Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón Arnðr G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendingafélagsins AÐALSVEITAKEPPNI deildar- innar hefst mánudaginn 8. jan 1996, kl. 19.30. Spilað er á mánudögum kl. 19.30 í Þöngla- bakka 1. * Spilastjóri er ísak Öm Sigurðs- son. Þátttaka er öllum heimil. Upplýsingar og þátttökutil- kynningar hjá BSÍ í Þönglabakka 1, sími 5879360. Einnig hjá Óla í síma 5571374. Þá er hægt að mæta tímanlega mánudaginn 8. jan nk. kl. 19.30 og láta skrá sig á staðnum. Gleðilegt nýtt ár. Bridsfélag Suðurfjarða Árlegur jólatvímenningur Bridsfélags Suðurfjarða var hald- inn á Hótel Bláfelli laugardaginn 30. des. 1995. Til leiks mættu 34 pör víðs veg- ar að af Austurlandi. Keppnis- stjóri og reiknimeistari var Pálmi Kristmannsson. Keppt var um silfurstig og urðu 9 efstu pör sem hér segir: Þorvaldur Hjarðar(BF) - Guðm. Pálsson (BF) 146 Sigurjón Stefáns.(BF) - Þórarinn Sigurðs. (BF) 133 Bemhard Bogas. (BF) - Bjami Sveins. (BB) 131 Ámi Hannesson (BH) - Oddur Hannesson (BF) 120 Jón B. Stefáns.(BF) - Guttonnur Kristm. (BF) 118 HafþórGuðm.(BF)-ÆvarÁrmannsson(BSF) 113 Magnús VaIgeirs.(BSF) - Óttar Ármanns. (BSF) 104 Kári Ásgrímsson(BB - Jón A. Kjartansson (BB) 101 Þorst. Bergsson (BF) - Sveinn Heijólfsson (BF) 98 AÐSEIMDAR GREINAR Dagsbrúnarfélagar gætið að! NÚ ÞEGAR það liggur ljóst fyrir að nýr listi verkamanna til stjórnar í Verka- mannafélaginu Dags- brún er kominn á laggimar fyrir vænt- anlegar kosningar í Dagsbrún sem verða um miðjan janúar næstkomandi, er vissulega rík ástæða að staldra við og líta yfir farinn veg, eins og menn gera títt um áramót. Þessi listi manna til stjómar í Dagsbrún saman- Ólafur Björn Baldursson stendur af breiðfylkingu verka- manna hvaðanæva úr innviðum félagsins. Einhugur virðist ríkja um þá skoðun meðal félagsmanna í Dagsbrún að endumýjun sé löngu tímabær á forystu félagsins sem stendur á þeim merku tímamótum að verða hvorki meira né minna en 90 ára nú í byijun komandi árs. Það væri því kærkomin gjöf til félagsins og þeirra manna er það byggja og hafa byggt, að hleypa út um gluggann hinni öldr- uðu mollu staðnaðra hugsjóna með innnkomu ferskra og kröftugra strauma frá mönnum sem láta sér annt um hag og velferð sam- bræðra sinna í verkamannastétt. Þar sem það gamla hugtak virðist alltaf vera í góðu gildi að Gífurlegt úrval af nýjum bútasaumsefnum. Trévara, snið og bækur. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbra Sími 568-7477 MíMÉJMs?£MííC- Opið mán.-föst kl. 10-18 og laugard. kl. 10-14. VIÐSKIPTANAM Fjölbrautaskólinn Breiðholti FJÖLBRAlfTASKÚUHN BREIÐH0LTI Verslunarpróf: Skrifstofubraut - Verslunarbraut -Ritarabraut. Stúdentspróf 4 brautir. FB þegar þú velur verknám MATREIÐSLUNAM Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunnnám matreiðslu og framreiðslu (samsvarar 1. ári í Hótel- og veitingaskóla íslands, veitir sjókokkapróf). Matartæknir 3ja ára nám (störf í mötuneytum heilbrigðisst.). Heimilishagfræðibraut 1 árs nám (Fjölbreytt og hagnýtt nám um rekstur heimilis og umönnun íjölskyldu). FB þegar þú velur verknám FJÖLBRAUTAStóUHN BRElÐHOLTi FJÖLBRAUTASKÓLiHN BREIÐHOLTI SJÚKRALIÐANÁM ^ Fjölbrautaskólinn Breiðholti Bóklegt og verklegt nám til sjúkraliðaprófs. FB þegar þú velur verknám j Róm var ekki byggð á einum degi, má bú- ast við að menn hafi þetta gajnla orðtak við hugann nú þegar nýir vindar taka að blása úr annarri átt en verið hafa undan- farna áratugi og er það ekki að ósekju. Kröfurnar um end- urnýjun í forystusveit Dagsbrúnar hafa ver- ið þvílíkar undanfar- ið, að svörun við slík- um neyðarópum mega ekki bregðast lengur. Hvernig í ósköpunum er mögu- legt að reisa Dagsbrún upp úr þeirri öskustó sem félagið hefur verið í undanfarin ár? Einhveijar hugmyndir hljóta þessir menn á nýjum lista til stjórnar að hafa um möguleika á uppgangi kröft- ugs verkamannafélags í okkar nútíma samfélagi þar sem hlutur ófaglærðs verkafólks hefur verið svo svívirðilega skertur að um grófa móðgun við þessa launþega og fjölskyldur þeirra er að ræða. Það sem þessi nýi listi setur á oddinn er að sjálfsögðu það megintakmark að bæta kjör verkamanna innan Dagsbrúnar svo um munar. Þar hafa þeir ver- ið sveltir um langa hríð en á því skal svo sannarlega verða breyt- ing með tilkomu nýrrar forystu- Nýja listanum er það mikið keppikefli, segir Olafur Bjöm Baldurs- son, að færa valdsvið félagsins beint til fé- lagsmanna. sveitar í stjórn Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Helstu máléfni sem hin væntanlega nýja forysta Dags- brúnar mun leggja mikla áherslu á er í fyrsta lagi að breyta kjara- málastefnu þeirri er ríkir í þjóðfé- laginu, sem mismunar ófaglærðu verkafólki gagnvart öðrum laun- þegum þessarar þjóðar svo gróf- lega sem svo glögglega má sjá á launatöxtum verkamanna. Annað málefni sem hvílir þungt á undirrituðum er fyrirkomulag kosninga innan félagsins sem er gjörsamlega úr samhengi við allt sem eðlilegt mætti teljast í nútíma- samfélagi. Mótað verður nýtt kosningafyrirkomulag sem líkist meira því fyrirkomulagi er tíðkast í lýðræðislegum verkamannafé- lögum. Því miður hefur núverandi stjórn Dagsbrúnar ekki þann kjark eða vilja til að framkvæma hluti í verki heldur eru fagurgalarnir og fastmótaðir frasar í hávegum hafðir. Samstarfsfélagi minn á hinum nýja lista, Sigurður R. Magnússon, komst nefnilega hár- rétt að orði á fundi í Bíóborginni nú fyrir skemmstu er hann lýsti árvissum atburði sem svo að menn og ekki síst fjölmiðlar væru farnir að skopast að hinum árlega Dags- brúnarstormi í vatnsglasinu sem væri jafn stórhættulegur og bless- uð lóan. Þessi ummæli vöktu mikla kátínu meðal fundarmanna en engu að síður er það ömurleg og sorgleg staðreynd að svona hefur verið tekið á málunum í Dagsbrún í árafjöld enda leikhúslíf við Lind- argötuna með afbrigðum blóm- legt. Hinum nýja lista er það mik- ið keppikefli að færa valdsvið fé- lagsins beint til félagsmanna, þannig að hver starfsgrein hafi mikið vald yfir þeim samningum sem varða hana. Þetta er fram- kvæmanlegt með því að hafa fé- lagið deildarskipt eftir starfgrein- um sem styðja hveija aðra í átök- um sem vonandi verða ekki. Til þess að færa verkamenn nær forystu félagsins er það skylda okkar í væntanlegri for- ystusveit Dagsbrúnar að opna innviði höfuðstöðvanna upp á gátt fyrir félagsmenn á þann veg að upplýsingaflæðið til verkamanna megi verða sem best og gagnleg- ast, þeim og okkur til heilla og framfara. Þessi nýi listi samanstendur af mönnum sem hafa allir gengið til Lagnakerfamiðstöð í JÚLI 1994 var lögð fram skýrsla til menntamálaráðuneytis- ins um Lagnakerfamiðstöð sem var unnin af vinnuhóp á vegum Lagna- félags íslands um samnýtanleg lagnakerfi til kennslu og rann- sókna. Þessa skýrslu unnu Einar Þorsteinsson, byggingatæknifræð- ingur, Guðmundur Halldórsson, byggingaverkfræðingur og Krist- ján Ottósson, vélstjóri, __ fram- kvæmdastjóri Lagnafélags Islands. Helstu tillögur vinnuhópsins voru þær, að komið skyldi á fót einni sameiginlegri Lagnakerfa- miðstöð á höfuðborgasvæðinu, þar sem komið yrði fyrir fullnægjandi rannsóknar- og kennslukerfum til rannsókna, aðstöðu fyrir kennslu og þjálfun lagnanema á öllum skólastigum og símenntun starf- andi lagnamanna. I þessari skýrslu er ennfremur reynt að gera sér grein fyrir stofn- og rekstrarkostnaði slíkrar Lagna- kerfamiðstöðvar. Á stjómarfundi í Lagnafélagi íslands hinn 10. júlí 1995 var sam- þykkt að skipa sjö menn í sam- starfsnefnd til að vinna með stjóm félagsins að uppbyggingu á Lagna- kerfamiðstöð í samræmi við fyrr- nefnda skýrslu um Lagnakerfa- miðstöð og i framhaldi af bréfi frá menntamálaráðuneytinu dagsettu 16. mars 1995. í samstarfsnefnd Lagnafélags Islands em: Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, formaður nefndarinnar. Guðmundur Guð- laugsson, véltæknifræðingur, frá Sambandi iðnmenntaskóla, ritari nefndarinnar. Guðmundur Guð- mundsson, vélaverkfræðingur, frá Samtökum iðnaðarins. Guðmundur Hjálmarsson, byggingatæknifræð- ingur, deildarstjóri byggingadeild- ar Tækniskóla íslands. Þorbjöm Karlsson, vélaverkfræðingur, pró- fessor, verkfræðideild Háskóla ís- lands. Einar Þorsteinsson, byggingatæknifræðingur, deildar- stjóri Lagnadeildar Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins og Kristján Ottósson, vélstjóri, fram- í SAMSTARFSNEFND Lagnafélags íslands eru frá vinstri: Guð- mundur Hjálmarsson, byggingatæknifræðingur, deildarstjóri byggingadeildar Tækniskóla íslands. Guðmundur Guðmundsson, vélaverkfræðingur, frá Samtökum iðnaðarins. Kristján Ottósson, vélstjóri, framkvæmdastjóri Lagnafélags íslands, og fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, formaður nefndarinnar. Guð- mundur Guðlaugsson, véltæknifræðingur, frá Sambandi iðn- menntaskóla, ritari nefndarinnar. Þorbjörn Karlsson, vélaverk- fræðingur, prófessor, verkfræðideild Háskóla Islands. Einar Þor- steinsson, byggingatæknifræðingur, deildarstjóri Lagnadeildar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. kvæmdastjóri Lagnafélags íslands, og framkvæmdastjóri nefndarinn- ar. Nefndin hefur á fundum sínum undanfarið fjallað um ýmsa þætti sem snúa að þessu máli. Notkunarþörfin hefur verið skil- greind frekar og jafnframt ræddar áætlanir um stofnkostnað og rekstrarkostnað og tillögur um eignarfyrirkomulag og stjórnunar- fyrirkomulag Lagnakerfamið- stöðvar. Enfremur hefur nefndin flallað um hugsanlega tekjustofna varðandi reksturinn og um fjáröfl- un stofnkostnaðar. Nefndin er sammála um það að heppilegast væri að Lagnakerfa- miðstöð væri staðsett á bygginga- svæði rannsóknarstofnananna á Keldnaholti. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi að Lagnakerfamiðstöð rísi. Áætla má að lagnir og loft- ræstikerfí séu nálægt 15% bygg- ingarkostnaðar, sem þýðir að u.þ.b. 3 milljörðum króna er varið til þessa árlega í nýbyggingum húsa. Lítil þróun hefur átt sér stað á lagnasviðinu undanfama áratugi aðallega vegna lítilla rannsókna- og þróunarstarfsemi. M.a. þess vegna eru vatnsskaðatjón u.þ.b. 1 milljarður kr. á ári. Ofullnægjandi aðstaða hefur verið í skólum landsins til kennslu og þjálfunar væntanlegra fag- manna á lagnasviðinu, ekki síst hvað lýtur að stillingu og stjórn- búnaði lagna- og loftræstikerfa. M.t.t. þess að u.þ.b. 30% orkunotk- unar í landinu tengist rekstri húsa er ljóst að hagsmunir sveitarfélaga og raunar þjóðarheildarinnar eru verulegir hvað varðar góða nýtingu orku í húsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.