Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 9
FRÉTTIR
Helgar- og næturþjónusta apóteka
Utsalan er hafín
Allt að 40 % afsláttur
Breytingar á opnunar-
tíma í vændum
APÓTEKARAFÉLAG íslands
ræðir þessa dagana breytingar á
opnunartíma apóteka sem sinna
helgar- og næturþjónustu. „Núver-
andi vaktaskema rennur út 3. febr-
úar og það er verið að funda um
þetta mál hjá félaginu. Það eru
breytingar í vændum sem væntan-
lega verða neytendum til hags-
bóta,“ segir Ingolf Petersen, for-
maður Apótekarafélags íslands.
Nokkuð hefur borið á gagnrýni
á opnunartíma apóteka yfir helg-
ar, nætur og helgidaga en aðeins
eitt apótek á höfuðborgarsvæðinu
er opið á þessum tíma og þurfa
neytendur í mörgum tilfellum að
fara langan veg til að notfæra sér
þjónustu þeirra apóteka sem skipt-
ast á um að sinna henni samkvæmt
ákveðnu vaktafyrirkomulagi.
Kona í Hafnarfirði sem hafði
samband við Morgunblaðið lýsti
miklum erfiðleikum sem hún lenti
í yfir jólin þegar hún þurfti vegna
veikinda að komast í apótek. Kon-
an er bíllaus og eina apótekið sem
opið var þessa daga á höfuðborgar-
svæðinu var Apótek Árbæjar. Yfir
áramótin annaðist annað apótek í
úthverfi Grafarvogs helgarþjón-
ustuna fyrir íbúa höfuðborgar-
svæðisins.
Opnunartími apóteka er bundinn
í reglugerð frá árinu 1983. Al-
mennur opnunartími apóteka á
höfuðborgarsvæðinu er frá kl. 9-18
frá mánudegi til föstudags. Heil-
brigðisráðuneytinu er heimilt að
veita leyfi til lengri opnunartíma
eða til kl. 19 frá mánudegi til
fimmtudags, kl. 20 á föstudögum
og frá kl. 9 til 16 á laugardögum.
Skv. upplýsingum Eggerts Sig-
fússonar, lyfjafræðings í heilbrigð-
isráðuneytinu, skipta tvö apótek á
höfuðborgarsvæðinu með sér
kvöld- og helgarþjónustu. Eftir
venjulegan lokunartíma eru þau
opin til kl. 22 en eftir það annast
annað apótekanna helgar- og næt-
urþjónustuna. Sömu reglum er
fylgt á helgidögum. Apótekin á
höfuðborgarsvæðinu skiptast á um
að sjá um þessa vaktþjónustu á
hvetjum tíma skv. vaktaskrá.
Eggert kannaðist ekki við að ein-
stakir lyfsalar hefðu sóst sérstak-
lega eftir að fá að hafa opið yfir
hátíðirnar. Opnunartímar einstakra
apóteka eru mislangir og þeir sem
hafa sótt um að fá að hafa opið
lengur fram kvöldi hafa yfirleitt
fengið leyfi til þess að sögn Eggerts.
Afgreiðslutíminn
hefur rýmkað
Jóhann Lenharðsson, hjá Lyfja-
eftirliti ríkisins, sagðist ekki hafa
orðið var við mikinn þrýsting á að
opnunartími apóteka yrði rýmkað-
ur en sagði þó að vegalengdir
væru talsvert vandamál fyrir neyt-
endur, sérstaklega þegar svo stæði
á að það apótek sem annaðist helg-
ar- og næturþjónustu væri í út-
hverfi en ekki miðsvæðis.
Leita lyfsalans í
ókunnugum úthverfum
Hann sagði að til þessa hefði
þróun verið sú að menn hefðu frek-
ar leitast við að komast hjá þátt-
töku í vaktkerfinu. „Á móti kemur
svo að apótekin hafa í auknum
mæli rýmkað afgreiðslutíma sinn
fram eftir kvöldinu," segir Jóhann.
Ingolf Petersen, formaður Apó-
tekarafélags íslands, segir að
breyting á þessari þjónustu sé í
aðsigi. Sú breyting tæki þó ekki
gildi fyrr en núverandi vaktaáætl-
un rynni út um næstu mánaða-
mót. „Ég veit að gremja manna
er kannski helst sú að þurfa að
fara inn í hverfi sem þeir þekkja
ekki og eiga í erfiðleikum með að
finna apótekið. Meðal annars
vegna þessa erum við að íhuga að
breyta þessu,“ sagði hann.
Ingolf sagði einnig að einstakir
lyfsalar sæktust ekki eftir að fá
að hafa opið yfir nætur og helgi-
daga, enda yrði að taka tillit til
starfsfólks apótekanna.
Vilt þú
verða neta-
gerðar-
maður?
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐRÚN Þórsdóttir afhendir Birni Bjarnasyni bæklingana um
iðnnámið ásamt tösku, sem gerð var í fyrra og var hluti af
sama kynningarátaki.
LÍSA Björg Lárusdóttir og Gunnur Jónsdóttir nemar í áttunda
bekk Foldaskóla voru í starfskynningu í Sandholtsbakaríi í Graf-
arvogi í gær, þar sem INN-bæklingarnir voru kynntir. Lísa sést
hér reyna sig við bakarastörfin en lengst til vinstri á myndinni
er Júlíus Arnarsson bakaranemi, sem kenndi henni handtökin.
NEMENDUM í níunda bekk á
öllu landinu munu á næstunni
verða kynntir bæklingar, þar
sem kynntar eru ýmsar iðn-
greinar. Tilgangur þessa er að
reyna að vekja áhuga ungs fólks
á iðngreinum og eru umsjónar-
kennarar í skólunum meðal
annars fengnir til liðs við átak-
ið.
Ingi Bogi Bogason upplýs-
inga- og fræðslufulltrúi Sam-
taka iðnaðarins sagði þegar
verkefnið var kynnt í gær að
það væri ljóst að mikil þörf
væri á því að kynna atvinnulífið
fyrir ungu fólki. Fyrirmyndir,
sem ungt fólk hefði að heiman,
væru ekki alltaf skynsamlegar
og fræðsla í skóluin væri enn
fábreytt.
Benti hann jafnframt á að hér
á landi væri hlutfall þeirra, sem
lykju iðn- og starfsmenntun á
framhaldsskólastigi, um 30% af
hverjum árgangi á móti til dæm-
is 70% í Þýskalandi.
Iðnaður, nemendur,
nýsköpun
Útgáfa bæklinganna, sem eru
litprentaðar fjórar síður í A5
broti, er hluti af iðnfræðsluverk-
efni, sem ber nafnið INN. INN
stendur fyrir iðnað, nemendur
og nýsköpun og varð að lands-
verkefni þegar menntamála-
ráðuneytið ákvað sl. sumar að
styrkja það. Bæklingarnir eru
þrettán talsins og dæmi um yfir-
skrift þeirra eru: Vilt þú verða
netagerðarmaður, vilt þú verða
bókbindari, matreiðslumaður,
snyrtifræðingur o.s.frv.
Þegar Guðrún Þórsdóttir frá
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
afhenti Birni Bjarnasyni
menntamálaráðherra fyrstu
bæklingana, þakkaði hún honum
stuðninginn. Björn sagði í ræðu
sinni að það væri bæði ávinning-
ur fyrir nemendurna sjálfa og
þjóðfélagið að nemendur áttuðu
sig á því hvaða kostir og leiðir
væru til að ná sér í góða mennt-
un. Hét hann INN-hópnum
stuðningi til að vinna með þess-
um hætti í framtíðinni.
TESS
- Verið velkomin - Opið virka daga kl. 9-18,
laugardaga kl. 10-14.
neðst við
Dunhaga,
sími 562 2230
83 milljónir
Vikuna 28.desember til 3. janúar voru samtals
83.512.235 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt
land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar
og fjöldinn allur af öörum vinningum.
Silfurpottar í vikunni:
Dags. Staöur Upphæö kr.
28. des. Rauöa Ijónið................. 67.608
29. des. Mónakó...................... 324.782
29. des. Kringlukráin................ 109.066
30. des. Ölver....................... 162.878
30. des. Háspenna, Laugavegi..... 52.423
30. des. Háspenna, Laugavegi..... 52.025
30. des. Háspenna, Hafnarstræti.. 95.295
31. des. Háspenna, Laugavegi..... 91.638
3.jan. Mónakó.................... 375.738
3. jan. Gúlliver..................... 54.016
3. jan. Háspenna, Laugavegi...... 53.336
Staöa Gullpottsins 4. janúar, kl. 11.00
var 6.721.422 krónur.
Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr.
og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blab allra landsmanna!