Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 61
Frá Sigurði Magnússyni:
NÚ í desember er fjallað um
það í Morgunblaðinu hvað öryrkj-
um hefur fjölgað á síðustu árum
og var helst að skilja að um plágu
væri að ræða. Þar sem ég hef
upplifað það að verða óvinnufær
af völdum stjórnsýsluaðgerða,
ætla ég að segja frá hverjir eiga
stærstan þátt í að atvinnulausu
fólki og öryrkjum fjölgar og segi
reynslusögu mína því til skýringar.
Saga mín!
Ég hef sögu mína vorið 1979
er ég var vélstjóri á loðnubát.
Þegar við vorum á siglingu á mið-
in fékk ég slæmt hjartaáfall og
var fluttur í land og á sjúkrahús
þar sem ég lá í nokkrar vikur. Svo
leið sumarið og um háustið er
báturinn sem ég hafði verið á fór
á netaveiðar hóf ég störf að nýju
um borð. Þessi störf voru mér um
megn og varð ég að finna mér
aðra vinnu.
Vinna á ný!
Á næstu árum reyndi ég að
sinna ýmsum léttum störfum en
flest þeirra voru mér ofviða, en
þrekið mitt óx frá ári til árs.
Árið 1985 fékk ég starf sem
rafmagnseftirlitsmaður hjá raf-
veitu úti á landi og tveimur árum
seinna var ég ráðinn sem yfirraf-
magnseftirlitsmaður til Raf-
magnseftirlits ríkisins (RER).
Nú var ég kominn í starf sem
ég réð vel við jafnt andlega sem
Þakkir til
kvenna á
Borgar-
spítaianum
Frá Elínu Torfadóttur:
ÞAÐ er afar sjaldan að ég skrifa
til þessa dálks Morgunblaðsins, en
mig langar að koma þakklæti á
framfæri.
Fyrir nokkru þurfti ég á neyðar-
bíl að halda og fara á bráðamóttöku
Borgarspítalans til skoðunar. Með
í bílnum var ungur læknir, kona,
alveg sérlega nærgætin og ljúf en
jafnframt ákveðin og örugg í starfí
sínu. Piltarnir tveir fóru létt með
að bera mig í körfunni, brosmildir,
einlægir og starfí sínu vaxnir. Þeg-
ar ég kom svo á Borgarspítalann
var mér strax sinnt af æfðum hönd-
um hjúkrunarfólks - en það sem
ég tók samt best eftir fyrir utan
frábæra skoðun var að þarna voru
að verki einungis konur. Konur
sjúkraliðar, konur röntgentæknar,
konur hjúkrunarfræðingar og
margir læknar, allt konur. Öllum
þessum konum vil ég færa bestu
þakkir og óska þeim velfarnaðar i
ábyrgu starfí sínu. Og það á einnig
við bráðamóttöku Landspítala sem
ég þurfti fyrir skömmu að leita til
og starfsfólks þar.
En sem kona og móðir og amma
fagna ég að fleiri konur eru komn-
ar fram á sjónarsviðið til þessara
starfa sem og annarra sem krefjast
menntunar og dugnaðar. Látum
draum okkar rætast um að við séum
öll jafnhæf og fær um að takast á
við krefjandi störf í þjóðfélaginu.
Þannig fáum við farsæld í störfum
og jafnrétti öllum til handa.
Kærar þakkir.
ELÍN TORFADÓTTIR,
Fremristekk 2, Reykjavík.
DtSERO EN CERAMICA
rTTTTTTTTrrTTTI
PBnamis'íu’ii.LliJ
■ '.riuTiiMim
i rn i i i i i i i i i i j
Stórhöfðo 17 vlð Gulllnbrú, sími 567 4844
BREF TIL BLAÐSIIMS
Opið bréf til heilbrigð-
is- og félagsmála-
ráðuneytis Islands
líkamlega og liðu nú nokkur ár
þannig að ég gat stundað fulla
vinnu.
Hrun!
Þá er að einhveijum dettur það
í hug, að nú þurfi að byggja upp
nýtt rafmagnseftirlit vegna EES
og ESB skuldbindinga, og skipti
engum togum að flestum var sagt
upp störfum er hreinsunardeild
ráðuneytanna tók til starfa við að
fækka fólki sem var fyrir EES-
uppbyggingu.
I upphafí hreinsunartímabilsins
voru höfð uppi fögur og stór orð
um að allir fengju vinnu við sitt
hæfi og var því trúað.
Nú er komin reynsla á loforðin.
Þau voru einskis virði, það hefur
enginn fengið vinnu að tilhlutan
loforðsmannanna.
Þetta lagðist mjög þungt á mig
þar sem ég hafði verið að beijast
áfram við að ná starfskröftum
árin áður en þessi ósköp dundu
yfir.
Það var svo um þennan tíma
sem fór að gæta verulegra hjarta-
truflana hjá mér vegna þess and-
lega álags sem lagðist á mig vegna
breytinganna og óvissunnar, og
ekki bætti úr þegar uppsagnar-
bréfíð kom, og það á þann hátt
að mér var sagt upp mánuði fyrr
en öðrum, og það án skýringar.
Hjartaáfall á ný!
Skömmu eftir þetta fékk ég
hjartaáfall og var fluttur á spítala
og mér bjargað.
Nú var ekki um margt að velja
þar sem búið var að lama vinnu-
þrek mitt til frambúðar. í dag er
ég öryrki og fæ bætur samkvæmt
vottorðum.
En enginn getur bætt það sem
hreinsunardeild ráðuneytanna tók
frá mér, heilsuna!
Grimmlyndi!
Ég segi þessa sögu vegna þess
áróðurs sem haldið er uppi gegn
öryrkjum þessa lands, fólki sem
hefur lagt heilsu og líf sitt að veði
við að afla gjaldeyris fyrir þjóðar-
búið.
Það er grimmt og ljótt, að fólk-
ið sem við höfum alið önn fyrir
og kostað til náms, skuli nánast
ganga af okkur dauðum á þann
hátt sem raun ber vitni.
Ljóst er að forustumenn ýmissa
ráðuneyta láta EES-sláttumenn
sína höggva á báða bóga til að
fækka starfsfólki, sé það fyrir.
Flestir þeirra sem verða fyrir þess-
um höggum verða fyrir skaða á
sál sinni og líkama.
Undrandi!
Þessir stjórnarherrar eru svo
undrandi og spyija, af hveiju fjölg-
ar öryrkjum og atvinnulausum.
Ég spyr hvaða þroska hafa
menn sem ráðast á þá burða-
minnstu? Ég spyr hvað hafa marg-
ir þessara manna stundað undir-
stöðustörf. okkar lands og barist
fyrir lífi sínu í bardaga upp á líf
og dauða við stríðandi haf?
Eru ráðuneytismenn og ríkis-
stjórnir síðustu ára algjörlega
blinduð af EES- og ESB-glýjunni.
„Á að fórna bæði fólki og landi
til að þóknast blindri ESB-dýrkun
einstakra manna?
Varnarsókn!
Þar sem ég hef nú skýrt frá
framkomu ríkisstofnana við mig,
og hvernig heilsa mín hefur brotn-
að niður með gjörðum þeirra, þá
hef ég ákveðið að höfða skaða-
bótamál gegn því valdi sem valdið
hefur mér dýpstu sárum lífsins,
og með framkomu sinni lítilsvirt
vinnuframlag mitt til þjóðarinnar.
Ég geri þetta til varnar öllum
sem hafa hliðstæða sögu og eru
þess ekki megnugir að bera hönd
fyrir höfuð sér.
SIGURÐUR MAGNÚSSON,
Skólavörðustig 16a, Reykjavík.
-kjarnl málsins!
ÁTAK í FITUBRENNSLU
8 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við
Morgun-, dag- og kvöldtímar.
Einfaldar og árangursrikar æfingar.
Athugið!!! Námskeiðin hefjast lO.janúar.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2212
aukakíló.
HRFSS
IJKAMSRÆKT OG LTÓS
BÆJARHRAUNI 4/VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN/SÍMI 565 2212