Morgunblaðið - 05.01.1996, Side 17

Morgunblaðið - 05.01.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 17 VIÐSKIPTI Lækkun á iðgjöldum hjá Samlífi Stuðst viðminnk- un á dánarlíkum á tíu ára tímabili SAMEINAÐA líftryggingarfélagið hefur tekið upp nýja iðgjaldaskrá þar sem útreikningar á dánarlíkum byggjast á tölum yfir dánartíðni á árunum 1986-1990 í stað talna frá 1976-1980. Eitís og fram kom í við- skiptablaði í gær hefur þessi breyt- ing ásamt lækkun rekstrarkostnaðar í för með sér að iðgjöld Iíftrygginga lækka um 20% að meðaltali. Að sögn Ólafs H. Jónssonar, deild- arstjóra hjá Sameinaða líftrygging- arfélaginu, eru tölur yfír dánarlíkur Islendinga teknar saman á fimm ára fresti. Tölurnar sýna t.d. að sam- kvæmt reynslu áranna 1986-1990 megi búast við því að einn af hvetj- um þúsund tvítugum körlum muni deyja árlega. Dánartíðni tvítugra kvenna er hins vegar 0,3 þannig að líklegt er að árlega muni ein kona af hveijum 3 þúsund konum deyja á þeim aldri. Samsvarandi upplýs- ingar fyrir árin 1981-1985 gáfu til kynna að dánartíðni karla væri 1,21 og kvenna 0,214. Dánartíðni fertugra karla er hins vegar 1,717 og fyrir konur á sama aldri er talan 1,025. Á árunum 1981- 1985 voru þessar tölur 1,93 fyrir karla og 0,94 fyrir konur. Tölurnar hækka hratt eftir aldri og hjá 60 ára körlum má vænta þess að 11 af hveijum eitt þúsund deyi á hveiju ári en samsvarandi tala fyrir sextugar konur er 7. Sam- kvæmt eldri tölunum var dánartíðnin 13,6 hjá körlum og 6,9 hjá konunum. Lítið vart við erlenda samkeppni Um lækkun rekstrarkostnaðar sagði Ólafur að verið væri að færa iðgjöldin nær kostnaði á undanföm- um árum sem hefði farið lækkandi. Aðspurður um hvort samkeppni af hálfu erlendra tryggingafélaga ætti einhvem þátt í þessari ákvörðun sagði Ólafur að svo væri ekki. „Við höfum lítið orðið vör við að erlend tryggingafélög bjóði stakar dánará- hættutryggingar hér á landi. Þau hafa boðið söfnunarlíftryggingar sem má segja að séu í samkeppni við annan sparnað á borð við ríkisskulda- bréf. Þess má geta að Sameinaða líf- tryggingarfélagið hefur verið með slíkar tryggingar á markaðnum frá árinu 1993 undir heitinu Óskalífeyr- ir. Með söfnunartryggingum er fólk fyrst og fremst að leggja til sparnað og er áhættuhlutinn því tiltölulega lítill hluti heildariðgjaldsins." Iðgjöld Sameinaða lítryggingarfé- lagsins á árinu 1994 vom 206 mtllj- ónir og útlit er fyrir að þau hafí auk- ist um 12-13% á síðasta ári. „Við gáfum út á síðasta ári u.þ.b. fjögur þúsund nýjar líftiyggingar sem er það mesta frá upphafí. Það er mun meiri skilningur hjá ungu fólki fyrir líftrygg- ingum en áður var. Hjá fjölskyldufólki er þetta orðinn sjálfsagður þáttur í vátryggingarvemdinni. Líklega em iðgjöldin í heild á þessum markaði rúmlega 500 milljónir króna.“ Uppsagnir hjá A T& T New York. Reuter. AT&T fjarskiptafyrirtækið hefur skýrt frá því að það muni leggja niður um 40.000 störf og veija um 6 milljörðum dollara fyrir skatta til að standa straum af kostnaði við að skipta fyrirtækinu í þrennt þann- ig að það standi betur að vígi í harðri samkeppni, sem framundan er í fjarskiptageiranum. Um 30.000 þeirra sem hætta störfum munu ekki gera það af eig- in vilja að sögn fyrirtækisins. Loka- tala þeirra sem hætta mun fara eftir því hve margir stjórnendur taka við uppsagnargreiðslum í nóv- ember. Robert Allen stjórnarfor- maður sagði í yfirlýsingu að fækk- unin í starfsliðinu yrði erfiðasta og kvalafyllsta skrefið í endurskipu- lagningu, sem væri nauðsynleg til að gera fyrirtækið samkeppnishæft. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 2,625 dollara í 67,375 í kaup- höllinni í New York eftir tilkynning- una. Samkvæmt frumvarpi fyrir Bandaríkjaþingi fá Baby Bell síma- félög í sjö landshlutum rétt til aðild- ar að langlínumarkaði, sem er met- inn á 80 milljarða dollara á ári og þar sem AT&T hefur 60% markaðs- hlutdeild. Jafnframt fá AT&T og fleiri aðilar að hasla sér völl í síma- mörkuðum Bell-félaganna. Lægsta verð á áli í 15 niánuði London. Reuter. ÁL seldist á Iægsta verði síðan í október 1994 í London í gær og er það síðasta breyting af nokkrum, sem hafa orðið á málmmarkaði á nýja árinu. Verð áli samkvæmt þriggja mán- aða framvirkum samningum lækk- aði í 1637 dollara tonnið á málm- markaðnum í London og var það 35 dollara lækkun frá því á miðvikudag. Fyrr í vikunni hafði kopar lækkað í 2.565 dollara tonnið og hafði verð- ið ekki verið Iægra í 14 mánuði, en það styrktist nokkuð í gær. í London er sagt að aðallega einn aðili hafí valdið lækkuninni á álinu og gefið var í skyn að fjárfestinga- sjóðir eða spákaupmenn hefðu verið að verki. Einn heimildarmaður taldi að um sjóð með bækistöð í Banda- ríkjunum væri að ræða. i Álkaupmenn sögðu að eftirspurn væri enn treg á flestum helztu not- endasvæðum, en þeir búast við að eftirspurn aukist í febrúar eða marz. Murlyftari jrvimilBstir Framúrskarandi hönnun með þægindi ökumanns í fyrirrúmi. Gámagengur lyftari. 2,2’/! og3tonna lyftigeta. UMBOÐS- OG HEILOVERSLUN SMIÐJUVEGl 70, KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 UTSALA - UTSALA 20-70% AFSLÁTTUR • Servíéttur • Kerti • Kertahringir • Kertastjakar • jólavörur • Borðskreytingar Verðdæmi: Servíéttur frá kr. 75 pakkinn • Kerti frá kr. 30 • 6 kerti í pakka frá kr. 140 • Kertastjakar frá kr. 50 • Jólavörur með allt að 70% afslætti. Flóra í bláu húsunum við Faxafen • Sími 588 5250 Opiö mán. - fös. kl. 12-18, laugardaga kl. 10-14. Fáðu þér miða fyrir kl. 20.-° á laugardaginn. M tÆá! -vertu viðbúinm vinningi 1. vinningur stefnir í 22 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.