Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Seðlabankastjóri segir gagnrýni VSÍ á vaxtahækkanir bankans á misskilningi byggða Vaxtahækkun eina leiðin til að hamlagegn gjaldeyrisútstreymi Þróunarfé- lagið kaupir 11,2% hlut í Arnesi ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. hef- ur keypt 11,2% hlutafjár í Árnesi hf. af Þróunarsjóði sjávarútvegs. Bréfin eru að nafnvirði 29,1 milljón króna en voru seld miðað við geng- ið 0,9 þannig að söluverð þeirra er 26,2 milljónir. Þróunarfélagið er þar með orðið næst stærsti hluthafi félagsins en stærstan hlut á Grandi eða 25%. í röðum stærstu hluthafanna eru Burðarás með 9,6% hlut, Trygg- ingamiðstöðin 4,7%, Sjóvá-Almenn- ar 3,3% og Alþjóðlega viðskipta- þjónustan hf. með 3,3%. „Við höfum mikla trú á Ámesi, bæði sérhæfingu þess og starfs- mönnum auk þess sem eigendurnir eru traustir," sagði Hreinn Jakobs- son, framkvæmdastjóri Þróunarfé- lagsins í samtali við Morgunblaðið. „Þetta fyrirtæki hefur markað sér ákveðna sérstöðu sem liggur í veið- um og vinnslu á flatfiski og humri. Jafnframt liggur sérstaðan ekki síð- ur í afsetningu vörunnar því Árnes hefur fjárfest í sölufyrirtæki í Hol- landi til að koma vörunni á mark- að. Auk þess var verðið hagstætt á bréfunum að okkar mati.“ ----------»"■»-♦--- Eigendaskipti á Ferðaskrif- stofu Hafnarfj. MAGNÚS Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri SÍF og fyrrver- andi formaður Vinnuveitendasam- bandsins, hefur keypt Ferðaskrif- stofu Hafnarfjarðar. Magnús segir að hér sé um mjög lítið fyrirtæki að ræða. Þar starfi aðeins einn starfsmaður og því sé ekki mikil fyrirferð í því á markaðnum. Magnús segir að gengið hafi ver- ið frá kaupunum skömmu fyrir jól. „Fyrst um sinn mun ferðaskrifstof- an einungis sinna umboðssölu, en ég hef hugsað mér sem langtíma- markmið að skoða hvaða möguleik- ar til staðar í sérhæfðum ferðum, bæði fyrir íslendinga til útjanda og ejnnig fyrir útlendinga til Islands.“ BIRGIR ísleifur Gunnarsson, Seðla- bankastjóri, segir að gagnrýni á vaxta- hækkanir þær sem bankinn hafí grip- ið til að undanfömu til að spoma við þenslu í hagkerfínu, sé ekki réttmæt og að hluta til á misskilningi byggð. Ekki megi blanda saman vaxtaþróun á langtíma- og skammtímamörkuðum en bankinn sé aðeins leiðandi á skammtímamarkaðnum. Birgir segir þessar aðgerðir vera nauðsynlegar, enda sé hér um að ræða eitt helsta stjómtæki bankans til að ná fram markmiðum sínum, sem séu að halda verðlagi og gengi stöðugu. „I þessari umræðu sem átt hefur sér stað að undanfomu á opinbemm vettvangi hefur mismunandi vaxta- mörkuðum gjaman verið blandað sam- an. Seðlabankinn gerir hins vegar skýran greinarmun á þremur mörkuð- um hvað vexti snertir. í fyrsta lagi er það peningamarkaðurinn svokall- aði, þ.e. skammtímakröfur allt upp að 12 mánuðum. Þá er það verðbréfa- markaðurinn, þar sem um er að ræða verðbréf til lengri tíma en árs og allt upp í 25 ár. I þriðja lagi er það síðan bankamarkaðurinn. Þó svo að tengsl séu á milli þessara markaða þá em þau ekki bein. Sá markaður sem Seðlabankinn starfar fyrst og fremst á er skammtímamark- aðurinn. Þar getum við nánast ráðið vöxtum og okkar aðgerðir á þessum markaði hafa fyrst og fremst það markmið að ná fram okkar megin stefnumiðum sem em að halda stöð- ugu verðlagi og þá um leið stöðugu gengi.“ Birgir segir að hækkanir bankans á skammtímavöxtum á undanfömum vikum nemi um 30 punktum eða sem nemur 0,3%. Hann segir að reynsla bankans sé sú að skammtímavextir hafí mjög mikil áhrif á gjaldeyris- strauma í og úr landi. Vextir á þessum markaði hafi hækkað á fyrri hluta síð- asta árs og fram á vor og vom hæst- ir um 7,64. Síðan hafí þeir farið lækk- andi, bæði þar sem lausafjárstaða bankastofnana hafí verið góð og sömu- leiðis hafí verið jafnvægi í gjaldeyri- sviðskiptum. „Síðan hefur það hins vegar gerst að á undanfömum tveimur mánuðum höfum við orðið fyrir veralegu gjald- eyrisútstreymi jafnframt því sem mik- il útlánaaukning hefur orðið í banka- kerfínu sem hefur leitt til þess að lausafjárstaða bankanna hefur versn- að. Þegar svona stendur á hefur Seðla- bankinn aðeins eina leið færa til þess að reyna að hamla gegn gjaldeyrisúts- streymi þ.e. að hækka vexti á peninga- markaðnum og það gera Seðlabankar út um allan heim við slíkar aðstæður.11 Seðlabankinn ekki leiðandi á verðbréfamarkaði Birgir ísleifur segir að ekki megi kenna Seðlabankanum um vaxta- hækkanir á langtímamarkaði, því þar sé hann ekki leiðandi í vaxtamyndun. „Okkar hlutverk er að vera viðskipta- vaki með spariskírteini ríkissjóðs og við setjum því fram dagleg tilboð í þessi bréf. Vextir á þessum bréfum hafa hins vegar fylgt vöxtum hús- bréfa og þær hækkanir sem orðið hafa á vöxtum spariskírteina em því í raun aðeins endurspeglun á vaxta- þróun húsbréfa." Birgir segir að þróunin á verðbréfa- markaðnum á síðasta ári hafí orðið önnur en menn hafí gert ráð fyrir því þrátt fyrir að ríkissjóður hafí dregið sig nokkuð í hlé á innlendum lánsflár- markaði, þá hafí aðrir aðilar á borð við sveitarfélög og fyrirtæki komið mjög sterkt inn og því hafí vaxta- lækkanir ekki orðið jafn miklar og ætla mátti. Þá segir Birgir að þróunin á næst- unni sé mjög óljós. „Við sjáum að lánsijárþörf ríkissjóðs verður minni á þessu ári en hún hefur verið. Þar skiptir hins vegar vemlegu máli hvort ríkissjóður heldur áfram að sækja jafn mikið inn á erlendan lánsfyár- markað eins og á síðasta ári, eða hvort hann fer meira inn á innlendan markað. Þá skiptir einnig veralegu máli hvernig spamaður verður á þessu ári.“ Birgir segir það einnig vera athygl- isvert að þrátt fyrir óhagstæðan sam- anburð á vöxtum á verðbréfamarkaði hér á landi og erlendis, þá hafí fýrir- tækin verið að greiða upp lán sín erlendis í mjög stóram stíl og leitað í auknum mæli á innlendan lánsíjár- markað. „Þetta bendir nú til þess að innlendi markaðurinn hafí verið að veita þeim betri kjör en þeim gefst kostur á erlendis,“ segir Birgir. Gagnrýni VSÍ óréttmæt Hvað um þá gagnrýni Vinnuveit- endasambandsins að vaxtastjóm bankans leiði til hærra vaxtastigs og þar með samdráttar í fjárfestingum fyrirtækja, auk þess að ekki sé enn ástæða til þess að bregðast sérstak- lega við þenslu í hagkerfinu.? „í þeirri umræðu fannst mér þeir lenda í þeirri gryfju að ragla saman langtímavöxtum og skammtímavöxt- um. Við höfum ekki beitt okkur fyrir hækkun langtímavaxta en hins vegar höfum við beitt okkur fyrir hækkun á skammtímamarkaðnum að undan- förnu, sem hefur alls ekki skilað sér inn á verðbréfamarkaðinn enn og ekki inn á bankamarkaðinn heldur. Sú ásökun að við höfum verið að beita okkur fyrir hækkun á langtíma- vöxtum er því alls ekki rétt.“ Birgir segir að ef að bankinn eigi að ná fram markmiðum sínum um að halda genginu föstu, þá verði hann að breyta vöxtum því hann hafí ekki annað stjórntæki til reiðu. „Við eram staðráðnir í því að fylgja áfram sam- eiginlegri stefnu ríkisstjómarinnar og Seðlabankans um stöðugt gengi. Sú stefna hefur reynst vel og dijúgan þátt í uppsveiflu atvinnulífsins. Stöð- ugt gengi mun og til lengri tíma litið stuðla að lægri vöxtum á óverð- tryggðum skuldbindingum hér á landi þar sem hluti vaxtamunar milli ís- lands og annarra landa á rætur að rekja til ótta við gengislækkanir." mest seldu fólks- bílategundirnar Br. frá í jan.- des. 1995 fyrra ári Fiöldi % % 1. Tovota 1.376 21,3 -1,1 2. Nissan 882 13,7 9,7 3. Volkswaqen 787 12,2 37,3 4. Hyundai 566 8,8 17,7 5. Opel 346 5,4 127,6 6. Mitsubishi 330 5,1 -20,3 7. Subaru 290 4,5 559,1 8. Renault 259 4,0 14,6 9. Volvo 246 3,8 28,1 10. Suzuki 229 3,6 116,0 Aðrar teg. 1.134 17,6 12,5 Samtals 6.445 100,0 19,6 5.391 til d 1994 .FÓLKSBÍLAR, nýir VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 809 578 BB»a 1994 1996 1994 Toyota hélt öruggri forystu 1995 TÆPLEGA fimmtungs aukning varð á sölu nýrra fólksbíla á nýliðnu ári þegar alls voru seldir 6.445 bílar. Þá varð tæplega 40% söluaukning á vöru-, sendi- og hópferðabílum. Töluverðar breytingar hafa orðið á markaðshlutdeild einstakra fólksbílategunda eins og sjá má á töflunni. Toyota-umboðið hefur haldið sinni öruggu forystu en mátti þola lítilsháttar samdrátt. Veruleg aukning hefur orðið á sölu ýmissa tegunda. Þar má nefna að salan á Subaru hefur tæplega sjöfaldast og tvöföldun orðið á sölu Suzuki og Opel-bíla. Sölutölurnar fyrir einstakar tegundir segja hins vegar ekki alla söguna því í sumum tilvikum hafa dýrari bílar selst mjög vel og velta aukist þrátt fyrir samdrátt í fjölda. Þetta á t.d. við um Mitsubishi. UTSALAN * Urval-Utsýn kaupir Alís og stofnar Plúsferðir Ödýrar ferðir með einfaldri þjónustu FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Út- sýn hf., dótturfyrirtæki Flugleiða, hefur keypt rekstur ferðaskrifstof- unnar Alís í Hafnarfirði. Jafnframt hefur verið sett á stofn ný ferða- skrifstofa, Plúsferðir efh. Þar verð- ur lögð áhersla á að bjóða ódýrar utanlandsferðir með einfaldri þjón- ustu m.a. til Billund í Danmörku í beinu leiguflugi. Þá er ætlunina bjóða beint leiguflug til Mallorca, Portúgals og nýs ákvörðunarstaðar á meginlandi Spánar ásamt ferðum til Kanada, Flórída og Skotlands. Að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Úrvals-Útsýn- ar, hefur fyrirtækið um skeið kann- að möguleika á því að setja á fót sérstaka ferðaskrifstofu til að ná til nýs markhóps og nýta þannig betur farbókunarkerfin. Eigendum Alís hafi hins vegar þótt ástæða til að endurskoða sinn rekstur og auka fjölbreytni. Það hafi farið saman að leggja rekstur Alís í Plúsferðir á móti framlagi Úrvals-Útsýnar. „Plúsferðir munu bjóða svipaðar ferðir og aðrir á markaðnum en með takmarkaðri þjónustu þar sem lögð verður áhersla á einfaldleika og skýr skilaboð. Við teljum mikla möguleika á að ná til ungs fólks sem er tilbúið að fara með skömm- um fyrirvara og gerir aðrar kröfur um þjónustu," sagði Hörður. 15-25% verðlækkun Aðspurður sagði Hörður að verð á ferðum Plúsferða yrði á bilinu 20-50 þúsund krónur. Þannig yrði unnt að komast til Billund fyrir allt að 20 þúsund krónur og sólarlanda- ferðir yrðu væntanlega 15-25% ódýrari en hefðbundnar sólarlanda- ferðir á vegum Úrvals-Útsýnar. Laufey Jóhannsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Alís, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Plúsferða og aðrir starfsmenn munu jafn- framt hefja þar störf. Laufey var í hópi stærstu hluthafa Alís ásamt Austurbakka og David Pitt & Co. Alís hefur verið til húsa í Hafnar- firði og verða Plúsferðir þar fyrst um sinn. Fyrirhugað er að flytja skrifstofuna til Reykjavíkur og stendur yfir leit að hentugu hús- næði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.