Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 60

Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 60
)0 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 7------r-~---------< piE/, GS V/L EKk/l <3Ef=A þéfí. l/'tjjun /coss/ , HHi Grettir Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk IT'S D-DMl A HERE'5 TWE WORLP FAMODS 6.1 CHARGIN6 TI4R0U6H THE SURF AT k OMAHA BEACH Það er innrásardagur! Hér er hinn víðfrægi hermaður að gera áhlaup í gegnum brimið á OMAHA-ströndinni! i c 3 3: 8. ! 3 O % UEV.CHARLES.YOUR D06 IS OVER HERE RUNNINE 3ACK AND FORTH THROUEH OUR k U0APIN6 POOL.. v Heyrðu, Kalli, hundurinn þinn er hérna hlaupandi fram og til baka í grunnu lauginni okkar. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Opið bréf til Hall- dórs Bjömssonar, varaformanns Dagsbrúnar Frá Kristjáni Árnasyni: FYRIR HÖND okkar félaga á nýjum lista til nýrrar stjórnar í Dagsbrún, vil ég þakka þér þann lofsverða áhuga sem þú sýnir leið- araskrifum í Morgunblaðið fimmtudaginn 28. des. sl. En hafa skal það sem er sannleikanum nær á sinni tungu. Eftir að tilkynnt hafði verið opinberlega að ég hefði samþykkt að taka að mér for- ustuna á nýjum lista til mótfram- boðs núverandi stjórnar Dags- brúnar, gerði ég ítrekaðar tilraun- ir að ná í þig símleiðis vegna féla- gatalsins, en árangurslaust. í hvert skipti hafðir þú öðrum hnöppum að heppa og rennilásum að renna. Þarna kom í ljós tor- færa sem ég varð að yfirstíga á annan hátt. Það varð úr að ég bað Sigurð Bessason fyrir þau skila- boð, að ég bæði þig að hafa fé- lagatalið tilbúið í hádeginu þennan dag 22. des., því ég hefði ekki annan tíma til að nálgast það, sem og Sigurður gerði fúslega og sam- viskusamlega. Berlínarmúrinn! Þegar ég kem á skrifstofu Dagsbrúnar og spyr um þig Hall- dór minn, er mér strax vísað inn á skrifstofu Dagsbrúnar og spyr um þig Halldór minn, er mér strax vísað inn til þín af elskulegri bros- mildri konu. Þegar inn er komið kveður þú „Já“ við að hafa fengið skilaboðin en það komi ekki til greina að við fáum kjörskrána, því hún verði ekki afhent fyrr en daginn fyrir kjördag. Ég ítreka þá að ég sé að biðja um félagatal- ið sem hljóti að vera opinbert plagg, breytilegt frá degi til dags af eðlilegum ástæðum og heimilt til aflestrar hveijum félagsmanni. Eftir nokkurt karp bið ég þig að lesa fyrir mig úr lögum félagsins þar sem þetta sé skráð og þú vitn- ar í 27. gr. laga hjá Verkamanna- félaginu Dagsbrún og lest svo- hljóðandi: Stjórn félagsins skal láta gera skrá yfir alla fullgilda félagsmenn í sérstaka bók - kjör- skrá. Skal merkja við hvern þann í skránni, er neytt hefur atkvæða- réttar síns. Umboðsmaður þeirra sem standa að sérstökum listum við kosningu stjórnar og trúnaðar- manna, skal heimill aðgangur að kjörskrá. Lagagrein lýkur, en í beinu framhaldi, eins og það standi einnig í greininni, segir þú orðrétt: og skal kjörskrá liggja frammi daginn fyrir kjördag. Ekki er orð um þetta í lögunum svo ég spyr því nú: „Hvaðan kemur þetta þá? Eftir þennan lestur ítreka ég enn, að ég sé að biðja um félagatalið en ekki kjörskrána og enn svarar þú: Þú færð ekki kjörskrána: Þá segi ég sem svo: Þetta er bara eins og að reka sig á Berlínarmúrinn, en að ég hafi minnst einu orði á fasisma er af og frá Halldór minn, en hvaða álit þú hefur á sjálfum þér, finnst mér óþarfí að þú látir í ljós á prenti og vísa ég þessum orðum þínum aftur til föðurhúsanna. Furðuleg afstaða! Eftir þennan fund okkar fór ég betur í gegnum lögin, en fann ekkert sem bannaði afhendingu félagatals, einnig hringdi ég í við- eigandi ráðuneyti og spurðist fyr- ir þar, en enginn þar vissi um nein lög sem banna þetta. Af þess- ari ástæðu spurði ég því, næst þegar fundum okkar bar saman, hvers vegna F A verslunin, sem var á Fosshálsi, hefði fengið lista yfir félagsmenn en okkur væri meinaður aðgangur að henni. Þá svaraðir þú því til, að þeir hefðu bara fengið útprentáða límmiða með nöfnum félaga en ekki fé- lagatal. Hver er munurinn? Því næst neitaðir þú mér um þessa sömu þjónustu. Furðuleg afstaða þetta. Nokkur lokaorð! Ekki ætla ég að fara nánar út í þessa ruglkenndu grein þína en legg til að þú eyðir tíma þínum og bleki í að útskýra fyrir verka- mönnum hvemig þú hyggst breyta féalginu í það afl, sem verkamenn þarfnast, til að fá kjör sín bætt og gegn hinni andlegu svipu sumra atvinnurekenda, fé- laginu sem, með þig sem vara- formann, hefur komið konum og körlum í þessa þrælaaðstöðu. Slíkt verður ekki bætt með því einu að breyta til á skrifstofunni. Nei, það þarf að nota huga, hönd og hjarta í tiltekt fyrir hinn vinnandi verka- mann og huga með kærleika að þeim er þjást á sál og líkama vegna atvinnuleysis. Að lokum, Halldór minn, hugsun og athafnir þurfa nefnilega að ná útfyrir sól- bríkur skrifstofunnar. KRISTJÁN ÁRNASON, Stífluseli 5, Reykjavík. Allt etní sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.