig, að lág láun muni
tryggja, að í þessi störf fari aðeins fólk með
sanna fórnarlund! Ég vil halda því fram að
laun hjúkrunarfólks og kennara séu íslensku
þjóðinni til vansa og ísienskum ráðamönnum
til skammar.
Heilbrigði
Einhvern veginn hefði ég haldið, að það
væri nokkuð augljóst að það er að fara aftan
að hlutunum að ætla að spara í heilbrigðiskerf-
inu með endalausum niðurskurði á sjúkrahús-
um. Og það er beinlínis ómannúðlegt að láta
slíkan niðurskurð bitna á þeim er síst skyldi,
sjúku fólki.
Kostnaður við sjúkrahús á að vera borinn
uppi af sameiginlegum sjóðum landsmanna með
sköttum, svo að allir hafi jafnan aðgang að
lækningu, óháð fjárhag. Annað er ekki veij-
andi í þjóðfélagi siðaðra manna. Þar að auki
sýnist augljóst, að sparnaðaraðgerðir þessarar
ríkisstjórnar í heilbrigðismálum, sem hinnar
fyrri, eru fálmkenndar og stefnulitlar.
Starfsfólk á spítölum kvartar einmitt undan
því, að sífellt sé verið að ijúka í breytingar
og tilfærslur fram og aftur með skyndiákvörð-
unum í stað þess að marka raunverulega fram-
tíðarstefnu. Og raunar virðist þetta eitt helsta
einkenni íslenskra stjórnmála nú á dögum að
ijúka til með skyndiákvarðanir í einhvers kon-
ar örvæntingu líkt og maður sem er með allt
sitt í vanskilum. Þannig verður engu landi
stjórnað svo að vel fari. Mér finnst að það
ætti ekki að þurfa að minna á, að ráðuneytið
sem fer með þennan málaflokk, heitir heil-
brigðisráðuneyti, ekki sjúkleikaráðuneyti. Og
því sýnist blasa við, að vilji menn spara út-
gjöld á sjúkrahúsum, þá sé það best gert með
því að veita fé til heilbrigðismála. Veita fé
til þess að draga úr sjúkdómum og slysum -
og þar með þörf fyrir sjúkrahúsvist. Þess
vegna finnst mér að besti sparnaður felist í
öflugu forvarnastarfi.
Forvarnir
Heilbrigðisráðuneyti ætti að vera í farar-
broddi í slíku forvarnastarfi í beinu og öflugu
samstarfi við aðra aðila, félög og samtök, sem
sinna þeim málum af hugsjón en fjárhagsleg-
um vanefnum og eru háð samskotum og vel-
vilja almennings. Við vitum það öll, hvort sem
við högum okkur samkvæmt því eða ekki, að
það er mikil þörf á slíku forvarnastarfi. Það
þarf að vinna gegn tóbaksreykingum og
neyslu áfengis og fíkniefna. Það þarf að vinna
ötullega að bættri umferðarmenningu, vark-
árni og tillitssemi í akstri. Það þarf að upp-
lýsa almenning miklu betur um hollustu í
mataræði og nauðsyn reglubundinnar hreyf-
ingar og útivistar. Og síðast en ekki síst þarf
að hvetja fólk til andlegra iðkana til að öðl-
ast sálarfrið, þann frið sem gerir innbyggðu
lækningakerfi líkamans sjálfs auðveldara að
starfa eðlilega.
Við vitum öll að árangur af slíku forvarna-
starfi skilar sér fljótt í sparnaði. En það þarf
enginn að segja mér, að sparnaður sé í því
fólginn að gera sjúku fólki erfiðara fyrir að
ná bata, með lengingu biðlista og auknum
persónulegum útgjöldum við læknishjálp. Ekk-
ert þjóðfélag sparar með sjúku fólki.
Höfundur er prófessor í íslenskum bók-
menntum við Háskóla íslands.