Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 11
FRÉTTIR
Happdrætti SÍBS kynnir íslenska rithöfunda
Handrit
dregin út
mánað-
arlega
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Happdrætti SÍBS:
„Þeir sem skoða vinningaskrá
SÍBS hljóta að taka eftir öðrum
áherslum en gilt hafa á happdrættis-
markaðnum hingað til. Þessar
áherslur eru á það sem gefur lífinu
gildi — annað og meira en beinharða
peninga. Vissulega verða háir vinn-
ingar í boði á árinu. Fyrsti vinningur
í janúar verður t.d. að verðmæti 7
milljónir króna óskiptar á einn miða.
Algjörlega aukalega við skrána
verða mánaðarlega dregnar út tvær
handunnar möppur. Hver þeirra
inniheldur minnst sjö handrit eða
handritsbrot ólíkra, íslenskra rithöf-
unda. Á tölvuöld skrifa flest skáld
verk sín á tölvu. Þess vegna er sjald-
gæft að sjá handskrifuð verk þeirra.
Nú hafa íslensk skáld sýnt SIBS þá
vinsemd að rita eigin hendi ljóð sín
eða sögukafla og færa samtökunum
að gjöf. Hér er því um handrit að
ræða — í orðsins fyllstu merkingu.
Þeim sem kunna að meta eru þetta
ómetanleg verðmæti.
í ágúst fær síðan hver einasti
miðaeigandi í happdrættinu bókina
„Lífið sjálft". Bókin inniheldur ljós-
prentuð, handskrifuð verk 114
skálda. Hringur Jóhannesson mynd-
skreytir bókina og Jón Reykdal vinn-
ur kápu. Hér er um sérstakt ritverk
að ræða sem er aðeins gefið út í
þessu tilefni og verður ekki selt á
almennum markaði. Þessi nýbreytni
er hugsuð til að kynna íslenskar
bókmenntir og veita menningarleg-
um straumum inn á íslenskan happ-
drættismarkað. Árið 1995 var ár
myndlistar. Þá var 28 verkum
þekktra íslenskra myndlistarmanna
bætt aukalega við vinningaskrána.
Reykjalundur er ekki ríkissjúkra-
hús eins og ótrúlega margt fólk virð-
ist halda. SÍBS hefur byggt upp, á
og rekur Reykjalund. Brýnasta verk-
efni þat' nú er bygging þjálfunarhúss
þar sem yrði bæði þjálfunarsalur og
þjálfunarlaug. Nú eru rúmlega 500
manns á biðlista eftir plássi á Rey-
kjalundi. Slíkt er þjóðhagslega óhag-
kvæmt því kostnaður við dvöl hvers
sjúklings á sólarhring er aðeins þriðj-
ungur þess sem er á öðrum sjúkra-
stofnunum. Mikið hefur verið rætt
um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.
Á sama tíma fjölgar þeim sem þarfn-
ast endurhæfíngar. Svo er þróun í
læknavísindum að þakka að æ fleiri
lifa af alvarleg veikindi eða slys.
SÍBS gegnir því þýðingarmiklu hlut-
verki í heilbrigðismálum þjóðarinnar.
Á Reykjalundi dveljast ekki aðeins
sjúklingar af höfuðborgarsvæðinu
heldur af landinu öllu. Auk Reykja-
lundar á og rekur SÍBS Múlalund,
stærsta verndaða vjnnustað lands-
ins. Einnig rekur SÍBS í samvinnu
við Reykjavíkurdeild Rauða krossins
og Félag eldri borgara stofnanirnar
Múlabæ, sem er dagvistun fyrir aldr-
aða og Hlíðabæ, sem er dagvistun
fyrir fólk með heilabilun (alzhei-
mer). Ekkert af þessu væri hægt
hefði SÍBS ekki happdrættið. Það
er undirstaða allrar starfsemi sam-
takanna. Happdrættið er áskriftar-
happdrætti, dregið verður 12. jan-
úar. Þeir sem vilja kaupa miða gegn-
um síma geta hringt í síma
552-2150.“
Formaður Kaupmannasamtakanna um
lokanir verslana vegna vörutalningar
Ekki sömu forsendur
til lokana og áður
FLESTAR verslanir voru lokaðar
vegna vörutalningar síðastliðinn
þriðjudag sem og bankar. Sigurður
Jónsson, framkvæmdastjóri Kaup-
mannasamtakanna, segir að ekki sé
sama þörf á því að loka verslunum
til þess að telja vörur og áður var
vegna nýrrar tækni.
Sigurður segir að ýmsar stærstu
verslanirnar séu komnar með mjög
fullkomin kassakerfi og birgðahald
sé með þeim hætti að vitað sé í lok
hvers vinnudags hver birgðastaðan
er. Þó eigi þetta aðeins við um
stærstu verslanirnar. Meginþorri
þeirra hafi þó ekki slíkt kerfi og
verði að telja.
Lok reikningsársins
„Reikningsár margra verslana
lýkur um áramótin og þá þurfa þær
að gera sín reikningsskil og stað-
festa að þær upplýsingar sem eru
til staðar, jafnvel í þeim verslunum
sem eru með tölvukerfi, séu réttar.
Þess vegna telja menn ennþá jafnvel
þótt þeir séu með mjög góð kerfi,“
sagði Sigurður.
Hann sagði að á milli jóla og ný-
árs hefðu margar verslanir einnig
verið lokaðar og sú lokun væri hugs-
uð sem uppbót fyrir starfsfólk vegna
mikillar vinnu um jólin. „Það kann
að vera að í sumum tilfellum loki
menn fyrsta virkan dag á nýju ári
til þess að gefa starfsfólki frí. En
ég hygg að í þorra verslana séu
menn að telja þennan dag. Ég á því
ekki von á því að þessi siður leggist
af á næstunni. Það er þó ljóst að
þörfin fyrir vörutalningu minnkar
stöðugt í takt við aukna tæknivæð-
ingu,“ sagði Sigurður.
Allir bankar voru lokaðir fyrsta
virkan dag í nýju ári nema afgreiðsl-
an í flugstöðinni í Keflavík. Friðbert
Traustason, formaður Samtaka ís-
lenskra bankamanna, segir að lokun
banka fyrsta virkan dag á nýju ári
sé vegna vörutalningar á ýmsum
vörum sem bankarnir selja. „Dagur-
inn var á sínum tíma nýttur til þess
að færa inn í bækur og annað. Það
má segja að dagurinn sé nýttur í
yfirferð á öllum reikningum eftir
áramótakeyrslur en þeim fylgja
ýmsar aukakeyrslur. Þetta er reynd-
ar allt vélrænt en mannsaugað verð-
ur að fylgjast með því öðru hverju,"
sagði Friðbert.
Fimmfaldur fyrsti vinningur
LAUGARDAGINN 6. janúar nk. ingur verði 22 milljónir króna eða
verður fyrsti vinningur í Lottóinu hærri. Jafnanþegarfyrsti vinning-
fimmfaldur og er það í þriðja sinn ur verður svo hár eykst þátttaka
í sögu lottósins hér á landi. landsmanna, því margir vilja
Talið er öruggt, að fyrsti vinn- freista gæfunnar.
Heldur afram af krafti með
FULLT AF NÝJUM UPPATÆKJUM
(FERÐUM Q.FL.)
TAKIÐ MÖMMU □□ PABBA MEÐ
NÝTT B VIKNA NÁMSKEIÐ
Þriðjudaginn 9. JANÚAR
HEFST NYTT ATAKSNAMSKEIÐ
I FITUBRENNSLU
Það verður stif keyrsla
í HEILAR B VIKUR.
M EÐ □ LLU M OG MIKIÐ AÐHALD
SVO ARANGURINN VERÐI
M.A. VIGTUN, MÆLINGAR
MAPPA FULL AF FRDÐLEIK
SNAUÐUM UPPSKRIFTUM
BARNAPÖSSUNá morganana
FrjÁls mæting í aðra TÍMA
Kennarar
Auður Rafnsdóttir
Barnaleikfimi
UM HELBAR
Glodis Gunnarsddttir
Skráning í síma
Karl Sigurðsson