Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Tvær auka-
sýningar
í janúar!
TIL STÓÐ að sýning Björgvins
Halldórssonar „Þó líði ár og
öld“ yrði flutt í allra síðasta
sinn laugardaginn 30. desem-
ber sl. Hún var sett upp haust-
ið 1994 til að halda upp á 25
ára söngafmæli Björgvins á
hljómplötum, og hefur gengið
fyrir fullu húsi síðan.
Að sögn Ólafs Laufdals hef-
ur engin sýning á hans vegum
geng^ið svo lengi eða hlotið jafn-
góðar viðtökur gesta og gagn-
rýnenda. Vegna stöðugrar eft-
irspurnar hefur nú verið ákveð-
ið að hafa tvær aukasýningar
laugardagana 6. og 13. janúar
1996 og verða það allra síðustu
tækifæri að sjá þessa vinsælu
sýningu.
Ný skemmtidagskrá verður
frumsýnd á Hótel Islandi í febr-
úar og Björgvin Halldórsson
undirbýr önnur verkefni á nýju
ári.
Handbók
um styrki
BÓKIN „Handbók um styrki“
er komin út í þriðja sinn. Hún
er gefin út af Alþjóðaskrifstofu
háskólastigsins. í bókinni er að
finna samantekt á helstu náms-
og rannsóknastyrkjum sem ís-
lendingum standa til boða.
Helstu viðbætur bókarinnar
felast í upplýsingum um SÓKR-
ATES og LEONARDÓ, nýjum
mennta- og starfsmenntaáætl-
unum Evrópusambandsins auk
rannsóknar- og þróunarstyrkja
fjórðu rammaáætlunar ESB.
Bókin hefur að geyma: Upplýs-
ingar um styrki sem í boði eru
í hveiju landi fyrir sig, upplýs-
ingar um fjölþjóðlega styrki t.d.
styrki Evrópusambandsins,
norræna styrki og styrki til
náms í Eystrasaltsríkjunum.
Upplýsingar eru um ýmsar
handbækur um styrki og einnig
yfirlit yfir skiptingu styrkja
eftir námsgreinum. Ritstjóri
bókarinnar er Þóra Ragnheiður
Stefánsdóttir. Bókin fæst í
Bóksölu stúdenta og stærri
bókabúðum.
Nýárs- og
kirkjuferð
Utivistar
SUNNUDAGINN 7. janúar kl.
10.30 fer Útivist, frá Umferð-
armiðstöðinni, í tuttugasta
skipti í kirkjuferð sem fyrstu
dagsferð á nýju ári. í tilefni
af því verður Krísuvíkurkirkja,
fyrsta kirkjan sem farið var í,
heimsótt. Að því loknu er ekið
að Kaldaðarnesi í Flóa og geng-
ið upp með Ölfusá, í fylgd með
Páli Lýðssyni, að Selfosskirkju.
Þar mun séra Þórir Jökull Þor-
steinsson taka á móti hópnum
og halda með honum helgi-
stund. Komið verður til baka
um kl. 17.
Lýst eftir
bílum
LÝST er eftir tveimur bílum-
sem stolið var í Reykjavík.
Hvítri Toyota Carina, Ó-1889,
árgerð 1987 var stolið aðfara-
nótt Iaugardagsins 16. desem-
ber frá Háaleitisbraut 34. Að
kvöldi 29. desember var bíl af
gerðinni Toyota Corolla, U-
686, árgerð 1987, stolið frá
Austurbergi 12. LÖgreglan bið-
ur þá sem hafa orðið bílanna
varir að láta sig vita.
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Hugrekja
NÚ, á nýju ári, þegar
allt er orðið nýtt, er
mjög hagkvæm tíð og
hjálpræðisár. Því er nú
gott að minnast þess,
að heilagur Jóhannes
segir, að í upphafi var
Orðið og Orðið var hjá
Guði og Orðið var Guð.
Hann skapaði himin og
jörð, og án hans varð
ekkert til. í honum var
líf og lífið er ljósið sem
upplýsir sérhvern
mann. Það veitir hon-
um vitundarstyrk.
Guð er líf að sögn
hans sjálfs. Líf Guðs
er skapandi, eilíft og ósýnilegt,
dýrðlegúr leyndardómur Guðs er
fólgin í allri sköpun Hans. Einkum
í lífhvelinu. Guð skapaði það, sér
til ánægju, með því að afmarka
það með þrengingu tíma og rúms,
og láta það svo vaxa innan þeirra
endimarka til að aukast og marg-
faldast og uppfylla sköpunina.
Þegar allur tími vaxtar er út-
runninn, safnar hann hinu sundur-
dreifða aftur saman til sín, í ei-
lífðri dýrð. Þannig er Guð: ósýni-
legur og óbreytilegur kærleikur til
lífsins. Alltaf einn sem hið full-
komna lögmál frelsisins. Nafn
Hans, faðir, sonur og heilagur
andi er yfir og með og í hinu skap-
aða. Upphaflegur leyndardómur
Hans.
Sjálfur óskapaður gefur Hann
sig, án afláts, að sköpunarverkinu.
Og hann gefur eingetin son sinn,
Jesús Krist, einkasoninn sem var
og er kemur nú til að endurnýja
allt sem hann hefur skapað. Guð
sendir Jesús hinn lifandi Guð, til
að frelsa mannkynið: ekki til að
dæma það. Hann læknar og líknar
öll mein. Öll hjálp kemur frá Guði.
Hæstur skapari himins og jarðar.
Fremstur meðal jafningja. Kirkja
Krists játar að hann er óskapaður
Guð, uns Guð sendi Krist, boðbera
fyrirgefningar og eilífs lífs, til
manna í lífhvelinu sem hjúpar altil-
veruna. Sendir Hann
til að birta fagnaðar-
erindið um fyrirgefn-
ingu og eilíft líf. Hann
sendi son sinn og
manninn Jesús, til að
sýna okkur visku lífs-
ins í sjálfi sínu sem
er kristsvitundarljós
heimsins. Son Guðs
er hann með sanni.
En hann var smáð-
ur í þessum heimi,
fyrirlitinn og kunnug-
ur þjáningum. Menn
þoldu ekki sannleik-
ann. Þeir gerðu sér
ekki grein fyrir því að
það sé erfitt að venjast góðu svo
gott þyki. Alþýðuspekin segir að
sterk bein þurfti til að þola góða
daga. Menn urðu því Kristi sárreið-
astir, sjálfu ljósi sannleika lífsins.
Svo þeir krossfestu Hann og
gera það enn. Sannleikurinn gerir
marga menn sárreiða menn því að
leiða í ljós tálvonir, sjálfskaparvíti
og vonleysi þeirra og þunglyndi.
Það er viðskilnaðarsyndin buit frá
lífsgleðinni, til skuggavaldanna
með illsku ógleði. Er það ekki van-
traust kvíða, efagirni og afneitunar
sem varpar skuggum sínum með
gáleysi á ljósið? Einblína menn þá
á náttmyrkur sálarinnar í stað
þess að líta ljósið sem skín þar í
myrkinu sem dauf skíma sem eykst
þegar sjónum er beint að eilífu ljósi
vonar, trúar og kærleika. Ljós
þekkingar og vitundar raunveru-
leikans í sálunum. Vantraust sjúk-
legs kvíða hjúpar vitund og sálir
skuggum óraunveruleikans, svo
þær stara vonlausar og trúlausar
í gaupnir sér. Þá vantreysta vöku-
menn lífinu sem þeir eru kallaðir
til, Guðs mynd, og sofna á vökunni.
Krossfestur er Hann þá aftur
og dáinn. Þannig stígur Kristur
með okkur niður til verstu sjálf-
skaparvítanna, og stígur upp frá
þeim aftur, með okkur í faðminum,
á þriðja degi. Með okkur sem tök-
um við fyrirgefningu miskunnar
Esra S.
Pétursson
Hans; að hætti syndarans, iðrandi
þjófsins sem krossfestur var með
honum.
Jesús er þá sannarlega upprisinn
með dýrðinni sem hann hafði frá
föðumum í upphaf. Jesús er aftur
einn með föðumum ... Abba, pabba
okkar á himnum, eins og gyðingur-
inn Jesús nefndir hann í upphafi
Faðirvorsins; á aramískunni sem
þeir töluðu þá. Málið sem ritarinn,
Esra, þýddi biblíuna á. Þeir skildu
ekki hebreskuna lengur, eftir her-
leiðinguna til Babýlonar.
Jesús upplýsti samversku kon-
una við Jakobsbrunninn, á ara-
mískunni trúi ég, um það að Guð
er andi og hjálpræðið kemur frá
gyðingum. Hann uppfræddi einnig
fariseann, Nikódemus, með því að
taka saman guðspjöllin í eina setn-
ingu, svohljóðandi:
Því að svo elskaði Guð heiminn,
Án hugarhimins og
vitundarljóss Guðs
sonar, segir Esra S.
Pétursson, sjá augun
ekki neitt sem til er.
að hann gaf son sinn eingetinn,
til þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Kristur er frumburðurinn, og
hann gerði sér sjálfur ljósa grein
fyrir því. Hann er einkasonurinn
getinri af Guði frá upphafi. Skrifað
stendur að hann er orð Guðs. Ef
til vill mætti líkja því að nokkru
leyti við orð sem fæðist af hugsun
og visku hugans. Kristur er einn
skólastjórinn, svo að segja, í
reynsluskóla lífs síns, sem allar
verur eru innritaðar í. Oftast, held
ég, án þess að gera sér grein fyr-
ir því. Osýnileg guðdómssól krist-
vitundar upplýsir altilveruna og
óskapað tómið í henni og umhverf-
is hana. Hún upplýsir einnig
skuggalegu vantrúna á mátt trú-
ar, vonar og kærleika. Guð opin-
beraði okkur leyndardóm sinn í
Kristi sem er það hjálpræði trúar-
innar og kærleikans, sem sigrar
allt, og „hjúpar allt í kærleiksgeisl-
um sínum“. Eins og Ólína Andrés-
dóttir orðar það í undurfögrum
sálmi sínum:
Skín, guðdómssól, á hugarhimni mínum,
sem hjúpar allt í kærleiksgeislum sínum.
Þú, Drottinn Jesús, lífsins Ijósið bjarta,
ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta.
Án hugarhimins og vitundarljóss
Guðs sonar sjá augun ekki neitt
sem til er. Engan skapaðan hlut.
Kristur læknaði andlega blindu
lærisveinanna, svo þeir sáu föður-
inn í anda, sál og líkama hans, sem
Guð í alheimsgeimi. í ljósi vitundar
Hans sáu þeir Hann jafnframt
fólginn í hvorum öðrum, og gátu
leitað og fundið Hann í þeim sjálf-
um og mitt á meðal þeirra. Utan
og innan, sem einn allsheijar Guð,
„sem hjúpar allt í kærleiksgeislum
sínum“.
I eilífðar ljósi kristsvitundar eru
ljós og myrkur eitt. Ljósið sigrar
ávallt myrkrið. Þegar tekið er við
ljósinu hverfur myrkrið. Guð er ljós
og hann skín alstaðar í sköpun-
inni, þó að svartsýnis sálarmyrkur
geti skyggt um stund á Hann, að
því er formyrkvuðum sálum kann
að finnast. Sálarmyrkri mætti líkja
við ský, finnst mér, sem dregur
fyrir sólu. Sálirnar hafa þá ekki
vaknað enn til fullorðins meðvit-
undar um heiðríkju lífsins í krist-
vitundinni. Guðs friðsæluvitund sm
yfirstígur allan skilning, og er
einnig innilegust í huga og einlægu
sjálfi þeirra. Vakandi sálna með
sanni.
Til er málsháttur sem mér var
sagður vera frá Landeyjum:
Sæll er sá sem hræddur er, sé
hann ekki of hræddur. Sannleikur
vongleði og trúar, í anda Krists,
upplýsir vitund vökulla sálna með
hugljómun, og gefur þeim biðlund
og kjark til að grípa tækifærið
þegar það gefst. Alltaf núna, nú
þegar. Traustið á skaparann, ná-
ungann og á sjálfið frelsar sálir
frá afneitun og bælingu raunveru-
leikans vegna kvíða. Þá gleðjast
sálirnar yfir starfi sínu, sem er
Guðs gjöf, og hugsa ekki mikið
um ævidaga lífs síns því að Guð
svarar þeim með að veita þeim
gleði í hjarta.
Gleðilegt og gott ár.
Höfundur cr sálkönnuður í
Reykjavík.
Reynsla og róttækar breytingar
NÚ ER stjómarkjör í aðsigi í
Dagsbrún og af ýmsum skrifum í
dagblöð má greinilega ráða að tals-
verður kosningaskjálfti er hlaupinn
í menn. Þessa verður ekki síst vart
í skrifum svokallaðs mótframboðs
eða væntanlegs B-lista því að þeir
sjást ekki fyrir og beita rangfærsl-
um af ýmsum toga sem greinilega
eiga rætur að rekja til þekkingar-
leysis á félaginu.
Stjóm Dagsbrúnar er þarna
sögð hin versta alræðisstjórn í
anda Stalíns, upplýsingum um
réttindi félagsmanna sé illa eða
ekki komið á framfæri og trúnað-
arráðið samsafn jámanna og geð-
leysingja sem ekki þora annað en
sitja og standa eins og þeim sé
skipað og hafi í hæsta lagi þrek í
að fá sér kaffi og maula jólakökur
á fundum. Nær væri fyrir þá sem
svona lagað láta frá sér fara á
prenti að lyfta sér upp á annað
og hærra plan en reyna með hót-
fyndni að gera lítið úr þeim mönn-
um sem hafa unnið í félaginu. Að
tala svona um trúnaðarráðsmenn
sem flestir eru kosnir trúnað-
armenn af sínum vinnufélögum er
mikil lágkúra og ékki mönnum til
framdráttar.
Róttæk
uppstokkun
Áður en lengra er haldið vil ég
koma á framfæri þökkum til upp-
stillingarnefndar félagsins fyrir vel
unnið starf. Nefndin vann af
ábyrgð og kom myndarlega til
móts við óskir félagsmanna um
róttækar breytingar á forystu fé-
lagsins án þess að varpa fyrir borð
þekkingu og reynslu sem fyrir er.
Á A-lista sem er listi uppstillingar-
nefndar eru verulegar breytingar
frá núverandi stjórn. Fimm ungir
og ferskir menn koma
inn á listann, allt menn
sem njóta trausts
vinnufélaga sinna út á
vinnustöðunum. Þessir
menn hafa allir skarp-
ar skoðanir á málum
er varða verkafólk sem
byggjast á sterkum
rökum og afbragðs
þekkingu á högum
verkamanna.
Hörð kjarabarátta
framundan
Sameiginleg mark-
mið okkar sem skipum
A-listann eru skýr: Við
ætlum okkur að fara í
harða launabaráttu og
í því efni taka mið af þeim kjöram
sem starfssystkin okkar í grann-
löndunum búa við.
Við höfum fullan hug á að
breyta lögum félagsins á fagmann-
legan hátt og samræma þau því
besta í lögum annarra félaga.
Við viljum fara í viðræður við
Verkakvennafélagið Framsókn um
sameiningu félaganna og mynda
eitt sterkt verkalýðsfélag í Reykja-
vík og í framhaldi af þeim liggur
í hlutarins eðli að skoða verður
ákveðna deildaskiptingu hins nýja
félags út frá starfsgreinum. Þá eru
starfsmenntunarmál atriði sem við
verðum að beita okkur í því að það
er staðreynd að verkamenn hafa
haft fá starfsmenntunartækifæri
og hafa setið eftir í þeim efnum
miðað við aðrar stétt-
ir.
Innri mál -
upplýsingastreymi
Innri mál félagsins
eru eitt af brýnustu
málum sem við verð-
um að takast á við.
Verði ég varaformað-
ur þá ætla ég mér
ekki að setjast inn á
skrifstofu Dagsbrún-
ar sem starfsmaður.
Ég vil að ráðinn verði
skrifstofustjóri sem
beri ábyrgð á fagleg-
um rekstri skrifstof-
unnar og að félags-
mönnum verði veitt
persónuleg og góð þjónusta sem
þeir eiga allan rétt á að njóta hjá
sínu félagi.
Félagið hefur af talsmönnum
væntanlegs B-lista verið gagnrýnt
fyrir að upplýsingastreymi til fé-
lagsmanna um réttindi þeirra sé
lélegt eða ekkert og hefur þar sér-
staklega verið tilgreint að menn
viti ekki um einföldustu réttindi
sín, svo sem að sækja um fæð-
ingarstyrk. Þetta er eitt dæmið enn
um fráleita rangfærslu. Það er nú
Við ætlum okkur, segir
Sigríður Ólafsdóttir,
aðfaraíharða
launabaráttu
svo að félagsmenn fá senda heim
til sín taxta félagsins í sérriti. I
ritinu eru tíunduð öll helstu rétt-
indi félagsmanna svo sem fram-
laga úr styrktarsjóði og fræðslu-
sjóði auk flestra annarra brýnna
atriða er varða réttjndi félags-
manna. Vissulega er án vafa alltaf
hægt að gera betur í þessum mál-
um og allar tillögur um atriði sem
horfa til bóta og lagfæringa eru
vel þegnar og hafa alltaf verið
þann tíma sem ég hef gegnt trún-
aðarstörfum fyrir Dagsbrúnar-
menn.
Lokaorð
Ég vil að lokum hvetja alla
Dagsbrúnarmenn til þess að fylgj-
ast vel með- þeirri umræðu sem nú
fer fram um málefni félagsins fyr-
ir stjórnarkjörið. Ég vil hvetja þá
til að láta málefni ráða og láta
ekki ósönn gífuryrði og stóryrði
um jámenn og barnalegar samlík-
ingar við teiknimyndapersónur
glepja sér sýn.
Höfundur er aðaltrúnnðarmaður
Dagsbrúnar hjn Reykjavíkurborg
og er varaformannsefni A-lista.
Sigríður
Ólafsdóttir