Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 6
Y ðee I HAÖMAl .3 HU0AGUT8ÖH
6 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996
mmÆm&sKM
MORGUNBLAÐIÐ
Blokkflautan í
heimsmetabókina
Morgunblaðið/Ásdís
STEFÁN Geir Karlsson við blokkflaut-
una sem staðsett er við sundlaugina í
Árbæjarhverfi.
RISASTÓR blokkflauta sem
Stefán Geir Karlsson, skipa-
tæknifræðingur hjá Siglinga-
málastofnun, smíðaði hefur
verið tekin inn í Heimsmeta-
bók Guinness, en áður á Stefán
Geir þar fyrir risastórt herða-
tré sem tekið var inn í heims-
metabókina 1987. Hann tók í
gær formlega við skjali frá
Heimsmetabók Guinness um
að blokkflautan væri
nú komin í heimsmeta-
bókina.
Helgi Magnússon hjá
bókaútgáfunni Erni og
Orlygi, sem er umboðs-
aðili Heimsmetabókar
Guinness hér á landi,
sagði í samtali við
Morgunblaðið að senni-
lega væri það einsdæmi
að sami maður ætti tvö
verk í bókinni. Stefán
Geir hefur lagt fyrir sig
að hanna og smíða
skúlptúra af ýmsum
nytjahlutum og í fyrra
smíðaði hann risastóra
dómaraflautu fyrir
heimsmeistaramótið í
handknattleik síðastlið-
ið vor. Helgi sagði að
flautan væri nú langt
komin með að komast
inn í heimsmetabókina
og verulegar líkur
væru á því að það tæk-
ist.
„Þeir gera kröfu til þess að
svona hlutir sem fá inni í bók-
inni séu nothæfir, þ.e. þeir séu
ekki aðeins skúlptúrar heldur
sé hægt að nota þá eins og
fyrirmyndina. Ég held að það
séu ekki mörg dæmi þess í
heiminum að menn hafi lagt
sig eftir þessari list og náð
þessum árangri," sagði hann.
FRÉTTIR
Röntgentæknar leggja fram gagntilboð
V ongóðir um samkomulag
RÖNTGENTÆKNAR lögðu í gær
fram gagntilboð á fundi með stjórn
Ríkisspítalanna, sem felur í sér
hugmyndir um vaktakerfi til
lausnar á deilu þessara aðila. Rík-
isspítalar höfðu lagt fram tillögu
um vaktakerfi á röntgendeild sem
Daníel Hálfdánarson, talsmaður
röntgentækna, segir þá hafa talið
leiða til allt að 15% skerðingar á
launum, og því verið óásættaniegt.
Daníel segir að farið hafi verið
yfir stöðu mála á fundinum, sem
hafi verið sá árangursríkasti til
þessa. Hann geri sér vonir um
samkomulag, án þess að hægt sé
að fullyrða um slíkt.
„Menn tala nú sama tungumál
í meiri mæli en áður og það má
segja að fundinn sé flötur á málið
sem hægt er að byggja á,“ segir
hann. Fimmtán röntgentæknar
hættu störfum fyrir um fimm vik-
um, eftir að felldir voru niður
fimmtán fastir yfirvinnutímar
þeirra, á þeim forsendum að sú
aðgerð þýddi í raun uppsögn á
ráðningarsamningi.
Leiðir til
launaskerðingar
Stjórn Ríkisspítala og röntgen-
tæknar funda aftur í dag. Daníel
segir að hugmyndir Ríkisspítalans
um vaktakerfí hafi haft launa-
skerðingu í för með sér. Gagntil-
boðið miði að því að laun röntgen-
tækna haldist óbreytt, en þó geti
verið um einhveija skerðingu að
ræða. Einnig hafí verið rætt um
möguleika á hagræðingu innan
deildarinnar í sparnaðarskyni, sem
gæti jafnvel leitt til einhverra
launahækkana þeirra sem verða
fyrir launaskerðingu.
Launalaus
frá 1. desember
„Við höfum verið launalaus frá
1. desember sem er töluverð skerð-
ing, þannig að við erum ekki tilbú-
in til að axla meira af því tagi.
Væri einhver þjóðarsátt um launa-
lækkanir myndum við eflaust
fylgja hjörðinni, en ég sé ekki að
hægt sé að þvinga eina starfstétt
til slíks.“
Daníel segir að 3-4 af 15 rönt-
gentæknum muni ekki koma aftur
til starfa þótt samkomulag takist
við Ríkisspítalana, hvernig sem
það samkomulag verður.
Andlát
SIGURPALL M.
ÞORKELSSON
SIGURPÁLL M. Þor-
kelsson prentari er lát-
inn, 81 árs að aldri.
Sigurpáll fæddist á
Siglufirði 27. febrúar
árið 1914. Foreldrar
hans voru Þorkell S.
Svarfdal skipstjóri og
kona hans Jóhanna
Kristjánsdóttir. Hann
hóf prentnám á Siglu-
firði 1. janúar 1931
og lauk þar námi. Sig-
urpáll vann þar til árs-
ins 1943 er hann flutt-
ist til Reykjavíkur.
| Reykjavík hóf Sigurpáll
í ísafoldarprentsmiðju, þar
störf
sem
Svava Aradóttir.
hann setti m.a. texta
í Morgunblaðið. Þegar
Prentsmiðja Morgun-
blaðsins var stofnuð á
síðari hluta fimmta
áratugarins réðst Sig-
urpáll til starfa þar
og vann hann við
blaðið allt fram til árs-
ins 1984 er hann lét
af störfum fyrir ald-
urs sakir. Síðustu
starfsár sín við blaðið
las hann prófarkir.
Eftirlifandi eigin-
kona Sigurpáls er
I
I
j
|
.
í
I
!
i
.
Fjármálaráðherra vill endurskoða lög um skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa
Reglur um ráðstöf-
un fjár o g eftirlit
SKATTAFRÁDRÁTTUR VEGNA HLUTABRÉFAKAUPA 1984-94
Heildarfrádrárttur frá
skattskyldum tekjum
Milijónir kr.
Fjöldi hlutabréfakaup-
enda sem nutu frádráttar
------------------------10.000
-9.000
Fjöldi hlutafélaga sem
veittu rétt til frádráttar
-140
BBÍ-II
'84 '86 '88 '90 '92 '94’95
Grunnur núverandi fyrirkomulags um frádrátt frá
skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri
var lagður með lögum sem sett voru 1984. titið var
keypt af hlutabréfum fyrstu árin en eftir að skilyrði
frádráttarins voru rýmkuð með lagabreytingu 1989
margfölduðust kaupin og náðu hámarki 1990 þegar
, Fjöldi-
lll.l
B4 '86 '88 '90 ’92
120
100
•80
60
40
•20
'84 '86 '88 '90 '92 '94 “
tæpir 2 milljarðar (á verðlagi ársins 1994) voru dregnir
frá tekjum á skattframtali. Akvæðln voru þrengd árið
1992 og var fyrirhugað að fetla hlutabréfafrádráttinn
niður í áföngum en víð kjarasamninga 1994 ákvað rikis-
stjómin að stöðva við þá 20% skerðingu sem komin var
til framkvæmda.
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra fagnar áhuga almennings á
hlutafjárkaupum. Hann telur þó
tímabært að endurskoða þær reglur
sem um þetta gilda og nefnir í því
sambandi starfsemi hlutabréfasjóð-
anna. Bendir fjármálaráðherra á að
skattaafslátturinn sé til þess ætlað-
ur að hvetja fólk til að leggja
áhættufé í atvinnufyrirtæki. Þróun-
in hafí síðan orðið sú að stór hluti
kaupanna fári fram í hlutabréfasjóð-
um sem ávaxti fé sitt að stórum
hluta í skuldabréfum, jafnvel örugg-
um ríkisskuldabréfum, og í erlend-
um verðbréfum.
Telur hann koma til greina að
setja reglúr um eftirlit bankaeftir-
litsins með þessum sjóðum, eins og
þegar gildi um fjárfestingarsjóðina,
og að setja viðmiðunarreglur um
ráðstöfun ljármuna þeirra. Þá vill
hann minnka eitthvað frádráttar-
möguleika.
Óvissa um áætlun
í tekjuáætlun fjárlaga er gert ráð
fyrir 10% aukningu á frádrætti
vegna hlutafjárkaupa frá árinu á
undan, alis 1.135 milljónir kr. í
Morgunblaðinu í gær kom fram að
heildareign hlutabréfasjóðanna
jókst um 40% í desember. Friðrik
Sophusson segir þó að ekki sé hægt
að slá því föstu áð mikið meiri hluta-
bréfakaup komi til frádráttar til
skatts en fjárlög geri ráð fyrir. Þó
mikið hafí selst af bréfum hluta-
bréfasjóðanna megi gera ráð fyrir
að sala hlutabréfa í einstökum fyrir-
tækjum hafi verið með minnsta
móti.
Þá bendir hann á að ekki nýtist
öll hlutabréfakaup við útreikning
frádráttar til skatts, einhveijir kaupi
fyrir hærri fjárhæð en þeir eigi rétt
á að draga frá tekjum og svo nýtist
einungis 80% kaupanna til frádrátt-
ar.
Ef áætlun fjárlaga stenst og ein-
staklingar fá 1.135 miiljónir kr. til
frádráttar tekjum þýðir það að ríkið
er að gefa um það bil 400 milljóna
kr. afsiátt af tekjum sínum og sveit-
arfélögin um 100 milljónir. Ef hlut-
afjárkaupin reynast til dæmis
40Ö-500 milljónum kr. hærri en
áætlunin gerir ráð fyrir má reikna
með að ríki og sveitarfélög tapi um
200 milljóna kr. tekjum til viðbótar.
Lögin verði endurskoðuð
Friðrik segir að svo virðist sem
hlutabréfakaupin séu að mestu í
hlutabréfasjóðunum og það hljóti
að vekja ýmsar spumingar. Þróunin
hafí orðið sú að hlutabréfasjóðirnir
hafí selt hluti án þess að hafa hluta-
bréf á bak við. Bendir hann á að
sjóðirnir séu gjarnan með liðlega
helming eigna sinna í hlutabréfum
en verulegan hluta í skuldabréfum,
jafnvel öruggum ríkisskuldabréfum,
og erlendum verðbréfum.
Rifjar hann það upp að í stefnuyf-
irlýsingu núverandi ríkisstjórnar sé
kveðið á um að almenningur verði
hvattur til að leggja áhættufé í at-
vinnufyrirtæki. Ríkisstjórnin vilji
beita skattalögunum í þessum til-
gangi en áherslan sé á áhættufé.
Telur fjármálaráðherra eðlilegt
að endurskoða þau lög sem um þetta
gilda með tilliti til reynslunnar. Seg-
ir hann að nefnd stjórnarflokkanna
og aðila vinnumarkaðarins vinni n'ú
að endurskoðun tekjuskattslaganna
og þetta mál gæti komið upp í starfi
hennar eins og aðrir frádráttarliðir
tekjuskatts.
Reglur um ráðstöfun eigna
Ráðherra segist ekki vera að boða
stórkostlegar breytingar á núver-
andi fyrirkomulagi, fremur lagfær-
ingar. Bendir hann á að ákveðnar
reglur hafí verið lögfestar um fjár-
festingarsjóði. Þar sé kveðið á um
eftirlit Bankaeftirlits Seðlabanka
íslands og ráðstöfun eigna. Hluta- |
bréfasjóðirnir falli ekki undir þessar
reglur en hugsanlega megi setja
sambærilegar reglur um þá. I
„Það er eðiilegt að hlutafjársjóð-
irnir hafi eitthvert svigrúm og séu
ekki bundnir af því að kaupa ein-
göngu hlutafé í fyrirtækjum, en það
er spurning hvað svigrúmið eigi að
vera mikið. Það getur varla talist
eðlilegt að í raun séu menn að fá
skattfríðindi við það að kaupa hlut
í sjóðum sem eiga eignir sínar að '|
verulegu leyti í ríkisskuldabréfum.
Er eðlilegt að sjóðirnir geti tekið
við þessu fjármagni gegn skattfríð- |
indum kaupendanna og freistað þess
síðan að kaupa hlutabréf einhvers
staðar á næstu mánuðum? Það hlýt-
ur einnig að spenna uþp verðið.
Eg tel að það sé almennt mjög
mikilvægt að takmarka sem mest
frádráttarliði í tekjuskattslögunum.
Stefnan er að fækka undanþágum
og breikka skattstofna. Þegar verið (
er að nýta frádráttarleiðir til að
knýja fram ákveðna breytni verður
að gera það með nákvæmum hætti,“ I
segir Friðrik.
Hann segir að ríkið þurfi einnig
að haga einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja með tilliti til hlutabréfamark-
aðarins. Bjóða íjárfestingarkosti
sem hæfi markaðnum á hverjum
tíma. Segir Friðrik að því miður
hafi komið slaki í einkavæðinguna
eftir að Lyfjaverslunin var seld og
framboð hlutabréfa þess vegna
ójafnt.
Hefur skilað sér vel
„Það er enginn vafi á því að skatt-
afrádráttur vegna hlutabréfakaupa
hefur skilað sér vel. Það hefur orðið
bylting á hlutabréfamarkaðnum á
undanförnum árum og hún er for-
senda þess að hér geti orðið fram-
farir í efnahags- og atvinnulífínu á
borð við það sem gerist í nálægum
löndum. Eg vil ekki að þetta gangi f
til baka heldur vil ég að þessi skatt-
fríðindi nýtist með beinskeyttari 1
hætti," segir fjármálaráðherra.