Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langammma, INGIGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áðurtil heimilis á Jófríðarstaðayegi 7, sem lést 26. desember, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30. Guðrún Helgadóttir, Ingólfur Helgason, Þórkatla Óskarsdóttir, Jóhanna Helgadóttir, Hjalti Einarsson, Gísli Helgason, Theresía Viggósdóttir, Unnur Helgadóttir, Gunnbjörn Svanbergsson, Arnar Helgason, Lára Sveinsdóttir, Bjarni Kristinn Helgason, Viðar Helgason, Louise La Roux, Gerður Helgadóttir, Jóhannes S. Kjarval, Leifur Helgason, Sigrún Kristinsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN GUÐJÓNSSON, Fossheiði 18, Selfossi, sem lést aðfaranótt gamlársdags, verð- ur jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 5. janúar kl. 10.30. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á líknar- stofnanir. Matthildur Pálsdóttir, Halldór Kjartansson, Gyða Ólafsdóttir, Gunnar Kjartansson, Kristfn Stefánsdóttir, Hildur, Stefán og Kjartan Gunnarsbörn, Guðrún og Nanna Pétursdætur. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGFÚS ÓLAFUR SIGURÐSSON, Jökulgrunni 23, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vildu minnast hans, láti hjúkrunarheimilið Skjól njóta þess. Jóhanna Björnsdóttir, Sigfrfð Elfn Sigfúsdóttir, Marinó Bóas Karlsson, Þórunn Jóna Sigfúsdóttir, Jóhanna Edda Sigfúsdóttir, Sveinn Hafdal, Sigurður Gylfi Sigfússon, Björg Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR ÁRNASON, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður Hríseyjargötu 8, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30. Svan Ingólfsson, Helga Guðmundsdóttir, Árni Ingólfsson, Björg Sigurjónsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Sigurður Björnsson, Agnes ingólfsdóttir, Hákon Jónsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Ólafur Aðalbjörnsson, Hrefna Ingólfsdóttir, Kristján Sveinsson, Lára Ingólfsdóttir, Páll Ásgeirsson, Inga Björk Ingólfsdóttir, Vilhelm Arthúrsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR HINRIK GUÐLAUGSSON, Hólmgaröi 49, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju ídag, miðvikudaginn 3. janúar, kl. 13.30. Lilja Þórarinsdóttir, Þórarinn Ingi Ólafsson, Guðný Björnsdóttir, Erling Ólafsson, Bergþóra Gísladóttir, Óli Sævar Ólafsson, Gréta Kjartansdóttir, Oddný Ólafsdóttir, Ingvar U. Skúlason, Sæmundur Ólafsson, Kristm Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. RÓSA SIG URÐARDÓTTIR + Rósa Sigurðardóttir frá Mói á Dalvík fæddist 17. janúar 1909. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 5. des- ember síðastliðinn. Rósa giftist árið 1938 Vilhjálmi Kristni Vilhjálmssyni frá Hrís- ey og sama ár hófu þau búskap í Hrísey. Vilhjálmur Kristinn lést árið 1982. Með honum eign- aðist Rósa dæturnar þijár, þær Brynhildi, f. 1938, Valdísi Sæ- unni, f. 1942 og Amýju Björk, f. 1947. Útför Rósu fór fram í Hrísey 16. desember. ÞAU hjónin voru af aldamótakyn- slóðinni sem byijaði að vinna fulla vinnu strax í bemsku og tilheyrðu þeim hljóða hópi alþýðunnar sem byggði upp þau lífsgæði sem ísland býður upp á í dag. Hún minntist oft góðra stunda, en hún átti líka sínar erfiðu stundir og það er hvern- ig fólk sigrast á sínum erfiðu stund- um sem skiptir svo miklu máli. Sem fyrr segir lærði hún snemma að vinna og var púlsmanneskja í ára- tugi. Mörg seinustu árin bjó Krist- inn maður hennar við erfítt fóta- mein og að lokum missti hann ann- an fótinn, þá nokkuð á áttræðis aldri. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að vera heima og þannig veitti Rósa honum þá umönnun sem til þurfti allnokkur seinustu árin sem hann lifði. Þau bjuggu í litlu hvítu steinhúsi við Norðurveginn í Hrísey. Þaðan var gott útsýni yfír höfnina og aðal athafnasvæðið. Þau gátu því fylgst með ýmsum og séð hvernig púls staðarins sló. Margur vegfarandinn stoppaði líka við stofugluggann þeirra og átti við þau orðastað. Það var þeim mikils virði og þótti frá- sagnar vert að þessi eða hinn hefði getað séð aðeins af tíma sínum. Þeir sem það gerðu geta verið þess fullvissir að hafa oft skilið við þau þakklát í huga og að hafa fengið að launum hlýja hugsun þegar gengið var á braut að spjalli loknu. Rósu gat verið þungt í sinni en hún gat líka leikið á als oddi. Hún skuldaði ekki og lét lítið eftir sér. Ef séð varð að hún léti eitthvað eftir sér var það í því fólgið að gefa. Gefa sínum nánustu. Það var henni stolt og gleði að hafa lítið þurft að kaupa til heimilisins dag hvern og það var henni gleði að geta sýnt að hún hafði keypt eitt- hvað handa litlu barnabarni. Hún talaði mikið um barnabörnin sín, hvernig þeim vegnaði, hvað þau tækju sér fyrir hendur og hvaða kostum þau væru gædd. Þá gat hún verið í essinu sínu. Umönnunin sem hún veitti manni sínum seinustu árin var henni erfið, en hún var stolt af því að geta það og það var henni gefandi. Rósa var trúuð og hún hafði trú sína einfalda. Síðustu árin, eða eft- ir að hún hafði misst mann sinn og þar áður dótturson, talaði hún oft um að hún ætti góða heim að sækja hinumegin þegar þar að kæmi. Þessi umræða virtist vaxa að dýpt og meiningu eftir því sem árin liðu. Síðustu árin var hún full- viss um að hlutverkinu væri lokið og ekki varð annað séð en að hún biði eftir kallinu án minnsta ótta, jafnvel með eftirvæntingu. Að hafa náð slíku takmarki segir jú að lífinu hafí ekki verið lifað til einskis. Það er að hafa lifað lífinu til þess þroska sem svo margur óskar sér í hérvist sinni. Yið þökkum þér samfylgdina, Rósa, og tryggðina sem þú sýndir börnum okkar Valgerði, Kristni og Rósu. Megir þú njóta þessa að hafa átt góða heim að sækja fyrir hand- an þegar kallið kom og finna þar ný hlutverk í þeim félagsskap sem þú beiðst eftir og væntir svo mikils af. Valdís og Guðjón. Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. + Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JÓNÍNA JAKOBSDÓTTIR, Þinghólsbraut 54, Kópavogi, andaðist 23. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Páll Helgason, börn, tengdabörn, barnabörn og systir. + Ástkær eiginmaður minn og fósturfaðir, ÓLAFUR ÁSGEIRSSON frá Höfðahólum, / til heimilis i Fannborg 8, Kópavogi, lést í Vífilstaðaspítala 27. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30. Ásta Strandberg, Ásta Óla Halldórsdóttir, Marteinn Kristjánsson, Halldór Jónsson, Eyvör Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og margvíslegan stuðning vegna fráfalls eiginmanns míns, ALFREÐS HAFSTEINS AÐALBJARNARSONAR, Unaósi. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Sölvadóttir og aðrir aðstandendur. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Strönd, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd ættingja. Hulda Lárusdóttir, Ólafur Lárusson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, HALLDÓRU JÓNU VALDIMARSDÓTTUR frá Bjargi, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garð- vangs. Guðbjörn Ingvarsson, Sigríður Lúðviksdóttir, Hafsteinn Ingvarsson, Hjördís Traustadóttir, Agnes Ingvarsdóttir Khoberger, Sigurður Ingvarsson, Kristín Guömundsdóttir, Kristjana Ingvarsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Matthildur Ingvarsdóttir, Magnús Magnússon, Ingvar Jón Óskarsson, Karen Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Hildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.